Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
vinnu, var í skólanum á kvöldin, frá
klukkan sjö til ííu. Maður var nú
stundum heldur slappar í skólanum
eftir að hafa unnið úti allan daginn
en þetta hafðist. Ég lauk hús-
asmíðanámi á fjórum árum. Það var
merkilegur áfangi og líka svo hitt
að fá að læra. Árið 1939 máttu
fimm læra húsasmíði hér i
Reykjavík. Þá var atvinnuleysi og
þeir pössuðu uppá það eldri menn-
irnir í faginu að ekki kæmu of
margir nýir. En svo kom herinn og
þá breyttist allt. Ég held að við
höfum aðeins verið tveir sem luku
prófi, hinir fóru í vinnu hjá hern-
um.“
Fyrsta brúin sem Jónas hafði
yfirumsjón með smíði á var á Beru-
fjarðarströndinni. Dvölin eystra var
Jónasi mikill örlagavaldur því þar
kynntist hann stúlku sem hann
seinna giftist.
„Ég var sendur einn austur árið
1944 og hélt til á bænum Foss-
gerði meðan á brúarsmíðinni stóð.
Þorgerður Þorleifsdóttir, kona mín,
var þá kornung heimasæta í Foss-
gerði. Við kynntumst þá en hitt-
umst svo seinna í Reykjavík og
giftumst árið 1949, þegar ég var
nær þrítugur en hún rúmlega
tvítug.
Sumarið sem ég fór austur á
Berufjarðarströnd var mikið ferða-
lagasumar. Við byrjuðum á því um
vorið að breikka brúna yfir gömlu
Oxará áður en þjóðhátíðin yrði hald-
in. Það var rétt að við gátum lokið
verkinu og við vorum með tjöldin á
Þingvöllum meðan á þjóðhátíðinni
stóð. Svo fórum við norður í land
og alla leið austur í Fljótsdal og
byggðum þar tvær brýr, yfir Bessa-
staðaá og Hengifossá. Svo var ég
sendur einn austur eins og fyrr
sagði. A næstu árum var ég með
Sigurði Björnssyni við smíði á
mörgum stórbrúm, t.d. brúnum yfir
Ölfusá, Jökulsá á Fjöllum, Þjórsá
og fleiri stórár.
Á þessum árum dvaidi 'iaður
alveg um kyrrt á hveijum stað þar
til verkinu var að fullu lokið. Við
bjuggum í tjöldum sem voru bæði
með botnum og rúmstæðum. Ég
hef sofið fjörutíu sumur í tjöldum
en nú orðið sofum við í skúrum.
Lengi hafði ég skúr sem skrifstofu
en vildi miklu heldur sofa í tjaldi.
Eftir að ég gifti mig var konan
mín mjög oft ráðskona hjá okkur í
brúarvinnunni. Lengi framan af
þurfti tvær ráðskonur og var hún
oftast nær önnur þeirra. Hún kom
með krakkana með sér strax þeg-ar
þau voru orðin tveggja ára. Við
eigum sex börn, þar af eina tvíbura.
Þau sumur þegar krakkarnir voru
svo lítil að hún gat ekki verið með
þau í tjöldum, þá fór hún austur
til foreldra sinna og var með bömin
þar meðan ég var í brúarvinnunni.
Nú er brúarvinnuflokkurinn orðinn
fámennari og þá er aðeins ein ráðs-
kona svo konan mín hefur ekki
verið með mér á sumrin í seinni tíð.
Hér áður vom um tuttugu manns
í hverjum brúarvinnuflokki, þegar
unnið var við þessar venjulegu brýr.
Hjá mér hafa verið margir skóla-
strákar í vinnu öll þessi ár, og oft
fékk ég líka bændur úr sveitinni í
vinnu, sérstaklega á haustin.
Stundum var ég með enn fleiri
menn í flokknum t.d. þegar brúin
yfír Jökulsá á Breidamerkursandi
var byggð, einnig þegar unnið var
við smíði brúa á Skeiðarársandi en
þá vom brúarvinnuflokkarnir raun-
ar fleiri en einn.“
Jónas segir mér að brúarvinnan
sé fremur erfíð vinna og þung.
Unnið sé með mikið af svem timbri
og járni. Brúarvinna hefur þó að
hans sögn breyst mikið á þessari
hálfu öld sem hann hefur unnið við
hana. „Áður urðum við að framleiða
steypuna sjálfir, fyrst þegar ég
byijaði var allt hrært á bretti,“ seg-
ir Jónas. „Þá þurfti mikinn
mannskap, en svo komu steypu-
hrærivélar til skjalanna. Eftir
stríðið vom hrærivélarnar allsráð-
andi og þá komu líka kranar til að
hífa steypuna í mótin og lyfta ýms-
um tækjum. Svo komu gröfur og
fleira þess háttar, áður þurftum við
að handgrafa fyrir stöplum og það
var erfitt. Herinn kom með mörg
tæki hingað til lands. Við höfðum
þó lítil afskipti af hernum. Ég man
þó eftir að vorið 1941 vomm við
,y411ir
brúar-
smíðír
RÆTT VIÐ JÓNAS GÍSLASON BR ÚARSMIÐ
Jónas Gíslason heitir
maður sem S liðlega
hálfa öld hefur unnið
við brúarsmíði á fs-
landi. Hann hefur
byggt brýr yfir ár í
allflestum sveitum
landsins og þekkir
byggðarlög þess „næstum eins og
lófann á sér,“ eins og hann orðaði
það sjálfur er ég ræddi við hann
einn sunnudagseftirmiðdag á heim-
ili hans við Marbakkabraut í
Kópavogi. Hann er yfirleitt heima
hjá sér um helgar nú orðið en fer
í býtið hvem mánudagsmorgun aft-
ur í brúarsmiðina. Það er engin
spuming hvar sumardagar lífs hans
hafa liðið. Þeir hafa liðið í sól og
regni ísienskrar náttúm og ekki
glatað lit sínum í glímunni við að
brúa vatnsföll og torleiði svo sam-
ferðamenn hans gætu framvegis
gengið þurmm fótum sinn veg.
