Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 38
J MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 TIL MOTS VIÐ FUGLASKOÐARA IBRJOSTVASANUM TEXTI OG MYNDIR: KRISTÍN MARJA Þeir komu til landsins hlédrægir og alvarlegir, alskeggjaðir með alpahúfur, vopnaðir sjónaukum og myndavélum og héldu á fuglabók- inni sinni eins og prestar á biblíu. Þetta voru meðlimir þýska fugla- verndunarsambandsins frá Ham- borg, tuttugu og sjö manns, karlar og konur sem eiga aðeins eitt mark- mið — að vernda fugla heimsins. Með þeim í förinni voru einnig tvær þýskar valkyijur sem ætluðu að sjá um að þau yrðu ekki hungurmorða á hjara veraldar, hvorug þeirra þó útlærð í eldamennskunni. Báðar voru frá Saarlandi, önnur kennslu- kona og ráðherrafrú, hin leikkona. Gamall íslandsdraumur hafði rekið þær út í óvissuna. Hópurinn ætlaði að ferðast um hálft landið á hálfum mánuði, bytja í Vestmannaeyjum, halda síðan í norðurátt til Mývatns og enda á Snæfellsnesi. Til aðstoðar þurftu þau þijá íslendinga, leið- sögumann sem jafnframt kunni skil á öllum fuglum landsins, bílstjóra sem þekkti vegina eins og línur lófa síns, og konu sem kynni þýsku og gæti aðstoðað valkyijum- ar við innkaup og eldamennsku. Þessi kona var víst ég. Fullsetin rútan renndi upp að hlaði heima hjá mér, leiðsögumað- urinn Ámi Waag bauð mig vel- komna og Kristján bílstjóri Jónasson tók við töskunum mínum. Fuglafræðingamir störðu á nýja kokkinn sem svitnaði í lófunum, en reyndi þó að bera sig mannalega og setti upp gríðarlegan matselju- svip. Gekk ákveðnum skrefum upp í rútuna og gætti þess að menn sæju í sleifina sem stungið hafði verið í bijóstvasann til að vekja traust 08r virðineru. Ferðin var hafin, haldið skyldi beint til Eyja. „Við fuglarnir“ í gijósti og næðingi seint á sunnudagskvöldi stóðu þeir á þilfari Herjólfs með sjónauka sína og góndu í norður og vestur. Flestir í vindjökkum með húfur, og þýska fjallgönguskó á fótum sér. Oðru hvoru var rekið upp fagnaðaróp, patað og bent, og þá beindust allir sjónaukarnir í sömu átt. Stundum var stunið af sælu. Nýja kokkinum skildist að þau hefðu séð einhveija máva. Annars vissi hann það ekki því hann þekkti bara dúfu og svan. Sáu haf örn og læddust eins og skæruliðar út úr rútunni. vinna beið nýja kokksins í matseld- inni. Þýskar húsmæður em ekki vanar að kasta til hendinni þegar um matartilbúning er að ræða. Þar er engu „bara hent“ í pottana. Ó nei, þar er sko tveggja tíma undir- búningur við að flysja, brytja, skera niður grænmeti og hreinsa salöt. Og svo vom það nestispakkamir sem fólkið tók með sér á daginn. íslendingurinn spurði hvort Þjóð- veijar gætu bara ekki étið samlokur eins og heimamenn, en það tók ráðherrafrúin ekki í mál. Sagði það absúlútt nauðsynlegt að fólkið fengi með sér hollt nesti þegar það væri úti svona allan daginn. Því var set- ið við það öll kvöld að skera niður tómata og gúrkur og osta í bitum, egg vom soðin, og stundum steikt- ar físk eða kartöflukökur — og svo komu samlokumar í ofanálag. Það var ekkilaust við að valda- barátta ætti sér stað fyrstu dagana í eldhúsinu. Ráðherrafrúin var með afbrigðum dugleg og stjómsöm eins og flestir hennar landar, en áttaði sig ekki á því hversu erfítt það er að tjónka við íslending, þ.e. hann lætur svo illa að stjóm. Því gekk á ýmsu þar til báðum aðilum skildist að skrattinn hafði hitt ömmu sína. Upphófst þá mikill vinskapur. Leik- konan aftur á móti var hin geðbesta og sveigjanlegasta kona sem stigið hafði niður fæti sínum á Fróni. Meðan skrattinn og amma hans gösluðust áfram með bmssugangi, þá gerði hún grín að öllu saman, og enduðu þá verkin ævinlega í hlátmm og ærslum. Þetta var fram- úrskarandi þrenning. Þreyta og hrotur Fuglaskoðaramir vom úti allan daginn með sjónaukana