Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
35
Morgunblaðið/HBj.
Nýkjörin sijórn
bænda, í lok aðalfundarins á Eiðum, f.v.: Ari Teitsson á Hrísum í
í Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd, formaður Stéttarsambands
Þóroddsstöðum í Hrútafirði, Böðvar Pálsson á Búrfelli í Grímsnesi,
í Mosfellsbæ, Bjarni Helgason á Laugalandi í Borgarfirði, Þórólfur
firði, varaformaður, Þórður Pálsson á Refsstað i Vopnafirði og Birk-
tndafirði.
Jamarkaði:
rði að selja lamba-
tingahúsum
Útflutningsráðið umsjón með verk-
inu. í niðurstöðum athugunarinnar,
sem lagðar voru fram á aðalfundi
Stéttarsambands bænda á Eiðum,
kemur fram að ef ráðast á í sölu
íslensks kindakjöts á almennum
neytendamarkaði í Bandaríkjunum
krefst það nýrra vinnubraða í
vinnslu kjötsins hér á landi og í
markaðssetningunni ytra. Fram
kemur að neysla lambakjöts hefur
minnkað á undanfömum árum í
Bandaríkjunum, verð er lágt í versl-
unum, en mikill hluti söluverðsins
fer í ýmsa milliliði í Bandaríkjunum.
Þá kemur fram að söluaðilar sem
selt hafa lambakjöt undir ákveðnum
vörumerkjum hafa ná góðum ár-
angri, en slíkt tekur langan tíma
og er dýrt.
Útflutningsráð leggur til að fyrir-
tækið Trost verði fengið til að
kanna möguleika á sölu til veitinga-
husa á Boston-svæðinu. Leitað
verði til nokkurra veitingahúsa um
að þau bjóði íslenskt lambakjöt á
matseðlum sínum til reynslu í
ákveðinn tíma. í því sambandi gæti
verið nauðsynlegt að bjóðá veitinga-
fólki til íslands til að vekja áhuga
þeirra og kenna þeima að matreiða
lambakjötið. Lagt er til að kynning
kjötsins verði vel undirbúin, meðal
annars í veitingahúsunum sjálfum.
ús verði ekki
iur með valdboði
híarðlega. í ályktun aðalfundarins
segir að fundurinn telji óeðlilegt að
allgóð eða löggild slaturhús verði
lögð niður með valdboði heldur verði
reynt að vinna að fækkun þeirra
með samkomulagi á milli sláturleyf-
ishafa. Fundurinn telur einnig
óeðlilegt að ekki sé gert ráð fyrir
sláturhúsi í heilum byggðarlögum,
v enda sé ljóst að slíkt leiði til stór-
hækkunar á flutningskostnaði
sláturfjár. Mikil fækkun sláturhúsa
komi í veg fyrir að bændur og
þeirra fólk geti stundað slátur-
hússtörf. Væri það mikil þversögn
nú þegar mikið væri talað um að
auka og efta atvinnu í sveitum.
imanna gert
u grænmetis
beitt sömu aðferð við verðlagningu
án þess að opinberir aðilar hafi
nokkru sinni séð ástæðu til af-
skipta þar af. Verðið hafí ráðist
af framboði og eftirspum. Sölufé-
lagið telur ákvörðun Verðlagsráðs,
sem tilkynnt hafí verið án alis
rökstuðnings, byggða á rangri
túlkun verðlagslaganna og sé að
auki haldin alvarlegum formgöll-
um. fhugar félagið af þeim sökum
að áfrýja henni til dómstóla.
Sölufélagið segir furðulegt að
Verðlagsráð sjái nú allt í einu
brýna nauðsyn til svo óraunhæfra
og harkalegra aðgerða sem fram
er komið, þegar litið sé til þess
að fyrir liggi samþykkt félags-
manna um að setja á stofn
grænmetismarkað (uppboðsmark-
að) á vori komanda. Þá telur
félagið að ekki verði ráðið af sam-
þykkt Verðlagsráðs með hvaða
hætti hægt sé að framkvæma
hana og muni því leita eftir skýr-
ingum ráðsins á þessu atriði og
fleirum.
Kosningarnar í Danmörku:
Hart er barist um for-
sætisráðherrastólinn
eftir Jens Erik
Rasmussen
Kosningabaráttan í Dan-
mörku nálgast nú hámarkið og
virðast kosningarnar 8. sept-
ember í síauknum mæli ætla
að verða persónuleg barátta
milli Pouls Schliiter, forsætis-
ráðherra, og Ankers Jorgens-
en, fyrrum forsætisráðherra
úr Jafnaðarmannaflokknum.
