Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 5

Morgunblaðið - 11.09.1987, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. SEPTEMBER 1987 B 5 ÚR FRÆÐUM Morgunblaðið/Bjarni Þórir Kr. Þórðarson: Kynlífog ofbeldi eða Menningarhlutverk sjónvarpsstöðva Menningn má uppræta „MENNING“ er dregin af „mennsku" og táknar ræktun og göfgun þeirra þátta í fari kvenna og karla sem greina mannkynið frá frændum þess í dýraríkinu. Það tekur þúsund ár að rækta menningu, en urtagarð hennar má uppræta á einni nóttu. Þýsk menning dó út á nazistatímanum, þá kom ekki út neitt skáldverk né leikhúsverk sem neinum tíðind- um sætti. En jafnskjótt og fall- byssumar þögnuðu fóru að heyrast raddir söngfuglanna í skógi listanna, sem hafði verið bannað að syngja í heilan áratug. Árin þúsund sem það tekur að græða upp menningarleyfð entust Itölum vel, og er hún svo rótgróin orðin að sama er hvort þeir búa tii Olivettiritvéi, sauma kvenkjól eða hanna bifreið, allt einkennist af listrænni formkennd, la linea italiana, sem markar öll þeirra handverk, allt frá litlum sveita- kirkjum eftir steinsmið þorpsins og til byggingarlistar endurreisn- artímans. Hér á norðurslóðum hefur villi- mennska germanskra skógar- manna fomaldar, blóðþyrstra í óvinablóð og safa kynnautna og mjaðar, ekki enn náð að víkja fyrir fágun siðanna („sívílísa- sjón“), sem barst með kristninni sunnan úr álfu, frá löndum við Miðjarðarhaf. Þar stendur vagga vestrænnar menningar og þar er sístreymandi uppsprettulind hennar. En fágunin, hófsemin í litum og línum, sem einkenndi endurreisnarlistina og er enn að- alsmerki kvikmynda og mynd- verka sunnan úr álfu, á ennþá erfitt uppdráttar í löndum norðan Alpa og vestan hafs. Það er einnig athyglisvert að efnishyggjan og peningahyggjan blómstra best í norðanverðri Evr- ópu. Á Ítalíu ríkja önnur viðhorf. Þegar olíukreppan skall á og olli mönnum í norðurhluta álfunnar magakveisu af hugarangri, sagði ítalskur ritstjóri: A Ítalíu hefur þessi efnahagskreppa ekki haft nein veruleg áhrif á hugi fólks. Hér í landi höfum við hugboð um að lífíð snúist um eitthvað annað. — Það er þetta „eitthvað annað" sem skilur milli feigs og ófeigs um vestræna menningu, en hvorki súra regnið og barrlausu skógam- ir né ógn kjamorkusprengingar- innar. Stórveldin gætu samið, svo að tryggt yrði að Benzamir verði ekki sprengdir í loft upp, en eftir sem áður gæti menningin dáið út ef fágun siðanna legðist af. Fegnrð ástalífsins kemst ekki til skila Sjónvarpskvikmyndir sem dælt er inn á heimilin, inn að rúmstokk barna og unglinga, eru sumar úr myrkviðum álfunnar, þangað sem ljós siðfágunar sunnan úr álfu hefur ekki enn náð að skína. Sam- farasenur em fastur liður, helst að konan sé myrt í leikslok, eins og í upphafi Osterman—helgar- innar, og ekki sakar ef kvenlík- aminn er sýndur á þann veg að niðrandi sé fyrir konur. Morð og manndráp em ómissandi þáttur, og skiptir þá litlu þótt enginn sé söguþráðurinn né rök framvin- dunnar, svo að áhorfandinn fari nú ekki að hugsa út í merkingu aksjónarinnar á skjánum. Það myndi hvort eð er slæva athyg- lina, sem á að beinast að kraft- boganum og stálörinni sem stendur á beini eða nær alla leið í gegn og kemur út úr bakinu á dauðastundinni. Mynd þessi var keypt að Efstaleiti þótt hún sé ekki hæf ti sýningar fólki sem vill vel gerðar spennumyndir. Nafn frægs spennuhöfimdar nægði í þetta sinn til þess að kaupin væm gerð (Guaranteed by Good Housekeeping). Slys? Kærir fólk sig um slíkar mynd- ir? Er það þetta sem íslenska þjóðin vill? Er hér gegnt menning- arhlutverki þjóðarstofnunar? Eg spurði þekktan blaðamann, unga konu, hvort hún hefði séð mynd- ina. Ég sá upphafið, sagði hún, en ég gat ekki horft á þetta og hætti. — Hvað var það við sam- farasenuna í upphafi sem fór fyrir bijóstið á þér? spurði ég. Það var þetta, sagði hún, að í slíkum atrið- um er karlmaðurinn alltaf sýndur sem einhver ómótstæðileg