Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 4 liggja í tjaldi á milli risastórra húsbíla eða húsvagna, brynjuðum loftnetum og alls konar „nauð- synlegum" nútíma þægindum. Á flestum tjaldstæðum fá húsvagn- arnir rafmagn, vatn og aðgang að kapalkerfi sjónvarps, en auk þess aðgang að þvottahúsi og sturtu. Við komumst að því á þessum fyrsta gististað okkar að sumir bjuggu þarna mánuðum saman og fluttu svo ríki úr ríki í leit að vinnu, en áttu hvergi fast heimili. Að morgunverk- unum loknum Þegar við litum svefnþrungnum augum út yfir tjaldskörina í morg- unsárið blasti við okkur eitt vind- laust dekk og litlu síðar varð það ljóst að við yrðum að kaupa slöngu. Þá bárust okkur stunur miklar frá tjaldinu, en þar lá eldri sonurinn þrútinn af kverfi og öðr- um bakteríum, en hann hafði farið í sundlaugina, ískalda og skítuga, þrátt fyrir áköf mótmæli okkar foreldranna og saup nú seyðiö af því. Þegar morgunverkunum var lokið og ný slanga komin í dekkið lögðum við af stað á ný. Við höfð- um lítinn áhuga á að skoða bæinn nánar, því að okkur fannst hann frekar óaðlaðandi. Það var ekki hlaupið að því að finna réttu leiðina út úr bænum því að allskyns illa merktar slauf- ur voru á veginum, en okkur tókst það þó að lokum. Landsiagið var sem fyrr eyðilegt., einstaka sveita- bæir, bílarusl og að því er virtist endalausar sléttur. Lítið virtist vera af ræktuðu landi; mest líktist þetta órækt eða e.t.v. beitilandi, en smám saman varð jarðvegurinn sendnari og að lokum fannst okkur við vera komin í hálfgerða eyðimörk. Við höfum viðdvöl í smábænum Moneta, íbúatala merkt á spjald, 10 manns. Þarna keyptum við ís og súkkuiaðimjólk, sem við hentum reyndar fljótt því að hvort tveggja var orðið óætt af of langri geymslu. Við ókum í vestur allan daginn og nálguðumst nú óðfluga fjöllin. Umhverfið fór smám saman að breytast, trjáþyrpingar hér og þar, einstöku bjálkakofar og þegar við nálguðumst bæinn Riverton ókum við framhjá nokkrum glæsi- legum sveitasetrum. Riverton-bær minnti okkur einna helst á Borg- arnes, þó að enginn væri sjórinn; þjónustumiðstöð fyrir bændur í grænum lundi. Við höfðum að sjálfsögðu viðdvöl í stórmarkaði, keyptum á grillið og glænýja upp- skeru af maískorni. Við vorum nú farin að þreytast nokkuð, enda komið fram á miðjan dag. Sólin var að steikja okkur í bílnum og hreyfingarleysið lagðist illa í strákana. Fjöllin birtust nú eitt af öðru í öllum regnbogans litum. Jarðlögin mynduðu undarlega litasamsetningu og stundum voru þau eins og skástrik í fjöllunum. Ef maður málaði þetta svona myndi enginn trúa því að það væri svo í raun og veru. Umhverfið var stórbrotnara og fallegra með hverri mílunni sem leið, enda vor- um við farin að klífa brekkur og bruna niður gil. í einni lægðinni stóðumst við ekki freistinguna og fórum út. Okkur leið vel í návist fjallanna og lækur sem liðaðist þarna dró að sér athygli strákanna sem strax voru komnir út í hann miðjan. En það var einn galli á gjöf Njarðar. Jörð og runnar voru þakin herská- um maurum og öðrum ófögnuði sem fældu okkur fljótt inn í bílinn aftur. Teton-fjöll, Alpa- fjöll Ameríku Við ókum nú upp á milli fjall- anna og fikruðum okkur ofar og ofar. Efst í Togwotee-fjallaskarð- inu lá snjór yfir öllu og fallegt var um að litast. Það var glampandi sól en fremur kalt loft þarna uppi, enda vorum við komin í 