Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 53

Morgunblaðið - 04.09.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 53 Fiskurinn sem Icescot flutti til Mallaig með ísafold var umskipað í járnbrautarlest. Fyrirhugaðar voru miklar endurbætur á járnbraut- arkerfinu en óvíst eru um framhaldið. til að tryggja flutning upp að 200 tonnum í hverri ferð en að öðru leyti sáu Kæliskipsmenn um að fylla skipið. Ákveðið var að ef ekki tækist að útvega þessi 200 tonn þá styrktum við flutninginn, því ekki var hægt að ætlast til að þeir bæru kostnað af að sigla hálftómu skipi á meðan hjólin færu að snú- ast,“ sagði framkvæmdastjóri Icescot. Skoskt fjármagn til yf irboða ísskott byrjaði strax um haustið að kaupa físk og senda út og gengu þau viðskipti eðlilega fyrir sig framan af. Á vetrarvertíðinni eftir að sjómannaverkfallið leystist buðu ísskotts-menn útgerðarmönnum og skipstjórum á Suðumesjum og allt til Snæfellsness allt að 37 krónum fyrir kílóið af óslægðum neta- þorski. Á sama tíma var landsam- bandsverðið fyrir sambærilegan fisk um 25 krónur kflóið. Fiskurinn var síðan slægður í fiskverkunar- húsi í Garðinum sem fékkst undir starfsemina, ísaður í kör og gerður klár til útflutnings. Icescot hafði fest kaup á körum og kössum, bíl og lyftara auk skrifstofubúnaðar. Þetta var allt gert með vilja og vitund hluthafa. Fljótt fór að halla undan fæti. Fiskurinn seldist í nokkrum tilfell- um á svo lágu verði að það dugði ekki upp í fískverðið sem var greitt hér heima. Þá varð fyrirtækið fyrir verulegum áföllum er talsvert magn af físki skemmdist og fór í gúanó. Skuldir við sjómenn vegna fískkaupa hlóðust upp og hættu margir að selja þeim fisk. ísafold sigldi til Mallaig með fískinn fyrir ísskott en að auki flutti það töluvert magn af flski fyrir aðra þar á meðal voru Hom- fírðingar stórir viðskiptavinir. Fiskinum var umskipað í Mallaig og fluttur þaðan með lest til upp- boðsmarkaðanna í Hull og Grims- by-. I Mallaig fékk áhöfnin olíu og vistir auk þess sem hún fékk hluta af uppgjöri, en á sama tíma voru sendir peningar heim til að Icescot gæti gert upp flutningana og fisk- kaupin. í endaðan aprfl fór Isafold síðustu ferðina til Mallaig og flutti aðeins 7 tonn af físki fyrir ísskott. Mikil óánægja var komin upp hjá áhöfninni með aðstöðuna í Mallaig og þeir fískútflytjendur sem héldu uppi flutningum skipsins, sérstak- lega Homfírðingamir, töldu að þeir stórsköðuðust á því að fiskurinn færi þessa leið. Mikil brögð vom á því að fískur- inn kæmi allt að þremur dögum seinna á markaðina og voru eigend- ur íslensku físksölufyrirtækjanna mjög óhressir með þessar tafir og seinagang. Sögðu þeir að þessar tafír orsökuðu verðlækkun á mörk- uðunum þar sem öll stjómun á fískmagni á mörkuðunum riðlaðist fyrir vikið. í Mallaig kannast þeir aðilar sem sáu um umskipunina ekki við neinar tafir af þeirra hendi, því ekki hafi tekið nema sex tíma frá því skipið kom þar til fisk- urinn var kominn í lestina á skipinu sem flutti hann. Þegar hér var komið sögu fóra Skotamir að ókyrrast. Skuldir Kæliskips hf. hlóðust upp og lítið sem ekkert gert til úrbóta þrátt fyrir góð orð þar um, að sögn All- ans McColl, sem annaðist þessi mál í Skotlandi. „Annað öllu verra var að uppgefin tonnatala á físki frá íslandi og sú tonnatala sem síðan var uppgefin yfir seldan fisk stang- aðist svo gjörsamlega á að eitthvað róttækt varð að gera í málinu," sagði hann. „Eitthvað mjög alvar- legt var á seiði. Við höfðum sent stórfé til íslands en það dugði hvergi til.