Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
Saga um sérframboð
MEÐ STORMINN
ÍFANGIÐ
________Bækur
Björn Bjarnason
Með storminn í fangið
Höfundur Sigurlaug Bjarnadótt-
ir
Fjölvaútgáfan, Reylgavík 1986.
Skömmu fyrir síðustu jól sendi
Sigurlaug Bjamadóttur, fyrrver-
andi alþingismaður, frá sér bókina
Með storminn í fangið — sérfram-
boð á Vestfjörðum 1983 — svipleift-
ur úr íslenskri pólitík 9. áratugar-
ins. Á kápu bókarinnar er hún
einnig kynnt með þessum orðum:
„Af uppreisnarmönnum í „villta
vestrinu" veturinn 1983.“ í bókinni
er lýst baráttu Sigurlaugar og fé-
laga hennar, sem ákváðu að stofna
til sérframboðs á Vestfjörðum í
þingkosningunum í apríl 1983, eftir
að kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks-
ins hafði hafnað Sigurlaugu. Hún
náði kjöri á þing í 3. sæti á lista
Til sölu 40 hesta hús í Víðidal. Húsnæði og öll
aðstaða til fyrirmyndar. Einstakt tækifæri.
Ákveðin sala. Nánari upplýsingar gefur Magnús
Leópoldsson á skrifstofu okkar.
^mióstöóin
HÁTÚNI 2B - STOFNSETT 1958
Sveinn Skúlason hdl. GS
Gistihús (hótel)
— til sölu
Höfum fengið til sölu húseignina nr. 21 við Nóatún.
Hér er um að ræða 20 herbergja gistihús samtals 640
fm., með öllum búnaði, m.a. fullbúnu eldhúsi, hús-
gögnum, rúmfötum og öðru sem tilheyrirslíkum rekstri.
EIGNAMIDUJNIN i
2 77 II !
ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 ^
Sverrir Krisfinsson, sölusfjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum.
Þórólfur Halldórsson, lögfr.—Unnsteinn Beck, hrl„ sími 12320
sjálfstæðismanna í kosningunum
1974 og var varamaður í því sæti,
þegar gengið var til kosninga 1983.
Annars vegar er bókin uppgjör Sig-
urlaugar við þá, sem stóðu gegn
því, að hún yrði í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn, og miðstjóm
flokksins fyrir að heimila henni
ekki að kalla lista sinn DD-lista
(varð bókstafumn T þá fyrir val-
inu). Hins vegar lýsir Sigurlaug
tilurð sérframboðsins og hvemig
kosningabaráttunni var háttað.
Bækur af þessu tagi eru ekki
hlutlaus heimild um það, sem gerist
í átökum innan stjómmálaflokka.
Sigurlaug lýsir sjálfri sér sem
„pólitískum uppreisnarmanni" í
baráttu „gegn eitilhörðu flokksvaldi
og óviðunandi vinnubrögðum."
Leggur hún sig fram um að sýna
lesandanum fram, að andstæðingar
hennar innan Sjálfstæðisflokksins
hafi haft rangt við eða beitt ámælis-
verðum vinnubrögðum, þegar
málstaður hennar náði ekki fram
að ganga á vettvangi flokksins. Eru
skýringar hennar á samþykktum
og fundarsköpum oft langsóttar að
mínu mati.
íslensk stjómmálasaga geymir
mörg dæmi um að þeir, sem telja
sig rangindum beitta innan eigin
flokks, kjósa að ganga á hólm við
hann. Virðist svo sem prófkjörin
hafí aukið á þessa lausung undan-
farin ár, ekki síst í Sjálfstæðis-
flokknum. Þá er það einnig
staðrejmd, að oft á málstaður þeirra
mikla samúð, sem velja þann kost
að ganga fram fyrir skjöldu sem
minnimáttar. Ættu félagsfræðing-
ar og stjómmálafræðingar (og
kannski sálfræðingar líka) að taka
sér fyrir hendur að rannsaka þetta
fyrirbæri í íslensku þjóðlífi, til dæm-
is í stjómmálum og kaupsýslu.