Kosið er á milli borgarlegrar
og sósíalistískrar ríkisstjórnar
og borgaraflokkarnir standa
betur í skoðanakönnunum. Það
er einnig kosið milli ólíkra per-
sóna. Annars vegar er sigursæll
háskólaborgari, Schlilter, sem
gengið hefur vel síðustu fimm
árin og hins vegar alþýðlegur
og baráttuglaður verkamaður,
Jorgensen, sem berst með
storminn í fangið í kosninga-
baráttu sem að líkindum verður
hans síðasta. Hér birtast stuttar
svipmyndir af þessum tveimur
mönnum sem eru forsætisráð-
herraefni i kosningabaráttunni
og beijast hvor við annan.
Bjartsýnismaðurinn
Poul Schliiter
Afburðabjartsýnismaðurinn
Poul Schliiter hefur ástæðu til að
ástunda það sem hann oft gerir:
Að flauta glaðlega. í öllum skoð-
anakönnunum, sem gerðar hafa
verið fyrir kosningarnar, gera
kjósendur ráð fyrir því að hann
verði forsætisráðherra í nýrri fjór-
flokkastjóm borgaraflokkanna að
kosningunum loknum.
ímynd _ forsætisráðherrans og
leiðtoga íhaldsflokksins í dönsk-
um íjölmiðlum er sigurvegarans.
Fjölmargir jafnaðarmenn telja að
hann verði forsætisráðherra eftir
kosningamar og gífurleg um-
skipti þurfa að verða hjá kjósend-
um í lokaslagnum til að hann
missi af lestinni.
Árum saman var Schlúter
þekktur sem „maðurinn í öðm
sæti“ í danskri pólitík. Þekktari
stjómmálamenn í íhaldsflokknum
skyggðu á hann en smátt og
smátt týndu þeir tölunni, ýmist
vegna sjúkdóma eða þeir misstu
flugið í baráttunni um flokksvöld-
in. 1974 varð Schlúter formaður
flokks sem átti í miklum erfiðleik-
um og réð aðeins yfir fáum
þingsætum. Forsætisráðherrann
núverandi, sem í fristundum
sínum þeysir um götumar á
keppnisreiðhjóli, hleypti lífí í
flokkinn á ný.
Árið 1982 hafði þingmannatala
flokksins tvöfaldast og Schlúter
sigraði í keppninni um stól forsæt-
isráðherra í harðri samkeppni við
Henning Christophersen í borg-
aralega flokknum Venstre.
Sigursæld Schúters og óumdeild
forysta hans í ríkisstjóm borgara-
flokkanna var staðfest í síðustu
kosningum 1984 er flokkur hans
hlaut 42 þingsæti. Talsmenn
hinna ríkisstjómarflokkanna
hrósa forsætisráðherranum fyrir
hæfíleika sína til að sameina
flokkana fjóra sem að vísu eru
allir taldir hægrisinnaðir en
byggja annars á mjög ólíkum for-
sendum.
Sjálfur segist Schlúter vera
„frjálslyndur, íhaldssamur og fé-
lagslega meðvitaður." Þrátt fyrir
íhaldsstefnu sína er hann miðju-
maður í stjómmálum og hefur
sveigt flokk sinn nær miðju. Sem
dæmi má nefna að um opinbera
þjónustu hefur hann sagt: „Um-
fang hennar er eins og það á að
vera.“
Bestu vopn hans em óbugandi
bjartsýni og gott skap. Þessir tveir
eiginleikar hafa augljóslega feng-
ið almenning til að gleyma því að
varðandi skattpíningu, erlendar
skuldir ríkisins og atvinnuleysi
hefur ástandið sjaldan verið verra.
Schlúter er einnig afburða vel að
sér í stjómmálum en notar oft
gott innsæi sitt til að taka leiftur-
snöggar ákvarðanir. Pólitískt
tímaskyn hans kom vel í ljós þeg-
ar hann boðaði til kosninga.
Jafnaðarmenn vom þá með allt
niðri um sig, flokksformaðurinn í
Búlgaríu og annar tveggja vara-
formanna á Indlandi.
Refskapur
Forsætisráðherranum hefur
ekki tekist kveða niður það orð-
spor að hann hafí ekki sinnt um
þá sem minnst mega sín f þjóð-
félaginu. Vinstrisinnar lýsa
honum gjaman sem glottuleitum
og illgjömum klækjaref. Þrátt
fyrir þetta og lögfræðimenntun
sína nýtur hann svo mikillar lýð-
hylii að hvað það snertir er honum
líkt við Anker Jargensen, leiðtoga
jafnaðarmanna.
