Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 11

Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 11 Nýtt tíðnisvið fyrir farstöðvaeigendur Opið bréf til Jóns E. Guðmundssonar, Holtsgötu 1, Njarðvík Frá Félagi farstöð vaeigenda á íslandi Vegna ummæla þinna og fullyrð- inga um flarskiptatilraunir á vegum félagsins og að stjóm félagsins ætli nú að neyða farstöðvaeigendur yfir á nýtt tíðnisvið, sem sé með öllu ónothæft, þykir rétt að taka fram eftirfarandi: Tvö sl. sumur, 1985 og 1986, stóð félagið að tilraunum með endur- varpsloftnet fyrir 27 Mhz tíðnisvið á Holtavörðuheiði og á fleiri stöðum. Þessar tilraunir voru í upphafi ákveðnar sem tímabundnar og stefnumarkandi af hálfu félagsins fyrir deildir að vinna eftir, ef og þegar þær vildu sinna þessu verk- efni frekar og árangur yrði sá, að þeim þætti svara kostnaði. Árangur af tilraununum er umdeilanlegur, sums staðar virðist mega bæta sam- band milli staða og landshluta, annars staðar ekki. Tilraunum þess- um er lokið af hálfu féiagsins og allt frekara framhald á þeim, kostn- aður sem af Ieiðir og vinna við staðsetningu netanna, háð ákvörð- unum deildarstjóma. Glósur þínar og hnútukast í garð þeirra manna, sem unnu þetta verk, er ekki svara- vert, en þér til skammar. Þú virðist ekki vita, eða vilt kannski ekki vita, að fyrir tilstuðlan félagsins hafa stefnuvirk loftnet ver- ið leyfð á íslandi í nokkur ár. Nú þegar hefur Póst- og símamálastofn- unin veitt nokkmm deildarradíóum og einstaklingum innan félagsins heimild til notkunar á slíkum netum, að því tilskildu auðvitað að tryggt sé, að þau valdi ekki tmflunum á öðmm fjarskiptum og stjóm félags- ins mæli með leyfísveitingunni. Haustið 1978 hófst truflanatíma- bil á 27 Mhz og lauk ekki að fullu fyrr en í ársbyijun 1982. Ailan þenn- an tíma var tíðnisviðið lokað, dag og nótt, svo ekki var hægt að tala mjög stuttar vegalengdir, hvað þá lengri leiðir. Að þessu tímabili loknu sögðu menn réttilega við stjóm fé- lagsins: „Þið verðið að gera eitthvað raunhæft, eitthvað sem er til fram- búðar, svo félagið þurfi ekki að ganga í gegn urn annað tmflana- tímabil. Tryggja verður félaginu ömgg flarskipti, finna verður ný tæki, nýtt tíðnisvið fyrir félagið, aðra mótun, ef kostur er.“ Framsýn- ir radíóáhugamenn innan félagsins bentu á nýtt tíðnisvið, 934 Mhz, ætlað til almenningsnota, sem kynni að leysa þennan vanda. Stjóm fé- lagsins sat ekki auðum höndum í þessu máli, sem er brýnna en flest önnur. Það hlýtur að vera sérstakt ánægjuefni allra sannra framfara- sinnaðra arskiptaáhugamanna, að Póst- og símamálastofnunin heimil- aði félaginu nýlega að flytja inn Qórar 934 Mhz talstöðvar ásamt til- heyrandi búnaði, til reynslu hér á landi í nokkra mánuði. Að þeim tlma liðnum verða tækin send úr landi. Það er ánægjulegt að geta Iýst þvl yfir hér og nú, að árangur af þeim prófunum, sem þegar hafa far- ið fram, fer langt fram úr öllum vonum. Nú þegar er ljóst, að t.d. er vandalaust að samtengja öll radíó félagsins á suðvesturhominu og jafnvel víðar og tryggja þeim þar með 100% tandurhrein fjarskipti, óháð öllum tmflunum. Því er svo við að bæta að loftnetin með stöðv- unum em svo smá, að engin takmörk em á hversu hátt má fara með þau. Þau munu ekki fjúka niður, svo lengi sem undirstöður þeirra bresta ekki. Þá má fá aukabúnað, magnara og 18 DB bím-loftnet, sem em innan við einn metri á lengd. Verð stöðv- anna er allhátt, 