vera. Sem sé, hún fann til þess að kon- an er niðurlægð í slíkum kvik- myndum. Og þetta er ímyndin sem sjónvarpið fær unglingum af konunni, móður sinni. Drengir hljóta hér sína menntun í því sem miða ber við er þeir stofna til vin- áttu og ásta og velja sér konu. Hér vantar allan skilning á því að ástalífið á sína fegurð. Það er ekki ljótleikanum ofurselt fyrr en það kemst í hendumar á þeim sem eru undir annarlegum áhrifum og afskræma það sem þeir sjá og sýna á tjaldinu. Á miðöldum voru þeir menn taldir haldnir af illum öndum sem ofurseldu sig ljótleik- anum. gæti það ekki átt við er menn afskræma þannig fegurstu hliðar mannlífsins? Þessu eru for- stöðumenn sjónvarpsstöðvanna vafalaust sammála, en menn þurfa að gæta sín á vali á heimil- isefni á heimilisskjáina. í hitteðfyrra sýndi sjónvarpið mynd (í tveimur hlutum) eftir þekktan kvikmyndagerðarmann erlendan. Þar er partur „hinnar listrænu túlkunar" sá að hús- bóndinn hefur samfarir við unga vinnukonu frúarinnar uppi á lofti um nóttina, og um morguninn fer hann niður til frúarinnar og tekur hana aftan frá. Enginn mátti missa af neinum þætti atriðanna, svo greinilega var öllu komið til skila. Slíkt erindi var þessi mynd talin eiga tii þjóðarinnar og ung- mennana að henni var dælt inn á heimilin á jólakvöldið. Slys? Hvað sem því líður ber ekki að gleyma því sem vel er gert og þakka afbragðsmyndir og þætti, bæði bamaefni og fyrir fullorðna. Vaxtaverkir Dadda er dæmi skemmtilegrar umfjöllunar um svokölluð feimnismál ungl- inga, eins og þegar Daddi fór að mæla typpið á sér. Frásögnin og sann- leikurinn Eiðli sjónvarpskvikmyndarinnar er hið sama og skáldsögunnar, sem er frásögnin. Frá alda öðli, jafnlangt aftur og skrifaðar heim- iidir ná, er að finna menjar frásagnarlistar. Skáldsagnagerð- in og kvikmjmdalistin eiga sér því fomar rætur. Frásögnin (þegar hún er list- ræn og orðin að bókmenntaverki eða kvikmynd) gegnir ætíð, á öll- um skeiðum menningarinnar, því hiutverki að leiða fram sannleik- ann. Með því að segja frá, vilja menn sanna eitthvað fyrir sjálfum sér og öðrum um eðli lífsins, gerð persónunnar og samskipti fólks, — eða almennt talað kafa í djúp persónuleikans og rannsaka eðli mannlegra samskipta. Skáldsagan, leikritið — og kvik- myndin — eru því í eðli sínu rannsókn á manneðlinu og mann- legum samskiptum. Form skáld- sögu, leikrits eða kvikmyndar getur verið skemmtunin, grínið, spennan. En ávallt, ef vel er gert, leiðir höfundur fram þá þætti per- sónunnar og samskipta fólks sem blasa ekki við öllum, heldur eru fram dregnir af snilligáfu höfund- ar, sýna eitthvað nýstárlegt og „opinbera" nýja hlið veruleikans, óvanalega manngerð, sérstæð at- vik, sem verður til þess að menn verða hugfangnir, eða fara að hlæja eða fyllast spennu, allt eftir „bókmennta“forminu. Dæmi þessa eru meira að segja teikni- myndaseríur dagblaðanna. Menn lesa þær einvörðungu sér til hinn- ar hversdagslegustu dægradval- ar, og þær eru sjaldnast taldar til bókmennta, en samt birta þær ævinlega einhveija tiltekna sýn á veruleikanum, halda áfram lífsskilningi — og um þær eru skrifaðar doktorsritgerðir. Þar sem skáldsagan, leikritið og önnur form eru rannsókn á mannlegum samskiptum, hef ég tekið eftir því að þeir sem sífellt „liggja í“ bókmenntum og láta sjaldan góðar sjónvarpskvik- myndir fram hjá sér fara, hafa til að bera meiri mannþekkingu og dómgreind á fólk en aðrir. Því er bömum og unglingum hollt að horfa á frásagnir úr raunveruleg- um eða ímynduðum heimi, ef listrænum tökum er beitt í mynd- inni eða sýningunni, það er ef efnið er ekki meðhöndlað á yfír- borðskenndan og ósannan, jafnvel afskræmdan hátt, sem gefur ósanna mynd af lífinu (sjá síðar). Hinar djúpskyggnustu bók- menntir, eins og skáldsögur Dostojefskís, leiða fram úr sálar- djúpum hulda leyndardóma, sýna manneskjuna og mannleg sam- skipti í nýstárlegu ljósi. Oft veldur slíkt hryllingi um mannlega