Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 55 Minning: Guðleif Jóhanna Jóhannsdóttir Fædd 8. desember 1912 Dáin 20. ágúst 1987 Þorvaldur Teits- son — Minning Hún Leifa er farin. Það var síðdegis 20. ágúst að okkur barst sú frétt að Leifa, eins og hún var kölluð af þeim sem þekktu hana, væri dáin. Við vorum smá stund að átta okkur á þessu, þó að við vissum að fyrir þremur dögum hefði hún verið flutt á sjúkrahús, en ein- hvemveginn var maður ekki tilbú- inn að hejn-a þessa frétt. Af einhverri ástæðu hefir Leifa ekki farið úr hugum okkar sfðan hún dó og ætlum við með þessum línum að kveðja hana og þakka henni samfylgdina á liðnum árum. Við bjuggum við sömu götu og stutt var á milli húsa, enda komum við ekki ósjaldan í heimsókn hvort til annars og drukkum saman kaffi- sopa og röbbuðum saman. Leifa var gift Jóhanni Kristins- sjmi, sem dvelur nú á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki, heilsulaus og þeir sem til þekkja hefðu talið að hann myndi fara á undan Leifu, en mál- tæki segir að enginn veit hver annan grefur. Leifa og Jói fluttu á Hofsós árið 1950 frá bænum Syðra-Ósi er var smábýli og stóð við Höfðavatn hér skammt fyrir utan Hofsós. Þau voru bæði mikið dugnaðarfólk og enginn þurfti að ganga í þeirra verk, enda sýna afkomendur þeirra að þeir hafa erft dugnaðinn frá þeim. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið og eru öll á lífí. Þau eru Jó- hann Eggert, giftur Öldu Jóhanns- dóttur og býr í Keflavík, Kristín Rut, gift Lárusi Kristinssyni, búa þau einnig í Keflavík, og Kristinn Bjöm, giftur Agnesi Gamalíels- dóttur og búa þau á Hofsósi. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar litið er til baka og yrði of langt að telja það upp hér. Bæði vom þau Leifa og Jói trú yfir því sem þau tóku að sér að gera og ég held að þeir sem kynntust þeim hafí fundist að þar hefðu þeir eignast sanna vini. Á heimili okkar voru þau ávallt velkomin og bömum okkar þótti reglulega vænt um þau og minnast Leifu með hlýjum huga. Við hjónin þurftum einstaka sinnum að bregða okkur frá á með- an bömin okkar vom ung og var þá gott að geta leitað til Leifu að passa bömin og það var óhætt að treysta henni. Þetta fólk tranaði sér ekki fram og vildi helst vera heima hjá sér í sínum fristundum, en alltaf vom þau hjónin boðin og búin að leysa hversmanns vanda eftir því sem geta þeirra leyfði. Það er gangur lífsins að fæðast og deyja og má segja að þegar fólk fær að fara með slíkum hætti sem Leifa þá sé það þakkarvert, en hitt er annað mál að þegar fólk hverfur svo snöggt, þá er eins og þeir sem eft- ir lifa séu varla tilbúnir að trúa því að allt sé búið. Að endingu viljum við hjónin og böm okkar votta bömum, bama- bömum og bamabamabömum og öðmm aðstandendum hinnar látnu innilega samúð og biðjum góðan Guð að blessa minningu þessarar góðu konu. Erna og Einar, Kárastíg 9, Hofsósi. Fæddur 18. desember 1910 Dáinn 23. ágúst 1987 Nú gengur sól til sængur en setja stjömur vörð og kyrrist vögguvængur á vorri fóstru, jörð. Úr hafí heyrast dunur og hvín í skógareik og hásar hryggðarstunur frá heimsins sorgareik. Hve sæll er hann, sem hefir á himnum vemdarskjól og Guði þakkir gefur, þótt gæfu snúist hjól. Sem starfar stundir allar með stillri trúarsjón unz konungurinn kallar að kvöldi dyggvan þjón. (M. Joch.) Mig langar með þessum fátæk- legu orðum mínum að minnast vinar míns Þorvaldar Teitssonar. Ég var aðeins óharðnaður unglingur þegar ég kynntist honum. Ég var þá sum- arstúlka í Seðlabanka íslands, en Valdi vann þá á vöktum við gæslu og eftirlit í Seðlabankanum og Landsbankanum. Hann hjálpaði mér til að fá vinnu um helgar og á tyllidögum á þessum vöktum til að auka sumarhýruna