Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 2

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Morgunblaðið/KGA. Fjölmenni var á áheyrendapöllum borgarstjórnar í gærkvöldi til að fylgjast með umræðunum um dagvistunarmál. Utvegsbankinn hf.: Starfsfólk sækir um að- ild að Lífeyrissjóði VR BANKARÁÐ Útvegsbanka ís- lands hf. hefur sótt um aðild að Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrir starfsfólk bankans, en frá þvi bankanum var breytt í hluta- félag 1. mai hafa starfsmenn hans ekki átt aðild að lifeyris- sjóði. Viðræður um þetta hafa staðið yfir frá því í júni. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyr- issjóðs verzlunarmanna að borist hefði fonnleg ósk um aðild starfs- manna Útvegsbankans að sjóðnum frá starfsmannafélagi og bankaráði bankans 10. júní í vor og hefðu viðræður staðið yfir síðan. Þorgeir sagði að lífeyrissjóðnum væri feng- ur að aðild bankans því starfsmenn hans eru rúmlega 380 talsins og iðgjöld sem berast munu lífeyris- sjóðnum vegna þessara starfs- manna verða uþb. 30 milljónir á ári. Þorgeir var spurður hvort þessar viðræður hefðu haft áhrif á þá ákvörðun sjóðsins að taka þátt í kaupum á hlutafé ríkisins í Útvegs- bankanum ásamt 32 aðilum öðrum. Þorgeir sagði að stjóm sjóðsins hefði vissulega staðið frammi fyrir því að ef ekkert yrði aðhafst hefði starfsfólk bankans farið að greiða í lífeyrissjóð Sambandsins þótt það hefði raunar þegar komið til tals í FYRSTI viðræðufundur tilboðs- gjafa í hlutabréf Útvegsbanka Islands og viðskiptaráðherra stóð í rúman klukkutíma í gær og er næsti fundur fyrirhugaður eftir rúma viku. Tíminn fram að því verður, að sögn Jóns Sigurðs- sonar viðskiptaráðherra, notað- ur til að skoða ýmsa möguleika. Jón sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að viðræðumar á fundin- vor, þegar Útvegsbankanum var breytt í hlutafélagsbanka, að Ufeyrissjóður verzlunarmanna keypti þar hlutabréf. um hefðu verið mjög vinsamlegar en vildi að öðm leyti ekkert segja um hvað þar hefði verið rætt. Samkomulag varð milli við- skiptaráðherra, samvinnuhreyfíng- arinnar og 33 aðila hóps um sameiginlegar viðræður um sölu 760 milljón króna hlutafjár ríkisins í Útvegsbankanum. Hugsanlegt er að síðar komi inn í þessar viðræður fulltrúar starfsfólks og viðskipta- vina bankans og sparisjóðir. Tímamörk á þessar viðræður voru sett við septemberlok. Fyrsti fundur um Útvegsbankann í gær: Næsti fundur er eftir viku Davíð Oddsson á borgarstjórnarfundi í umræðum um vanda dagvistarstofnana: Skortur á starfsmönn- um gæti varað næstu ár VANDI dagvistarstofnanna var ræddur á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Fulltrúar minnihlut- ans fluttu á fundinum tillögu um að borgarstjóm myndi lýsa yfir vilja sínum að launakjör þeirra starfsmanna, sem annast umönn- un og hjúkrun baraa, sjúkra og aldraðra yrðu tekin tíl sérstakrar skoðunar. Sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri, vanda dagvistar- heimila ekki vera eingöngu kjaramál. Þúsundir starfskrafta vantaði í flestar starfsgreinar og hætta á að þetta ástand myndi vara næstu árin. Tillögu minni- hlutans var vísað til borgarráðs að beiðni Davfðs Oddsonar borg- arstjóra. hækkuð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, sagði þetta ástand í dagvistarmálum vera orðið nær viðvarandi og þyrfti meira að koma til en að hækka iaunin. Ýmsa hluti þyrfti að taka til athug- unar s.s. vetrarfrí fyrir starfsmenn þar sem þetta væru mjög erfíð störf. