Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
31
Reuter
Lögregla beitir táragasi tíl að dreifa hópi verkamanna og varna þeim inngöngu í hótel í borginni
Ulsan.
Suður-Kórea:
Ekiðá
verkfallsvörð
Ulsan, Suður-Kóreu:
LÖGREGLA í borginni Ulsan í
S-Kóreu beitti i gær táragasi
til að stöðva þúsundir verka-
manna og koma í veg fyrir að
þeir réðust inn í hótel og versl-
anir eftir að félagi þeirra lést
þegar sendiferðabil var ekið
inn í hóp verkfallsmanna.
Maðurinn sem lést hét Chae
Tae-Chang og báru félagar kistu
hans á herðum sér eftir götum
Ulsan. Að sögn vitna fóru þunga-
vinnuvélar fyrir hópnum sem
stefndi að bækistöðvum helsta
útflutningsfyrirtækis S-Kóreu,
Hyundai. Rúður voru brotnar í
skrifstofubyggingum og bílar
eyðilagðir. Öeirðalögregla stöðv-
aði verkamennina þegar þeir
réðust að Diamond-hótelinu í aðal
verslunarhverfi borgarinnar. Þeir
sögðust myndu halda uppteknum
hætti uns gengið yrði að kröfum
þeirra um hærri laun.
Chae Tae-Chang féll þegar
hann stóð ásamt félögum sínum
vörð við skipasmíðastöð þar sem
20 þúsund verkamenn voru í setu-
verkfalli. Sendiferðabíl var ekið
inn í hópinn með fyrrgreindum
afleiðingum. Að sögn verkamanna
sem yfírbuguðu bílstjórann og
færðu lögreglunni var hann undir
áhrifum áfengis.
Samkvæmt upplýsingum frá
viðskiptaráðuneyti landsins hefur
1 milljarður bandaríkjadala tapast
í verkföllunum vegna minni fram-
leiðslu.
Kína:
PVC
skolprör
Eigum fyrirliggjandi PVC skolprör í stærð-
um 110 mm, 160 mm og 200 mm.
Hagstætt verð.
VATNSVIRKINN//J
Ármúlí 21, sími 686455.
Lynghálsi 3, sími 673415.
Efnahagsumbætur a
dagskrá flokksþingsins
Peking, Reuter.
FYRSTA flokksþing kommún-
istaflokks Kina í fimm ár hefst
þann 25. október að sögn
kínverska útvarpsins. Þetta var
fyrsta opinbera yfirlýsingin um
þingið sem snúast mun um efna-
hagsúrbætur í landinu. Einnig
stendur til að yngja upp forystu-
lið flokksins eins og Deng
Xiaoping leiðtogi landsins hefur
itrekað.
Á miðvikudag sagði ríkissjón-
varpið í landinu að forsætisráðherra
landsins Zhao Ziyang hefði skýrt
Henry Kissinger fyrrum utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna frá áform-
um um að hraða framkvæmd
opnunarstefnu landsins. Kissinger
er í einkaheimsókn í landinu og
gert er ráð fyrir að hann hitti Deng
Xiaoping í dag.
Búist er við að Zhao Ziyang
styrki stöðu sína sem formaður
flokksins á þinginu í október. Hann
tók við af Hu Yaobang sem varð
að segja af sér í janúar í kjölfar
stúdentaóeirða.
Fjölmiðlar í Kína hafa sagt frá
því að margur steinninn liggi í götu
efnahagsúrbóta í landinu; fjallháir
skýrslustaflar, fundafargan og
skriffínnar sem kasta af sér allri
ábyrgð. Deng vill aðskilja stjóm-
kerfíð, atvinnulífíð og kommúnista-
flokkinn til hagræðingar. Ríkis-
reknar verksmiðjur eiga að vera í
höndum atvinnumanna á hveiju
sviði en ekki skrifræðisseggja.
Umbætumar takast þó ekki nema
ráðandi menn hætti að eyða þremur
§órðu hlutum vinnudagsins í funda-
höld eins og dagblað sem sérhæfír
sig í efnahagsmálum hefur komist
að.
Ein af umbótatilraununum felst
í því að ríkisrekin fyrirtæki þurfa
ekki lengur að borga allan hagnað
til ríkisins heldur einungis ákveðna
samningsbundna upphæð. Það sem
vinnst umfram hana mega fyrir-
tækin ráðstafa að eigin vild. Þær
ráðuneytisdeildir sem fyrirtækin
hafa samið við reynast í mörgum
tilvikum ábyrgðarlausar og aðstoða
skjólstæðinga sína ekki við hráefn-
isöflun og flutninga eins og til stóð.
Annað þjóðhagslegt vandamál er
hvemig nýta megi gífurlegt af-
gangs vinnuafl og losna við klíku-
skap sem þrífst í landinu. Ekki
virðist fullljóst heldur hver tengslin
eiga að vera milli verksmiðjustjór-
ans með nýfengin völd og flokks-
fylltrúans sem áður réð mestu.
Óhagræði er einnig að margföldu
bókhaldi sem stundað er svo hægt
sé að veifa réttri skýrslu eftir því
hvaða ráðuneytisdeild kemur í
heimsókn, hvort sem það er fulltrúi
sem lítur eftir framförum eða annar
sem rannsakar fátækt í héraðinu.
FTC-tækni mun væntanlega
hagnast á hinni miklu eftirspum
eftir laxi, og FTC-tækjabúnaðurinn
gæti hjálpað laxeldismönnum að
anna eftirspuminni. Fyrirtækið hef-
ur reyndar ekki miklar áhyggjur
af því, þótt neytendur hætti kannski
skyndilega að kaupa lax, því einnig
er hægt að vinna lúðu í tækjunum
og ætlunin er að aðlaga þau vinnslu
þorsks og áls.
Byggt á Newsweek.
Hér sést tækjabúnaðurinn, er gerir
að fiski á hálfri minútu. Stúlkan
til hægri á myndinni tekur við full-
unnum flökum úr vélinni, en félagi
hennar fjær stingur laxinum inn.
HAUST/VETUR'87/88
Haust- og vetrarlínan frá Jil Sander
erkomin.
CLARA Kringlunni
CLARALaugavegi15
SARA Bankastræti 8
MIRRAHafnarstræti 17
LÍBÍA Laugavegi 35
SNYRTIVÖRUBÚÐIN Laugavegi 76
GJAFA- OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN Suöurveri
ANETTAKeflavík