mína. Þang- að kom hann ætíð í heimsókn til mín og fékk sér kaffibolla með mér og áttum við þá iðulega langar sam- ræður. Þessara stunda er mér ljúft að minnast. En er ég hugsa til baka þá undr- ast ég hversu lítið ég veit um hann og hans líf í raun og veru og velti því fyrir mér af hveiju. Jú, hann Valdi var ekki allra og þó svo við yrðum svo góðir vinir þá var jfoð hann sem hlustaði á mig. Hann bar ekki sínar tilfínningar á torg. Hann fylgdist alltaf með mér og því sem ég tók mér fyrir hendur. Og svo stóran þátt á hann í lífí mínu að hann kynnti mig fyrir eig- inmanni mínum. Hann fylgdist með því er við Magnús stofnuðum heim- ili, lukum námi erlendis og hérlend- is, eignuðumst böm, já, hann virtist alltaf hugsa til okkar. Ég þakka mínum hljóðláta vini fyrir að gefa mér tíma og um- hyggju. Það verður undarlegt að fara ekki til Valda á aðfangadag, ekki síst fyrir Gulla, son okkar. Við Magnús þökkum vináttuna. Hvíli hann í friði. Sigga Minning: Ingileif Malmberg Fædd 4. febrúar 1905 Dáin 28. ágúst 1987 Það var eitt haustkvöld fyrir rúmum 30 ámm, að ungur maður gekk þungum skrefum upp stein- lögð þrep sem lágu að bakdyrum gamla timburhússins við Laufásveg nr. 47. Þetta hús, sem var í dag- legu tali nefnt Halldórshús eftir eiganda sínum Halldóri Sigurðssyni úrsmið, er nú aðeins til f minningu þeirra sem þar áttu sínar gleði- og sorgarstundir, því það hefur vikið fyrir öðru nýju. Það var ekki í fyrsta sinn sem þessi 18 ára ungl- ingur kom á þennan stað. Hann hafði verið heimagangur í Halldórs- húsi svo lengi sem hann mundi eftir sér. En nú stóð alveg sérstaklega á, því faðir hans hafði dáið nóttina áður og pilturinn miður sín vegna þess atburðar. Hann hafði misst móður sína tveimur árum áður og því var fátt um nána ættingja, en í Halldórshúsi vissi ungi maðurinn að hann átti góða vini. Þar var líka tekið á móti honum sem einu af börnum húsráðenda með mærðar- lausri samúð og hlýhug og stóð húsmóðirin Ingileif Malmberg þar fremst í flokki. Þeim móttökum og allri þeirri góðvild, sem ætíð síðan hefur streymt frá fbúum Halldórs- húss, mun hann aldrei gleyma. í dag verður til moldar borin húsmóðirin í Halldórshúsi, Ingileif Malmberg. Inga, eins og hún var jafnan nefnd af ættingjum og vin- um, leit þessa heims ljós 4. febrúar 1905. Hún var elsta bam hjónanna Guðrúnar Eymundsdóttur og Hall- dórs Sigurðssonar úrsmiðs, sem lengst af hjúskapar síns bjuggu á Laufásvegi 47 í Reykjavík. Guðrún var af vopnfírskum ættum, fædd á Skjaldþingsstöðum 20. júní 1877. Hún var bróðurdóttir Sigfúsar Ey- mundssonar ljósmyndara, sem hin kunna bókaverslun er kennd við. Guðrún andaðist í Halldórshúsi 1938. Halldór var ættaður úr Rang- árþingi og var fæddur á Álfhólum í Vestur-Landeyjum 18. febrúar 1877. Halldór andaðist í hárri elli einnig í skjóli íjölskyldu sinnar á sama stað 1966. Eins og áður sagði, var Inga elst systkina sinna, en þau voru þessi: Margrét húsmóð- ir, fædd 1906, nú látin, Bjöm leturgrafari, fæddur 1907, og Sig- , lU^cjur, skrifstx^fuitfaður, fæddur 1909, báðir látnir, og Guðný, fædd 1912, en hún dó ungabam. Eftir lifa Guðjón fyrrverandi starfsmaður í Útvegsbanka íslands, fæddur 1915, Nanna húsmóðir, fædd 1918, og Sigfús listmálari og tónskáld, fæddur 1920. Inga giftist 18. júní 1927 Einari O. Malmberg verslunarmanni í Reykjavík. Einar, sem lést 1963, var af sænsku bergi brotinn og hafði komið hingað til lands frá Danmörku um miðjan annan ára- tuginn með foreldmm sínum. Otto J. Malmberg, faðir Einars, hafði verið ráðinn til Hafnarsmiðjunnar sem seinna varð Vélsmiðjan Ham- ar. Hann var framkvæmdastjóri hennar til 1931 en þá hvarf hann aftur til Danmerkur eftir að hafa unnið merkt brautryðjendastarf á sviði