Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 17

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 17 Félagsblað BK: Kennarastöður nær fullskipaðar 1 grunn- skólum Reykjavíkur Árangxir í vegagerð Þegar ég 6k frá Reykjavík til Mývatns, um Akureyri, í áður- nefndri ferð, þá var ég virkilega stoltur af því, hvílíkt stórvirki hefur verið unnið af Vegagerð ríkisinns í gerð þjóðvega með bundnu slit- lagi. Nýi vegurinn fyrir Vaðalheiði er til dæmis mjög fallega lagður og verður alþjóðlegur sómi að hon- um. Sama má segja um fleiri kafla á þessari leið, þó að mér hafí fund- ist þessi bera af. Þá er vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla hreint afrek. Þeim hefur ekki físjað saman vega- gerðarmönnum þar, þegar loft- hræddu fólki er meira en nóg boðið, bara með því að þurfa að sitja í bíl þar um á sumardegi. Merkilegt fínnst mér, ef það er ódýrara að grafa göng í gegnum múlann og reka þau með tilheyrandi loftræst- ingu og lýsingu, heldur en að byggja yfír núverandi veg. Hvað sem þessu líður, þá er landið okkar orðið allt annað yfír- ferðar á þesari leið. Nú hillir undir það, að fullbílfært verði til Egils- staða fyrir aldamót, eða fyrr ef núverandi samgönguráðherra drífur í hlutunum. Þessum árangri getur þjóðin verið stolt af, sérstak- lega þegar á það er litið, að í byijun aldarinnar voru eiginlega engir veg- ir til í landinu. Ferðamannaiðnaður Mikill vaxtarbroddur er nú talinn vera fólginn í íslenzkum ferða- mannaiðnaði. Margt hefur verið gert í þeim efnum frá því að ég man eftir mér fyrst, og þrifin klós- ett voru nær óþekkt fyrirbrigði á ferðamannastöðum landsins. Svo ég vitni enn í áðumefnda ferð mína til Norðurlands í júlí sl. þá varð ég hreinlega upp með mér af landanum, þegar ég fylgdist með afgreiðslunni í Hótel Reynihlíð. Þar sá ég ungt afgreiðslufólk tala reip- rennandi frönsku, þýsku, ensku og Norðurlandamái við gesti og gang- andi og vera lipurt og kurteist svo af bar. Hótelið sjálft var allt hið ágætasta á alþjóðlega vísu, þó það hafí verið of lítið þessa daga. Svona þarf þetta að vera sem víðast. Þó verða íslenskir hótel- haldarar að gera sér ljóst, að ferðamanni finnst jafn sjálfsagt að rennandi vatn og bað sé á hveiju herbergi, að þar sé einnig litasjón- varp og myndband, þegar um gott hótel er að ræða. Þama á hlaðinu gat svo að líta ýmsar gerðir ferðamanna. Puttal- ingar með bakpoka, hjól og tjöld. Erlendir hópferðabflar með eldhús- bfla og birgðaflutningabfla, klyfjaða eldsneyti og vistum. Þetta síðar- talda lið skilur ekkert eftir í landinu nema stykki sín og hjólför, þó vel efnað sé. Hinir fyrri era sjálfsagt blankir og litlir bógar og ekki verð- ur amast við þeim hér. Úgerðarfélag Smyrils hefur góð- ar tekjur af því að feija þetta fólk hingað, án þess að borga okkur nokkuð sem heitir. Við höfum ekk- ert út úr þessu fólki nema kostnað. Við lá að loka þyrfti Dimmuborg- um vegna örtraðar í sumar ssem leið. Hvergi í heiminum er frítt inn á svona staði nema hér. Hversvegna er ekki vörður við hliðið, sem selur aðgang t.d. á 100 krónur á mann? Dimmuborgum veitti ekki af fénu til viðhalds og bóta. Sama gildir um fleiri staði landsins. Það er til lítils að tala um ferðamannaiðnað, þegar ekki hefst annað útúr því en að fá að gefa ferðamönnum ókeyp- is leiðbeiningar á erlendum höfuð- tungum, ásamt því að veita þeim annarskonar ókeypis þjónustu svo sem klósett, rennandi vatn og ókeypis húsaskjól í Herðubreiðar- lindum og víðar. Eg vil setja ferðamannaskatt á alla farþega sem koma með Smyrli, svo og að banna þeim innflutning á matvælum og eldsneyti. Það er óþarfí að gefa með nokkram iðnaði og þá sérstaklega ekki erlendum ferðamannaiðnaði. Hversvegna þurfa flugfarþegar að borga flug- vallarskatt þegar farið er úr landinu? Landið okkar er viðkvæmt gróð- urfarslega séð. Lífríki þess er í hættu vegna villimennssku okkar