Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 22

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Heimsmeistaramótið í Weistrach: Misjafnt gengi í kyn- bótasýningunni Þeir Einar Öder Magnússon liðsstjóri og Eiríkur Guðmundsson að- stoðarmaður hans skráðu lyá sér allar athugasemdir á æfingum islenska liðsins og voru þær síðan ræddar niður í kjölinn á fundi að aflokinni æfingu. Morpinblaðið/Valdimar Kristin-sson Sigurbjöm og Brjánn á æfingu, eins og sjá má á textanum á dóm- pallinum hafa Austurríkismenn ruglast eitthvað í ríminu þvi þeir kalla þetta 2. heimsmeistaramótið sem haldið er, sem ekki er rétt. Tveir ungir sveinar sem báðir heita Ragnar, sá til vinstri er Sigurðs- son og Hinn Agústsson seldu Morgunblaðið á mótsstaðnum og gekk það vel þjá þeim og fengu færri en vildu. Eyjólfur ísólfsson á æfíngu með danska liðinu og hér segir hann Bodyl Fryd á Djákna til en hann er albróðir Vængs sem sigraði í samanlögðum fjórgangsgreinum á síðasta móti. Lokið er nú einu glæsilegasta heimsmeistaramóti í hestaíþrótt- um á islenskum hestum og verður hér eftir geymt í minn- ingasarpi þeirra er áttu þess kost að fylgjast með þvi. Hér er reyndar talað um glæsilegasta mótið sem kann að hljóma ann- kannalega þvi þetta er fyrsta mótið sem kallast „Heimsmeist- aramót", áður hétu þau Evrópu- mót en með tilkomu Canada gengur ekki að kalla þetta slíku nafni af skiljanlegum ástæðum. En hér eftir verður þetta kallað heimsmeistaramót og til að fyrir- byggja allan misskilning er best að halda sig við þá nafngift í þessari grem. í hugum íslendinga verður þetta án efa glæsilegasta mótið sem hald- ið hefur verið, ekki vegna þess að mótshaldið hafi tekist svo mikið betur nú en áður, heldur af hinu að árangur okkar manna var slíkur að seint mun gleymast. Oft höfum við haft ástæðu til að hreykja okk- ur yfír góðum árangri en aldrei sem nú. Að lokinni úrtökunni í júlí fóru menn að gera því skóna að nú myndum við gera það gott í Aust- urríki og ættum meiri von fjór- gangsmegin en áður. Þeir bjartsýnustu spáðu sigri í tölti sem fram til þessa hafði verið íj'arlægur draumur. ... og brúnin þyngdist á landanum Strax eftir að íslendingar fóru að streyma á mótsstaðinn fór að myndast þessi gamalkunna góða stemmning. Landinn fylgdist af áhuga með æfingum íslenska liðsins og annarra landa til að fá saman- burð. Sögur um árangur ýmissa keppinauta í skeiðinu fóru um svæðið eins og eldur í sínu. Frosti frá Fáskrúðarbakka sem keppti fyr- ir Þýskalandi hafði skeiðað á 22.2 sek fyrr í sumar, Blossi frá Endr- up, Danmörku, hafði skeiðað á 22.9 á æfingu og eitthvað á þessa leið. En Spói okkar sterkasti skeiðhestur hafði skeiðað á tuttugu og þrem komma eitthvað á æfíngu og brún- in þyngdist á landanum. „Menn spila ekki út trompunum á æfingu“ Bijánn, leynivopn íslendinga í töltinu, kom vel út á æfíngum fyrir utan að yfirferðina virtist vanta en ekki var það okkur áhyggjuefni sem þekktum klárinn frá íslandi. Eyjólf- ur ísólfsson sem nú hafði gengið til liðs við Dani og sá um þjálfun þeirra sagði eftir að hafa séð Biján í fyrsta skipti að ef þessi hestur hefði einhveija yfirferð ætti Sigur- bjöm góða von um sigur í töltinu. Hann var varfærinn þegar ég spurði hann um væntanlegan árangur skjólstæðinga hans en hann benti þó á góðan tíma hjá Blossa á æf- ingu og einnig sagði hann að danska liðið kæmi nú vel undirbúið til leiks, í því væru margir nýir knapar sem hefðu kannski ekki mikla keppnisreynslu en þeir hefðu góða hesta og Evrópumeistarinn í hlýðnikeppninni Lone Jenssen hygðist veija titilinn. Eyjólfur sagð- ist hafa orðið fyrir vonbrigðum með þýska liðið sem hefur jafnan verið með yfírburða ijórgangshesta. Var þetta samhljóða skoðun margra ís- lendinganna, í það minnsta var þýska liðið mjög frábrugðið því sem það hefur verið áður. En þeir sem fylgst hafa með þessum mótum í gegnum tíðina og þá sérstaklega æfingum fyrir sjálfa keppnina vita að ekki er allt sem sýnist þá eða eins og Eyjólfur orðaði það: „Menn spila ekki út trompunum á æfingun- um.