jámiðnaðar hér á landi. Heimili þeirra Ingu og Einars er mér afar minnisstætt fyrir margra hluta sakir, en hér ætla ég aðeins að nefna eitt dæmi. í Halldórshúsi var gestkvæmara en á nokkm öðm heimili sem ég þekkti, og var stund- um eins og maður væri staddur á vinsælu kaffihúsi í miðbænum. Eini munurinn var sá að í Halldórshúsi þurfti enginn að borga fyrir greið- ann. Þetta segir sína sögu og þarf ekki að tíunda það, að það var hús- móðirin sem stóð að baki þessara vinsælda. Ingu og Einari varð fímm bama auðið og em þau öll á lífi, búsett í Reykjavík og nágrannabyggðum. Elstur er Halldór Einar þjónn, fæddur 22. febrúar 1928, kvæntur Sigríði Oddsdóttur. Næstelstur er Otto Jóhann húsgagnasmiður, fæddur 9. september 1931, kvænt- ur Ástu Antonsdóttur. Þá kemur Svend Aage haffræðingur, fæddur 8. febrúar 1935, kvæntist Elísabetu Pálsdóttur, sem látin er fyrir nokkr- um ámm. Næstyngstur er Gunnar Sigurður gullsmiður, fæddur 12. janúar 1938, kvæntur Helgu Ragn- arsdóttur. Yngst er Inga Dagný bankastarfsmaður, fædd 19. októ- ber 1944, gift undirrituðum. Bamabömin em 12 og baraabama- bömin orðin 4. Síðustu dagar og vikur vom Ingu erfíðar en með einstakri aðstoð starfsfólksins á deild E6 á Borg- arspítalanum urðu síðustu stundim- ar í þessu lífí henni bærilegar. Ég ,vil leyfa mér að þakka þe^su in- dæla fólki fyrir það hvað það reyndist Ingu vel meðan hún þurfti að dveljast í umsjá þess. Blessuð sé minningin um Ingu Malmberg sem var mér sem besta móðir, bæði á gleði- og raunastund- um ævi minnar. Ég veit að hún fyrirgefur mér þessi vanmáttugu orð. Halldór Ólafsson í dag, föstudaginn 4. september, verður amma okkar borin til graf- ar. Við viljum minnast hennar í fáum orðum. Við fengum að kynnast ömmu Ingu mjög náið, þar sem hún var mikið á heimilum okkar allra. Hún var góður félagi sem alltaf var tilbú- in að hlusta. Hún var mikill mannþekkjari og gat allt að því lesið hug okkar. Ef eitthvað bjátaði á sá amma það strax og ekki þurfti hún þá að segja mikið til að okkur liði strax betur. Öll vissum við hvert stefndi, viss- um að tími ömmu með okkur væri senn á enda. Þó er jafn sárt og tómlegt að vita til þess að hún er farin, því ekkert okkar þekkir ann- að en að amma sé til staðar. Svo stór hluti var hún í lífi okkar. Við munum alla tíð minnast ömmu Ingu með hlýhug og þakk- læti. Blessuð sé minning hennar. Barnaböm Hótel Saga Siml 1 2013 Blóm og skreytingar viðöll tœkifœri t Bálför föður mins, tengdaföður og afa, KJARTANS JAKOBSSONAR, Dvalarheimilinu Ási Hveragerði, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn 4. september, kl. 10.30. Lárus Kjartansson, Ragnhildur Jónsdóttir, Jónína Ósk Lárusdóttir, Matthildur Lárusdóttir. Magnús Örlygur Lárusson, « t Hugheilar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför LOVÍSU GUÐMUNDSDÓTTUR, Háagerði 11, Reykjavík. Hjálmar Guðjónsson, Elísabet Jónsson, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Þ. Jónsson, Elín Ingólfsdóttir, Sigurður Jónsson, Kristjana Friðgeirsdóttir, Stefán L. Stefánsson, Sigrún Ragnarsdóttir, Eyþór G. J. Stefánsson, Guðrún M. Pótursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, SESSEUA GUÐLAUG SIGFÚSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 7. september kl. 10.30. Jarðsett verður á Torfastöðum. Blóm og kransar vinsamiega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Langholtskirkju. Fyrir hönd vandamanna. Hulda Brynjúlfsdóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir, Sigrún Gróa Jónsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgvnblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. *«***«*«««m«4 í i n<4* a« 14444444441
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.