Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 koma eða fara ef ske kynni að nafn hans tengdist þeim kvitti um friða- rumleitanir sem gengur. Dr. G kom kl. 1.15 og var héma þar til um sexleytið er hann ók af stað í úr- hellisrigningu. Þá stóð yfirmaður- inn vörð við ytra hliðið en varðmönnunum var haldið í burtu. (Ummæli Malones um ástæður þeirrar leyndar sem hvíldi yfir heim- sókninni eru byggðar á misskiln- ingi.) Churchill vildi gera þinginu fulla grein fyrir ferð Hess en her- málaráðuneytið hélt aftur af honum, en þar töldu menn að Þjóð- veijar kæmust í bobba ef engar fréttir bærust. 15. júní. Um kl. 2 eftir miðnætti kvaðst Z vilja tala við mig. Honum var sagt að ég gæti ekki komið því að ég væri á vakt. Þá kvaðst Z vera með nokkur bréf sem hann vildi láta mig geyma fyrir sig. Stephen, einnig úr skoska varðlið- inu, spurði hvers vegna og hann svaraði því til að verið væri að eitra fyrir sér. Stephen sagði að það væri kjaftæði og þeir rifust heiftar- lega. Z dró fram meðalaflösku fulla af viskíi og á miðanum á henni var hauskúpumerki sem hann hafði teiknað eftir lokaðri flösku sem hann hafði nýlega fengið. Hann sagði að í flöskunni væri eitur. Stephen sagði að það væri vitleysa og drakk dálítið úr henni en við það varð Z æstur, greip um handle-ggi hans og sagði: „Ég bið þig að láta þetta ógert.“ Stephen kláraði úr flöskunni og það sem eftir var úr stóru flöskunni og sendi síðan eftir annarri flösku sem þeir drukku báðir úr. Stephen varð að lokum mjög „reiður“ og greip til þess ráðs að öskra. Að lokum öskraði hann með miklum rosta á þýsku, „ver- stehen", við það róaðist hann. Stephen sagði að hann hugsaði eins og ómerkileg og illa menntuð skrif- stofublók. Stephen er nú fyllilega sannfærður um að Z sé geðveikur. Yfirmaðurinn sagði mér að ég ætti að fara á fund Z. Hann var í fullum skrúða þýska flughersins — ljósbláum jakka og gúlpandi buxum í dálítið dekkri lit með silfurlita axlaborða, gullstjörnumar sínar og þijú ermamerki. Hann endurtók grunsemdir sínar og í þetta sinn hafði hann illan bifur á lækninum, herlækninum. Ég reyndi að fá hann til að skilja hversu fáranlegar þess- ar hugmyndir hans væru. Hann lét mig fá bréfin sín sem hann bað mig að senda „foringjanum" og konu sinni ásamt tveimur afritum sem hann bað mig að geyma í leyn- um og fara með til Þýskalands í stríðslok. Stökk yf ir handriðið 16. júní. (Úrdráttur úr afriti af skýrslu sem einn af yfirmönnum Malones gaf æðsta yfirmanninum í búðunum.) Kl. 04.00 kallaði Z inn úr herbergi sínu og bað varðmann- inn um að sækja lækna. Læknar komu strax. Liðsforinginn sem var á vakt stóð við hliðið fyrir innan grindurnar þegar varðmaðurinn opnaði hurðina fyrir lækninum. Um leið og hurðin var opnuð ruddist Z út úr svefnherbergi sínu, ýtti lækn- inum til hliðar og kom þar með í veg fyrir að hann gæti nokkuð að- hafst. Hann hentist yfír handriðið og hafnaði á næstu hæð fyrir neð- an. Z var í einkennisbúningi sínum. Hann kom þungt til jarðar og fór þegar í stað að hrópa og stynja. Læknirinn gaf honum morfín- sprautu. Murray majór, skurðlækn- ir í hernurn, kom á vettvang, skoðaði Z, gaf honum aðra morfín- sprautu og lét vinstri fótlegg Z í spelkur og naut við það aðstoðar Dicks majórs, en fótleggurinn virt- ist hafa brákast ofarlega. Því næst var sjúklingurinn borinn upp í her- bergi sitt og lagður á her- mannabedda. 16. júní. (Úrdráttur úr skýrsl- unni sem Malone gaf æðsta yfir- manni sínum um samtal sitt við Hess eftir að sá síðarnefndi gerði tilraun til að fyrirfara sér.) Z kvaðst hafa skrifað fjölskyldu sinni og skýrt frá því hvers vegna hann ætlaði að gera það sem hann gerði, þ.e. hann vildi ekki sturlast í Eng- landi. Hann var sannfærður um að hann væri að truflast andlega og að sú truflun yrði varanleg. Hann hafði orðið var við upphaf þessarar þróunar og vissi til hvers hún myndi leiða. Þetta hafði allt byijað fyrir 10 dögum með mjólkurglasinu, sem Hess hélt að innihéldi eitur). Þá hefðu viðbrögðin orðið alvarleg en hann hefði náð sér. Onnur tilraun með viskíi og pillum hefði verið miklu árangursríkari. Þá hefðu við- brögðin verið svo mikil að hann hefði verið alveg ruglaður um stund. Hann sagði að þriðja tilraun- in væri óhjákvæmileg og myndi leiða til þess að hann missti vitið algerlega. Ég sagði: „Þú ætlaðir þó ekki að stytta þér aldur?