ör- birgð, en Dostojefskí sýnir einnig aðra veröld, andhverfu andlegrar og líkamlegrar örbirgðar manns- ins, heim andlegs styrks, góðleika og skapandi gleði, sem lyftir þeim sem les (eða sér kvikmynd svip- aðra eiginleika). Og í því hefur sífelld barátta kristninnar við heiðindóminn verið fólgin um tveggja árþúsunda skeið, að leiða fram þennan heim, vinna honum fylgi. Á líðandi stund er sú barátta upp á líf og dauða, því öflugri sem rafeindatækni ljós- vakans verður. Mér segir svo hugur um, að forráðair.enn „fijálsrar" ljósvakatækni séu ekki síður áhugasamir um jákvæða, uppbyggjandi og skemmtilega starfsemi í þessum efnum en stjórnendur þjóðarsjónvarpsins. Sönn mynd af líf inu? En fleira getur gefið ósanna mynd af lífinu en lélegar kvik- myndir. Fyrrverandi kanslari Vestur—Þýskalands, Helmut Schmidt, sagði í ræðu í L“ubeck nýlega, að áhrif sjónvarps á lýð- ræðið væru varhugaverð ef kjósendur dæmdu um stjórn- málamenn af útliti þeirra fremur en af sannfæringarkrafti hug- mynda þeirra. Þá gagnrýndi Helmut Schmidt það að frétta- sendingar sjónvarps sýndu heim- inn fyrst og fremst sem vettvang stórslysa, hamfara og afbrota. Þetta væri lífshættulegt lýðræð- inu. Það er alkunna að fasismi verð- ur til þegar menn sannfærast um að heimurinn sé að farast og ekki dugi annað en „að taka hlutina föstum tökum" til þess að koma honum á réttan kjöl. Þá helgar tilgangurinn meðulin, jafnt á sviði trúarhrejrfinga sem í málefnum þjóðfélagsins. Sterk eru áhrif sífelldra sýninga fréttasendinga á hvers kyns ofbeldi, barsmíð, morðum, blóðsúthellingum og lim- lestingum. Róstur urðu í franskri nýlendu í ágústlok, og ekki dugði minna á fréttastofu Sjónvarps en að sýna sömu kvikmjmdina tvö kvöld í röð er sýndi lögreglu beija saklaust fólk kylfum. Varla var myndin frétt nema í fyrra skiptið, í síðara sinnið var hún orðin áróður fréttastofu um til- tekna sýn á heiminum. Efast ég stórlega um að sú sýn sé sönn. Beygur gagnvart framtíðinni Kann að vera að bömum og ungmennum sé vakinn beygur við framtíðina með síendurtekn- um sýningum fréttastofa á hryðjuverkum og ofbeldi hvað- anæva úr heiminum. Ef sprengja springur í Bombey og sundurtætt- ar líkamsleifar í Beirút blandast við fljótandi blóð á asfaltinu í París, — ef þetta er dagleg fæða bansaugum í sjónvarpsfréttum, er hætt við að ungar sálir fái rang- hugmyndir um sína eigin framtíð og þeim standi uggur af þeim heimi sem þau eru að leggja út í. Hungerford—morðin hafa orðið mönnum umhugsunarefni í Bret- landi. Langt er frá því að ástæður þeirra séu ljósar. Alls ekki er sannað að geðsjúkur morðinginn hafi verið undir áhrifum sjón- varpskvikmyndar. En forráða- mönnum sjóvarpsstöðva þar í landi þótti þessi atburður nægi- legt tilefni þess, að þeir tækju til endurmats sýningar á ofbeldis- myndum. Ég er þess fullviss að forráðamenn stöðvanna tveggja hér á landi eru að hugleiða þessi mál fyrir sitt leyti. Lokaorð Þeim er mikil ábyrgð á höndum sem velja efni á heimilisskjáina. Ekki efa ég að þeir sem starfa að því vilji vera ábyrgð sinni trú- ir. En mál þessi eru ekki einföld í sniðum. Okkur á heimilunum, við móttökustöðvarnar, er nefnilega búin mikil ábyrgð líka. Okkar er einnig að velja og hafna. Allir vita hvað er ljótt og hvað fagurt. En stöðugt sjón- varpsgláp slævir tilfinninguna fyrir muninum þar á milli. Sjón- varpsstöðvarnar verða að kapp- kosta að koma til skila inn á heimilin góðu efni. Og það gera þær oft. Allnokkuð er af góðu efni í sjónvarpsstöðvunum tveim. En margt vekur samt til um- hugsunar. Sú umhugsun er til- gangur minn með því að rita þessa grein. Ég vil engan meiða né móðga. Én mér finnst ekki að seglabúnaðinum sé hagað af nægilegri visku og ráðdeild þegar skipinu er beitt upp í vindinn í gjörningaveðri samtíðarinnar. Dr. Þórir Kr. Þórðarson er prófessor í gamlatestamentis- fræðum. Hann á fjórtán „afa- börn“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.