Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987
fftflvA'
Nokkrir þátttakenda.
Blómaball í
Hveragerði
Blómaball var haldið í íþróttahúsinu á Hvera-
gerði þann 22. ágúst síðastliðinn á vegum
Knattspymudeildarinnar á staðnum. Fór ballið
hið besta fram, og mættu um 500 manns á stað-
inn. Hljómsveitin Þotuliðið lék fyrir dansi.
Á ballinu var kosin blómadrottning, og tóku
8 stúlkur þátt í keppninni. Sjö manna dómnefnd
kaus Elísabetu Gunnarsdóttur, 17 ára starfsmann
á Hótel Örk, blómadrottningu 1987, og var hún
krýnd af Hörpu Rós Björgvinsdóttur, sem bar
titilinn síðasta ár. Elísabet fékk sólarlandaferð
frá Ferðaskrifstofunni Terru, að verðmæti kr.
35'000, í verðlaun, en allir þátttakendur fengu
blóm og ilmvatn.
Elísabet Gunnarsdóttir, blómadrottning.
George Harrison
með nýja plötu
Gamli bítillinn George Harrison
hefur að mestu haldið sér fyr-
ir utan sviðsljósið síðan hann sendi
frá sér plötuna „Troppo" fyrir fímm
árum. Hann hefur verið upptekinn
við að vinna við kvikmyndagerðar-
fyrirtækið sitt, „Handmade Films",
sem hefur gengið býsna vel. En nú
ætlar George að ijúfa þögnina, og
ný breiðskífa er væntanleg frá hon-
um um næstu mánaðarmót.
Ekki hefur verið gefíð upp hvað
skífan á að heita, en hún á að inni-
halda tíu lög sem tekin voru upp í
hljóðveri á heimili Harrisons í út-
hverfí Lundúna, undir yfírumsjón
Jeff Lynne, sem er höfuðpaur
hljómsveitarinnar Electric Light
Orchestra. Það eru engir aukvisar
sem spila undir með Harrison á
nýju plötunni, og má þar nefna
Ringo Starr, Eric Clapton og Elton
John.
George hefur ekkert vilja gefa
út á það hvort að hann hyggist fara
í hljómleikaferð í kjölfar plötuútgáf-
unnar, en það yrði þá fyrsta
hljómleikaferð bítilsins fyrrverandi
síðan árið 1974. Hins vegar hefur
Harrison lýst jrfir þeim fyrirætlun-
um sínum að gera myndband með
einhveiju eða einhveijum laganna
á plötunni. Það ættu að vera hæg
heimatökin hjá honum, því eins og
áður sagði, þá á Harrison heilt kvik-
myndagerðarfyrirtæki.
ENGILLINN
WHITNEY
HOUSTON
Whitney Houston er ein alvin-
sælasta poppstjaman í
heiminum í dag, en hún er ekki að
sama skapi vinsæl hjá slúðurdálka-
höfundum. Ástæðan fyrir því er sú
að þeim þykir Whitney nánast óþol-
andi fullkomin, og ástunda nær
syndlaust lífemi, en slíkt þykir ekki
kostur hjá þeim sem hafa þá þokka-
legu atvinnu að slúðra um bresti
og breyskleika frægðarfólks.
Whitney reykir ekki né drekkur,
notar ekki eiturlyf, stundar lítið
samkvæmislífíð, og hefur ekki átt
■ í neinum hneykslanlegum ástars-
amböndum. Reyndar vita menn
ekki til að hin 24 ára söngstjama
hafí átt í neinum ástarsamböndum,
en varla stafar það þó af því að
hana skorti tilboðin, því Whitney
þykir með fegurstu konum.
En þó að Whitney hafí ekki lifað
eins skrautlegu lífi og t.d. Ma-
donna, er saga hennar engu að síður
athyglisverð. Fyrir aðeins tveimur
ámm var hún gjörsamlega óþekkt,
og fyrsta plata hennar, sem hét
einfaldlega „Whitney Houston",
þótti fyrirfram ekki líkleg til stóraf-
reka. Platan sú hefur nú selst í
yfír 13 milljón eintökum, og hefur
engin frumraun nokkurs tónlistar-
manns fyrr né síðar selst betur.
Nýja platan hennar, sem heitir
„Whitney" (ekki er nú beint hægt
að saka hana Whitney um fmmleika
í nafngiftum), hefur líka mnnið út
eins og heitar lummur, og lög eins
og „Saving All My Love for You“
og „I Wanna Dance With
Somebody" hafa gist í efstu sætum
vinsældalista um allan heim. Sumir
gagnrýnendur segja að tónlist
Whitneyar sé innantómt, sykur-
húðað iðnaðarpopp, en almenningur
er á öðm máli; í nýlegri könnun sem
bandaríska tímaritið „People"
gekkst fyrir nefndu 40% manna
Whitney Houston sem þann popp-
tónlistamann sem líklegast væri að
ennþá yrði hlustað á á næsta ára-
tug.
Liv Ullman snýst í mörgu
Norska leikkonan Liv Ullman
hefur ekki verið mikið í
sviðsljósinu að undanfömu, en
hún hefur nú í mörg ár helgað
mestu af kröftum sínum starfí
^sínu hjá Bamahjálp Sameinuðu
Þjóðanna, UNICEF. Liv hefur þó
ekki lagt leiklistina á hilluna, og
hefur leikið í mörgum kvikmynd-
um nú síðustu ár, þó að þær reki
kannski ekki allar á fjörar okkar
íslendinga.
Fyrir skömmu lék Liv Ullman
í myndinni „Vertu sæl, Moskva",
sem §allar um baráttu gyðinga í
Sovétríkjunum til að fá leyfí til
að fljdjast til ísrael, og hefíir sú
mynd hlotið góða dóma hjá gagn-
rýnendum. Nýjasta mynd Liv
heitir svo „Hin kæmlausu", en
þar leikur hún lífsþreytta, ítalska
hefðarfrú og ekkju. Nú í haust
leikur hún svo í þýsk-argentískri
mynd, sem hlotið hefur heitið
„Vinkonumar".
Liv býr nú í Bandaríkjunum -
þegar hún er ekki á ferð og flugi
um heimsbyggðina vegna starfs
síns og kvikmyndanna - með eig-
inmanni sínum, Donald Saunders,
og dóttur sinni, Linn, sem hún
átti með Ingmar Bergman. Hún
vinnur nú að þriðju bók sinni, en
þrátt fyrir skrifín og kvikmynda-
leikinn eyðir hún enn mestum
tíma sínum í starf sitt á vegum
UNICEF.
Liv Ullman - falleg og fjölhæf.