“ Hann kvaðst vissulega hafa ætlað að stytta sér aldur og hefði enn í hyggju að gera það. Hann gæti ekki sætt sig við að verða sturlaður. Með því að fyrir- fara sér kæmi hann fram eins og sannur karlmaður. Hann vissi að hann hefði hegðað sér eins og kven- maður að undanförnu. Hann hefði hegðað sér eins og karlmaður fyrst eftir að hann kom hingað. En síðan tók við tímabil svefnleysis, svefn- leysis, svefnleysis og hann var að brotna niður vegna áhrifa frá áfengi og lyfjum. Ég. sagði að hann hefði lofað Foringjanum að fyrirfara sér ekki. Hann sagði: „Ég gef þér drengskap- arheit um það að ég lofaði engu. Ég skrifaði bara að ég hefði gert það í bréfi til hertogans af Hamil- ton, því að ég vissi að það myndi fréttast og koma í veg fyrir að menn reyndu að drepa mig.“ Ég sagði: „Gerirðu þér ljóst hversu hræðilegar afleiðingar það hefur fyrir breska stríðsfanga ef þú deyrð? Hann sagðist gera sér það ljóst en hann gæti eigi að síður ekki sætt sig við að sturlast. 18. júní. Z sendi eftir mér síðdeg- is og sagði mér enn og aftur frá grunsemdum sínum um lækninn. Þá kvaðst hann halda að Wallace, Foley og Bames væru góðir og heiðarlegir menn en þeir hefðu ver- ið dáleiddir svo að þeir vissu ekki hvað fram færi. Hann lýsti fyrir mér erfiðleikum sínum við að hafa þvaglát og taldi að það væri lækn- unum að kenna. Þeir ætluðu að láta hann sturlast af sársauka. Þá sagði hann mér frá því hvemig læknirinn reyndi að „svívirða" hann með því að reyna að láta slöngu upp eftir getnaðarlim hans án þess að gefa honum anestik og þeir hefðu neitað að gefa sér atrópín. Hann sagði að læknirinn og annar með honum hefðu hlegið og kallað sig kveif. Ég sagði að verið væri að kaupa atrópín og að Rees ofursti, háttsettur læknir í hernum, væri á leið niður. „Nei,“ sagði hann. „Rees ofursti kemur ekki.“ Hann kvaðst hafa áttað sig á því síðast að Rees ofursti gerði sér grein fyrir að ver- ið væri að eitra fyrir honum en hann gæti ekkert við því ge: t og _____________________________25 hann fengi ekki að koma aftur. Þegar hér var komið bankaði vörð- urinn á dyrnar og sagði að verið væri að hringja. Það var Rees ofursti. 28. júní. Z sagðist enn vera viss um að menn væru að reyna að eitra fyrir sér — til dæmis hefði verið eitur í glúkosanum sem hann hefði tekið inn. Hann spurði mjög hik- andi hvort ég myndi vilja borða dálítið af glúkósanum. Það væri mikil áhætta. Ég sagði að það væri sjálfsagt, sletti glúkosa í vatnsglas að einum þriðja og fyllti það svo með vatni. Ég drakk þetta í einum teyg. Þá náði hann í töflu og spurði hvort ég gæti tekið hana inn — hann sagði að þetta væri meðal sem kæmi í veg fyrir að hann gæti kast- að af sér vatni. Ég gleypti töfluna líka. Á meðan horfði hann á mig og í svip hans var bæði ákafi og kvíði. 29. júní. Ég fór upp í herbergi Z til að sýna honum að allt væri í lagi með mig þrátt fyrir ummæli hans um glúkosann og töflurnar. Hann var þreytulegri og rauna- mæddari en í gær. Hann bað mig að halda kyrru fyrir í nokkrar mínútur. Hann sagði: „Ef ég geng af vitinu og dey einhvern næstu daga viltu þá lofa mér því að fara til hertogans af Hamilton og fá hann til að biðja kónginn um að láta skoða mig til að sjá hvaða eit- ur ég hef verið látinn taka inn? Ég sagði að það væri sjálfsagt svo framarlega sem ég fengi til þess leyfi frá yfirboðurum mínum. „Yfir- mönnum þínum. Þú ert háttsettur maður og kóngurinn hefur fyrir- skipað þér að sjá til þess að öryggi mitt sé tryggt." „Það er alveg rétt og það er einmitt þetta sem við gerum. Allir með tölu." (Observer — G.E. þýddi.) Laugalandsmeyjar og kennarar Nemendamótið 2. október nk. verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri og verður húsið opnað kl. 18.00. Það stefnir í metaðsókn hjá okkur. Ef einhvert ykkar, sem þegar hefur látið skrá sig sér fram á að komast ekki, þá tilkynnið það vinsamlegast strax. Frekari upplýsingar veita Þóra í síma 96-23005 og Alda í síma 96-21236. Framkvæmdanefndin. brother tölvu prentarar Brother tölvuprentarinn aö gorö M-1709 hefur sérstööu á markaönum aö þvf leytl aö hægt er aö prenta á laus blöö, t.d. bröfsefnl, án þess aö taka samhangandl form úr, t.d. nótur. Allir Brother prentararnlr eru meö bæöl serlal og paralleltengl. SKIPHOLTI 9 S 622455 & 24455 r Opera- unneiÉr Óperukvöld öll sunnudagskvöld í vetur Kristín Sigtryggsdóttir syngur í kvöld Borðapantanir í síma 29499 BESTAUQANT LA.KJARGOTU 2, II HAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.