Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 1

Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 1
112 SÍÐUR B/C 218. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins William Casey Casey á banabeði: Fullkunnugl um greiðslur til kontra Wanhington, Reuter. BANDARÍSKA vikuritið U.S. News and World Report greindi frá því í gær að William Casey heitinn, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hefði á dánarbeði viðurkennt að haf a vit- að að greiðslur írana fyrir bandarisk vopn runnu i vasa skæruliða í Nicaragua. Þetta kemur fram í væntanlegri bók Bobs Woodward um „Leynistríð CIA, 1981-1987“. Einnig segir, að CIA hafi haft ýmsa þjóðarleiðtoga á launaskrá, þ. á m. Bashir Gemayel forseta Líbanons, sem féll fyrir hendi morðingja. Að auki hafi leyniþjónust- an upplýsingar um að Moammar Gaddafy Líbýuleiðtogi klæðist gjarn- an kvenmannsfötum. Leitir í Landmannalaugum Morgunblaðið/RAX Friðarumleitanir í Persaflóastríðinu: Baghdad, Washington, Bahrain, Reuter. ÞOTUR úr flugher íraka réðust í gær á tvö olíuskip á Persaflóa. Árásir þessar voru gerðar fáein- um klukkustundum eftir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fól Javier Perez de Cuellar, framkvæmdastjóra samtakanna, að reyna á ný að stilla til friðar með Irönum og írökum. Banda- ríkjamenn hafa sökkt írönsku herskipi sem þeir náðu á sitt vald á mánudag eftir að þyrlur höfðu tvívegis gert árásir á það. í tilkynningu íraka sagði að or- ustuþotur úr flugher þeirra hefðu ráðist á tvö skip skammt undan strönd íran. Af orðalagi mátti ráða að annað skotmarkið hefði verið risaolíuskip. Undanfarinn mánuð hafa írakar tilkynnt um 26 árásir á olíuskip á Persaflóa en þær höfðu legið niðri um nokkurt skeið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur ákveðið að veita Javier Perez de Cuellar umboð á ný til að freista þess að koma á vopnahléi í Persa- flóastríðinu, sem staðið hefur í sjö ár. Fyrr í mánuðinum átti de Cuell- ar fundi með ráðamönnum ríkjanna tveggja en þeir reyndust árangurs- lausir. George Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að hann teldi eng- ar líkur á því að íranir féllust á vopnahlé. „Eg tel að saman þurfi að fara vilji og þolinmæði en hún er af skomum skammti," sagði Shultz. Þrátt fyrir þetta samþykkti Bandaríkjastjóm að áfram yrði unnið að því á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að fá ríkin tvö til að fall- Noregur: Sovétmenn eyðileggja veiðarfæri Osló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara i Moreunblaðsins. SOVESK her- og kaupskip hafa eyðilagt umtalsverðan fjölda. veiðarfæra norskra sjómanna að undanförnu. Hafa sjómenn sem stunda veiðar undan eyjunni Senja i Norður-Noregi orðið fyr- ir miklum skakkaföllum. Sovésku herskipin hafa fylgst. með flotaæfingum Atlantshafs- bandalagsins, sem fram fara á þessum slóðum, og ganga undir kenniheitinu „Ocean Safari". Að sögn norskra sjómanna hafa sov- éskir kafbátar einnig eyðilagt veiðarfæri þeirra. „Við höfum hróp- að aðvörunarorð til Sovétmannanna og bent þeim á að veiðarfærin séu úti, en þeir láta það sem vind um eyru þjóta,“ segir Per Ole Benja- minsen, sem hefur misst veiðarfæri að verðmæti tugþúsunda norskra króna í hyldýpi hafsins. Litlar líkur eru á því að norsku sjómennimir fái tjónið bætt þar sem þeir hafa verið við veiðar á alþjóðlegu haf- svæði. Öryggisráð SÞ veitir de Cuellar umboð á ný Raffhdad. Wanhinolon. Bahrain. Reuter. ^ ast á vopnahlé. Bandaríkjamenn og Bretar hafa hvatt til þess að gripið verði til refsiaðgerða og vopnasölu- banns gegn írönum þar eð þeir hafa neitað að virða ályktun Örygg- isráðsins um tafarlaust vopnahlé. Ástralía: Sovéskur njósnavagn Canberra, Reuter. ÁSTRALSKUR vamarmálasér- fræðingur hefur sakað Sovét- menn um að nota sendiferðabif- reið búna fullkomnum rafeindabúnaði til njósna um starfsemi ríkisstofnana í Ástralíu. Sérfi-æðingurinn, Desmond Ball, birti þessar ásakanir í tímaritinu Pacifíc Defence Reporter. Hann seg- ir Sovétmenn ítrekað hafa lagt bifreiðinni fyrir utan vamarmála- og utanríkisráðuneytin, skrifstofu for- sætisráðherrans og aðalstöðvar áströlsku leyniþjónustunnar. Sendi- ferðabifreiðin er að hans sögn hluti af umfangsmiklu háþróuðu njósna- kerfi Sovétmanna. George Bush í Póllandi: Horfur góðar þrátt fyrir fyrri vandamál Varsjá, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til Varsjár í gær. Sagði hann við komuna að Bandaríkjamenn vildu hjálpa Pólveijum að ná þjóðarsátt, en þeir leituðust ekki við að skipta sér af pólskum innanríkismál- um. Kvað hann horfur góðar í Póllandi þrátt fyrir vandamál undanfarinna ára. Bush las stutta yfirlýsingu á flugvellinum í Varsjá og vísaði þar til tregra samskipta ríkjanna frá því að verkamannasamtökin Samstaða voru kveðin niður með herlögum árið 1981. „Ég er hing- að kominn í þeirri von að koma megi á traustu sambandi milli stjóma okkar,“ sagði Bush. Bush er háttsettasti embættis- maður frá Bandaríkjunum, sem komið hefur til Póllands í tíu ár. Heimsókn hans er talin bera batn- andi samskiptum Bandaríkja- manna og Pólveija á undanfömu ári vitni. Hann verður fjóra daga í Póllandi og mun meðal annars hitta Lech Walesa, leiðtoga ólög- legu samtakanna Samstöðu. Bush er talinn líklegastur til að hreppa útnefningu Repúblik- anaflokksins til forsetaframboðs í kosningunum 1988. Litið er á ferðalag hans sem hluta af kosn- ingabaráttunni og segja stjóm- málaskýrendur að varaforsetinn vilji sýna fram á að hann sé hæf- ur stjómmálamaður á alþjóðleg- um vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.