Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 49
I'
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
49
SAMVINMJíCVs^
W& VERABETRI*
MVxS 1 m JLm\ -siAva>TAt.ÁBtAPS)po>- 3
Sambandið
g-efur út
fréttablað
ÚT er komið blaðið Samvinnu-
fréttir, gefið út af Sambandi
ísienskra samvinnufélaga. Blaðið
er fyrst og fremst ætlað starfs-
mönnum samvinnufyrirtækja og
félagfsmönnum í samvinnufélög-
unum.
í frétt frá Sambandinu segir, að
þetta fyrsta tölu blað muni berast
samvinnustarfsmönnum og síðar
öllum heimilum þar sem fyrir eru
starfsmenn og/eða félagsmenn í
samvinnuhreyfingunni.
Meðal efnis í blaðinu er viðtal
við Guðjón B. Olafsson, forstjóra
Sambandsins, samanburður á fjölda
heildsölu- og smásöluverslana og
hvemig lagerhaldi þeirra er háttað.
Sagt er frá strandeldisstöðinni Is-
landslaxi. Greint er frá drögum að
starfsmannastefnu fyrir samvinnu-
fyrirtæki, „hestakaupfélagi"
Bðuvörudeildar og fjármögnunar-
fyrirtækinu Lind.
Samvinnufréttir eru litprentaðar
og 16 síður að stærð. Blaðið er
prentað í 10. þúsund eintökum.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Her-
mann Sveinbjömsson, kynningar-
stjóri Sambandsins.
Hitaveita Reykjavíkur:
Fyllt upp í
gamlar holur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að fylla
upp í og loka fyrir nokkrar gaml-
ar hitaveituholur, sem ekki eru i
notkun lengur, vegna hættu á
mengun. Holumar voru flestar
boraðar á árunum 1950 til 1965
og eru bæði minni og þrengri en
þær holur sem nú eru i notkun,
að sögn Jóhannesar Zoöga hita-
veitustjóra.
Jóhannes sagði að hætta væri á
að yfírborðsvatn eða sjór kæmist inn
í vinnsluholumar. „Til reyna að koma
í veg fyrir það er steypt upp f gömlu
holumar og þeim lokað eða þá að rör
er steypt niður í gegn um þær sem
eru æskilegar til hitastigsmælinga,"
sagði Jóhannes. Eftir að farið var að
dæla úr holunum á árunum 1965 til
1967 minnkaði vatnsmagnið. Voru
þær þá lagðar niður og aðrar nýrri
og stærri holur tóku við.
Gamlar holur við Miklatún, við
Njálsgötu á móts við Rauðarárstíg
og hola á baklóð við Sfjömubíó fá
sömu meðferð í haust og vetur.
NÁMSTEFNA Á VEGUM
IÐNLÁNASJÓÐS
29. SEPTEMBER 1987
Tðnlán^jöðs 29‘ '
Iðnlánasjóður boðar til námstefnu um útflutn-
ing, þriðjudaginn 29. september 1987 á Hótel
Sögu. Námstefnan er haldin í samvinnu við
danska ráðgjafafyrirtækið AIM Management
sem hefur annast undirbúning og fram-
kvæmd námráðstefnunnar að mestu leyti. Á
námstefnunni munu danskir og íslenskir
útflytjendur flytja erindi og greina frá eigin
reynslu á sviði útflutnings.
Á námstefnunni verður einnig fjallað um
gengisáhættu í útflutningi og lán og trygg-
ingar sem íslenskum útflytjendum standa til
boða. Innan Iðnlánasjóðs hafa verið stofnaðar
sérstakar deildir á síðustu árum til að sinna
þessum verkefnum. Þær eru: Vöruþróunar-
og markaðsdeild, sem styður meðal annars
gerð kynningarefnis og þátttöku íslenskra
framleiðenda á sýningum erlendis, og Trygg-
ingardeild útflutningslána, sem eykur mjög
öryggi og svigrúm útflytjenda hérlendis. Loks
verður á námstefnunni greint frá þeirri þjón-
ustu sem Útflutningsráð íslands veitir ís-
lenskum útflytjendum.
DAGSKRA
09:00 SIGURÐUR R STEFÁNSSON
Skráning þátttakenda framkvæmdastjóri Verðbréfa-
og afhendlng gagna. markaðar Iðnaðarbankans
09:15 14:35
Námstefnan sett Kaffi
JÓN MAGNÚSSON 14:50
formaður Iðnlánasjóðs Fjárhagalegur atuðnlngur
09:25 BRAGl HANNESSON
Mikilvægi útflutnings bankastjóri Iðnaðarbankans
FRIÐRIK SOPHUSSON 15:10
iðnaðarráðherra Útflutningaráð falanda
09:35 ÞRÁINN ÞORVALDSSON
Undirbúningur undir framkvæmdastjóri Útflutn-
útflutning ingsráðs íslands
HENRIK MÖLLER 15:40
forstjóri AIM Management A/S Hlé
10:05 15:45
Kaffi falensk reynala
10:20 EYJÓLFUR AXELSSON
Undlrbúningur undlr forstjóri Axis
útfiutning 16:15
HENRIK MÖLLER íalenak reynala
11:05 ÓSKAR MARÍUSSON
Hlé forstjóri Málning hl.
11:15 16:45
Reynala frá Þýakalandl falenak reynala
UFFE STEEN MATHIESEN SIGURÐUR JÓHANNSSON
markaðsstjóri Dansk Biscuit Co. forstjóri Iceplast
A/S 17:35
12:00 Lokaávarp
Hádegiaverður JÓN MAGNÚSSON
13:30 formaður lðnlánasjóðs
Reynala frá Bretlandl 17:40
ANDREAS NIELSEN Síðdeglaboð
forstjóri Daloon A/S Fundaratjóri
14:15 VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON
JÓN MAGNÚSSON FRIÐRIK SOPHUSSON HENRIK MÖLLER
UFFE STEEN MATHIESEN ANDREAS NIELSEN SIGURDUR B. STEFÁNSSON
ÓSKAR MARÍUSSON SIGURÐUR JÓHANNSSON VÍGLUNDUR ÞORSTEINSSON
Genglsáhætta
t,mAoo.
formaður Félags íslenskra
iðnrekenda
<0>
IÐN lÁISIASJÓÐUR
IÐNAÐARBANKINN LÆKJARGÖTU 12, 101 REYKJAVlK,
SlMI 691800
Með einu simtali er hægt að breyta inn-
heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar-
gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu-
kortareikning mánaðarlega.
SÍMINN ER
691140
691141