Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Hótel Örk: Hótelið verði starfrækt áfram - segir Krislján Jóhannesson sveitarstjóri í Hveragerði HÓTEL Örk hefur haft mikla þýðingu fyrir Hveragerði alveg frá því hafist var handa við að byggja það og ég tel afar mikilvægt fyrir bæjarfélagið að það verði starfrækt hér áfram,“ sagði Kristján Jóhann- esson, sveitarstjóri í Hveragerði, er hann var spurður um þýðingu þess fyrir bæjarfélagið, ef rekstri hótelsins yrði hugsanlega hætt. Kristján kvaðst ekki trúa því að óreyndu að svo færi enda hefði sýnt sig að rekstrargrundvöllur fyrir starfsemi af þessu tagi væri fyrir hendi í Hveragerði. „Þótt núverandi eigandi eigi í fjár- hagsörðugleikum og ef til vill þurfi að koma til nýir aðilar til að halda rekstrinum áfram hefur það sýnt sig að undanfömu að þetta starf er far- ið að skila árangri og ég tel að þetta hótel eigi framtíð fyrir sér,“ sagði Kristján. Hann sagði að frá því byrj- að var að byggja hótelið hefði það haft mikia þýðingu í atvinnumálum bæjarfélagsins, fyrir utan ýmsa þjónustu sem hótelið sækti til bæj- arbúa. Ferðamannastraumur hefði alltaf verið mikill í Hveragerði og starfsemi hótelsins hefði verið ein skraut^öðurin í viðbót varðandi þjónustu við ferðamenn. Þá væru ótaldar tekjur vegna opinberra gjalda sem bæjarfélagið myndi hafa af rekstri hótelsins í framtíðinni. „Það er því ljóst að það er mjög mikilvægt fyrir okkur að þessum rekstri verði haldið áfram og ég á bágt með að trúa því að það komi til með að loka. Það má ekki gerast því hótelið hefur nú þegar náð í við- skiptasambönd sem mega ekki glatast," sagði Kristján. Morgunblaðið/Sverrir Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra afhendir Jóhanni Hjartarsyni áritaða listaverkabók sem viðurkenningu frá ríkisstjóm íslands i viðurkenningarskyni. Margeir Pétursson er tíl hægri á myndinni en lengst til vinstri er eiginkona menntamálaráðherra, Sonja Bachman. Héðinn Steingrímsson gat ekki verið viðstaddur. Reykjavíkurskákmótið hefst í febrúar á næsta ári: Sex sterkum stórmeisturum sérstaklega boðið á mótið SKÁKSAMBAND íslands hefur boðið tveimur sovéskum skák- IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) VEÐURHORFUR I DAG, 04.09.87 YFIRLIT á hádegi f gær: Lægð suður og suðaustur af landinu þokast austur og noröaustur. SPÁ: í dag verður austan- og norðaustanátt um allt land, víðast 5—7 vindstig og rigning á norður- og austurlandi, en heldur hæg- ari og þurrt að mestu á suðvestanverðu landinu. Hiti 5—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Norðaustlæg átt um mest allt land, strekkingsvindur á Vestfjörðum, en hægari í öðrum lands- hlutum. Rigning verður um norðan og austanvert landið, en þurrt að mestu suðvesturlands. Hiti 7—12 stig. x Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius \J Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’ , ’ Suld OO Mistur |- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma htti veöur Akureyri Raykjavlk 7 9 alskýjað rignlng Bergen 16 léttskýjað Helslnki 12 lóttskýjað Jan Mayen 6 úrkomafgr. Kaupmannah. 19 léttskýjað Narssarssuaq 9 léttskýjað Nuuk 8 skýjað Osló 17 léttskýjað Stokkhólmur 17 léttskýjað Þórshöfn 0 vantar Algarve 27 helðskfrt Amsterdam 22 mfstur Aþena 29 léttskýjað Barcelona 26 iéttskýjað Bertfn 20 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar vantar Frankfurt 23 léttskýjað Qlasgow 19 léttskýjað Hamborg 16 þokumóða Las Palmas vantar London 19 skúr Los Angeles vantar Lúxemborg 21 skýjað Madrfd 27 léttskýjað Malaga 26 mistur Mallorca 28 mistur Montreal vantar NewYork vantar Parfs 26 hálfskýjað Róm vantar Vfn 23 mlstur Washington 17 léttskýjað Wlnnipeg 9 alskýjað mönnum til keppni á næsta Reykjavíkurskákmóti sem verð- ur á Hótel Loftleiðum 23. febrúar til 7. mars á næsta ári. Sérstaklega hefur verið óskað eftir Beljavsky og Sokolov. Þá hefur sambandið hug á á bjóða Bretunum Short og Nunn, Hiib- ner frá Þýskalandi og Seirawan frá Bandaríkjunum. Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands tilkynnti þetta í hófi sem Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra hélt í gær til heiðurs skákmönnun- um Jóhanni Hjartarsyni, sem sigraði á á millisvæðamótinu í Ung- verjalandi, Margeiri Péturssyni Norðurlandameistara í skák og Héðni Steingrímssyni heimsmeist- ara sveina 12 ára og yngri. Þráinn sagði að verið væri að senda bréf um skákmótið út um allan heim. Mótið verður opið en Skáksambandið mun bjóða sérstak- lega 6 sterkum skákmönnum og eru fyrrgreindir skákmenn efstir á óskalistanum. Einnig sagðist Þrá- inn eiga von á að margir sterkir skákmenn tækju þátt í mótinu því það er haidið skömmu eftir að áskorendamótinu í Kanada lýkur. Þráinn sagðist þannig eiga von á sterkum mönnum frá Bandaríkjun- um og Norðurlöndunum auk þess sem hann sagðist vænta þess að íslensku stórmeistaramir yrðu með- al þátttakenda. Reykjavíkurmótið verður opið eins og áður sagði. Verðlaunafé mun nema 25.000 bandaríkjadölum og sjá Flugleiðir um verðlaunin. Sprengisandur seld- ur nýjum eigendum TÓMAS Andrés Tómasson hefur selt fyrirtækinu GGS hf. veitinga- staðinn Sprengisand við Breið- holtsbraut. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á rekstri Sprengi- sands til að byija með, hvað sem sfðar kann að verða, að sögn Gis- surar Kristinssonar fram- kvæmdastjóra. Gengið var frá kaupunum sl. sunnudag og tók GGS hf. við rekstrinum 1. septem- ber. GGS hf., sem stendur fyrir „Gæði, góð þjónusta og stöðugleiki" á og rekur fjóra Tomma hamborgarastaði á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækið hefur jafnframt selt framleiðsluleyfi á Tomma hamborgurum til 23 skyndibitastaða um allt land og það sér um öll innkaup fyrir þessa aðila. Þeir Gissur og Jónas Þór Jónasson stofnuðu fyrirtækið fyrir um það bil fjórum árum síðan þegar þeir keyptu fyrsta Tomma hamborgarastaðinn, en auk þeirra eru eigendur fyrirtæk- isins nú Eggert Olafsson, Helgi Morgunblaðið/Sverrir Gissur Kristinsson framkvæmda- stjóri GGS hf. f Sprengisandi. Gestsson, Yngvi Öm Stefánsson og Sigurður Sumarliðason. Gissur sagði að GGS hf. væri eins- konar „McDonald“-keðja íslendinga. Hann sagðist sjálfur hafa kynnst slíkum rekstri í Bandaríkjunum þeg- ar hann var þar við nám í hótel- og veitingarekstri og væri ætlun fyrir- tækisins að hjálpa fólki, sem hefði áhuga á veitingarekstri, við að koma upp skyndibitastöðum í anda Tomma hamborgara um land allt. Reykjavíkurdagur Tommahamborgara og Stjörnunnar: Jón Páll lyftir 700 kg. bíl SKEMMTIDAGSKRÁ verður á Lækjartorgi og við Torfuna í dag klukkan 13.30 til 19 á vegum útvarpsstöðvarinnar Stjörnunn- ar og Tommahamborgara. Dagskráin hefst á því að Davíð Oddsson borgarstjóri leikur fyrsta leikinn í MeistaraQöltefli Jóhanns Hjartarsonar sem teflir klukkufjöl- tefli við Hannes Hlifar Stefánsson, Héðin Steingrímsson, Þröst Þór- hallsson og fleiri skákkappa á útitaflinu framan við Torfuna. Á Lækjartorgi verða skemmtiat- riði ffá klukkan 15 þegar Ingólfur Ragnarsson sýnir nokkur töfra- brögð. Tónleikar hefjast kl. 16 þar sem ffam koma Stuðkompaníið, Dada, Laddi, Karl Agúst Úlfsson, Megas, Greifamir, Björgvin Hall- dórsson og Eyjólfur Kristjánsson. Dagskránni lýkur með því að Jón Páll Sigmarsson reynir að lyfta 700 kg. bfl. Takist það er það einsdæmi að sögn Magnúsar Kristjánssonar hjá Stjömunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.