Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C 218. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins William Casey Casey á banabeði: Fullkunnugl um greiðslur til kontra Wanhington, Reuter. BANDARÍSKA vikuritið U.S. News and World Report greindi frá því í gær að William Casey heitinn, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði á dánarbeði viðurkennt að haf a vit- að að greiðslur írana fyrir bandarisk vopn runnu i vasa skæruliða í Nicaragua. Þetta kemur fram í væntanlegri bók Bobs Woodward um „Leynistríð CIA, 1981-1987“. Einnig segir, að CIA hafi haft ýmsa þjóðarleiðtoga á launaskrá, þ. á m. Bashir Gemayel forseta Líbanons, sem féll fyrir hendi morðingja. Að auki hafi leyniþjónust- an upplýsingar um að Moammar Gaddafy Líbýuleiðtogi klæðist gjarn- an kvenmannsfötum. Leitir í Landmannalaugum Morgunblaðið/RAX Friðarumleitanir í Persaflóastríðinu: Baghdad, Washington, Bahrain, Reuter. ÞOTUR úr flugher íraka réðust í gær á tvö olíuskip á Persaflóa. Árásir þessar voru gerðar fáein- um klukkustundum eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fól Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra samtakanna, að reyna á ný að stilla til friðar með Irönum og írökum. Banda- ríkjamenn hafa sökkt írönsku herskipi sem þeir náðu á sitt vald á mánudag eftir að þyrlur höfðu tvívegis gert árásir á það. í tilkynningu íraka sagði að or- ustuþotur úr flugher þeirra hefðu ráðist á tvö skip skammt undan strönd íran. Af orðalagi mátti ráða að annað skotmarkið hefði verið risaolíuskip. Undanfarinn mánuð hafa írakar tilkynnt um 26 árásir á olíuskip á Persaflóa en þær höfðu legið niðri um nokkurt skeið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að veita Javier Perez de Cuellar umboð á ný til að freista þess að koma á vopnahléi í Persa- flóastríðinu, sem staðið hefur í sjö ár. Fyrr í mánuðinum átti de Cuell- ar fundi með ráðamönnum ríkjanna tveggja en þeir reyndust árangurs- lausir. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að hann teldi eng- ar líkur á því að íranir féllust á vopnahlé. „Eg tel að saman þurfi að fara vilji og þolinmæði en hún er af skomum skammti," sagði Shultz. Þrátt fyrir þetta samþykkti Bandaríkjastjóm að áfram yrði unnið að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að fá ríkin tvö til að fall- Noregur: Sovétmenn eyðileggja veiðarfæri Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara i Moreunblaðsins. SOVESK her- og kaupskip hafa eyðilagt umtalsverðan fjölda. veiðarfæra norskra sjómanna að undanförnu. Hafa sjómenn sem stunda veiðar undan eyjunni Senja i Norður-Noregi orðið fyr- ir miklum skakkaföllum. Sovésku herskipin hafa fylgst. með flotaæfingum Atlantshafs- bandalagsins, sem fram fara á þessum slóðum, og ganga undir kenniheitinu „Ocean Safari". Að sögn norskra sjómanna hafa sov- éskir kafbátar einnig eyðilagt veiðarfæri þeirra. „Við höfum hróp- að aðvörunarorð til Sovétmannanna og bent þeim á að veiðarfærin séu úti, en þeir láta það sem vind um eyru þjóta,“ segir Per Ole Benja- minsen, sem hefur misst veiðarfæri að verðmæti tugþúsunda norskra króna í hyldýpi hafsins. Litlar líkur eru á því að norsku sjómennimir fái tjónið bætt þar sem þeir hafa verið við veiðar á alþjóðlegu haf- svæði. Öryggisráð SÞ veitir de Cuellar umboð á ný Raffhdad. Wanhinolon. Bahrain. Reuter. ^ ast á vopnahlé. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hvatt til þess að gripið verði til refsiaðgerða og vopnasölu- banns gegn írönum þar eð þeir hafa neitað að virða ályktun Örygg- isráðsins um tafarlaust vopnahlé. Ástralía: Sovéskur njósnavagn Canberra, Reuter. ÁSTRALSKUR vamarmálasér- fræðingur hefur sakað Sovét- menn um að nota sendiferðabif- reið búna fullkomnum rafeindabúnaði til njósna um starfsemi ríkisstofnana í Ástralíu. Sérfi-æðingurinn, Desmond Ball, birti þessar ásakanir í tímaritinu Pacifíc Defence Reporter. Hann seg- ir Sovétmenn ítrekað hafa lagt bifreiðinni fyrir utan vamarmála- og utanríkisráðuneytin, skrifstofu for- sætisráðherrans og aðalstöðvar áströlsku leyniþjónustunnar. Sendi- ferðabifreiðin er að hans sögn hluti af umfangsmiklu háþróuðu njósna- kerfi Sovétmanna. George Bush í Póllandi: Horfur góðar þrátt fyrir fyrri vandamál Varsjá, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Varsjár í gær. Sagði hann við komuna að Bandaríkjamenn vildu hjálpa Pólveijum að ná þjóðarsátt, en þeir leituðust ekki við að skipta sér af pólskum innanríkismál- um. Kvað hann horfur góðar í Póllandi þrátt fyrir vandamál undanfarinna ára. Bush las stutta yfirlýsingu á flugvellinum í Varsjá og vísaði þar til tregra samskipta ríkjanna frá því að verkamannasamtökin Samstaða voru kveðin niður með herlögum árið 1981. „Ég er hing- að kominn í þeirri von að koma megi á traustu sambandi milli stjóma okkar,“ sagði Bush. Bush er háttsettasti embættis- maður frá Bandaríkjunum, sem komið hefur til Póllands í tíu ár. Heimsókn hans er talin bera batn- andi samskiptum Bandaríkja- manna og Pólveija á undanfömu ári vitni. Hann verður fjóra daga í Póllandi og mun meðal annars hitta Lech Walesa, leiðtoga ólög- legu samtakanna Samstöðu. Bush er talinn líklegastur til að hreppa útnefningu Repúblik- anaflokksins til forsetaframboðs í kosningunum 1988. Litið er á ferðalag hans sem hluta af kosn- ingabaráttunni og segja stjóm- málaskýrendur að varaforsetinn vilji sýna fram á að hann sé hæf- ur stjómmálamaður á alþjóðleg- um vettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.