Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 68

Morgunblaðið - 04.09.1987, Síða 68
| ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA | M GuðjónÓ.hf. ,1 91-27233 I BRunnsúT -AFÖRYGGISÁSTÆDUM Nýjungar í 70 ár FOSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaoið/Börkur Arnarson Grunnskólabörn ískólana ídag UM 13.000 reykvísk grunnskólaböm hafa verið boð- uð í skóla sína í dag. Þar verður þeim afhentar stundaskrár og síðan hefst kennsla samkvæmt þeim á mánudag. Níundi bekkur á að mæta klukkan 9.00 og síðan koma árgangamir koll af kolli, allt niður í sex ára böm. Það má væntanlega búast bæði við kvíða og spenningi hjá þeim yngstu sem líklega fá foreldrafylgd svona fýrsta daginn. Óhætt er að full- yrða að krakkamir vilji vera vel undir skólastarfið búið ef marka má þá örtröð sem verið hefur í bóka- verslunum undanfama daga. Steinullarverksmiðjan: Söluaukning 55% milli ára REKSTUR Steinullarverksmiðj- nnnar á Sauðárkróki hefur gengið vel í sumar og að sögn Þórðar Hilmarssonar fram- kvæmdastjóra verksmiðjunnar hefur söluaukning á innan- landsmarkaði það sem af er þessu ári verið um 30% í tonnum talið miðað við sama tíma í fyrra og 55% ef útflutningur er talinn með. Rekstur Steinullarverksmiðj- unnar var endurskipulagður í vor og tókst þá að safna viðbótar- hlutafjárloforðum fyrir allt að 72 milljónum króna og semja um skuldbreytingar á lánum við er- lenda aðila. Þórður sagði að rekstur verk- smiðjunnar gengi nú eftir þeirri áætlun sem gerð var við endur- skipulagninguna í vor, og raunar ríflega það. Gengið hefði verið frá greiðsluloforðum vegna hlutafjár- söfnunarinnar og greiðslur væru famar að berast auk þess sem vel gengi að ná auknum markaði. Hækkanir á far- gjöldum og sementi VERÐLAGSRÁÐ hefur heimilað hækkanir á innanlandsflugi, sementi, töxtum leigubifreiða og ^fargjöldum sérleyfis- og hóp- ferðabifreiða. Hækkanimar eru á bilinu 4 til 9%. Fyrirhugað aðstækka Hótel Esju FRAM eru komnar tillögur um að tvöfalda gistirými Hótel Esju. Tillögumar hljóða upp á stækk- un um 178 herbergi auk funda- og veitingaaðstöðu, en fyrir eru á hótelinu 134 herbergi. Eftir stækkunina hefði hótelið þá yfir 312 herbergjum að ráða. Búist er við að stjórn hótelsins taki ákvörðun iim stækkunina bráð- lega. Óvíst er hvenær fram- kvæmdir geta haflst. Hótel-og veitingaskóli íslands hefur tekið tvo af þremur fundarsöl- um annarrar hæðar Hótels Esju á leigu í vetur undir starfsemi sína. Hans Indriðason hótelstjóri sagði að skólanum hefði verið leigð að- staðan vegna millibilsástands, sem nú ríkti á hótelinu vegna fyrir- hugaðra framkvæmda. Sakaður um milljónasvik MÁL starfsmanns fasteignasölu í Reykjavík, sem handtekinn var síðastliðið vor vegna kæru um svik í viðskiptum, hefur nú verið sent til ríkissaksóknara. Maðurinn var handtekinn en sleppt aftur úr haldi í lok maí. Hann hefur síðan verið í farbanni. ^Að sögn Amars Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, er maðurinn sakaður um stórfelld brot, flársvik, ^árdrátt og skjalafals. Kærur á hendur hon- um eru rúmlega tuttugu talsins og skipta upphæðir sem þær lúta að milljónum króna. Maðurinn hafði >ekki réttindi til að stunda fasteigna- sölu. Þegar skipveijar á Hvítingi gáfu sig ekki fram við tilkynninga- skylduna um kvöldið var þegar farið að svipast um eftir bátnum. Laust eftir klukkan 23 voru björg- unarsveitir fengnar til að ganga ijörur og Lóðsinn fór út til leitar við Surtsey. Strax í birtingu á fimmtudagsmorgun hófu flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, og flugvél Vals Andersen í Eyjum leit úr lofti og síðar um daginn bættist flugvél frá vamarliðinu í hópinn. Skip og bátar á svæðinu hófu einnig leit. Slæm leitarskil- yrði vom á sjó, slæmt skyggni og leitarsvæðið stórt. Far- og farmgjöld í innanlands- flugi hafa þegar hækkað um 6%. Fargjald frá Reykjavík til Akur- eyrar, báðar leiðir með flugvallar- skatti inniföldum, hækkaði úr 6.120 kr. í 6.480, til Vestmannaeyja úr 4.008 kr. í 4.244, til ísafjarðar úr 5.720 í 6.058 kr. og til Egilsstaða úr 8.138 kr. í 8.620. Sementsverksmiðjan hefur hækkað sement um 4%. Einn poki af venjulegu portlandssementi kost- ar nú 370,50 kr. í afgreiðslu verksmiðjunnar í Reykjavík, en kostaði áður 344 kr. Taxtar leigubifreiða hækkuðu að meðaltali um 6%. Startgjaldið hækkaði úr 140 í 145 krónur og biðgjaldið úr 617,05 í 745,32 kr. á klukkustund. Kílómetragjaldið er óbreytt, eða 19,92 kr. í dagvinnu og 29,97 í nætur- og helgidaga- vinnu. Þá hafa fargjöld sérleyfís- og hópferðabifreiða hækkað um 8,4 til 9,2%. Sem dæmi um hækkanir má nefna að fargjaldið til Akureyrar hækkaði úr 1.500 kr. í 1.650, til Hafnar í Homafírði úr 1.650 í 1.780 kr. og Borgamess úr 400 í 440 kr. Morgunblaðið/Sigurgeir Félagar úr Hjálparsveit skáta og Björgunarsveit Vestmannaeyja Ieggja af stað til leitar úr lofti í gær- morgun. Hjálparsveit skáta fór á björg- unarbáti sínum og leitaði við Heimaey og nærliggjandi úteyjar, en ekkert fannst. Leit verður hald- ið áfram í dag. - hkj. V estmannaeyjar: Trillu með tveim- ur mömium saknað Vestmannaeyjum. SJÖ lesta þilfarsbáts með tveimur mönnum innanborðs, Hvitings VE 21, er saknað frá Vestmannaeyjum. Báturinn fór í róður snemma á miðviku- dagsmorgun og er skipverjar gáfu sig ekki fram við tilkynn- ingaskylduna þá um kvöldið var þegar hafin leit. Þegar leit var hætt í gærkvöldi hafði hún engan árangur borið. Tveir menn eru á Hvítingi, báð- ir einhleypir og búsettir í Eyjum. Þegar síðast heyrðist frá þeim voru þeir skammt austur af Eyjum en síðar fréttist að þeir hefðu ætlað að vitja um lúðulóðir djúpt suður í Kanti, um 10-12 sjómílur suður af Heimaey. Veður var gott fram undir hádegi á miðvikudag en um eitt leytið hvessti snögglega og vindur snérist úr norðaustri í austan 7-8 vindstig. Um nóttina hvessti enn frekar og fór þá veður- hæðin á Stórhöfða upþ í 9 vindstig.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.