9.658 fet yfir sjávarmáli. Þegar við höfðum farið í gegnum skarðið lá leiðin niður skógivaxnar hlíðar og fljót- lega vorum við stödd við inngang- inn á Teton-garði sem liggur fyrir neðan Yellowstone-þjóðgarðinn. Teton-garðurinn er gríðarlangur, 50 mílur, og liggur í dalnum Jackson Hole. í vatninu Jackson Lake sáum við Teton-fjöll speglast í kvöldkyrrðinni. The Grand Tet- ons stinga dálítið í stúf við önnur fjöll í nágrenninu, gróðurlaus, ljósgrá með ellefu hvössum tind- um, en sumir hafa kallað þau Alpafjöll Ameríku. Ýmsar tegund- ir fugla voru á sveimi í kringum vatnið og sumir fuglanna svo spakir að hægt var að mynda þá á örstuttu færi. Það var freistandi að láta þarna staðar numið í bili, en við höfðum bitið það í okkur að gista í Yellowstone og héldum því áfram enn um stund. Það kom þó í ljós, að tjaldstæði voru ekki leyfð þar nema í útjöðrum garðsins þar sem tjaldbúar höfðu nokkrum sinnum lent. í klóm bjarndýra inn- ar í garðinum. Þegar við vorum komin til Alaska heyrðum við nokkrar hroðalegar sögur af við- skiptum bjarndýra og ferðamanna og um miðjan ágúst varð erlend ferðakona bjarndýri að bráð í Yellowstone Park. Við fundum indælis stað á mörkum Teton og Yellowstone sem kallast Flagg Ranch og þar hugðumst við gista í a.m.k. tvær nætur. Á öllum þeim tjaldstæðum sem við dvöldum á voru eldstæði og oftast var auðvelt að finna eldi- við. Við hættum okkur þó ekki of langt inn í skóginn, því að auðvelt er að villast og aldrei að vita hvar bangsi kann að leynast. Þegar við höfðum safnaö saman nógu mörg- um viðarkubbum fyrir kvöldið og ætluðum að kveikja eldinn kom í ljós að eldspýturnar voru búnar. Við vissum að verslunin átti að loka eftir 5 mínútur svo ætlunin var að ræsa bílinn í hvelli en hann var þá steindauður, geymirinn tómur. Við ýttum og ýttum en ekkert gekk og þegar „húddið" var opnað gaus upp mikil reykjar- svæla. Þegar fór að rofa til sáum við okkur til mikillar skelfingar að geymirinn var svo gott sem ór.ýt- ur. Við ákváðum að við værum of þreytt til þcss að hafa áhyggjur af þessu nýja óláni og geymdum allt vol og vil til morguns. Jackson: Gamal- dags kúreki Við vorum ekki þau fyrstu sem fóru á fætur á Flagg Ranch- tjaldstæðinu þann 13. júní 1984. Mér er nær að halda að við höfum skriðið úr bólunum löngu eftir að Kanarnir fóru á stjá. Við vorum heldur ekkert sérlega bjartsýn þennan morgun. Á meðan ég nuddaði stírurnar úr augunum í sturtunni fékk Davíð gæslumann- inn til þess að gefa bílnum straum, en ekkert dugði. Eftir Tower Falls í Yellowstone Park. LONG ERFÖR Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir segir frá ferðalagi sínu, eiginmanns og tveggja sona frá Colorado til Al- aska, rúmlega 6000 km leið Fyrri hluti fundum við lítið, en þó þokkalegt tjaldstæði með lítilli koldrullugri sundlaug, sturtu og fleiri þægind- um. Því miður er tjaldstæðið stað- sett beint niðurundan hraðbraut- inni og hávaðinn slíkur að fólk með fulla heyrn á erfitt með að festa blund. Þrátt fyrir staðsetn- inguna tíndust inn ferðalangar allt kvöldið og að lokum var ekk- ert stæði laust. Við vorum einu tjaldbúarnir þarna eins og reynd- ar á flestum þeim stöðum sem við gistum á síðar. Það er ónotalegt að Togwotee-fjallaskaröið í Wyoming, 9.658 fet yfir sjávarmáli. Það var komið vor og náms- þreyta var farin að gera vart við sig þegar við ákváðum að