Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 rokksíðan AISJDRÉS MAGNÚSSON Plötudómar H U R Ur blindgötunni ★ ★ ★ ★ Arthur Russel er einn þeirra sem telja að dægurtón- list nútímans sé komin í blindgötu og róttækra ráð- stafana sé þörf til að kippa málunum í liðinn. Hann hefur lengi verið að á jaðar dægurtónlistarinnar; var eitt sinn nærri genginn í Talking Heads, en það er önnur saga. Arthur sendi frá sér plötuna World of Echo fyrir skömmu og þar kennir ýmissa grasa. Það er Arthur sem sér um að leika á þau hljóðfæri sem notuð eru, selló og ásláttarhljóð- færi, og hann ieggur líka til röddina. Tónlistin er seiðandi og byggist mikið á endurtekning- um, enda sagði Arthur einn sinn í viðtali að hann langaði að gera hljómplötu með tónverki sem væri þannig uppbyggt að sama væri hvar nálin væri sett niður á plötunni, þú lentir alltaf á því sama. Kannski ekki alveg sama en nógu líku til þess að það skipti ekki máli. Ekki hefur hann þó látið eftir löngun sinni á World of Echo, en tónlistin er samt engu lík. Arthur brýtur hefðir og venjur ef það hentar honum og útkomunni verður trauðla lýst j hlusti hver fyrir sig. Arni Matthíasson Tilgerð og rómantík Þegar breska hijómsveitin Prefab Sprout sendi frá sér plötuna Steve McQueen héldu tónlistargagnrýnendur vart vatni af hrifningu. Undirrituðum þótti hljóm- sveitin sú aldrei nema í slöku meðallagi og þá einkum fyrir yfirþyrmandi tilgerð. Því telst það ekki góð með- mæli, að mínu mati, þegar hljómsveit er líkt við Prefab Sprout eins og gert hefur verið við bresku hljómsveitina Deacon Blue. Hún á það þó inni og platan Raintown sem nýlega er komin út er mjög í sama fari tilgerðar og gelgjulegrar rómantíkur og Steve McQueen með Prefab Sprout. Aðdáendur Prefab Spro- ut geta því glaðst en aðrir hljóta að bíða einhvers betra frá Deac- on Blue. Arni Matthíasson Madagasikara M\ fríkutónlist er nú ofarlega á baugi á Vesturlöndum og jp^kmargir afrískir tónlistarmenn hafa náð þar nokkurri hylli. Má nefna menn eins og Youssou N’Dour, Fela Ransome Kuti, King Sunny Adé ofl. Svört tónlistarhefð finnst þó víðar en í Afríku og Madagaskar, sem er eyja skammt undan strönd Afríku, er gott dæmi þar um. Madagaskar er örugglega ekki staður sem tengist tónlist í huga almennings á Vesturlönd- um. Þó er þartil merkileg tónlist- arhefð eins og alls staðar þar sem menn er fyrir að finna. Madagaskartónlist hefur ekki verið ýkja aðgengileg vestur- landabúum, enda sjá útgáfufyr- irtæki sér ekki mikinn akk í því að gefa út slíka tónlist, tónlist sem ekki á eftir að ná til þorra manna og seljast í tugþúsund- um plötueintaka. Útgáfufyrirtækið Globestyle, sem er í eigu Ace, hefur ráðist í það að kynna rækilega fyrir mönnum heim tónlistar sem er fjarri hinum vestræna markaði og söluvenjum, enda ætlað til þess. Globestyle hefur gefið út snjallar safnplötur, m.a. plötuna Globestyle, World Wide, Your Guide, til kynningar á annarri útgáfu fyrirtaekisins, sem hér er mælt með. Önnur útgáfa felst síðan í að kynna á nokkuð sam- felldan hátt tónlist einhvers ákveðins lands eða landshluta. Madagasikara One og Madag- asikara Two eru gott dæmi um slíkt. Tónlistin er öll tekin upp árið 1985 í Madagaskar. Á fyrri plöt- unni, Madagasikara One, er hefðbundin tónlist en á síðari plötunni, Madagsikara Two, er popptónlist að hætti Madag- askarbúa. Ekki er munurinn þó mikill, nútíma tónlistarmenn á Madag- askar virðast standa föstum fótum í fortíðinni þá er þeir taka til við tónlistarsköpun sína. Hljóðfæri eru mörg heimatilbú- in, en ekki síðri fyrir það, og harmonikkuunnendur finna nokkuð fyrir sinn smekk. Textar eru allir á malagasy