Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 28

Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 Sambandsþing Sambands ungra sjálfstæðismanna hefst í dag: KOSH) IJM FORMANN SUS IFYRSTA SKIPTI110 AR SAMBANDSÞING Sambands ungra sjálfstæðismanna verður haldið í Hótel Borgarnesi um þessa helgi og hefst klukkan 17.30 í dag með ávarpi Þorsteins Pálsson- ar forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Á þinginu nú verður kosið um formann sambandsins og er það í fyrsta skipti í 10 ár sem slík kosning fer fram þar sem sjálfkjörið hefur verið i embætttið. Að þessu sinni bjóða Árni Sigfússon borgarfulltrúi og Sigur- björn Magnússon framkvæmdastjóri sig fram til formanns. Núverandi formaður SUS er Vilhjálmur Egils- son. Morgunblaðið ræddi við frambjóðendurna tvo i form- annsembætti Sambands ungra sjálfstæðismanna og fara þau viðtöl hér á eftir. Aukin tengsl forustunnar við félagmenn nauðsynleg - segir Árni Sigfús- son í MÍNUM huga hlýtur helsta mál þings- ins að snúast um forustu samtakanna næstu tvö ár,“ sagði Arni Sigfússon sem hefur boðið sig fram til embættis form- anns Sambands ungra sjálfstæðismanna, í samtali við Morgunblaðið. Árni er 31 árs gamall borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og formaður félagsmálaráðs Reykjavíkurborgar. „Ég hef reyndar lagt áherslu á að fram- boð mitt byggist á tveimur megin ástæð- um,“ sagði Ami. „Annarsvegar nauðsyn aukinna tengsla forustu sambandsins við félagsmenn og hinsvegar breyttar áherslur í stjómmálastarfinu. Mér fínnst forustan hafa einangrast talsvert frá ungu fólki og tel ástæðu til að hafa áhyggjur af því og reyna að breyta því. En það er ekki gert með skipulagsbreytingum heldur með því að sýna þessum málum meiri áhuga og sinna félögunum úti á landi meira en gert hefur verið og taka meira tillit til þeirra óska og hugmynda sem þar eru. Samband ungra sjálfstæðismanna er ekk- ert annað en samtök allra þessara félaga og það er þaðan sem hugmyndimar eiga að koma en ekki frá stjóm sambandsins sem einhverju einangruðu sjálfstæðu fyrirbæri. Ég held að SUS hafi góða málefnalega stöðu og það má sérstaklega þakka það fráfar- andi formanni SUS og nokkrum öðrum stjómarmönnum. En ég tel samt að vera þurfí meiri breidd í málefnastarfí og þar sé leitað út fyrir þær hefðbundnu brautir sem sambandið hefíir verið á að undanfömu í umræðu um þjóðfélagsmál og reyna að útvíkka umræðuna til að ná til fleiri." —Er hægt að líta á þetta formannskjör sem baráttu tveggja fylkinga í sambandinu? „Ég lít ekki svo á. Hinsvegar skerpast línur í svona baráttu eins og nú er og ég er vissulega að sækja inn í þessi samtök. Ég leyfí mér að gagnrýna og er fulltrúi Arni Sigfússon. þeirra sem vilja ákveðnar breytingar og þeir sem standa gegn mér em þeir sem segjast ætla að halda áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið mörkuð. En stjóm SUS á að endurspegla það sem er að gerast í félögunum og ég er að gagnrýna að við höfum ekki sinnt því nægilega vel að vekja upp hugmyndir og koma þeim til umræðu í félögunum og þaðan áfram." —Sumir telja að þar sem þú sitjir í borgar- stjóm Reykjavíkur sért þú of tengdur flokknum og Reykjavík til að geta sinnt starfí formanns SUS af heilum hug. Ég lít svo á að ef menn mega ekki starfa í sveitarstjómum til að taka að sér slíkt ábyrgðarstarf sem formannstarf í SUS er þá veit ég ekki hvar á að enda. Menn þurfa að hafa í sig og á og sinna ýmsum störfum og þótt ég taki að mér trúnaðarstörf fyrir flokkinn þá sé ég ekki að það þurfi að slá mig útaf laginu sem formann SUS frekar en menn sem eru starfsmenn sérhagsmuna- hópa í