28—30 þúsund, ef keypt er frá Bretlandi, en 15—18 þúsund, ef keypt er frá framleiðanda I Japan. Ekkert mælir gegn því að þessi tvö tíðnisvið, 27 Mhz og 934 Mhz, geti unnið saman hlið við hlið og bætt hvort annað upp eftir að- stæðum og skilyrðum. Af félagsins hálfu em hin nýju tæki hugsuð sem viðbót við það sem fyrir er, svo losna megi við þá ann- marka, sem fylgja 27 Mhz tíðnisvið- inu. Félagið stendur nú á tímamótum. Nýtt tmflanatímabil á 27 Mhz er . hafið. Þær tmflanir, sem heyra hef- ur mátt af og til I allt sumar, em aðeins teskeiðarskammtur af því, sem eftir á að koma. Það er komið að því að taka verður ákvörðun um það, hvort félagið skuli standa I sömu spomm hvað ijarskipti varðar um ókomin ár, eða hvort menn af framsýni og dug þora að takast á við nýja tækni, sem að öllum líkind- um getur tryggt félaginu ömgg og tandurhrein flarskipti um ókomin ár, flarskipti sem tæknilega bjóða upp á samtengingu alls landsins, en slík samtenging væri verðugt langtímamarkmið fyrir félagið að vinna að. Spádómar I þessa átt em þó varla tímabærir, því ekki er vitað á þessari stundu hvort félaginu stendur til boða að nýta þessa mögu- leika hér á landi. Engar viðræður I þá átt hafa átt sér stað við fjar- skiptayfirvöld, hvað sem síðar verður. Jón E. Guðmundsson hefur aldrei séð þessi tæki, sem um er rætt, hann hefur aldrei prófað þau, hann veit ekki hvað þau geta og hvað ekki, en samt telur hann sig þess umkominn að dæma þau ónothæf, jafnvel áður en þau vom ieyst úr tolli og tekin úr kössunum. Það er furðulegt að á tlmum sífelldra tækn- inýjunga, hvar sem er og á öllum sviðum, skuli vera til menn eins og Jón E. Guðmundsson. Leita verður allt aftur til fyrri alda til að fínna annan eins svartnættishugsunarhátt og þröngsýni, sem einkennir skoðan- ir hans. Honum er farið líkt og bændunum, sem I upphafí aldarinnar riðu um hémð til að mótmæla til- komu slmans. Að lokum þetta: Allar stjómir fé- lagsins hafa frá upphafi unnið að málum félagins gagnvart Pósti og síma. Margt og mikið hefur áunnist, þó oft hafi þótt seint ganga. Þetta vita aliir nema einstaka furðufuglar, sem sitja I hreiðmm sínum og gagn- rýna það sem gert er. Kasta ónotum I þá, sem vinna verkin, en leggja aldrei neitt af mörkum sjálfir. Þú mátt vita, Jón, að Félag farstöðva- eiganda hefur aldrei verið málsvari þeirra, sem bijóta Qarskiptalög. Fé- lagið byggir ekki á slíkum skollaleik og að stórfellt smygl blómstri. Full- yrðingar þínar um að Póst- og símamálastofnun hafi mútað stjóm félagsins til að „taka við nýju tíðni- sviði" em fáránlegar, en segja okkur að þeir menn, sem ætla öðmm slíkt, era oftast auðkeyptir fyrir smáaura. SShew ,m h/rirtaek)unn ca____________________ ^ oq smáum tyrirtaekjunn lSt6rt.SophoKV Vmoge.num kleift í óþarflega; SÝNING í sætúni 8 í verslun okkar, Saetúni, eru til synis aSw-Sr? símakertieigaaövera^ boðið hingaö til -------T^ioghrtntfng*' * Urt- umogeinnibæiarlinu # 80númeraminnimeö . Flutnlngur á bæjarsímta" milli innanhússlina. keríinu gangandi þra ty SSÍartamrtgrtWa * FsSvertera^rtr,aae,rt,a .SÍSK5Í5--* .*«***«&'%£ möguleika sem stærn uy , He\mittstaBki ffl SÆT0N.8-siM.e9;5oo^^^ Eigendur eldri vagna! Bjóðum nýja fjaðraundir- vagna undir eldri gerðir. Höfum einnig geymslu á vögnum í vetur. Haustverðin komin! Tjaldvagnar og fylgihlutir á haustverði. Hagstæð verð og greiðslu- kjör.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.