Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Frystihúsið i Mallaig hefur nídst niður árin meðan að ekkert gengur að koma af stað fiskvinnslu. EP
Eru bakdyrnar á landhelginni að opnast upp á gátt?:
Stórfellt tap á rekstri
ICESCOT - ÍSSKOTT
leiðir til kærumála
Flutningaskipið ísafold selt — Fisk-
vinnsla í Mallaig á eftir að sitja á
hakanum um ófyrirsjáanlega framtíð
— f búarnir í Mallaig skaðast mest
III. grein
Eftír Krístín Benediktsson fréttaritara Morgunblaðsins
„Ég hef séð lélegan fisk frá íslandi koma út úr gámum og einnig
hef ég heyrt marga fiskkaupmenn hvaðanæva úr Evrópu segja hið
sama. Þetta er slæmt fyrir ísland því þar er besti og fallegasti fiskur
í heimi. Vandamálið er fyrst og fremst hvernig á að koma honum
á markaðinn erlendis í sinni upprunalegu mynd“, sagði Allan McColl,
einn af skosku eigendunum í Icescot, er ég staldraði við hjá honum
i heimabæ hans, Fort Williams, í Skotlandi á dögunum.
íslendingar tapa árlega mörgum
milljónum króna vegna stjómleysis
í fisksölu erlendis svo og að alltof
miklu magni af gömlum og lélegum
fiski er mokað inn í gáma og sent
á erlenda markaði. Þetta hefur
haft þær afleiðingar að verðfall
verður á mörkuðunum og bitnar
harðast á þeim aðilum sem kapp-
kosta að senda góðan fisk og vel
frágenginn.
Dæmi eru um að fiskur sem
undir eðlilegum kringumstæðum
er seldur á 70—80 krónur kílóið
fari niður í 40—50 krónur kílóið
vegna þess að það tekur markaðinn
nokkra daga að jafna sig eftir send-
ingar af miklu magni af lélegum
fiski.
Margir hafa eygt stórgróða í
fisksölu erlendis sem breyttri flutn-
ingatækni en vegna kunnáttuleysis
varðandi meðhöndlun á fiski hafa
viðskiptin endað með ósköpum.
Þeir sem kannað hafa hug fisk-
kaupenda í Evrópu komast að sömu
niðurstöðu og Allan McColl að þeir
eru ekkert of hrifnir af besta fiski
í heimi þegar hann kemur út á
markaðina til þeirra. Ástæðan er
fyrst og fremst að lélegur fiskur-
kemur of oft á markaðinn. McColl
tók þátt í fyrirtækinu Icescot og
fjármagnaði fiskkaup á íslandi, en
eitthvað fór alvarlega úrskeiðis,
eins og hann orðaði það.
Gufuðu 50 milljónir
króna upp?
„Hugmyndum mínum og sam-
böndum sem ég hafði unnið að í
mörg ár og kostuðu mig stórfé var
hreinlega stolið frá mér og mér
bolað burt,“ sagði Helgi Zoéga er
hann útskýrði hvemig hans enda-
lok varðandi uppbygginguna á
fiskvinnslu í Mallaig bar að.
„Ungur íslendingur, mállaus og
allslaus, kom út og hirti allt frá
mér. Mig grunar að einn maður sem
starfaði hjá byggðasjóðnum en var
HOTEL OG VEITINGASTJÓRAR
Mit í stóreldhúsið
og veitingasalinn
PR
10. september munum við í PR búðinni opna nýjan sýningarsal
að Kársnesbraut 106 Kópavogi. Þar munum við sýna það
nýjasta sem boðið er upp á í tœkjum og búnaði til rekstrar
stóreldhúsa og veitingastaða.
f tilefni opnunarinnar kemur hingað til lands sölustjóri og innan-
húsarkitekt Dansk storkökken indretning aps. En það fyrirtœki er
eitt hið stœrsta sinnar tegundar í Danmörku. Sölustjórinn mun
kynna allt það nýjasta sem er að gerast innan stóreldhústœkni-
nnar í Danmörku. Einnig mun hún veita ráðgjöf um innréttingar
og annað er viðkemur rekstri stóreldhúsa og veitingasala. Þeir
sem áhuga hafa á að rœða nánar við dariska sérfrœðinginn
og kynna sér það nýjasta sem er að gerast í þessum efnum eru
hvattir til að snúa sér til okkar í PR þúðinni sem fyrst.
BUÐIN
Kársnesbraut 106
Sími: 41375-641418
l;g i dansk
| storkekken
PÍP indretning aps
hættur hafí lagt þetta upp í hend-
umar á honum til að koma ár sinni
vel fyrir borð.
Ég hygg að búið sé að setja í
þetta ævintýri 50 milljónir króna
sem allt er gufað upp í vitleysis-
gangi," sagði Helgi bitur.
Icescot verður að
veruleika *
„Ég heyrði hjá kunningja mínum
1984 að skoski byggðasjóðurinn
væri að leita að mönnum til að
koma í gang fiskvinnslu í skoska
bænum Mallaig og var hugmyndin
sú að fluttur yrði fiskur þangað frá
íslandi og unninn þar. Ég hafði
samband við mann frá Siglufirði
og fékk frá honum gögn varðandi
þetta mál. í framhaldi af því hafði
ég samband við Skotana, sem tóku
málaleitan minni vel. Mér var bent
á að þeir vildu styrkja og lána
pund á móti pundi sem ég útveg-
aði,“ sagði þessi íslendingur, sem
óvænt kom til sögunnar.