þjóðfélaginu," sagði Ámi Sigfússon. Mikilvægt að SUS verði sjálfstætt í stefnumörkun - segir Sigurbjörn Magnússon „ÉG TEL að þetta þing verði sérstætt að því leyti að þar verður kosið um formann í fyrsta skipti i 10 ár. En ég held að það sé af hinu góða að kosið sé um formann og síðan verði gengið af þinginu sem ein órofa fylking þegar þeim leik er Iokið,“ sagði Sigurbjörn Magnússon, annar tveggja frambjóðenda til embættis form- anns Sambands ungra sjálfstæðismanna, í samtali við Morgunblaðið. Sigurbjöm er 28 ára gamall og starfar sem fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins. „Ég held að þingið snúist einnig um það hvemig Sjálfstæðisflokkurinn nær aftur sínum fyrri styrk og verði á ný sameiningar- afl allra borgaralegra afla,“ sagði Sigurbjöm. „Á þinginu munum við ræða skýrslu starfs- hóps sem hefur sett ýmsar hugmyndir á blað um hvemig hægt er að bæta okkar starfs- hætti og skipulag og ég held að við verðum að taka upp þráðinn og ræða hvemig við getum breikkað Sjálfstæðisflokkinn, bæði með vali á mönnum á framboðslista og í trúnaðarstöður." —Er það hlutverk SUS að vera samviska og hugmyndabanki Sjálfstæðisflokksins? „Ég held að það sé mjög mikilvægt að sambandið verði mjög sjálfstætt í sinni stefnumörkun. SUS hefur verið uppspretta nýrra hugmynda og oft á tíðum samviska flokksins og veitt honum gagnrýnið aðhald. Ég tel brýnt að sambandið starfí þannig áfram en jafnframt af ábyrgð. Við erum engin hasarsamtök en veitum gagnrýnið aðhald þegar okkur fínnst að þingmenn, borgarfulltrúar eða sveitastjómarmenn og aðrir trúnaðarmenn flokksins Qarlægist eitt- hvað stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þessvegna hef ég ákveðið að segja af mér störfum sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, verði ég kjörinn formaður því það er mjög erfítt að starfa hjá þeim sem maður getur stundum þurft að gagnrýna. Sigurbjöm Magnússon Ég hef lagt mikla áherslu á að við höldum þessu öfluga málefnastarfí áfram og séum uppspretta nýrra hugmynda hjá flokknum því ég tel að of fáir innan flokksins sinni því hlutverki. —Hvað vilt þú segja um þær fullyrðingar að í formannskjörinu séu að takast á tvær fylkingar innan SUS; annarsvegar þeir sem hingað til hafa haldið um stjómvölinn og hinsvegar yngri kynslóðin. „Ég held að framboð okkar séu ekki þann- ig að þar fari mjög fastmótaðar fylkingar. Það er að vísu rétt að mikill hluti stjómar SUS styður mitt framboð enda hef ég verið fyrsti varaformaður sambandsins undanfarin tvö ár. Ég hef tekið þátt í því starfí sem þar hefur verið unnið og tel framboð mitt á margan hátt eðlilegt framhald af því. Ég held þó að það séu engin sérstök einkenni á stuðningsmönnum okkar. Valið stendur á milli manna og ég held að fylkingarar séu ekki mjög merktar eða auðkenndar að því leyti," sagði Sigurbjöm Magnússon. Geislandi bros oghlýlegar móttök- ur mættu forseta íslands í Færeyjum Fri Sigurði Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins i Færeyjum. ÞAÐ var geislandi bros Selju litlu Nilsen, 5 ára telpu frá Sanda- vogi, og fallegur blómvöndur sem mættu Vigdisi Finnbogadóttur forseta íslands þegar hún steig út úr flugvélinni á flugvellinum í Vogum. Móttökur Færeyinga voru hlýlegar og auðséð að þeim þótti mikið til heimsóknarinnar koma en Vigdis er fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn sem heimsækir Færeyjar. Veðrið var heldur hryssingslegt, áustan strekkingur, þoka og rign- ing en auðséð var að einlæg framkoma Selju litlu og hlýlegar móttökur Atla P. Dam lögmanns og hans föruneytis gerðu áhrif veðursins að engu. Eftir móttökuathöfnina á flug- vellinum