Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4, SEPTEMBER 1987
25
Ný plata frá Michael Jackson;
Heimildarmynd um
söngvarann frumsýnd
í ríkissjónvarpi
SÖNGVARINN Michael Jackson
hefur nú lokið við gerð sjöundu
sólóplötu sinnar, BAD, sem kem-
ur út í flestum löndum heims nú
fyrstu vikuna í september. Stutt
heimildarmynd um feril söngvar-
ans verður frumsýnd'víðast hvar
í heiminum sama dag og platan
kemur út og verður þessi mynd
sýnd í ríkissjónvarpinu í dag,
föstudag, klukkan 19.30.
Mikil leynd hefur hvílt yfir
vinnslu hljómplötunnar BAD og
ýmsar sögusagnir verið á kreiki
varðandi aðstoðarmenn Jacksons á
plötunni. Forsala hljómplötunnar
hefur enda verið með ólíkindum og
í Bandaríkjunum seldust rúmlega
2,3 milljónir eintaka í forsölu. í
Evrópu hafa yfír milljón eintök selst
í forsölu og hér á landi hafa verslan-
ir pantað hátt á annað þúsund
eintök fyrirfram, sem er einsdæmi
þegar um erlenda hljómplötu er að
ræða, að því er segir í fréttatilkynn-
ingu frá dreifíngaraðilum plötunnar
hér á landi. Síðasta sólóplata Micha-
el Jacksons, Thriller, sem út kom
árið 1982, er mest selda híjómplata
allra tíma, hefur selst í rúmlega 38
milljónum eintaka.
í heimildarmyndinni, sem sýnd
verður í ríkissjónvarpinu í dag, er
rakinn ferill Jacksons frá því hann
var 6 ára, en þá þegar var hann
orðinn stórstjama. Meðal annars
er sýnt brot úr kvikmynd sem tekin
var þegar hann söng fyrir ráðamenn
Motown útgáfunnar í fyrsta sinn
ásamt bræðrum sínum.
(Úr fréttatilkynningu.)
Michael Jackson.
• •
Okumaðurinn ófundmn
EKKI hefur tekist að hafa upp
á ökumanninum sem stór-
skemmdi fjórar kyrrstæðar
bifreiðar á mótum Hverfisgötu
og Ingólfsstrætis kl. 1 aðfaranótt
laugardagsins.
Talið er að ökumaður þessi hafi
verið á hvítri eða ljósri Volvo-bif-
reið. Þeir sem geta gefíð lögregl-
unni nánarí upplýsingar eru beðnir
um að hafa samband við slysarann-
sóknardeild.
Frá skemmtiferð barnamessufólks Fríkirkjunnar út í Viðey í vor.
Fríkirkjan í Reykjavík:
Fyrsta barnagnðsþj ónusta
haustsins á sunnudaginn
Á SUNNUDAGINN kemur, 6.
september, verður barnaguðs-
þjónusta í Fríkirkjunni í
Reykjavík kl. 11,00. Er það fyrsta
barnaguðsþjónustan á þessu
hausti.
Guðspjall dagsins er útskýrt með
hjálp mynda á töflu. Smábama-
söngvar og bamasálmar eru
sungnir. Böm, sem átt hafa af-
mæli frá því í vor, em boðin sérstak-
lega velkomin og fá svolítinn
glaðning. Þá er lesin framhalds-
saga. Við píanóið er Pavel Smíd,
fríkirkjuorganisti. Hvert bam fær
í hendur spjald með helgimynd. í
hverri bamamessu er límt sérstakt
mætingamerki á spjaldið. Verðlaun
fyrir góða ástundun eru veitt tvisv-
ar á vetri: eftir áramót og í vor.
Foreldrar, svo og afar og ömmur,
em hvött til þess að koma með
böm sín í bamaguðsþjónustumar,
sem em haldnar að jafnaði annan
hvem sunnudag kl. 11,00 árdegis.
Séra Gunnar Björnsson
16. ágúst s.l. voru liðin 10 ár frá hinum ótímabæra dauða rokkkóngsins ELVIS PRESLEY.
Við viljum minnast þessa frábæra söngvara og bjóðum eftirtalda titla á sérstöku tilboðsverði
í öllum verslunum okkar. _______
ELVIS ílu'íWmuplitö jKrrurú EXTRA
GULLKORN kr. 630,-
Safnplata með öllum hressustu lögum
kappans, eins og ’Blue Suede Shoes^
"Hound Dog’'og"Don't Be Cruel". £
THE MEMPHIS REC0RD kr. 899,-
Tvöföld platasem inniheldur upptökur frá 69
en það ár átti Elvis einmitt gott "comeback"
og kom þá með lög á borð við "Suspicious,
Minds”og"ln The Ghetto",________________________________________Á
□KRINGLUNNI S 689544 □BORGARTÚNI S.29544 QLAUGAVEGI S 29544
THE C0MPLETE SUN SESSI0NS kr. 899
Frábær plata fyrir safnarana. Hér eru öll lög-
in sem voru tekin upp í hinu fræga Sun-hljóð ,
veri og er þar "að finna grunninn að öllu þvl /
sem Elvis átti eftir að verða". t
(tilv. Árni Matthíasson - Mbl.) /%
THE ALL TIME GREATEST HITS kr. 899
Tvöföld safnplata sem inniheldur öll vinsæl-
ustu lög Elvis frá upphafi ferils hans til i
dánardags.