í upphafí bókarinnar varpar Sig-
urlaug Bjamadóttir fram yfírgrips-
miklum spumingum eins og
Frásögn
Sigurlaugar
Bjamadóttur
Afuppreisnar-
mönnumi
„villta vestrinu"
veturinn 1983
þessum: „Hvemig er í raun og vem
framkvæmt það lýðræði, sem við
búum við? Hvað um pólitískt sið-
gæði í dag? Hver er staða og réttur
einstaklingsins gagnvart flokks-
legri valdbeitingu?" í lokaorðum
bókarinnar segir Sigurlaug á hinn
bóginn, að eftir því sem skriftunum
miðaði, hafí stundum hvarflað að
sér sú spuming, hvort eða hvaða
erindi bókin ætti til almennra les-
enda. Hún segist þó hafa ákveðið
að senda bókina frá sér: „Hugsan-
lega gæti hún orðið lesandanum til
nokkurs fróðleiks og umhugsunar
um, hvemig kaupin gerast á eyr-
inni í pólitíkinni, hvemig einstakl-
ingurinn kemst stundum í hann
krappan, þegar hann lendir í
árekstri við sinn eigin flokk og neit-
ar að hlýða valdboði ofan frá.“
Hinum stóm spumingum, sem
varpað var fram í upphafí, svarar
Sigurlaug þannig aðeins með því
að lýsa persónulegri reynslu sinni,
sem gefúr alls ekki algilda mjmd
af íslensku stjómmálalífí. Það er
síður en svo viðtekin skoðun í Sjálf-
stæðisflokknum, að Sigurlaug
Bjamadóttir hafi verið beitt
„flokkslegu valdi“, hún sætti sig
einfaldlega ekki við að vera ekki í
framboði á Vestfjörðum og bauð
fram sérstaklega til að sýna, að
íslenskt tal,
íslenskur textí
Kvikmyndlr
Arnaldur Indriöason
Þegar ég var fyrir nokkmm
ámm á ferð um Sovétríkin og kom
inní kvikmjmdahús í Tiblísi í Ge-
orgíu tók það mig nokkum tíma
að uppgötva vegna rússneskunnar
sem töluð var í mjmdinni, sem
verið var að sýna, að hún var
amerísk, hét The Stuntman
(Áhættuleikarinn), og hafði þá
nýlega verið sýnd í Bíóhöllinni hér
heima. Það var eiginlega ekki
fyrr en Peter O’Toole birtist á
tjaldinu að staðfesting fékkst á
því hvaðan myndin var. Það var
hryllilega óþægilegt að heyra
hann tala reiprennandi rússesku
og hryllilega fyndið. Það var ekki
eins og O’Toole væri að leika f
mjmdinni heldur rússneskur
tvffari hans með rödd sem hljóm-
aði eins og eitthvað úr Miðstjóm
flokksins.
Sjálfsagt hafa margir einhveij-
ar svipaðar sögur að segja; þeir
hafa heyrt John Wajme tala
spænsku eða Clint Eastwood
ftönsku eða Stallone þýsku (það
litla sem hann segir). En úti í
Tiblísi varð manni strax hugsað
til þess hvemig áhrif það hefði
ef O’Toole talaði íslensku. Líklega
þjrrfti fær læknir að slá kjálka
manns aftur í liðinn eftir óstöðv-
andi hláturskast.
Það hefur oft hvarflað að manni
hvemig það væri að fara í bíó og
horfa á myndimar með íslensku
tali. Nú síðast skaut því upp í
kollinn í Laugarásbíói þar sem
danska teiknimyndina Valhöll
(Valhalla) er sýnd með íslensku
tali. Það gegnir auðvitað allt öðru
máli með bama- og teiknimyndir.
Það er sjálfsagt bæði til skilnings-
auka og aukinnar skemmtunar
fyrir böm, sem ekki geta lesið
texta, að saga myndarinnar sé
sögð á íslensku og persónumar
tali skiljanlegt mál. Kvikmynda-
húsin hafa ekki áður farið útí það
að fá íslenska leikara til að tala
inná bamamyndimar sem þau
sýna og raunar segir í fréttatil-
kjmningu frá Laugarásbíói að það
sé fyrst til að gera svo með dönsku
teiknimjmdina, sem bíóið nú sýn-
ir. Það þarf varla að taka það
fram að uppátæki Laugarásbíós
er til fyrirmyndar. íslensku radd-
imar taka sig yfirleitt vel út í
persónum sfnum og bömin njóta
bíóferðarinnar betur.
En svo er þetta ekki aðeins
spuming um aukna þjónustu fyrir
böm, eða hvað? Er þetta ekki líka
spuming um áhrif? Það er auð-
velt að ímynda sér að tvær
ástæður séu fyrir því að Evrópu-
þjóðimar t.d. setja sitt tungumál
á Hollywood-myndimar. í fyrsta
lagi vegna þess að þar sem ólæsi
er talsvert kemst myndin ekki til
skila með texta eins og við eigum
að venjast. í öðm lagi vegna þjóð-
emishyggju. Það er ekki að efa
að lönd eins og Frakklandi,
henni væri full alvara. Til að svara
spumingunni um pólitíska siðgæðið
endursegir Sigurlaug Bjamadóttir
erindi Páls Skúlasonar, prófessors
í heimspeki, og gerir skoðanir hans
að sínum. Réttur og staða einstakl-
ingsins í stjómmálum kemur best
fram í því, að Sigurlaug og félagar
hennar gátu á stuttum tíma og við
erfiðar aðstæður efnt til prófkjörs
og boðið fram lista í Vestfjarðakjör-
dæmi. Sigurlaug náði að vísu ekki
kjöri inn á þing en hún hlaut virð-
ingu margra fyrir dugnaðinn.