fór forsetinn og föruneyti með þyrlum til Þórshafnar. Þokan grúfði sig yfír eyjamar og náði niður fyrir miðjar hlíðar fjallanna. f Þórshöfn var stutt móttökuat- höfn hjá Atla P. Dam lögmanni og frú Sólvu Dam á Tinganesi. Þaðan gekk síðan forsetinn ásamt gestgjöfum og fylgdarliði til lög- þingshússins þar sem Hergeir Nielsen lögþingsformaður og kona hans, Hanna, tóku á móti forsetan- um. Þrátt fyrir rigninguna sem stöð- ugt óx og það að almennur vinnudagur væri þá safnaðist sam- an nokkur hópur fólks á leið forsetans frá Tinganesi til lögþing- hússins. Auðheyrt var á fólki að það beið komu Vigdísar Finn- bogadóttur með eftirvæntingu og þótti gaman að verða vitni að heim- sókn hennar. Þegar Vigdís gekk yfír Vaglið frá lögþingshúsinu lýsti fólkið ánægju sinni með því að klappa henni lof í lófa. Hergeir Nilsen lögþingsformað- ur sagði í stuttu ávarpi í lögþings- húsinu, eftir að hafa kynnt Vigdísi fyrir lögþingsmönnum, að hann væri þakklátur fyrir það að forseti íslands væri fyrsti þjóðhöfðinginn til að heimsækja Færeyjar. Hann fór nokkrum orðum um samskipti þjóðanna og sagði íslendinga fyrir- mynd þeirra sem vildu feta sig fram sem sjálfstæð þjóð. „Ég þakka gestrisni og gæði sem mér eru sýnd í dag. Ég færi Færeyingum, fyrir hönd minnar þjóðar, bestu vinarkveðjur," sagði Vigdís í stuttu ávarpi í lögþings- húsinu. Poula Michelsen 11 ára dóttir bæjarstjórans afhenti forsetanum blómvönd við komuna til húss bæjarstjómarinnar. Vigdís var kynnt fyrir bæjarstjómarmönnun- um þrettán talsins í fundarsal þeirra þar sem hanga á veggjum myndir af bæjarstjórum Þórshafn- ar. Fyrir ofan háborð salarins hangir útskorin mynd af merki bæjarins, hendi með Þórshamar. Að því búnu sat forsétinn miðdeg- isverð í boði bæjarstjómar Þórs- hafnar. Fransiskusystumar 10 í Þórs- höfn vom mjög ánægðar með komu Vigdísar í nýja kaþólska kirkju sem vígð var fyrir viku. „Það er mikil virðing fyrir okkur að fá hana í heimsókn," sagði ein systranna. Geir Waagö prestur bauð gestina velkomna í kirkjuna sem er lítil en mjög snotur. Bömin á bamaheimilinu gegnt kirkjunni misstu fljótt þolinmæð- ina þar sem þau þurftu að bíða nokkra stund eftir að forsetinn kæmi. Pappírsfánar þeirra þoldu illa rigninguna, hvað þá að þeim væri sveiflað harkalega í óþolin- mæði. Snuð voru tekin fram til að róa þau óþolinmóðustu en þegar enn dróst að gestimir kæmu vom allir drifnir inn og látnir taka sér stöðu í gluggum barnaheimilisins og þaðan var veifað af krafti til forsetans og óþolinmæðin var rok- in út í veður og vind. „Hún hefur ekkert breyst, er alltaf sama stelpan," sagði Óskar Hermannsson, sem ásamt Oliver Næss og Poul bæjarstjóra leiddi Vigdísi um „Sjónleikarhúsið" í Þórshöfn. Óskar var leikhússtjóri þegar Vigdís fór fyrir leikför Leik- félags Reykjavíkur_ með Skjald- hamra Jónasar Ámasonar til Færeyja. Þama varð því vinafund- ur. Fjórar ungar leikkonur, Jensina, Ingunn, Nár og Marita, sýndu nýjan frumsaminn leikþátt, lát- bragðsleik um Færeyjar þar sem aðalpersónan upplifir nafnið út frá frímerki. Þáttur þessi verður með- al annars á mikilli frímerkja- og myndasýningu í Kaupmannahöfn. Vigdís þakkaði leikkonunum fyrir og við brottförina úr leikhúsinu sagði hún: „Hér var gaman að koma.“ Síðdegis heimsótti Vigdís fræðslusetur Færeyja og nokkur söfn. Um kvöldið bauð lögþingið síðan til kvöldverðar í Stokkastof- unni í Kirkjubæ. Þessi fyrsti dagur heimsóknar forseta Islands einkenndist af virðuleik og einlægri vináttu Fær- eyinga. Undir kvöldið rofaði í skýin, sólin braust fram og opnaði sýn yfir byggðina i Þórshöfn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.