“ Þann 6. maí mættu meðeigendur framkvæmdastjóra Icescot á skrif- stofu hans í Reykjavík ásamt tveim lögfræðingum og gáfu honum 5 mínútur til að hafa sig á brott með sína persónulegu muni. Eftir það hefur hann ekki fengið aðgang að bókhaldi fyrirtækisins. ísafoldin kyrrsett í framhaldi af óánægju áhafnar ísafoldar með Mallaig var ákveðið að sigla beint til Hull með fískinn í næstu ferð. Þegar Skotunum varð ljóst að verið væri að fara á bak við þá bragðust þeir hart við og létu kyrrsetja skipið þar sem það lá í Goole skammt frá Hull. Settu þeir fram kröfur í skipið vegna skulda að upphæð 70 þúsund pund eða 4,4 milljónir króna. Deilt hefur verið um réttmæti þessara krafna og halda Kæliskipsmenn því fram að í þessum kröfum séu bakreikn- ingar vegna flutnings á fískinum með lestinni. Skotamir vilja meina að þeir hafí lagt út peninga fyrir flutningnum á fiskinum frá íslandi til Mallaig, því séu allar greiðslur fyrir olíu og vistir skuld sem sé ófrágengin. Kæliskipsmenn benda á að þeir hafí ekki fengið greitt fyrir dautt lestarrými samkvæmt samkomulagi þar um í upphafi, en Skotamir kannast ekki við slfkt samkomulag. Fyrram fram- kvæmdastjóri Icescot viðurkennir hinsvegar að þetta samkomulag hafí verið gert og telur það mjög eðlilegt til að tryggja fastar ferðir til Mallaig. Á meðan þessi deila er óleyst hefur ísafold verið seld Kaupskip- um hf. á Akureyri og heitir nú Hrísey. Kæliskip hf. keypti skipið upphaflega á fjármögnunarleigu- samning. Þegar skipið var kyrrsett setti fjármögnunaraðilinn fram tryggingu til að losa skipið. Skot- amir gerðu tilboð í það auk Kaupskips hf. en það dugði ekki til svo þeir misstu af því. Kærumál á báða bóga Á meðan þetta karp stóð yfír og í framhaldi af brottvísun fram- kvæmdastjóra Icescot af skrifstofu sinni var lögð fram kæra á hendur honum hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og henni falið að rannsaka meinta misnotkun hans á fjármál- um fyrirtækisins. Töldu meðeig- endur hans sig hafa rekist á fjölmörg atriði eftir að þeir tóku yfir reksturinn sem þeir telja að þarfnist rannsóknar þar sem hann átti að hafa nýtt sér sjóði fyrirtæk- isins töluvert umfram umsamin laun og dregið sér fé úr reikningum fyrirtækisins. Um þessa kæra segir fyrram framkvæmdastjóri Icescot og stjómarformaður ísskotts að hann hafí verið að endurskipuleggja fyrr- tækið þar sem ljóst var að rekstur þess gekk ekki upp. Það hafí því komið sem reiðarslag yfír sig sú aðför sem gerð var að honum og sú heift sem þar lá að baki. „Ég hef ekki gerst sekur um auðgunarbrot og er tilgangur skosku meðeigenda minna sem era ákaflega gramir út af tapinu á fyr- irtækinu sá einn að koma á mig höggi. Mun rannsókn ef fram fer leiða þetta í ljós. Það má hins veg- ar fínna að nokkram atriðum í bókhaldi en að um refsivert athæfí sé að ræða er hrein fjarstæða. Eins og málum er nú háttað er ég til- neyddur að kæra þá alla á móti og mun ég leggja líftryggingarapp- hæðina sem þeir tóku á mig, 200 þúsund pund, til grandvallar skaða- bótakröfunum sem ég mun fara