Skotamir voru orðnir langeygðir
eftir að hjólin færu að snúast í
Mallaig eftir að margir íslendingar
höfðu komið og skoðað aðstæður
án þess að neitt gerðist. Sendinefnd
hafði komið til íslands sem í var
fulltrúi frá skoska byggðasjóðnum
og átti fundi með mörgum fiskverk-
endum og útgerðarmönnum án
árangurs.
Allir voru jákvæðir en enginn tók
af skarið.
„Ég byijaði á því að fara til
Svíþjóðar til að leita mér að fjár-
hagslegum bakhjarli og kynntist
Svía sem lofaði mér allt að 250
þúsund pundum gegn eignaraðild
í fyrirtækinu og átti ég að fá sömu
upphæð frá byggðasjóðnum. Ég
hélt síðan til Skotlands og nú hófst
undirbúningur að stofnun fyrirtæk-
isins ásamt mönnum í Mallaig.
Undirbúningurinn gekk að ósk-
um, en ekki komu peningamir frá
Svíþjóð. Ég beið og beið eftir þeim
til að geta stofnað fyrirtækið.
Þeir voru ýmist á leiðinni eða
höfðu misfarist.
Allt var orðið klárt f Skotlandi
og grunaði okkur þar að Svíinn
væri að ljúga og hefði ekkert þessa
peninga.
Loks, síðla árs 1985, komu 50
þúsund pund, en þá höfðum vð
gefíð honum viku frest ef hann
vildi vera með. Peningamir komu
of seint og ég búinn að ganga frá
skráningu á Icescot hjá skráning-
arfélagi í Skotlandi.
Svíinn kom til Skotlands alveg
bijálaður yfir því að hafa fengið
aðeins 15% hlut í fyrirtækinu svo
honum vom greidd 20 þúsund pund
til baka.
Upp frá þessu hafði ég hann á
móti mér. Hann lét snuðra um mig
og tókst að gera mig tortryggileg-
an. Hann kom með bréf þar sem
ég hafði kvittað fyrir 200 þúsund
króna láni í nafni Icescot og sagði
hann að ég hefði tekið þessa pen-
inga til mín en ætlaði að láta
Icescot borga þá. Þetta var allt
tómt kjaftæði, en nóg til þess að
allt fór upp í loft. Svíinn var með
hótanir og sagðist ætla að ná sér
niðri á rhér.
Komið var fram á haust 1985.
Ég stóð í viðræðum við fólk í Skot-
landi til að fjármagna fyrirtækið,
þar sem Svíinn hafði brugðist. Ég
var svekktur og hræddur um að
allt væri að fara út um þúfur, þeg-
ar ég hitti McColl-bræður. Þeir
störfuðu að verslun með kol í Fort
Allan McColl talsmaður skosku
eigendanna fyrir framan skrif-
stofur sinar i Fort Williams.
William og komu þeir inn í fyrir-
tækið ásamt fjölskyldu kunningja
þeirra, John Coats.
Nú var gengið frá formlegri
stofnun Icescot um miðbik ársins
1986. Minn hlutur í fyrirtækinu var
43% eða hlutafé að upphæð 30
þúsund pund, sem var í raun upp-
reiknaður útlagður kostnaður af
minni hálfu þann tíma sem tók að
koma fyrirtækinu á laggimar.
McColl-bræður og John Coats
lögðu fram 70 þúsund pund og
reiknaðist þeirra hlutur 42% en
Svíinn fékk 15% eins og fyrr segir.
Skoski byggðasjóðurinn lagði út
90 þúsund pund og við fengum 70
þúsund punda yfirdráttarheimiid
hjá viðskiptabanka okkar þannig
að samtals höfðum við í rekstrarfé
í byijun 230 þúsund pund eða 15
milljónir króna.
Það var stefna fyrirtækisins sem
allir aðstandendur voni sammála
um að ná fótfestu á íslandi sem
stórt og traust fyrirtæki í fiskkaup-
um hér á landi. Allan fisk skyldi
senda á uppboðsmarkaðina f Hull
og Grimsby. í þessu skyni er fyrir-
tækið ísskott stofnað í nóvember
1986 til að annast fiskkaupin á
Islandi í stað þess að versla í gegn-
um stóru útflutningsaðilana.
Töldum við þetta koma betur út
fyrir Icescot þegar til lengra tíma
væri litið.
Icescot átti 49% í ísskott. Ég
var framkvæmdastjóri Icescot og
varð stjómarformaður í ísskott og
átti sjálfur 25% hlut í því fyrir-
tæki. Ungur maður sem fengið
hafði nasasjón af þessum ráðagerð-
um hafði samband við mig til
Skotlands þar sem hann hafði
áhuga á að taka þátt í starfsem-
inni. Hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri ísskott og fannst
mér eðlilegt að honum væri gefinn
kostur á eignaraðild. Hann eignað-
ist því 25% hlut og sá um öll
fískkaup ásamt frágangi á fiskin-
um til útskipunar.
Til að tryggja sér siglingu með
fiskinn til Mallaig, sem átti að vera
löndunarhöfnin, tók Icescot þátt í
stofnun Kæliskips hf. ásamt nokkr-
um skipveijum á ísafold sem
félagið keypti á fjármögnunar-
leigusamningi haustið 1986.
Icescot tryggði sér 20% eignar-
aðild af félaginu enda mjög háð
því að hafa aðgang að öruggum
flutningi til Mallaig. Því var þessi
leið farin. Við okuldbundum okkur
______abriel
GJvarahlutir
^ HamarshöfAa 1
Hamarshöfða 1
Símar 36510 og 83744