Snillingar í samtökum ungra
jafnaðarmanna fengu þá hug-
mypd að búa til veggspjald þar
sem Jargensen er sýndur eins og
nýr James Bond með rauða krata-
rós í hendinni í staðinn fyrir
skammbyssu. í kvikmyndaheim-
inum hefur nýr og yngri maður
tekið við Bond-hlutverkinu og
mörgum fínnst að danskir jafnað-
armenn ættu einnig að velja sér
nýjan mann tii að vera í fylkingar-
bijósti í baráttunni gegn Schlúter.
Tilraunir hafa verið gerðar til að
velta Jargensen úr sessi en þær
hafa allar verið kæfðar í fæðingu.
Enda þótt margir séu orðnir
þreyttir á formanninum nýtur
hann enn þá gífurlegrar samúðar
hjá óbreyttum flokksmönnum og
verkalýðshreyfíngunni.
Flokksmenn óska þess yfirleitt
að hann vinni kosningasigur og
helst að hann verði aftur forsætis-
ráðherra. Það yrði verðugur endir
á ferli sem spannar 15 ár sem
formaður stærsta stjómmála-
flokks landsins, þar af mörg ár
jafnframt í sæti forsætisráðherra.
Útlitið er ekki bjart sem stendur,
f skoðanakönnunum er jafnaðar-
mönnum spáð fylgishruni í
kosningunum 8. september.
Hart barist
Jorgensen lætur hrakspámar
íhaldsmaðurinn Poul SchlUt-
er (t. v.) er talinn einstaklega
snjall í að snúa sig út úr
pólitískum erfiðleikum. Helsti
andstæðingur hans í kosning-
unura, Anker Jorgensen, hefur
aftur á móti átt erfitt upp-
dráttar að undanfömu og spá
því margir að hann verði að
láta af formennsku í flokki
jafnaðarmanna eftir þingkosn-
ingamar kosningarnar 8.
september.
ekkert á sig fá og með 65 ár á
bakinu varpar hann sér út í eitil-
harða kosningabaráttu sem vel
getur orðið sú síðasta fyrir hann.
Kannski getur kraftmikill
formaðurinn snúið vöm í sókn á
lokadögum baráttunnar. Anker
Jargensen er hinn dæmigerði
Dani og einlæg og alþýðleg fram-
koma er beittasta vopn hans á
vígvelli stjómmálanna. Allir skilja
tungutak hans og hann er í essinu
sínu á kosningafundum en aða-
landstæðingur hans, Schlúter,
nýtur sín best á sjónvarpsskján-
um. Fáir hafa þó trú á því að
Jorgensen takist að draga Schlút-
er uppi og setjast í stólinn eftir-
sótta.
Fimmtán ár í forystu
Anker Jargensen er mótaður
af danskri verkalýðshreyfíngu og
var formaður stærsta sérsam-
bands hennar þegar hann varð
forsætisráðherra með örstuttum
fyrirvara. Hann fékk klukkustund
til að hugsa sig um þegar Jens
Otto Krag, þáverandi forsætisráð-
herra, dró sig í hlé eftir þjóðarat-
kvæðið um aðild Danmerkur að
Evrópubandalaginu árið 1972.
Jorgensen tók við völdum um
sama leyti og olfukreppan skall á
og hlaut því það hlutverk að
stjóma þjóðarskútunni í efna-
hagslegum ólgusjó. Það var erfítt
hlutskipti og 1982 hvarf hann frá
stjómvelinum nær mótspymu-
laust og lét hann borgaraflokkun-
um eftir.
Honum Iíkar ekki að vera leið-
togi stjómarandstöðunnar. Hann
á erfítt með að marka skýrar línur
í stefnu flokksins og sfjóma óþol-
inmóðum þingflokki. Mörkin milli
vinnuveitanda og launamanns í
þjóðfélaginu verða nú sífellt óljós-
ari og Jorgensen hefur vanrækt
að endumýja flokkinn og aðlaga
hann nýjum þjóðfélagsaðstæðum.
Hann stjómar með gamaldags
pukursaðferðum og klíkumyndun
hefur blómstrað í flokknum á
stjómarárum hans. Sem stendur
situr hann fremur afskiptur á
valdatindinum því að enginn af
mögulegum erfðaprinsum vill
tengjast of náið veikburða form-
anni sem flestir gera ráð fyrir að
muni fljótlega láta af völdum.
Höfundur er blaðamaður tyá
Reportagegruppen ÍÁrósum.