Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
Margrét G. Bjöms-
dóttír - Minning
Fædd 12. ágúst 1895
Dáin 27. ágúst 1987
Elskuleg, aldurhnigin frænka
mín hefur fengið þráiðan frið og
heiðrikja mætra minninga og heit
hugans þökk eru nú ofar öðru.
Það var mannbætandi að kynn-
ast svo góðri, greindri og heil-
steyptri konu og Margrét frænka
mín var og hugurinn reikar til ungl-
ingsára, þegar ég fékk að kynnast
henni fyrst. Þá átti ég ágæta vist
í þrjá vetur hjá frændfólki mínu,
því öðlingsfólki, sem þá og æ síðar
reyndust mér og mínum svo undra-
vel. Þar bjuggu þá fímm systkini
undir sama þaki, eiginmenn tveggja
systranna og sonur annarrar og
allt heimilislíf á báðum hæðum slíkt,
að öðru eins og því er tæpast unnt
að kynnast. Eindrægni samheldn-
innar var yfír öllu og ástúðin og
umhyggjan í garð unglingsins slík,
að hann, þessi dæmalausi heimaaln-
ingur fann sig eins og heima hjá sér.
Þar átti Margrét frænka mín sinn
mikla og góða hlut, hlý og mild en
þó föst fyrir, umhyggjusöm og
skilningsrík, en um leið ströng og
leiðbeinandi. Hún var afar jafnlynd
kona, gleði hennar hljóðlát en ein-
læg, mannleg samkennd átti þar
einarðan fulltrúa, sjálfstæð var hún
í skoðunum og hélt þeim fram af
öryggi og festu. Hún var fróðleiks-
sjór um menn og málefni, stálminn-
ug og sérstaklega vel að sér um
þau málefni, sem ekki eru almennt
mikið ígrunduð.
Hún las mjög mikið, enda bók-
hneigð hið bezta, einkum sökkti hún
sér niður í lestur rita um trúarbrögð
og trúarstefnur og hreifst mjög af
kenningum dr. Helga Pjeturs og var
því umburðarlynd, víðsýn og fíjáls-
lynd, fylgdi þeim skoðunum eftir
með góðri málafylgju og æmum
rökum.
Skinhelgi og hræsni ofsatrúar-
innar og kreddur bókstafsins voru
henni víðs fjarri, en túareinlægni
og vissa var því meiri og sannari.
Lífssaga Margrétar var ekki
sviptingasöm eða mikil á ytra borði,
enda heimilið hennar vettvangur
lengst af, störf hennar unnin af
elju í kyrrþey af þeirri alúð og sam-
vizkusemi, sem henni var svo
eiginleg. Hún hefði átt að vera ung
í dag með alla sína þekkingarþrá
og réttlætisleit með leikandi náms-
gáfur, sem hefðu nýtzt vel í fjöl-
breytni möguleikanna nú. En
þessum góðu hæfíleikum vom á
hennar uppvaxtarámm þröngur
stakkur skorinn. Þó hef ég við fáa
rætt með aðra eins yfírsýn um lífs-
sviðið allt, byggða á víðfeðmri
þekkingu og rökvísi hennar var fá-
gætlega mikil. Seinni árin vom
mildin og hlýjan allsráðandi og þess
nutum við ríkulega, sem áttum með
henni stundir.
Margrét var fædd 12. ágúst 1895
að Sléttu í Reyðarfírði og var því
rúmlega níutíu og tveggja ára þeg-
ar hún lézt. Foreldrar hennar vom
hjónin Siggerður Eyjólfsdóttir frá
Seljateigi og Bjöm Jónsson, vest-
fírzkur prestssonur, sem var
bókbindari að mennt. Margrét var
næst yngst sex systkina og er nú
Jóhann, yngsti bróðirinn það eina
eftirlifandi af þeim Seljateigssystk-
inum, svo sem þau vom löngum
kölluð.
