Morgunblaðið - 04.09.1987, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
mm
#■
Iðnsýningin;
Aðsóknin mun betri en
gert hafði verið ráð fyrir
Morgunblaðið/svpáll
Námsbrautastjórar hins nýja háskóla við lokaundirbúning fyrsta
starfsárs.
Háskólinn á
Akureyri sett-
urámorgun
HÁSKÓLINN á Akureyri
verður settur við athöfn í
Akureyrarkirkju á morgun,
laugardag. Á fyrsta starfsár-
inu verður kennt á tveimur
brautum, í iðnrekstrarfræð-
um og hjúkrunarfræðum.
Fyrsta háskólahátíð á Ak-
ureyri hefst í kirkjunni á
laugardag klukkan 2. Þar
mun Haraldur Bessason, for-
stöðumaður háskólakennsl-
unnar, ávarpa gesti og síðan
flytja ávörp núverandi og
fyrrverandi menntamálaráð-
herrar, þeir Birgir ísleifur
Gunnarsson, Sverrir Her-
mannsson og Ingvar Gísla-
son. Formaður háskóla-
nefndar menntamálaráðu-
neytisins, Halldór Blöndal,
og Gunnar Ragnars, forseti
bæjarstjórnar, munu og
ávarpa hátíðargesti. Þvi
næst verða stutt ávörp náms-
brautastjóranna, Margrétar
Tómasdóttur og Stefáns G.
Jónssonar. Loks verður skól-
inn settur með ræðu Harald-
ar Bessasonar.
unarfræðum og 34 í iðnrekstrar-
fræðum.
IÐNSÝNINGIN i íþróttahöUinni
hefur verið mjög vel sótt og hafa
nú þegar um 6000 gestir komið
en sýningunni lýkur á sunnudag-
inn.
„Þetta er mun meira en við gerð-
um ráð fyrir,“ sagði Þorleifur Þór
Jónsson framkvæmdastjóri sýning-
arinnar í samtali við Morgunblaðið.
„Það er kannski ekkert óeðlilegt
að aðsóknin sé eins og raun ber
vitni þvi að fyrirtækin hafa lagt
mjög mikið í sína bása. Við þorðum
ekki að vera of bjartsýnir þvi að
svona stór sýning sem hefur verið
látin standa i þetta langan tima
hefur ekki verið sett upp á Akur-
eyri áður.
Það getur jafnvel verið að hún
fari langt með að standa undir sér.
Akureyrarbær hefur lagt eina og
hálfa milljón til sýningarinnar i til-
efni afmælisins og til að styðja við
bakið á iðnaðinum í bænum en það
gæti jafnvel farið svo að við þyrft-
um ekki að nota allt það fé. Auk
þess verður hægt að nýta aftur
sumt af þvi sem keypt hefur verið
til sýningarinnar eins og til dæmis
m i\
5—r'.rf
%
kVí
Morgunblaðið/Gylfí
Þorleifur Þór Jónsson framkvæmdastjóri sýningarinnar.
teppin sem lögð hafa verið á salinn
og skilrúmin á milli básanna."
Þorleifur sagði að engin sérstök
vandamál hefðu komið upp í sam-
bandi við sýninguna. „Húsið er að
vísu ekki fuilbúið og við höfum
þurft að taka tillit til þess en það
hefur tekist að yfirstiga það eins
og annað sem hefur komið upp,“
sagði Þorleifur að lokum.
Kristín Jónsdóttir og Lárus Sverrisson.
Yfirlitið yfir orkunotkunina kom
mestá óvart
LÁRUS Sverrisson og Kristín Jónsdóttir voru meðal gesta á sýning-
unni og voru þau ánægð með það sem fyrir augu hafði borið.
„Það kom mér mest á óvart að geta fengið yfírlit yfir raforkunotkunina
á heimilinu síðasta ár,“ sagði Lárus. Ekki taldi hann þó að hann myndi
geta nýtt sér yfirlitið til að draga úr orkunotkuninni. „Orkunotkunin var
vel fyrir neðan meðaltalið síðasta ár þannig að ég býst ekki við að hægt sé
að gera hana enn minni. Þetta vekur mann þó óneitanlega til umhugsunar.“
Kristín tók undir þetta og sagði að þau hefðu einnig varið talsverðum tíma
í að skoða eldhúsinnréttingar á sýningunni enda þyrftu þau að fara að
skipta um innréttingu. Kristín var þó ekki viss um að sýningin yrði til þess
að þau keyptu frekar íslenska framleiðslu en innflutta. „Auðvitað vil ég
frekar kaupa íslenskt en verðið hlýtur að ráða.“
Komst ekki fyrir í básnum
ÁSGRÍMUR Ágústsson ljósmyndari er eigandi Norðurmyndar sem er
með bás á sýningunni og sagði hann að það hefði verið talsvert að gera
í básnum.