sjálfra, þó við bætum ekki erlendu átroðningsliði við. Það er betra að hafa ferðamennina færri og láta þá borga sanngjamt verð fyrir að njóta landsins okkar. Við verðum að borga fyrir okkur heima hjá þeim, það er sko ekkert ókeypis. Þessi svokallaða landkynning, sem felst í því að þetta lið veður hér um allt ókeypis, er ekki einung- is einskis virði heldur beinlínis stórskaðleg. Stórátaks virðist vera þörf í skipulagningu móttöku er- lendra ferðamanna í landinu. íslendingar hafa ekki lengur ráð á því að vera flott og gefa allt af rausnarskap konungakynsins og Brands ens örva. Að lokum vil ég segja það, að ég er ekki sannfærður um, að hug- myndir Félags iðnrekenda um að flytja inn erlent verkafólk séu til þess fallnar að lækka spennuna í íslenzku efnahagslífí, sem fjár- mögnuð er m.a. með hallarekstri ríkissjóðs og erlendum lántökum. Það er líka hægt að hugsa sér að hægja á og geyma fískinn í sjónum. Og vilji Víglundur og co. fara að flytja inn það sem sænskir kalla „svartskalla" þá búum við til fleiri vandamál en við leysum. Það er vandalaust að afía hvaða fjölda af slíku fólki sem vera skal. En halda menn að t.d. 10.000 manns af öðr- um kynstofnum myndu falla hávaðalaust inn í íslenzkt víðsýnis- og umburðarlyndisþjóðfélag? Eða vill einhver heldur fá blámann.fyrir tengdason en íslenzkan bjúgna- kræki? Höfundur er verkfræðingur. 32 af 88 nýút- skrifuðum kenn- urum settir UM MIÐJAN ágúst höfðu 32 af 88 kennurum sem útskrifuðust í ár úr Kennaraháskóla íslands verið settir í kennarastöður. Kennaraskortur er mismunandi eftir landshlutum og er Reykjavík eina fræðsluumdæmi landsins sem tekist hefur að ráða grunnskólakennara i nær allar lausar stöður eins og segir i frétt i Félagsblaði BK, 7. töhiblaði. Þar segir enn fremur: „Þess era mörg dæmi að ekki er einu sinni spurst fyrir um auglýstar kennara- stöður hvorki frá kennuram né leiðbeinendum. Skólastjóram við- komandi skóla ber saman um að ástandið í kennararáðningum sé með allra versta móti og era þó margir hveijir ýmsu vanir. Athygli- svert er að á Blönduósi sitja grannskólakennarar nær allar kennarastöður, en þar greiðir sveit- arfélagið 20 yfírvinnustundir á mánuði hveijum kennara í fullri stöðu og hlutfallslega fyrir hluta- stöður." Þá segir enn fremur að svo virð- ist sem betur gangi að ráða kennara að framhaldsskólum en að grann- skólum. Þó hefur gengið erfiðlega að ráða kennara í stærðfræði, raun- greinar, viðskiptagreinar og tölvu- kennslu á Reylq'avíkursvæðinu. Framhaldsskólakennara vantar auk þess í ýmsum greinum utan Reykjavíkur og hefur gengið illa að fá kennara að verklegum skólum vegna þennslu á vinnumarkaðinum einkum í byggingariðnaði. Ekið á dreng EKIÐ var á ungan dreng á reið- hjóli í Rauðagerði siðastliðið miðvikudagskvöld. Drengurinn var fluttur á slysa- deild til rannsóknar, en hann reyndist síðar vera ómeiddur og fór því betur en á horfðist í fyrstu. Mývatnssveit: Datt af hjóli og höfuðkúpu- brotnaði ÞÝSKUR ferðamaður datt af fajóli við Kröflu og höfuðkúpu- brotnaði síðdegis síðastliðinn miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík var maðurinn fluttur í sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem meiðsli hans vora könnuð. ELDHUSUNDRIB FRAAEG Margra tœkja maki á makalausu verði! AE ALVEG EINSTOK GÆDI KM21 fráAEG er sannkallað eldhúsundur enda er fjölhœfnin undraverð. Bara að nefna það, KM 21 gerir það: Hrærir, þeytir, hnoðar, rífur, hakkar, blandar, hristir, brytjar, sker... Eldhúsundrið frá AEG er margra tœkja maki en á makalausu verði, aðeins kr. 6.903,- Vestur-þýsk gœói a pessu verói, - engin spurning! KYNNING UM HELGINA! Opið laugardag kl. 10-18 og sunnudag kl. 13-18. A E G heimilistœki — því þú hleypir ekki hverju sem er í húsverkin! BRÆÐURNIR OKMSSONHF Lágmúla 9, sími: 38820 < tn c\i o> < Q Q

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.