“ Sérstaka athygli vakti hestur Walter Feldmanns Þýskalandi, stóðhesturinn Drengur frá Kirkjubæ. Þótti með ólíkindum að einn snjallasti hestaþjálfari heims á íslenskum hestum skyldi ekki hafa betri hest til að tefla fram á mót- inu. Ekki getumikill en vel skólaður var umsögn Benedikts Þorbjöms- sonar eftir að hafa séð hestinn á æfíngu. Það segir líka sína sögu hversu snjall knapinn er að komast í þýska liðið á slíkum hesti. Átti Feldmann og Drengur eftir að koma við kaunið á íslendingum seinna í keppninni. Islendingamir vom með góða aðstöðu skammt frá mótsstaðnum, of langt frá fannst liðsmönnum. Einnig fannst þeim full langt til hótelsins sem var í borginni Steyr sem er um 20 km frá mótsstaðnum. En vel fór um hestana þar sem þeir vom hafðir í vélageymslu á sveitabæ þar sem aldrei hefur skepna komið inn fyrir dyr. Var því fyygíft ^ engir smitsjúkdómar myndu angra hestana meðan á mótinu stæði. Þegar hér var komið sögu var farið að kvisast út að Austurríkis- menn væm með óhemju sterka fimmgangshesta og skyldi engan undra því þeir vom mjög atkvæð- amiklir á síðasta móti í Svíþjóð. Var eðlilegt að þeir reyndu að gera enn betur nú þegar þeir kepptu á heimavelli. Eitthvað þessu líkt sem hér er lýst ganga hlutimir fyrir sig á þess- um mótum dagana áður en keppnin hefst. Það er mikið að gerast og þá sérstaklega hjá liðsstjómm og öðmm aðstoðarmönnum. Alltaf ver- ið að kalla saman fundi um hin ýmsu mál, deilumál og önnur mál. Spennan magnast dag frá degi, ekki síður þegar frettist af sterkum keppinautum sem kunna að stela sigri þegar á hólminn er kominn. Mikill taugatitringur á sér ávallt stað þegar kemur að fóta- og beisl- isskoðun. Strangar reglur gilda í þessum efnum. Mönnum var eflaust í fersku minni yfírhalningin sem (slenska liðið fékk í Noregi ’81 ( fótaskoðun þar sem fundið var að öllu hugsanlegu hjá íslendingunum og þeir urðu að jáma nokkra af hestunum upp. Ekki var það svo slæmt núna en eitthvað voru þeir nú að ergja strákana. Allt var það sparðatíningur sem engu máli skiptir en sýnir i raun hversu alvar- lega þessir menn taka starf sitt. Er það út af fyrir sig ágætt og ætti að tryggja að farið sé eftir gildandi reglum þótt það geti tekið á taugamar þegar þeir eru með smásmugulegheit. Eignm við erindi á kynbótasýninguna? Strax á þriðjudegi hófust dómar á kynbótahrossum og voru þijú hross frá íslandi sem áttu að fara fyrir dóm. Þorkell Bjamason hrossaræktarráðunautur átti að leiða tvær dómnefndir sem dæmdu hrossin en fyrir mjög klaufalegan misskilning æxluðust málin þannig að hann fór í skemmtiferð um Aust- urríki ásamt öðrum íslendingum sem ferðuðust á vegum Úrvals á mótið. Stóð Þorkell í þeirri meiningu að hann ætti að mæta á fimmtu- dagsmorgun á sama hátt og gert var í Sviþjóð fyrir tveimur árum. En heldur var ráðunauturinn sleg- inn þegar hann kom á fimmtudags- morguninn og allt er þá yfiretaðið. Var þetta pínleg staða fyrir íslend- inga því ekkert fréttist af honum meðan dómar stóðu yfir og hefði mátt ætla að hann hafi hunsað sam- komuna. En á fimmtudag kom skýringin sem var að sögn Þorkels rangar upplýsingar til hans um mætingartíma. Af kynbótahrossunum frá íslandi er það að segja að vel gekk með hiyssumar, Blika frá Kirkjubæ hlaut aðra hæstu einkunn af þeim ellefu hryssum sem sýndar voru á mótinu og hæst í sínum aldure- flokki með 8.16 f aðaleinkunn, 8.26 fyrir hæfileika og 8.02 fyrir bygg- ingu. Er þetta hækkun frá því hún var dæmd hér heima en þá stóð hún í rétt rúmum átta. Valdís frá Vallanesi hlaut svipaða heildarein- kunn og hún hafði hlotið hér heima, 8.37 fyrir byggingu og 7.64 