fram á,“ sagði hann. í lok júlí lagði hann síðan fram fyrstu kærana og var hún á hendur framkvæmdastjóra ísskotts. í kær- unni er þess farið á leit við Rannsóknarlögreglu ríkisins að rannsökuð verði eftirtalin kæraat- riði: „í fyrsta lagi hafí fram- kvæmdastjórinn annast öll fiskkaup og tekið til sín öll hrogn og lifur frá upphafí fram í byrjun maí og þannig hlunnfarið fyrirtæk- ið. í öðra lagi hafí orðið óeðlileg rýmun á fiski og ástæða sé til að ætla að hann hafí stolið físki frá fyrirtækinu," segir í umræddu bréfi til RLR. „Erum ekki fjársterkur fj ölþj óðahringnr ‘ ‘ „Við vissum ekki hve mikið var borgað fyrir fiskinn á íslandi en í byijun maí sáum við að hlutimir höfðu farið svo gjörsamlega úr skorðum að við urðum að grípa til róttækra aðgerða," sagði Allan Mccoll talsmaður skosku meðeig- endanna í samtali er ég átti við hann í heimabæ hans í Skotlandi, Fort William, fyrir skömmu. „Við eram ekki útlendur fjöl- þjóðahringur með fullar hendur fjár sem hefur gert tilraun til að fara inn í landhelgi íslendinga í þeim tilgangi að setja efnahag þeirra úr skorðum með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Hver sá sem heldur því fram hefur rangt fyrir sér. Við er- um kyrrlátt fólk sem hefur orðið að vinna hörðum höndum fyrir okkar peningum. Nú höfum við orðið fyrir þungum áföllum sem ég sé ekki ennþá hvemig við föram út úr. Við höfðum sent 400 þúsund pund til íslands og eftir að við stöðvuðum reksturinn til að fínna út hvemig málum er háttað kemur í ljós að skuldir fyrirtækisins era 200 þúsund pund, en samtals era þetta tæpar 40 milljónir íslenskra króna og ég óttast að þetta sé tap- að fé. Okkur er sagt að Svíinn sem á í fyrirtækinu hafí einnig tapað stórfé áður en við komum inn í þennan rekstur. Okkar markmið nú er að leysa öll vanskil fyrirtækisins svo enginn skaðist á þessum viðskiptum. Einn- ig eram við að endurskipuleggja reksturinn svo hægt sé að byggja upp traust og heiðarleg viðskipti í kringum fískflutning á erlenda markaði. íslendingar era með fal- legasta og besta físk í heimi, en vandamálið er hvemig hægt er að koma honum í sinni uppranalegu mynd til Evrópu þannig að físk- kaupmenn segi: „Þetta er fínn fískur." Því miður er alltof mikið : um að lélegur fískur komi í gámum frá íslandi og stórskaðar það ís- i lendinga sjálfa hvað mest. Varðandi uppbyggingu físk- vinnslu í Mallaig þegar fískflutn- ingamir á vegum Icescot byrjuðu fannst mér það of framstætt. Fyrst • var að koma fískflutningunum í gang og síðan að huga að físk- vinnslunni, en eins og málum er nú háttað getur liðið langur tími áður en að því kemur,“ sagði Allan McColl. Hann var dapur og leiður með stöðu fyrirtækisins. „Málin era í höndum lögfræð- inga á íslandi og tíminn sker úr um hvemig fer. Eitt er víst að svona fyrirtæki gengur ekki á draumum eða digurbarkalegu tali.“ Nýja mjúka heimilistækjalínan er komin Blomberg kynna fyrstir heimilistækja- framleiðenda glæsilegu mjúku línuna Blomberg býður stærra og glæsilegra úrval í innbygging- artækjum en nokkur annar. Verið velkomin, við höfum tíma fyrir þig. Mercedes Benz og BMW riðu á vaðið, svo komu húsgagna- framleiðendurnir. Nú kynna Blomberg fyrstir heimilistækjaframleiðenda þessa gullfallegu línu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.