Bjöm faðir hennar dó úr lungna-
bólgu, þegar Margrét var á fímmta
ári og þá fór hún í fóstur til móður-
bróður síns Eyjólfs á Borgargerði
og konu hans, Margrétar. Þau önd-
uðust hins vegar bæði á bezta aldri,
þegar Margrét var liðlega níu ára.
Þá fór Margrét til móður sinnar og
systkina í Seljateigi.
Erfíðleikar og fátækt sóttu að
æðimörgum á þeim ámm og eðli-
lega var lífsbarátta ekkjunnar hörð
og ströng. Engu að síður hleyptu
þær systur Ásta og Margrét heim-
draganum, þegar Margrét er 19 ára
og þær fara í Hvítárbakkaskóla og
em þar tvo vetur og vinna svo þar
fyrir skólakostnaði. Þær vom báðar
námsfúsar mjög og næmar með
afbrigðum og báðar þráðu þær mjög
lengri skólagöngu, en á því var
enginn kostur.
Heim komin til Reyðarfjarðar fer
hún að læra saumaskap hjá Sigríði
systur sinni, sem var lærð sauma-
kona. Árið 1920 fer hún svo til
Noregs og er þar í tvö ár. Þar held-
ur hún saumanámi áfram, en einnig
lærir hún þar pijónaskap. Margrét
þótti afar vandvirk og fær sauma-
kona og stundaði þá iðn lengi
Díana Mjöil Stefáns-
dóttir - Minning
Fædd 17. júlí 1974
Dáin 25. ágúst 1987
Miðvikudaginn 2. september var
Díana Mjöll jarðsungin frá Glerár-
kirkju.
Kynni okkar Díönu hófust fyrir
fjórum ámm, þegar hún flutti með
móður sinni og stjúpföður í nábýli
við mig.
Fljótlega myndaðist góður vin-
skapur með henni og elstu dóttur
minni, sem leiddi til samgangs milli
fjölskyldnanna.
Ég tók snemma eftir því hversu
sérstök hún var að allri gerð og
virtist fullorðinslegri en jafnaldrar
hennar. Hún var velviljuð, kurteis
og prúð í framkomu.
Mér er minnisstætt atvik frá
aðfangadegi jóla, tveimur mánuð-
um eftir að Díana veiktist. Þá fékk
hún að koma heim af Landspítalan-
um yfír jólin. Sjúkdómurinn hafði
þá sett mark sitt á hana, en hún
lagði það á sig, rétt áður en hátíðin
gekk í garð, að koma færandi hendi
með jóiagjafir handa mér og fjöl-
skyldunni. Þá varð mér ljóst að
stundum eru þeir veiku sterkastir.
Hún hafði yndi af að gleðja aðra.
Þeim góðu eiginleikum, sem hún
var gædd, hélt hún til hinstu stund-
ar.
Gerða, móðir hennar, hefur sýnt
fádæma þrek á þessum þungbæru
stundu. Það duldist engum að sam-
I I tlcuai S 1 IIISKl'
band þeirra mæðgna var gott og
innilegt. Baráttan var þeirra
beggja. Guðmundur, stjúpfaðir
Díönu, studdi þær eftir megni.
Við Jamie og dætumar sendum
Gerðu, Gumma og öðrum aðstand-
endum okkar dýpstu samúðarkveðj-
ur.
Vertu sæl, vor litla ljúfa blíða
lof sé Guði, búin ertu’ að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
- M. Joch.
Margrét Jónsdóttir
frameftir árum, velvirk og vannst
mjög vel.
Eystra dvelst Margrét hjá systr-
um sínum allt til ársins 1939, en
þá flytzt hún með Ástu systur sinni
og Eiríki manni hennar til Reykja-
víkur, en milli þeirra systra var
mjög sterkt samband og Bjöm Grét-
ar einkasonur Ástu ber nafn
hennar. í Reykjavík á hún síðan
heima upp frá því. Þau systkinin
fímm, er suður fluttu bjuggu eins
og áður sagði öll í sama húsinu á
Grettisgötu 45a og þar var Margrét
þar til fyrir rúmu ári, að hún fór á
elliheimilið Grund og þar lézt hún
hinn 22. ágúst s.l. eftir mikil veik-
indi í sumar.