Sumarnóttunum hefur hann all-
flestum eytt undir blaktandi
tjalddúk, hvíldinni feginn eftirerfiði
dagsins.
Eiríkur Jónas Gíslason er fæddur
að Naustakoti á Vatnsleysuströnd
fyrir sextíu og sjö ámm. Þar bjuggu
foreldrar hans allan sinn búskap,
jörðin er nú komin í eyði en er í
eigu Jónasar og systra hans, þar
eiga þau sumarbústað. „Ég hef allt-
af verið bundinn átthögunum
sterkum böndum og átti reyndar
lögheimili þar löngu eftir að ég var
farinn burtu til vinnu,“ segir Jónas.
„Faðir minn Gísli Eiríksson, ólst upp
á Vatnsleysuströndinni, en mamma
var frá Skaldabúðum í Gnúpveija-
hreppi. Hún hét Guðný Jónasdóttir
og var fædd 1893. Jarðskjálftaárið
1896 hmndi bærinn á Skáldabúðum
og þá var heimilið leyst upp. Forldr-
ar hennar áttu ekki jörðina og fóm
því bæði í vinnumennsku en börnun-
um sex var komið fyrir hér og þar
nema því yngsta sem fylgdi móður-
inni. Éftir nokkur ár sameinaðist
fjölskyldan að nokkru leyti á ný er
hjónin fengu ábúð á jörðinni
Skrautási, skammt frá Hmna.
Á Vatnsleysuströndinni var það
sjórinn sem var aðalbjargræðið og
svo höfðu menn eitthvað af skepn-
um, við höfðum t.d. grasnyt. fyrir
eina kú og nokkrar kindur. Strax
og maður fór eitthvað að geta þá
fór maður á sjóinn. Skólaganga
mín var fjögur ár. Skólahúsið var
rétt hjá okkur og við höfðum góðan
kennara. Eftir fermingu fór ég í
vegavinnu á sumrin og þegar ég
var fimmtán ára fór ég fyrst í brúar-
vinnu og þá má segja að örlög mín
væm ráðin. Fyrsta brúin sem ég
tók þátt í að smíða var yfir Anda-
kílsá í Borgarfirði, hjá bænum
Ausu. Brúarsmiður var Sigfús
Kristjánsson. Eftir það var ég í
brúarvinnu á sumrin en heima á
veturna og réri á vertíð.
Ég var hjá Sigfúsi í brúarvinnu
í þijú sumur og fór þá hingað og
þangað um Vesturland, mér þótti
voðalega gaman að ferðast en tæki-
færin vom ekki mörg til þess á
þeim árum, svo þetta var mjög
gaman. Þegar ég var nítján ára
komst ég í nám í húsasmíði hjá
Sigurði Björnssyni brúarsmiði. Ég
fór þá í Iðnskólann á veturna með
Hengibrúin yfir Jökulsá á Fjöllum
Það er ekki að ófyrir-
synju að það er hefð á
íslandi að tala um að brýr
séu vígðar, einar mann-
virkja utan þeirra sem
hljóta kirkjulega vígslu.
Brúarvígsla er æfinlega
hátíðleg athöfn, þannig hef-
ur það verið allt frá því farið
var að brúa vatnsföll hér á
landi undir síðustu aldamót.
Að brúa er orðtæki sem
hefur yfir sér jákvæðan
hugblæ í íslenskri tungu.
Frá örófi alda torvelduðu
vatnsföll mönnum ferðir
milli bæja og landshluta og
þeir eru ófáir ættfeður okk-
ar sem týnt hafa lífi í
tilraunum til að vaða eða
sundríða straumharðar ár.
Það er því eðlilegt að það
hljcmi næstum eins og
fagnaðarboðskapur í orðun-
um, að brúa.
Við tölum ekki bara um
að brúa vatnsföll og torfær-
ur, við tölum um að brúa
bil á milli fólks og þjóða,
mynda loftbrú við önnur
lönd og segjum meira að
segja hneyksluð, ef við
heyrum einhverja vitleysu,
að það sé ekki heil brú í
þessu eða hinu. Eftir að
farið var að byggja brýr
yfir íslenskar ár þótti það
jákvæð og eftirsóknarverð
vinna að vera í brúarvinnu
og brúarsmiðir voru hvar-
vetna sérdeilis vel séðir í
sveitum landsins.
Jónas Gíslason í fullum herklæðum að stjórna smiði Borgarfjarðarbrúarinnar
\ilja byggja hengibrýi^