Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 1

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 1
80 SIÐUR B 198. tbl. 75. árg. FOSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflói: Iranarráðast á ítalskt og japanskt skip Manama, Bahrain, AP, Reuter. LEST skipa frá Kuwait hóf sigl- ingu suður eftir Persaflóa undir vernd bandarískra herskipa í gær. Spenna jókst enn á flóanum eftir að íranar gerðu árásir á skip frá Ítalíu og Japan. Iranar gerðu árásir á japanska olíuflutningaskipið Nisshin Maru og ítalska gámaskipið Jolly Rubino með hríðskotabyssum og flugskeyt- um. Japanar lýstu yfír því að þeir ætluðu ekki að senda skip inn á flóann næstu daga vegna árásar- innar. ítalska stjómin kemur saman í dag til þess að ræða ástandið á Persaflóa og í gær mótmælti hún árásinni á Jolly Rubino harðlega við stjómvöld í Teheran. Eftir þessa árás hefur þrýstingur á stjóm Gio- vanni Goria um að ganga í lið með Bretum og Frökkum og senda tund- urduflaslæðara á Persaflóa aukist. Afríkuríkið Burundi: Valdarání fjarveru forsetans Kigali, Reuter. FORSETA Afríkuríkisins Bur- undi, Jean-Baptiste Bagaza ofursta, var steypt af stóli í gær. Forsetinn var á ráðstefnu frönskumælandi ríkja í Quebec i Kanada, en hann hraðaði sér heimleiðis þegar fréttist af valda- ráninu. í útsendingu ríkisútvarpsins í Bujumbura, höfuðborg Burundi, sagði að nýr leiðtogi væri tekinn við, Pierre Buyoya majór. Ekki var hægt að ná fjarskiptasambandi við Bumndi í gær og bárust engar fregnir af mannfalli. I útvarpinu var tilkynnt að Bagaza, sem komst til valda eftir að hafa steypt stjóm landsins af stóli með fulltingi hersins árið 1972, hefði verið leystur frá öllum skyldu- störfum sínum. Auk þess að vera forseti var hann yfírmaður hersins og leiðtogi stjómarflokksins. Öllum ráðherrum Bagaza var einnig steypt. Símamynd/Ragnar Axelsson VIGDÍSI Finnbogadóttur forseta íslands var vel fagnað er hún kom í opinbera heimsókn til Færeyja i gær. Á myndinni sjást Atli P. Forseti Islands í Færeyjum Dam lögmaður, Vigdis Finnbogadóttir forseti og Sólva Dam ganga frá Tinganesi tÚ þinghússins. Frásögn af heimsókninni er á bls. 28. Kohi um Pershing lA-flaugar Vestur-Þjóðverja: Hefðu tafið afvopnunar- samkomulag um þrjú ár Bonn, Moskvu, Reuter, AP. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands og leiðtogi kristi- legra demókrata (CDU), sagði í gær að ákvörðun sin um að eyði- leggja Pershing lA-flaugar vestur-þýska flughersins, hefði komið í veg fyrir að samkomulag risaveldanna um meðaldrægar og skammdrægar kjarnorku- flaugar drægist um þijú ár. Franz Josef Strauss, leiðtogi bróðurflokks kristilegra demókrata, er enn æfur af bræði vegna þess að Kohl tilkynnti að sér fomspurð- um að flaugamar yrðu eyðilagðar ef risaveldin næðu samkomulagi. Mathias Rust afpláni átta ár í vinnubúðum Moskvu, Bonn, Reuter. SÆKJANDI i málinu á hendur Vestur-Þjóðveijanum Mathias Rust, sem lenti á Rauða torginu í Moskvu 28. mai, fór fram á það í gær að hann yrði dæmdur til átta ára nauðungarvinnu fyrir að bijóta alþjóðlegar reglur um flugumferð, „meinfýsinn rudda- skap“ og að fljúga yfir sovésku landamærin i leyfisleysi. „Hann er ruddamenni," sagði Vladimir Andreyev. Rust viður- kenndi að hann væri sekur er réttarhöldin yfir honum hófust á miðvikudag, en dró hluta af yfírlýs- ingu sinni til baka: „Þetta var ekki ruddaskapur." Áður en saksóknarinn lauk máli sínu andmælti Rust vitnisburði, þar sem fram kom að hann hefði sagt við viðstadda á Rauða torginu að hann hefði lent þar til gamans. Kristilegu flokkamir í Vestur- Þýskalandi sögðu að refsingin, sem saksóknarínn krefðist, væri allt of þung fyrir „heimskulegt strákapar". I yfírlýsingu flokka Franz Josef Strauss og Helmuts Kohl sagði að Þjóðveijar væru slegnir óhug og var skorað á sovéska dómstóla að refsa Rust í samræmi við brot hans. í leiðara dagblaðsins Die Welt sagði að átta ára nauðungarvinna fyrir hrekk væri utan marka þess, sem hægt væri að sætta sig við, jafnvel í kommúnistaríki. Strauss sagði í viðtali við þýska sjónvarpið að hann hefði komist að því að Kohl hefði ekki tekið ákvörð- unina um Pershing 1A flaugamar af eigin rammleik, heldur eftir að hafa ráðfært sig við Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra, sem hefur ásamt flokksbræðrum sínum úr röðum frjálsra demókrata (FDP) margítrekað að flaugamar eigi ekki að standa í vegi fyrir samkomulagi. Sagði Strauss að greinilegt væri að stjómin í Bonn væri að brotna undan þrýstingi frá Moskvu: „Kohl ætti að ráðfæra sig við þá, sem em vinir hans í raun, en ekki aðeins herra Genscher." Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að yfírlýsing Banda- ríkjamanna um að þeir ætli að fjarlægja kjamaodda þá, sem hægt er að búa Pershing lA-flaugamar með, þegar stjómvöld í Bonn hafí eyðilagt þær, væri óljós og loðin. Sagði Gerasimov að orðalagi𠄧arlægja“, sem Phyllis Oakley, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytsins, notaði í yfírlýsingu á miðvikudag, þyrfti skýringa við: „Phyllis Oakley sagði eitthvað um að íjarlægja. Okkur er ekki ljóst hvort hún á einnig við að þessir kjamaoddar verði upprættir. Ef þeir verða fjarlægðir frá Vestur- Þýskalandi falla þeir undir vopna- kerfi Bandaríkjamanna," sagði Gerasimov og virtist þar eiga við að samkomulag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra flauga hlyti þá einnig að ná til þeirra. Voru Hess boð- in völd í A- Þýskalandi? París, Reuter. ÞÝSKUR sagnfræðingur, Werner Maser, segir frá því í viðtali við Le Figaro í morgun að Sovétmenn hafi látið Rudolf Hess lausan úr Spandau-fangelsinu í Berlín nótt eina árið 1952 og boðið honum valdastöðu i Austur-Þýskalandi. Maser segir að Otto Grotewohl, þáverandi forsætisráðherra A- Þýskalands, hafi sagt sér að Hess hefði verið sleppt að undirlagi Jósefs Stalín. Hess stóðst freistinguna og var þá fluttur aftur í fangelsið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.