„Flestir eru auðvitað bara að skoða og athuga til dæmis hvort það þekk-
ir fólkið á myndunum í básnum en margir hafa sýnt þessu talsverðan áhuga.
Á laugardaginn varð ég sjálfur að vera úti á gangi því að það voru svo
margir að skoða.
Ég held að það muni borga sig að hafa tekið þátt í þessu, þetta er ákaf-
lega ódýr auglýsing. Ég reyni að sýna breiddina í því sem ég geri, sýni
ekki bara þessar hefðbundnu andlitsmyndir heldur líka til dæmis hvað hægt
er að gera við gamlar mjmdir.
Ég hef líka lagt talsvert upp úr góðum frágangi á myndum og sýni hver
munurinn er á litmynd sem hefur verið snyrt aðeins og litmynd sem ekkert
hefur verið gert við. Það halda margir ljósmyndarar að það þýði lítið að
reyna að lagfæra litmjmdir líkt og auðvelt var að gera við svart/hvítar
myndir en það er hægt að gera glettilega mikið þótt það sé auðvitað meiri
vinna við litmjmdir en svart/hvftar.
Ásgrúnur Ágústsson
Tónlist á hátíðinni flytja Kristj-
án Jóhannsson, Bjöm Steinar
Sólbergsson, Norman H. Dennis
og Atli Guðlaugsson.
Kennsla í hinum nýja háskóla
hefst mánudaginn 7. september.
Skólinn verður í vetur til húsa á
tveimur stöðum, skrifstofur og
kennslustofa í húsnæði tækni-
sviðs Verkmenntaskólans og
tvær kennslustofur í íþróttahöll-
inni handan götunnar
Á fyrsta háskólaárinu verða
nemendur 47 talsins, 13 í hjúkr-
Leiðrétting
IFRÉTT um tónleika sem halda
átti í sal Tónlistarskólans og
birtist í Morgunblaðinu í gær
var mishermt að tónleikamir
yrðu í dag. Hið rétta er að tón-
leikarnir voru í gær, fimmtu-
dag, og er hér með beðist
velvirðingar á þessum mistök-
um.
Anna Rósa Heiðarsdóttir og Harpa Örvarsdóttir til hægri.
Ágætis tilbreyting að vinna héma
FATALITUNIN Höfði er eitt þeirra rúmlega 40 fjrrirtækja sem sýna
á iðnsýningunni. í bás fyrirtækisins tóku á móti forvitnum gestum
vinkonumar Harpa Örvarsdóttir og Anna Rósa Heiðarsdóttir.
Þær voru mjög ánægðar með að fá að vinna á sýningunni. „Þetta hefur
ekki verið mjög erfitt," sagði Harpa, „og við höfum bara haft gaman af þessu."
Þær sögðu að fólk spyrði talsvert um starfsemi fyrirtækisins, hvaða fot
það litaði og hvort það tæki að sér að lita föt fyrir almenning. „Við höfum
sagt fólki að það geti komið með föt í litun til okkar en annars er mest að gera
í að lita föt fyrir önnur fyrirtæki," sagði Anna. „Það er ágætis tilbreyting
að standa í þessu enda höfum aldrei unnið við svona sýningu eða eitthvað
þessu líkt áður. Þetta er til dæmis allt öðru vísi en það sem við höfum verið
að gera í sumar."
Talsvert selt á sýningunni
PÉTUR Steingrímsson frá Laxámesi í Aðaldal er einn þeirra sem sýnir
á iðnsýningunni og deilir hann bás með Önnu Maríu Aradóttur. Pétur
var reyndar ekki sjálfur við þegar blaðamaður leit inn á sýninguna
en Karl Ásgeirsson leiddi gesti i allan sannleika um það sem var til sýnis.
í básnum getur meðal annars að líta flugur fyrir stangveiðimenn sem
Pétur hefur hnýtt og litla skildi sem hann hefur unnið og er hvort tveggja
til sölu. „Fólk hefur sýnt þessu mikinn áhuga,“ sagði Karl. „Sérstaklega
hefur það komið mér á óvart hvað kvenfólk hefur sýnt flugunum mikinn
áhuga og virðast þær hafa engu minna vit á þeim en karlamir þótt lax-
veiðar hafi hingað til meira verið stundaðar af körlum en konum."
Pétur hefur selt talsvert á sýningunni en annars selur hann aðallega er-
lendum veiðimönnum og söfnurum.
Karl sagði að það hefði komið honum ánægjulega á óvart hve sýningin
hefði tekist vel. „Það hafa greinilega allir Iagt sig mjög fram um að hafa
sitt framlag sem vandaðast."
Asgeirsson