Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 1
80 SIÐUR B 198. tbl. 75. árg. FOSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Persaflói: Iranarráðast á ítalskt og japanskt skip Manama, Bahrain, AP, Reuter. LEST skipa frá Kuwait hóf sigl- ingu suður eftir Persaflóa undir vernd bandarískra herskipa í gær. Spenna jókst enn á flóanum eftir að íranar gerðu árásir á skip frá Ítalíu og Japan. Iranar gerðu árásir á japanska olíuflutningaskipið Nisshin Maru og ítalska gámaskipið Jolly Rubino með hríðskotabyssum og flugskeyt- um. Japanar lýstu yfír því að þeir ætluðu ekki að senda skip inn á flóann næstu daga vegna árásar- innar. ítalska stjómin kemur saman í dag til þess að ræða ástandið á Persaflóa og í gær mótmælti hún árásinni á Jolly Rubino harðlega við stjómvöld í Teheran. Eftir þessa árás hefur þrýstingur á stjóm Gio- vanni Goria um að ganga í lið með Bretum og Frökkum og senda tund- urduflaslæðara á Persaflóa aukist. Afríkuríkið Burundi: Valdarání fjarveru forsetans Kigali, Reuter. FORSETA Afríkuríkisins Bur- undi, Jean-Baptiste Bagaza ofursta, var steypt af stóli í gær. Forsetinn var á ráðstefnu frönskumælandi ríkja í Quebec i Kanada, en hann hraðaði sér heimleiðis þegar fréttist af valda- ráninu. í útsendingu ríkisútvarpsins í Bujumbura, höfuðborg Burundi, sagði að nýr leiðtogi væri tekinn við, Pierre Buyoya majór. Ekki var hægt að ná fjarskiptasambandi við Bumndi í gær og bárust engar fregnir af mannfalli. I útvarpinu var tilkynnt að Bagaza, sem komst til valda eftir að hafa steypt stjóm landsins af stóli með fulltingi hersins árið 1972, hefði verið leystur frá öllum skyldu- störfum sínum. Auk þess að vera forseti var hann yfírmaður hersins og leiðtogi stjómarflokksins. Öllum ráðherrum Bagaza var einnig steypt. Símamynd/Ragnar Axelsson VIGDÍSI Finnbogadóttur forseta íslands var vel fagnað er hún kom í opinbera heimsókn til Færeyja i gær. Á myndinni sjást Atli P. Forseti Islands í Færeyjum Dam lögmaður, Vigdis Finnbogadóttir forseti og Sólva Dam ganga frá Tinganesi tÚ þinghússins. Frásögn af heimsókninni er á bls. 28. Kohi um Pershing lA-flaugar Vestur-Þjóðverja: Hefðu tafið afvopnunar- samkomulag um þrjú ár Bonn, Moskvu, Reuter, AP. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands og leiðtogi kristi- legra demókrata (CDU), sagði í gær að ákvörðun sin um að eyði- leggja Pershing lA-flaugar vestur-þýska flughersins, hefði komið í veg fyrir að samkomulag risaveldanna um meðaldrægar og skammdrægar kjarnorku- flaugar drægist um þijú ár. Franz Josef Strauss, leiðtogi bróðurflokks kristilegra demókrata, er enn æfur af bræði vegna þess að Kohl tilkynnti að sér fomspurð- um að flaugamar yrðu eyðilagðar ef risaveldin næðu samkomulagi. Mathias Rust afpláni átta ár í vinnubúðum Moskvu, Bonn, Reuter. SÆKJANDI i málinu á hendur Vestur-Þjóðveijanum Mathias Rust, sem lenti á Rauða torginu í Moskvu 28. mai, fór fram á það í gær að hann yrði dæmdur til átta ára nauðungarvinnu fyrir að bijóta alþjóðlegar reglur um flugumferð, „meinfýsinn rudda- skap“ og að fljúga yfir sovésku landamærin i leyfisleysi. „Hann er ruddamenni," sagði Vladimir Andreyev. Rust viður- kenndi að hann væri sekur er réttarhöldin yfir honum hófust á miðvikudag, en dró hluta af yfírlýs- ingu sinni til baka: „Þetta var ekki ruddaskapur." Áður en saksóknarinn lauk máli sínu andmælti Rust vitnisburði, þar sem fram kom að hann hefði sagt við viðstadda á Rauða torginu að hann hefði lent þar til gamans. Kristilegu flokkamir í Vestur- Þýskalandi sögðu að refsingin, sem saksóknarínn krefðist, væri allt of þung fyrir „heimskulegt strákapar". I yfírlýsingu flokka Franz Josef Strauss og Helmuts Kohl sagði að Þjóðveijar væru slegnir óhug og var skorað á sovéska dómstóla að refsa Rust í samræmi við brot hans. í leiðara dagblaðsins Die Welt sagði að átta ára nauðungarvinna fyrir hrekk væri utan marka þess, sem hægt væri að sætta sig við, jafnvel í kommúnistaríki. Strauss sagði í viðtali við þýska sjónvarpið að hann hefði komist að því að Kohl hefði ekki tekið ákvörð- unina um Pershing 1A flaugamar af eigin rammleik, heldur eftir að hafa ráðfært sig við Hans-Dietrich Genscher utanríkisráðherra, sem hefur ásamt flokksbræðrum sínum úr röðum frjálsra demókrata (FDP) margítrekað að flaugamar eigi ekki að standa í vegi fyrir samkomulagi. Sagði Strauss að greinilegt væri að stjómin í Bonn væri að brotna undan þrýstingi frá Moskvu: „Kohl ætti að ráðfæra sig við þá, sem em vinir hans í raun, en ekki aðeins herra Genscher." Gennady Gerasimov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að yfírlýsing Banda- ríkjamanna um að þeir ætli að fjarlægja kjamaodda þá, sem hægt er að búa Pershing lA-flaugamar með, þegar stjómvöld í Bonn hafí eyðilagt þær, væri óljós og loðin. Sagði Gerasimov að orðalagi𠄧arlægja“, sem Phyllis Oakley, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytsins, notaði í yfírlýsingu á miðvikudag, þyrfti skýringa við: „Phyllis Oakley sagði eitthvað um að íjarlægja. Okkur er ekki ljóst hvort hún á einnig við að þessir kjamaoddar verði upprættir. Ef þeir verða fjarlægðir frá Vestur- Þýskalandi falla þeir undir vopna- kerfi Bandaríkjamanna," sagði Gerasimov og virtist þar eiga við að samkomulag um upprætingu meðaldrægra og skammdrægra flauga hlyti þá einnig að ná til þeirra. Voru Hess boð- in völd í A- Þýskalandi? París, Reuter. ÞÝSKUR sagnfræðingur, Werner Maser, segir frá því í viðtali við Le Figaro í morgun að Sovétmenn hafi látið Rudolf Hess lausan úr Spandau-fangelsinu í Berlín nótt eina árið 1952 og boðið honum valdastöðu i Austur-Þýskalandi. Maser segir að Otto Grotewohl, þáverandi forsætisráðherra A- Þýskalands, hafi sagt sér að Hess hefði verið sleppt að undirlagi Jósefs Stalín. Hess stóðst freistinguna og var þá fluttur aftur í fangelsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.