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði þá fulltrúa sem töldu þetta vera eingöngu kjaramál tala eins og þeir væru einir í heiminum og það snerti ekki Reykjavíkurborg að samtals um 4000 manns vantaði í störf í flestum stéttum, þar af vant- aði borgina um 80 manns í umrædd störf. Sagði hann besta dæmið um hið slæma ástand í þessum málum vera að ýmsir væru nú að athuga möguleika á að flytja inn erlent vinnuafl. Reykjavíkurborg ætti líka einhverja sök á þeirri miklu þenslu sem nú væri en hún hefði á síðustu 5 árum byggt 12 dagvistarheimili þar sem störfuðu alls um 200 manns. Taldi borgarstjóri líkur á að þetta yrði árviss vandi næstu ár. Aðalstræti 8: Framkvæmdum frestað Kristín Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins, ræddi stöðu dagvistarmála og hversu erfíðlega hefði gengið að ráða fólk til dagvist- arstofnana. Sagði hún útlit fyrir að ástandið yrði enn verra og að borg- arstjóm ætti að íhuga hversu lengi skyldi halda þessum rekstri áfram. Það væri spuming eins og ástandið væri í dag. Vandann taldi hún ekki verða leystan nema laun yrðu „ÞAÐ hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um framhaldið,“ sagði Birgir Ómar Haraldsson, sem sér um byggingaframkvæmdir á veg- um Sölumiðstöðar Hraðfrystihú- sanna við Aðalstræti 8. íbúar Gijótaþorps hafa mótmælt fram- kvæmdunum og stjórn skipulags ríkisins hefur samþykkt að fram- kvæmdum verði frestað þar til deiliskipulag hverfisins liggur fyrir. „Við emm með öll okkar leyfi í lagi og getum þess vegna haldið áfram. Við munum halda áfram að girða lóðina ef við fáum frið til þess,“ sagði Birgir. Hann sagði að engin fyrirmæli hefðu borist frá borgaryfír- völdum um að framkvæmdir verði stöðvaðar og að borgaryfírvöld hefðu ekki fengið tilmæli frá skipulagsyfir- völdum þar að lútandi. „Við munum að sjálfsögðu endur- skoða okkar mál og sjá til þess að við séum ekki utan við lög og rétt. Það verður ávallt stefna okkar að fyllsta öryggis sé gætt á þessu svæði og sem dæmi má nefha að öryggis- verðir frá Vara gæta lóðarinnar að næturlagi. Við höfum samband við þau yfírvöld sem hlut eiga að máli, lögreglu og byggingarfulltrúa," sagði Birgir. Laun sláturhúsafólks á Norður- og Vesturlandi hækka um 30—40% LAUN starfsfólks sláturhúsanna á Norður- og Vesturlandi hækka um 30—40% í sláturtíðinni i haust, miðað við síðastliðið haust. Vinnumálasamband samvinnufé- laganna, fyrir hönd sláturleyfis- hafa innan SÍS, og verkalýðs- félögin á svæðinu gerðu samkomulag um þetta á Akur- eyri í gærmorgun. Ekki hafa tekist samningar á milli verka- lýðsfélaganna á Suðurlandi og Vinnuveitendasambands íslands um laun sláturhúsafólks hjá SS og fleiri sláturhúsum á Suður- landi. Hjörtur Eiríksson framkvæmda- stjóri Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna sagði í gær að nú hefði verið í fyrsta skipti gerður heildarsamningur um laun slátur- húsafólks á Norður- og Vesturlandi. Launin hefðu verið samræmd og hækkuðu launin misjafnlega mikið. Einnig væri erfítt að meta hækkun- ina vegna mismundandi launakerfa í sláturhúsunum. Hann taldi þó að launahækkanir væru almennt á bil- inu 30—40% frá fyrra ári og mat það sem 5—7% hækkun umfram það sem almennir launþegar hafa fengið á þessu tímabili. Borgarsljóm: Afgreiðslu- tímanum enn frestað TILLAGA um að afgreiðslutími smásöluverslana i Reykjavík verði gefinn fijáls var á dagskrá fundar borgarstjómar í gær en ákveðið var að vísa tillögunni til borgarráðs. Tillögunni var frestað að beiðni borgarfulltrúa minnihlutans þar sem ljóst var að breytingartillaga yrði lögð fram á fundinum. í henni er gert ráð fyrir að sérstaklega þurfí að sækja um leyfi til borgar- ráðs til að hafa opið á sunnudögum. Einnig felst í henni breyting á tíma- mörkum þeim sem sett voru í upphafiegu tillögunni. Tvö skip seldu í Bretlandi TVÖ islensk fiskiskip seldu á ferskfiskmarkaði í Bretlandi í gær. Þorri SU seldi í Grimsby 89 tonn fyrir um 5,3 milljónir króna eða 58,93 krónur að meðal- verði. Af aflanum voru nm 60 tonn þorskur, sem fór á 61,22 að meðalverði. Halkion VE seldi í Hull um 110 tonn fyrir um 5,3 milljónir og fékk 47,94 krónur að meðalverði. Um 48 tonn var þorskur sem fór á 58 krónur að meðalverði. Síðan á mánudag hafa rúmlega 800 tonn af gámafíski verið seld á Bretlandsmarkaði fyrir samtals 51,7 milljónir króna og er meðal- verð 64,11 krónur á kílóið. Af aflanum voru um 497 tonn þorsk- ur, sem fór á 62,60 að meðalverði, um 147 tonn af ýsu fóru á 68,36 krónur að meðalverði og 89 tonn af kola á 72 krónur að meðalverði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.