Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 17

Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 Bretland: Hætta að orga á 90 km hraða í BRESKA blaðinu Independent segir nýlega frá bresk- um föður, sem var orðinn alveg örvilnaður yfir sífelldum gráti og hávaða í kornungum syni sínum og hefur fund- ið upp tæki sem læknar magakveisu í börnum og öskrin, sem henni hljóta óhjákvæmilega að fylgja. Tækið líkir eftir bifreið á 90 kílómetra hraða. Armando Cuervo var orðinn svo þreyttur á orginu í syni sínum, sem hélt vöku fyrir fjöl- skyldunni klukkustundum saman, að hann var „farinn að leiða hugann að bamamis- þyrmingum," að eigin sögn. Hann hringdi loks eina nóttina í lækni sinn klukkan hálfþijú að nóttu og bað um hjálp. „Ég sagði honum að hann yrði að gera eitthvað í málinu og hann sagði ég mætti koma,“ sagði Cuervo. En á leiðinni til læknisins gerðist nokkuð ein- kennilegt. Gráturinn hætti og er komið var á áfangastað var barnið steinsofandi. Margir foreldrar hafa eflaust tekið eftir því sama og Cuervo, að bílferðir róa böm þeirra oft á tíðum. En þessi reynsla varð kveikjan að uppfínningu Cuerv- os - „Veisofanda". Hann sótti um styrk hjá Bamaheilbrigðis- stofnuninni í Bretlandi til þess að hanna tækið og fékk hann. „Velsofanda" er komið fyrir undir vöggu viðkomandi org- andi bams og ruggar henni mjúklega eins og bíll með nýja höggdeyfa myndi gera. Tækið líkir einnig eftir hvini bifreiðar á 90 kílómetra hraða. Prófanir Cuervos hafa leitt í ljós að 85% bamanna, sem fengu að kynn- ast „Velsofanda" hættu öllu orgi og látum og sofnuðu vært og rótt eins og fyrirmyndarböm eiga að gera. EINMITT NÚNA / / ER RETTITIMINN Hitastig lofts og sjávar eins og við Norðurlandabúar viljum hafa það - með nægu sólskini fyrir alla. Aðstaða til íþróttaiðkana á sjó og landi eins og amerískir atvinnumenn vilja hafa hana - á heimsvísu. Skemmtistaðir og iistviðburðir þar sem allir finna eitthvað fyrir sig - að sjáifsögðu. En! Florida býður upp á fleira en baðstrendur og skemmtanalíf. Farið ekki á mis við DISNEY WORLD - SEA WORLD - CYPRESS GARDENS og CAPE CANAVERAL. ATHUGiÐ: í fyrra seldist upp í fyrstu ferðirnar á örfáum dögum. Ef við lítum á verðið mætti ætla að það sama gerðist nú. Lítum á tvö dæmi: A. 11 DAGAR: Quality Inn, Orlando í 3 nætur og Colonial Gateway Inn, St. Pete Beach í 7 nætur. Verð: 22.010 kr.* B. 21 DAGAR: Quaiity Inn, Orlando í 6 nætur og Colonial Gateway Inn, St. Pete Beach í 14 nætur. Verð: 26.530 kr.* * Verðið er meðalverð fyrir tvo fullorðna og tvö böm (2-11 ára) saman í herbergi og tekur gildi 15. sept. Boðið er upp á fríar áætlunarferðir frá flugvelli og til St. Pete Beach. Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum. Söluskrifstofur Hugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju og Kringlunni. FLUGLEIÐIR Upplýsingasími 25100. B 17 POTT- ÞETTAR PERUR AGOÐU fi|l 1 Allar RING bílaperur bera merkið (f) sem þýðir að þœr uppfylla ýtrustu gæðakröfur E.B.E. í i i RING bílaperurnar fást á bensínstöðvum Skeljungs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.