Það er síður en svo auðvelt að
vera í framboði á Vestflörðum, vilji
menn leggja sig fram um að hafa
persónulegt samband við sem flesta
kjósendur. Til að það takist verða
menn að ferðast mikið. Aðstæður
í kosningabaráttunni á fyrstu mán-
uðum ársins 1983 voru ekki góðar
vegna illviðra og ófærðar. Fannst
mér forvitnilegast að kynnast þeirri
hlið framboðsmálanna af frásögn
Sigurlaugar. Voru hún og stuðn-
ingsmenn hennar tilbúnir til að
leggja á sig mikið erfíði til að ná
markmiði sínu.
Lesandanum getur ekki komið á
óvart, að Sigurlaug Bjamadóttir
hafí velt því fyrir sér, hvort hún
ætti að senda frá sér bókina Með
storminn í fangið. Að mínu mati
felst gildi hennar ekki í uppgjöri
Sigurlaugar við Sjálfstæðisflokk-
inn. Þar er ijallað um pólitíska
dægurbaráttu. Bókin er á hinn bóg-
inn brot af stjómmálasögunni á
skeiði, sem ef til vill verður litið á
sem mikið umbrota- og breytinga-
skeið í íslenskum stjómmálum. Þar
er jafnframt lýst kosningabaráttu
við aðstæður, sem eru að breytast,
þótt hvorki minnki fjarlægðir á
Vestfjörðum né veðurfar brejrtist á
vetmm. Framfarir í samgöngum
og fjarskiptatækni auk breytinga á
byggð eiga vafalaust eftir að valda
því, að frambjóðendur þurfa ekki
að leggja á sigjafn mikið líkamlegt
erfíði og Sigurlaug og félagar henn-
ar. Þannig kann sagan af sérfram-
boðinu á Vestfjörðum að verða
merkilegust vegna þess að þar lýsir
þátttakandi í kosningabaráttu
reynslu sinni af baráttu við and-
stæðinga í pólitík og náttúmöflin.
Þýskaland og Spánn draga úr
engilsaxneskum áhrifum með því
að setja sitt tungumál á amerí-
skar myndir.
Þjóðemishyggja og varðveisla
tungunnar af þessu tæi hefur
ekki hafíð innreið hér á landi nema
lítillega með bamaefni í sjónvarpi
þar sem hún ætti að vera mest.
Nóg höfum við samt af skemmti-
efninu að vestan og þau hafa
sjaldan verið dregin í efa hin nei-
kvæðu áhrif sem enskan hefur
haft á íslenskuna eða hvað böm
em fljót að tileinka sér hana í
gegnum myndmiðlana.
Nú þekkjum við flest hvemig
það er að horfa á mynd sem er
„döbbuð" (málbreyting) eins og
það er kallað þegar annað mál
en hið uppmnalega er sett á
mynd, og við vitum að það hrein-
lega skemmir myndir. Fyrir utan
að vera miklu dýrari en textunin
væri það gráthlægilegt ef íslensk-
ir leikarar ættu að fara að tala
fyrir kvikmyndastjömumar eins
og áður var minnst á. Við búum
í svo litlu þjóðfélagi að við þekkt-
um strax hver léki hvem og
hallærið ykist um helming,
íslenskir leikarar tækju sennilega
illa í það að tala fyrir Hollywood-
stjömumar og hver sem myndin
væri biði hún þess aldrei bætur.
Enda hefur líklega aldrei verið
rætt í neinni alvöm um að setja
íslenskt tal á bíómjmdimar.
En málið horfir öðmvísi við
þegar bömin eiga í hlut, sem ekki
geta lesið textann og fylgst al-
mennilega með nema þeim sé
hjálpað. í þeim tilvikum ætti skil-
yiixlislaust að henda út engilsax-
neskunni (eða hvað máli sem er)
og setja ástkæra ylhýra í staðinn,
rétt eins og Laugarásbíó hefur
gert við Valhöll og Hitt leikhúsið
gerði við Ronju ræningjadóttur
hér um árið. Bömin labba þá út
með rammíslenskuna klingjandi í
kollinum. Það tapar enginn á því.