taka því tilboði að hjálpa til við húsbyggingu norður í Alaska. Eftir nokkrar vangavelt- ur og útreikninga var önnur ákvörðún tekin, sú að fara akandi norður. Þann 11. júní 1984 lögðum við af stað frá Denver í Coloradi með tjald og annan viðleguútbún- að í skottinu á átta ára gömlum Ford Pinto á leið til Anchorage í Alaska. Leiðin milli þessara borga er löng, 3.800 mílur, eða rúmir 6.000 kílómetrar. „Einu sinni er nóg, þér tókst það,“ er yfirskrift auglýsingar frá skipafélagi í Al- aska, sem býðst til þess að sjá um flutning á bílum frá Alaska til Se- attle fyrir þreytta ferðamenn, sem treysta sér ekki akandi til baka og það eru orð að sönnu. Hafið með ykkur byssu Þó að Ameríkanar séu manna duglegastir að aka langar vega- lengdir er fátt sem peir óttast meira en að aka á ómalbikuðum vegum. Denverskir kunningjar okkar voru yfir sig unúrandi á þessari dirfsku okkar og gáfu okkur „góð“ ráð. Takið með ykkur byssu, a.m.k. tvö varadekk. tvær viftureimar, auka þetta og auka hitt. Þeir bjuggust ekki við því að bíllinn kæmist alla leið auk þess sem sumir héldu því fram að mikl- ar líkur væru á því að við yrðum drepin á leiðinni, annað hvort af vilitum dýrum eða trufluðu fólki. Við létum okkur þó fátt um finn- ast, fórum byssulaus af stað með eitt varadekk, auka viftureim og síðast en ekki síst full bjartsýni. Wyoming Við yfirgáfum Denver í sólskini en sólin var okkar förunautur mest alla leiðina. Við tókum stefn- una beint í norður, eftir hraðbraut 1-25 með Klettafjöllin á vinstri hlið og slétturnar miklu á þá hægri. Umhverfiö var frekar ein- hliða; flatlendi og sveitabæir, ein- stöku sjnnum lítil þorp og gamlir bilar og annað rusl í haugum hér og þar. Eftir um það bil tvær klukkustundir vorum við komin til Wyoming, sem virðist vera mikið landbúnaðarríki. Nú var orðið lengra á milli bæja, en Wyoming er frekar fámennt ríki miðað við stærð, með tæpa 470 þúsund íbúa. Einstöku sinnum skreyttu hæðir og klettóttir hólar útsýnið, kannski má kalla þetta fjöll en fátt var það sem gladdi augað fyrstu tvo daga ferðalagsins. Við höfðum ákveðið í upphafi að leggja hart að okkur í byrjun og linna ekki látum fyrr en komið væri til þjóðgarðsins Yellowstone Park, sem liggur í norðvestur- horni Wyoming og teygir sig upp til Montana. Við leyfðum okkur þó að nema staðar einstöku sinnum til þess að njóta veðurblíðunnar og spjalla við aðra ferðalanga, en af þeim var svo sannarlega nóg. Einu sinni tókum við tali tvo hressa flutningabílstjóra. Annar þeirra var að fara með rör til Alaska og bauð hann strákunum okkar að sitja á rörunum ef þeir vildu, en þeir tóku heldur dræmt í það. Þessir heiðursmenn vöruðu okkur við snjó í Montana því það hafði vorað seint og snjóað allt fram í júní, en sem betur fer kom aldrei til þess að við þyrftum að tjalda á snjóbreiðu. Cheyenne er höfuðstaður Wy- oming-ríkis og liggur skammt frá mörkum Colorado og Wyoming. Hér er mikil kúrekamenning og að sjálfsögðu er hestaat aðaluppá- koma sumarsins. Við ókum þó í gegnum borgina án þess að rekast á Clint Eastwood og þá félaga en fyrsta degi ferðalagsins lauk í Casper, sem er stærsti bær Wy- oming-ríkis. Dráttarvélar og önn- ur landbúnaðartæki virtust vera aðalsöluvarningur þessa staðar og viðgerðarverkstæði voru á hverju strái. Inn á milli verkstæðanna 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.