Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 04.09.1987, Qupperneq 62
62 MORGUNBLAPIÐ, FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 nBg SOcfii \?kro& pú vxr'ir oÁ fiiriCL." Ást er... .. lika hjá hundum. TM Reg. U.S. Pat Off. — »11 righu raurved ® 1987 Lcm AngatM Time* Syndicat* LögTeglaji? Maðurinn minn er að reyna að ræna frá mér sjálfsmeðvitund minni ... Er það ekki rán? Skiljanlega last þú ekki svona blöð þegar þú varst ungur, enda voru þau ekki til. HÖGNIHREKKVISI •» í „pýeALÆKNilRiNN 'A refíTO&USru OG SJÓTTU HÆ£> TAKK. " Áfengismál: Ekki batnar það! Kæri Velvakandi „AJltaf fjölgar Fólksvagni," sögðu auglýsingamar í gamla daga — og alltaf fjölgar brennivínsútsöl- unum um allt land og brennivíns- leyfum til allra mögulegra stofnana. Ráðamenn hafa ekki við. Það er eins og þetta sé sá lífelexír sem einn geti komið í staðinn fyrir allar þarfír. Það skiptir litlu þó áhrifín verði öll neikvæð fyrir fólk og þjóðfélag. Þeir sem keppast um að koma glundrinu í viðskiptavinina eru ekki í vafa um að það sé eitur. En svo fara þeir með faðirvorið: „Eigi leið þú oss í freistni..." og freista svo bara annarra og þá er allt ( stíl. Þetta er sá flottræfílsháttur sem dýrkaður er í dag. Og háværar raddir eru uppi um að Ferðaþjón- usta bænda vilji ekki vera eftirbátur við að koma þessum vökva í kverk- ar ferðamanna. Og þykir fáum mikið, því hvað er mjóikin á við brennivínið? Enda fær hún nú þessa dagana annan farveg. Og svo mys- an. Hún gengur ekki því menn verða ekki nógu vitlausir af henni og svo er hún alltof ódýr og heil- næm. Við verðum að vera í takt við tímann. Það er það sem gildir. „Þó borgir standi í báli — og beitt sé eitri og stáli — þá skiptir mestu máli — að maður græði á því,“ sagði Steinn Steinarr í gamla daga. Og er það ekki þetta viðhorf sem ræður í viðskiptalífínu um þess- ar mundir. „Og það skal í hann hvað sem það kostar," segja brennivínsþjón- ustumar, „og það eina sem dugar eru æ fleiri vínveitingahús." Þá geta nefnilega allir verið jafnvit- lausir. Og það er ekki svo vitlaust! Auðvitað láta ráðamenn undan því þeir em til þess að smjaðra fyr- ir fólki en ekki að hafa vit fyrir því. „Frelsi til að verða sér til skammar," er kjörorðið. Og nú bíða menn spenntir. Hvenær fá vöggu- stofumar vínveitingaleyfi? Árni Helgason, Stykkishólmi Þessir hringdu . . . Seðlaveski Rautt Iðnaðarbanka-seðlaveski tapaðist í Álfheimum fyrir nokkm. í því var vísa-kort, tölvu- bankakort o. fl. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 31821. Gleraugxi Stálgrá gleraugu fundust ný- lega í bíl en nokkuð hefur verið um að fólk hafí fengið far með bílnum að undanfömu. Eigandi þeirra er beðinn að hringja í síma 72657. Svikin fyrirheit um skr efátalningu NN hringdi: „Nýlega var gerð breyting á gjaldheimtu símans þannig að nú er skrefatalning f gangi á kvöldin og um helgar. Þetta hefur komið sér illa fyrir marga, sérstaklega gamalt fólk sem ekki á gott með að komast leiðar sinnar og heldur sambandi við kunningjana um símann. Fyrir nokkmm áram full- yrti þáverandi samgöngumálaráð- herra, Steingrímur Hermannsson, að skrefatalningu yrði aldrei beitt á kvöldin eða um helgar. En nú hefur nýskipaður samgöngumála- ráðherra sjálfstæðismanna breytt þessu. Er ekki hægt að taka mark á orðum ráðherrana, em þeir ekki ábyrgir orða sinna?" Plastpoki með þremur litlum pökkum Plastpoki með þremur litlum pökkum tapaðist í fríhöfninni í Keflavík 26. ágúst. Nafnið Hug- rún er skrifað á einn pakkann. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hringja í sfma 79511. Kvenúr Kvenúr tapaðist á Hverfisgötu eða Laugaveg fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19584. Víkverji skrifar Ohætt er að segja að úttekt við- skiptablaðs Morgunblaðsins á Sambandi fslenzkra samvinnufé- laga í síðustu viku hafí komið mörgum í opna skjöldu. Sú úttekt leiddi í ljós að samvinnuhreyfingin, þ.e. Sambandið, kaupfélögin og hin ýmsu fyrirtæki samvinnuhreyfíng- arinnar em samanlagt með hærri telqur en íslenska ríkið. Menn töldu sig vita að SÍS væri sem ríki í ríkinu en fáa hefur órað fyrir að veldi þess væri slíkt sem úttektin leiddi í ljós. Glöggur maður hefur bent á að hér eftir verði óhjákvæmi- legt að nefna lýðveldi vort “Sam- bandslýðveldið Island“H XXX ingeyingar hafa orð á sér fyrir að vera menningarlega sinnað- ir og hlynntir varðveizlu íslenzkrar tungu. Því brá Víkveija illilega í brún er hann sá í nýlega Lögbirt- ingablaði að á Húsavík hefur verið stofnað fyrirtækið Easy físk hf. og það meira að segja með þátttöku Framkvæmdalnasjóðs Húsavíkur- bæjar. Finnst ykkur þetta hægt Þingeyingar góðir? Kínverski utanríkisviðskiptaráð- herrann er nýfarinn heim úr opinberri heimsókn. Samkvæmt blaðafregnum lét ráðherrann þess getið að hápunkturinn ferðarinnar hingað hafí verið þegar hann lék hring á golfvellinum í Grafarholti í ausandi rigningu s.l. þriðjudags- morgun! Og þessi golfleikurinn var meira segja ekki á dagskránni og setti hina opinbera dagskrá vem- lega úr skorðum! Þetta vekur þá spumingu hvort opinberar heimsóknir af þessu tagi séu ekki rangt skipulagðar og lítt áhugaverðar fyrir hina opinbem gesti. Vfkveiji telur sig hafa heim- ildir fyrir því að kínversku gestun- um hafí þótt hið endalausa þramm í gegnum verksmiðjur og fískiðjuver ansi þreytandi. Svo kann að fara að einn hringur á golfvellinum rejm- ist íslendingum drýgri í viðskipta- samningum við Kínveija en skoðunarferðir og langir fiindir. XXX I* þessari viku fer fram á íslandi ráðstefna næringafræðinga með þátttöku Qölmargra erlenda gesta. Ráðstefnur af þessu tagi hafa fjöl- margt jákvætt f för með sér fyrir íslendinga en þær kosta líka skatt- borgarana dijúgan skilding, eins og sjá má þegar dagskrá ráðstefn- unnar er skoðuð. Ráðstefnan hófst á þriðjudaginn á Hótel Sögu með móttökuveizlu í boði utanríkisráðuneytisins. Á mið- vikudaginn var kvöldboð á Kjarvals- stöðum, þar sem borgarstjórinn í Reykjavík var gestgjafí. í kvöld er kvöldverðarboð á vegum sjávarút- vegs- og iðnaðarráðuneytisins á Hótel Sögu og á morgun er hádegis- verður á Flúðum í boði landbúnað- arráðuneytisins og kvöldboð á Þingvöllum á vegum menntamála- og heilbrigðisráðuneytanna. Svo er bara að vona að næringarfræðing- amir borði ekki yfír sig! XXX Að lokum vill Víkveiji nota tæki- færið til að hrósa íslenzka landsliðinu fyrir frábæra frammi- stöðu gegna Austur-Þjóðveijum. Piltamir okkar sýndu og sönnuðu í þessum leik að þeir þurfa ekki að vera atvinnumenn til að standa sig í baráttunni við þá beztu. Framund- an er landsleikur við Norðmenn. Víkveiji gerir það að tillögu sinni að sama lið verði látið leika þann leik að viðbættum tveimur atvinnu- mönnum, Ásgeiri Sigurvinssyni og Amóri Guðjohnsen.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.