sína. Komu heim undir kvöldmat, borðuðu, fengu sér te og burstuðu skóna sína — önnur eins snyrtimenni fínnast ekki. Oftast fóm þeir síðan aftur í kvöldgöngu með kíkinn sinn, og ‘ fóm síðan snemma i háttinn. Stöku sinnum sátu þau þó saman og spjöll- uðu yfir pilsner eða þýsku víni. Þá vom stundum haldnir fyrirlestrar um jarðfræði íslands, lesið upp úr íslenskum þjóðsögum á þýsku, eða horft á myndband um íslenska hesta. Aðeins einu sinni urðu heitar pólitískar umræður og dróst þá Þýski fararstjórinn Hans Grube skimar yfir Breiðafjarðareyjar. Leikkonan Ulli (t.v.) og ráðherrafrúin Guðrún hrærðu með ákefð og þunga i þýsku baunasúpunni. En inni í hlýjunni sátu ráðskon- umar yfír kaffíbolla og við tókum tal saman, sögðum hver annarri ævisöguna og skipulögðum matseð- ilinn fyrir næstu daga. Varaform- . anni fuglavemdunarfélagsins var orðið kalt á nefinu þarna úti á dekki, settist því hjá okkur og hóf sinn fyrsta fuglafyrirlestur af mörgum. Okkur varð það strax ljóst að við skyldum kristnaðar á sem skemmstum tíma. Við fuglarnir hlustuðum með kurteisi á málflutn- in^pnn. í þýska fuglavemdunarsamband- inu eru um 130 þúsund meðlimir. Ríkið styður félagið að mestu fjár- hagslega, en þó er mikið um peningagjafir og styrki frá einstakl- ingum. Hamborg til dæmis, lætur árlega um eina miljón marka af hendi rakna til félagsins þar í borg, og um hundrað þúsund marka koma frá einstaklingum. Peningana nota þeir meðal annars til að kaupa lönd af bændum og friða þau. Því eru heilu jarðimar keyptar undir fugl- ana og þykir engum mikið. í þéttbýlu landi þar sem fólk fjarlæg- ist náttúruna jafnt og stöðugt og þar sem mengunin er stundum ógn- vekjandi þá er hver fugl dýrmætur. Fuglavemdunarmenn í Hamborg skiptast t.d. á um að vakta svæði þar sem grátrönuhjón halda sig. Aðeins 30 grátrönur eru nú í Þýska- landi og hefur þeim frekar farið fjölgandi eftir að menn tóku að gæta þeirra og vemda. Þeir sitja sumsé meðlimimir allan sólarhring- inn í Iitlu húsi og gæta þess að enginn óviðkomandi álpist inn á svæðið. Yfirleitt hafa þeir það ósköp notalegt þama, koma með kökur og brauð og rabba saman um áhugamál sitt. Flestir vinna þeir þetta í frítíma sínum, en þeir sem em komnir eru á ellilaun taka virku dagana. Kannski erfitt fyrir íslend- ing að skilja þetta, hann er jú vanur að skálma um allt sitt land eins og væri það hans persónulega eign, og auk þess rölta niður að tjörn þegar honum sýnist til að gefa önd- unum. Valdabarátta í eldhúsinu Við gistum á farfuglaheimilinu í Eyjum við ágætar aðstæður. Örlög matselja urðu ljós strax næsta morgun, hér eftir yrði bmnað á lappir löngu á undan hananum, því fólkið mátti engan tíma missa og vildi því fá morgunmatinn sinn eins fljótt og auðið var. Það var hins vegar álitamál hvort fuglarnir hefðu nokkuð flogið á undan þeim þótt þau hefðu komið aðeins seinna. Einnig varð það ljóst hvers konar háttatíminn fram yfír miðnætti. En það hefur sennilega verið of seint fyrir fólk sem fer alltaf á fætur á undan hananum, því flestum er minnisstætt að þá nótt var óvenju- mikið um hrotur. Á farfuglaheimilum sefur hver í sínum poka og yfirleitt í kojum þar sem aðstæður em bestar, karlarnir saman í stómm sal og konumar sér. Okkur ráðskonunum tókst þá ætíð að kría út lítið herbergi fyrir okkur, og eins var það með leið- sögumanninn og bílstjórann. Leið- sögumaðurinn sagðist ekki taka það í mál að sofa hjá öðm fólki, hann þyldi ekki hrotumar í því. Þessa umræddu nótt bámst þó kunnugleg hljóð frá honum sjálfum fram á ganginn, þótt hann kannaðist ekk- ert við þau næsta dag. Skrattinn og amma hans létu heldur ekki sitt eftir liggja og hmtu í takt, hátt og einarðlega. Leikkonan grét af 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.