fyrir hæfíleika, samanlagt gerir þetta 7.93. Sýningin á stóðhestinum Djákna var hinsvegar sorgarsaga því hann var svo gjöreamlega steindauður svo notuð séu orð knap- ans Þorvaldar Ágústssonar daginn sem hann var sýndur. Hefði betur verið heima setið en af stað farið með slíka sýningu. Var Þorvaldur ekki öfundsverður af hlutskipti sínu að þurfa að sýna hestinn í þessu ásigkomulagi. Þessi hestur stóð ein- kunnalega séð á mörkunum að komast út því sett var lágmarksein- kunn hér heima 7.90 og stóð hann í þeirri einkunn í úrtökunni. Hrap- aði hesturinn mikið í einkunn bæði fyrir hæfileika og byggingu og er það einsdæmi að hestar falli f ein- kunn í dómum erlendis. Hlaut hann 7.44 í aðaleinkunn, 7.43 fyrir bygg- ingu og 7.45 fyrir hæfileika. Voru dómaramir fengnir til að skoða hestinn aftur þegar hann var tekinn að hressast og viðurkenndu þeir þá að dómurinn væri ekki sanngjam en sögðust hinsvegar ekki geta breytt honum. Leiðir þetta hugann að því hvort við eigum yfirleitt að senda hross í kynbótasýningar heimsmeistaramótanna. Slíkt hefur ekkert ræktunarlegt gildi fyrir okk- ur því ekki verða þessi hross notuð í ræktun hér heima. Rökin á móti eru þau að við getum og sumir segja verðum að notfæra okkur þessar sýningar til auglýsingar á ræktun (slenskra hrossa á íslandi sem á f sífellt harðari samkeppni við rækt- unina erlendis. En þá er það spumingin hvort ekki verði að senda úrvalsgóð hross sem tekið er eftir. Sem sýni það svart á hvítu að góð hross séu ræktuð á íslandi, betri en annarstaðar. Hryssumar stóðu báðar ágæt- lega fyrir sínu þótt ekki færi Valdís mjög hátt upp einkunnaskalann vegna skeiðleysis. Blika nær góðri einkunn en ef hún er borin saman við Hildu frá Ólafsvík sem sló svo eftirminnilega í gegn á mótinu í Svíþjóð, þá stenst hún ekki þann samanburð. Inn í þessar hugleiðing- ar verður síðan að taka með í reikninginn hversu góðar hryssur við megum missa í þessa auglýs- ingu. En eitt er víst að fróðari menn en ég um ræktunarmál verða að taka þessi mál til umhugsunar og spyija má hver eigi að taka ákvörðun um það hvort við yfirleitt tökum þátt í þessum sýningum. Og í framhaldi af því með hvaða hætti það sé gert. Hvað með Félag hrossabænda? Ólík vinnubrögð við kynbótadóma Kynbótadómamir á heimsmeist- aramótinu voru í ýmsu frábrugðnir því sem gerist hér á íslandi. Til að mynda vom hrossin dæmd í tveimur aldursflokkum, 7 vetra og eldri og 5 og 6 vetra hross dæmd í sama flokki. Gefin er einkunn fyrir fet en slíkt tíðkast ekki hérlendis og raunvemlegur munur er á vægi hæfileika og byggingar. Dómaram- ir gáfu sér góðan tíma við hvert hross eða 40 mínútur. Hætt er við að Landsmót á íslandi gæti tekið langan tíma ef þessi vinnuregla væri tekin upp þar. Hæfíleikar vom metnir á undan byggingunni sem er öfugt við það sem hér tfðkast. Strax að loknum dómi var reiknuð út niðurstaðan og hún tilkynnt sam- stundis. Var því hæfileikaeinkunn ljós áður en dómarar luku bygging- ardómnum. Reglumar sem giltu um þátttöku í kynbótasýningunni vom þær að hvert land mátti senda fjög- ur hross, einn til tvo stóðhesta og frá einni upp í fjórar hryssur. Aldr- ei þó fleiri en fjögur hross og aldrei fleiri en tvo stóðhesta. Hrossin verða að vera fædd f þátttöku- landinu sem þýðir að á þessum mótum verða aldrei sýnd hross fædd á íslandi nema Islendingar geri það sjálfir. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum hvort við gæt- um ekki fengið lánuð kynbótahross sem seld hafa verið utan og em notuð í ræktun erlendis til að koma ffarn fyrir hönd íslands á þessum mótum ef við ekki tímum að senda góð hross á mótin að heiman. Víst em þessi hross íslensk framleiðsla, ekki satt. Sú staða gæti komið upp að þetta væri gerlegt en ekki er hægt að treysta á að.aljtaf séu föl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.