Margrét giftist aldrei en fjöl-
skyldur systkina hennar voru sem
hennar eigin og naut undirritaður
og Qölskylda hans einstaklega mik-
ils góðs af því ástríki allt frá fyrstu
tíð. Dálæti hennar var þó mest
bundið Bimi Grétari, systursyni
hennar, en hann reyndist frænku
sinni ágæta vel allt til hins síðasta.
Margrét er í dag kvödd þakklát-
um huga þeira fjölmörgu sem nutu
góðs atlætis og elskusemi á Grettis-
götu 45a hjá fjölskyldunum þar,
sem allra götu vildu greiða og hvers
manns vanda vel leysa. Nú kveður
hún síðust þess góða fólks sinnar
kjmslóðar, sem þar bjó um langan
tíma við rausn og með reisn. Hún
var sjálf atgerviskona í sjón og
raun, og hélt sínu andlega atgervi
allt til hins síðasta, en þráði þó lausn
og líkn frá þessu lífí. Nú hefur
líknarmild mund lokað augunum
hennar og eftir em minningamar
einar, yndisgóðar og fagrar. Þær
lýsa okkur fram á veginn í trega
dagsins.
Bróðir hennar og mágkona senda
við leiðarlok einlægar þakkarkveðj-
ur fyrir kærleiksríka samfylgd. Við
hjónin og allt okkar fólk, þökkum
af alhug allar þær ágætu stundir,
er við áttum með og hjá Margréti
frænku minni, vökust umhyggja og
einlæg ástúð í okkar garð mun aldr-
ei gleymast. Hún frænka mín kær
trúði á eilífðarbrautir framtíðar-
landsins, þar sem réttlæti friðarins
ríkir, þar sem kærleikurinn umvefur
allt. Við biðjum henni öll blessunar
og þökkum klökkum huga allt og
allt.
Blessuð sé minning Margrétar
Bjömsdóttur.
Helgi Sejjan
í SKÓLANN,4RA
REIKNI
FRÁ SILVER
SilverReed EB50 boöar upphaf
nýrra tíma í gerð skólaritvéla.
Hún er full af spennandi
nýjungum, ótrúlega fjölhæf
og lipur. Fjórir litir, margar
leturstæröir, teiknihæfileikar,
reiknikunnátta og tenging við
heimilistölvu eru aðeins brot af
athyglisverðum eiginleikum bessa létta
og fallega töfratækis sem alls staðar fær
frábærar móttökur meöal skólafólks sem
fýlgjast vill með nýjum og skemmtilegum tímum
SilverReed EB50 er hönnuð fyrir unga fólkið
og framtfðina.
‘^S*
■ 4 lltlr
■ fslenskt leturborð
■ Þflár leturstærðlr
■ Beint letur/hallandl letur
■ SJálfvirk undlrstrikun
■ 16 stafa lelðréttlngargluggl
■ Telkning á skffurltum. súlurltum og
■ Getur vélrltað upp og nlður.
■ Tenglst vlð helmlllstölvur sem telknarl
■ Relknar og setur upp helstu relkniaðferðlr
■ cengur Jafnt fyrlr rafhlöðum og 220v (straumbreytlr fylglr)
■ Létt og pæglleg að gripa með sér hvert sem er.
ótrúlegt verð:
AÐEINSKR.17.900,-
Kíkið inn og reynið sjálf snilli SilverReed EB50
Hún á eftlr að gera skólastarflð bráðskemmtllegt!
'7S'
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
Hvertisgölu 33, sími: 62-37-37
> Strc"
V
bft*«
««« %*e Sk 9« *%.***.'
4-J 1 *