Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 24

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Talnablekking Pósts og síma Hækkanir síst minni en almennar hækkanir eftír Gísla Jónsson í Morgunblaðinu þann 21. ágúst sl. birtist grein eftir aðstoðarpóst- og símamálastjóra, sem sýnilega er rituð í tiiefni greinar undirritaðs um skrefatalningarmálið, sem birt- ist í sama blaði þann 11. ágúst sl. í umræddri grein er birt súlurit, sem á að sýna verðbreytingar á skrefagjaldi og afnotagjaldi Pósts og síma frá 1. janúar 1984 í saman- burði við verð á ýmsri annarri þjónustu svo og launavísitölu, láns- kjaravísitölu og gengi á SDR. Samkvæmt súluritinu á skrefa- gjaldið að hafa lækkað um 2% enn afnotagjaldið á að hafa hækkað um 2% á sama tíma og annað, sem sýnt er, hefur hækkað að meðaltali um ca. 85%. Sá blekkjandi samanburður, sem aðstoðarpóst- og símamálastjóri gerir, fæst með því að veija „vand- lega“ upphaf og lok tímabilsins. Það sést glöggt á meðfylgjandi töflu, sem sýnir verðbreytingar á skrefa- gjaldi Pósts og síma frá því skrefa- talningin var sett á 1. nóvember 1981. Það er t.d. umhugsunarefni, hvers vegna samanburðurinn er ekki gerður fram til þess tíma þeg- ÍSLENSKA flugfélagið Atlanta, sem Amgrímur Jóhannsson, flugstjóri, rekur ásamt fleirum, hefur verið í sólarlandaflugi fyr- ir nokkur evrópsk flugfélög undanfamar vikur. Atlanta er með Boeing 707 vél á leigu frá írskum aðilum og starfar með irska flugfélaginu Club Air. ar greinin er skrifuð, sem væntan- lega er eftir 11. ágúst sl. Þá hafði núverandi gjaldskrá verið í gildi í tæpan IV2 mánuð. Þess í stað er valið að ljúka samanburðinum dag- inn fyrir síðustu gjaldskrárbreyt- ingu, þ.e. 30. júní 1987. Það verð, sem þá var, hafði gilt frá 1. jan- úar, eða í hálft ár, en á þeim tíma hækkaði launavísitalan um 12,4% og lánskjaravísitalan um 13,6%. Þama er því alls ekki um sambæri- legar tölur að ræða. Hækkanir Pósts og sima frá því skr ef atalningin var sett á Verðsamanburður er ávallt vand- meðfarinn. Tímabil, sem valin eru, geta haft mikil áhrif eins og þegar hefur verið skýrt, auk þess sem ýmsar sérstakar ástæður geta brenglað útkomuna, sé þeirra ekki getið. Póstur og sími hefiir almennt ekki komist af með minni hækkan- ir en aðrar þjónustustofnanir, enda ekki við því að búast. En hvað gaf skrefatalningin mikla hækkun? Á það minnist aðstoðarpóst- og síma- málastjórinn ekkert. Það er því „Við höfum til dæmis flogið fyrir British Island Airways og Spantax þegar þau hefur vantað viðbótarvél- ar,“ sagði Amgrímur í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við erum með tvær áhafnir eða 15 manns á okkar vegum, þar af eru fjórir íslending- ar. Við höfum haft nóg að gera yfir háannatímann, en sjáum svo til hvemig þetta þróast í vetur." ekki úr vegi að líta á verðbreyting- ar frá því skrefatalningin var tekin upp. Skrefatalningin var tekin upp þann 1. nóvember 1981 og samtím- is var skrefagjaldið, án söluskatts, hækkað úr 41 eyri í 45 aura, eða um 9,8%. Þann 1. nóvember 1982, þ.e. ári síðar, var skrefagjaldið komið í 80 aura og hafði þannig hækkað á einu ári um 77,8%. Síðan hægir á hækkununum, væntanlega vegna þess, að skrefatalningin mun hafa gefið meiri tekjuaukningu en áætlað hafði verið. Þann 1. júlí sl. var skrefagjaldið hækkað í kr. 1,56 og er það nú. Það hefur því hækk- að um 246,7% frá því skrefatalning- in var sett á. Þessu til viðbótar kom svo umtalsverð tekjuaukning vegna skrefatalningarinnar. Það væri sannarlega tilefni fyrir nýskipaðan samgönguráðherra að krefjast ítar- legrar greinargerðar um tekjuaukn- ingu Pósts og síma á höfuðborgar- svæðinu þetta tímabil, þar sem tekið væri tillit tii fjölgunar símnot- enda. Þá fyrst kæmi fram hin raunverulega gjaldskrárhækkun. Til samanburðar má geta þess, að verðhækkanir á sammbærilegri opinberri þjónustu, þ.e. á heimilis- taxta hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur svo og á launavísitölu og lánskjaravísitölu frá 1. nóvember 1981 þar til í dag, 1. september 1987, voru: Heimilistaxti RR: 396,4% Heitt vatn hjá HR: 805,8% Launavísitala: 479,7% Lánskjaravisitala: 530,5% Hækkunin hjá Rafmagnsveitunni er miðuð við verð án söluskatts og vérðjöfnunargjalds, en á heitu vatni eru engin slík gjöld. Tölurnar gefa því til kynna tekjuaukningu fyrir- tækjanna. Eins og fram kemur af framangreindum tölum er hækkun Hitaveitu Reykjavíkur langt um- fram vísitöluhækkanir, sem stafar af því að á tímabilinu fékk Hitaveit- an leiðréttingu á óeðlilega lágri gjaldskrá. Auk þess er rétt að upp- lýsa, að tæpir 3 mánuðir eru síðan Hitaveitan hækkaði gjaldskrá sína en aðeins mánuður síðan gjaldskrá Rafmagnsveitunnar hækkaði. Af framanskráðu er ljóst, að 246,7% hækkun skrefagjaldsins að viðbættri tekjuaukningu vegna skrefatalningar allan sól- arhringinn svo og vegna fækkun- ar innifalinna skrefa í afnota- gjaldi hefur gefið Pósti og síma tekjuaukningu, sem er fyllilega í samræmi við hækkanir á heimil- istaxta Rafmagnsveitu Reykjavíkur, ef ekki meiri, svo og hækkanir á launavísitölu og lánskjaravísitölu. Undarlög rök í grein aðstoðarpóst- og síma- málastjóra koma enn einu sinni fram þau fráleitu rök, að færri skref eigi að vera innifalin í afnotagjaldi á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar vegna þess að það sé lang- stærsta símasvæðið. Við síðustu gjaldskrárbreyting^u var því haldið fram, að verið væri að aðlaga gjöld- in raunverulegum kostnaði Pósts og síma. Þetta sjónarmið virðist hins vegar ekki gilda fyrir höfuð- borgarsvæðið. Þar eiga símnotend- ur að borga fyrir það að búa í þéttbýli. Þessi rök Pósts og síma eru haldlaus. Aðstoðarpóst- og sfmamálastjóri segir í grein sinni, að fækkunin á inniföldum skrefum hafí orðið minni á höfuðborgarsvæðinu en annars staðar, sem er rangt. Þann 1. októ- ber sl. hækkaði gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur um 8,1%. Rafmagnsveitumenn falla örugg- lega aldrei í þann blekkingarvef, að segja, að orkugjald, sem er 3 krónur, hafi hækkað minna en það sem er 6 krónur, enda þótt það hafi breyst minna í krónutölu. Inni- földum skrefum í afnotagjaldi fækkaði um 33,3%, bæði á höfuð- borgarsvæðinu sem og annars staðar á landinu. Embættismenn Pósts og síma eru iðnir við að rökstyðja mál sitt með tilvitnunum til annarra landa, en minnast sjaldan á Bandaríkin vegna þess að það er þeim mjög óhag- stætt á flestan máta. Varðandi slfkan samanburð má á það benda, að það er engin ástæða fyrir okkur íslendinga að apa alla vitleysu eftir öðrum þjóðum. Það er ekki endilega allt rétt, sem þar er gert. Við búum Gísli Jónsson „Póstur og sími hefur almennt ekki komist af með minni hækkanir en aðrar þjónustustofnan- ir, enda ekki við þvi að búast. En hvað gaf skrefatalningin mikla hækkun?“ við all sérstakar aðstæður og eigum að haga okkar málum eftir þeim. Það er t.d. full ástæða til þess að stuðla að ódýrum og auðveldum fjarskiptum, sem létt geta á hinum gífurlega umferðarþunga og geta dregið úr þörfinni á að vera á ferð- inni í slæmum veðrum. Skrefatalning Pósts og síma Frá 01.11.81 Verð er án söluskatts Tímabil 01.11.81-01.02.82 Qjaldakri 614/81 Kr/akref 0,45 01.02.82-01.05.82 6/82 0,60 01.06.82-01.08.82 220/82 0,67 01.08.82-01.11.82 436/82 0,67 01.11.82-01.02.83 680/82 0,80 01.02.83-11.05.83 29/83 0,91 11.05.83-01.08.83 279/83 1,14 01.08.83-01.08.84 685/83 1,36 01.08.84-01.07.86 335/84 1,36 01.07.85-01.12.85 263/85 1,20 01.12.85-01.01.87 420/85 1,20 01.01.87-01.07.87 508/86 1,82 01.07.87- 247/87 1,56 Skrefatalning var tekin upp 01.11.81 Höfundur er prófessor íraforkur verkfræði. Flug: Atlanta flýgur sólarlandaflug < O) Þ Nú eru sprengidagar framundan. Farðu út í næstu matvörubúð og fáðu þér saltkjöt og súpukjöt frá Sláturfélaginu með 15% afslætti á meðan tækifæri gefst. SLÁTURFÉLAG SUÐURLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.