og því ekki auðhlaupið að því að skilja þá. Ekki kemur það þó svo mjög að sök, tónlistin talar sínu máli og er framúrskarandi skemmtileg. Eins og ég sagði áðan þá er ekki svo ýkja mikill munur á tón- listinni á plötunum tveimur, nema þá að taktgrunnurinn sem er gegnumgangandi á síðari plötunni hentar betur fyrir dans en á þeirri fyrri. Sú saga er til á eynni að takturinn ráðist af heimkynnum íbúanna, íbúar há- sléttunnar þurfa að strita mikiö og tónlistin verður því að vera rólegri til að þeir nái að slaka á. Á láglendinu sé hægara að lifa og því dansi íbúarnir hraðar. Að öðru leyti svipar tónlistinni til afrískrar danstónlistar með frönsku og indversku ívafi. At- hyglisverð blanda þar sem harmonikka og valiha, strengja- hljóðfæri eyjarskeggja, gjarnan heimatilbúið, mætast. Eins og áður sagði er tónlist- in framúrskarandi skemmtileg og áhugaverð. Því tel ég að óhætt sé að benda öllum sem gaman hafa af að víkka sjón- deildarhring sinn að annaðhvort verða sér út um aðrahvora plöt- una eða þá safnplötuna sem ég nefndi í upphafi. Árni Matthíi tvö eitt og TNT: Norskt sprengiefni ☆ ☆ ☆ '/i Fyrir nokkrum árum minnist ég þess að hafa heyrt í norsku þungarokksveitinni TNT og ef segja á eins og er lofaði sú áheyrn ekki góðu. Einstaka riff féllu að vísu í góðan jarðveg, en ef frá er talin færni gítarleik- arans Ronni Le Tekro, var hljómsveitin ekki upp á marga fiska. Nú rak hins vegar á fjör- ur Rokksíðunnar nýja plötu með sveitinni og er hún sann- ast sagna prýðis gripur. Hafa Bandaríkjamenn enda hrifist af henni og silast platan nú upp lista í Vesturheimi. Tónlist TNT flokkast undir þungarokk, en það er ekki ósvipað því, sem Europe hefur gert garðinn frægan með. Ef eitthvað er er hér um vandaðri og melódískari tónlist að ræða. Ronni Le Tekro er einn hinna þúsunda gítarleikara, sem státar af því að vera hraðasti gítarleikari í heimi, en hann má eiga það að hann fer ekki með fullkomin fleipur. Hraðinn er hins vegar alls ekki aðal Le Tekro — það er melódían, en hann er býsna naskur við þær smíðar. Lög TNT yrðu tæpast talin í djúpstæðara lagi, en á móti kemur að þau eru einmitt af því taginu, sem íslensk ungl- ingafjöld (og reyndar erlend einnig) heillast hvað mest að þessa dagana. Má nefna fyrstu þrjú lög plötunnar, sem gott dæmi um þetta, „Everyone’s A Star", „10.000 Lovers (In One)“ og „As Far As The Eye Can See". Ekki afleitt hjá nojurunum. M.A.R.S. Of hraður akstur ☆ 'U Tony MacAlpine heitir ótrú- lega snjall gítarleikari, sem hefur um nokkurt skeið þótt vera ein af björtustu vonum rokksins hvað fingrafimi varð- ar. Á þessari plötu, „Project: Driver", sem hann gerir ásamt þeim Tommy Aldridge, Rudy Sarzo og Robert nokkrum Rock, sýnir hann það svo ekki verður um villst að það er engu logið á hann hvað tæknisnilld varðar. En það dugir einfald- lega ekki. Það að vera með þá Sarzo og Aldridge á bassa og trumb- ur dugir heldur ekki, þó svo að þar fari einn þéttasti undir- leikaradúett rokksins (eru nú í Whitesnake). Lagasmíðar MacAlpine eru nefnilega handónýtar og virð- ast til þess eins gerðar að sýna hraða sólóleikarans. Hann ætti þó að hafa hugfast að það er ekkert unnið með hraðanum einum og slíkar kúnstir minna helst á hamfarir kengúru á trampólíni, svo fleygur frasi sé notaður. Þetta er plata, sem maður hefur aftarlega í plötubunk- anum, ekki síst vegna hins svokallaða söngvara, en það er í raun óskiljanlegt hvernig hann komst á plötuna. Hlýtur að vera frændi útgefandans. Platan fær hálfa stjörnu fyrir kúnstir MacAlpine og eina stjörnu fyrir þolinmæði þeirra Sarzo og Aldridge.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.