Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 3
BUtaunblaMft /ÍÞRÓTTIR ÞKŒXJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987
B 3
KNATTSPYRNA / BELGIA
Guðmundur
lagði upp tvö
mörkfyrír
Winterslag
Arnór lék vel með Anderlecht
ANDERLECHT, lið Arnórs Guð-
hjonsen, gerði jafntefU 2:2 við
Beveren í belgísku knattspyrn-
unni um helgina. Arnór átti
góðan leik. Guðmundur Torfa-
son átti einnig góðan leik og
lagði upp tvö mörk fyrir Winter-
slag er lið hans sigraði Stand-
ard Liege 4:2.
Leikur Beveren og Anderlecht
var mjög skemmtilegur og
spennandi. Amór átti mjög góðan
leik og átti strax á fyrstu mínútun-
um góðan skalla
sem markvörður
Beveren mátti
þakka fyrir að verja.
Skömmu síðar náði
Nilis forystunni fyrir Anderlecht.
Beveren jafnaði fyrir hálfleik og
komst síðan yfír í upphafi seinni
hálfleiks. Tíu mínútum fyrir leikslok
náði fyrirliði Anderlecht, Janssen,
að jafna. Anderlecht sótti síðan það
sem eftir var leiks en án árangurs.
„Leikurinn var góður og spennandi
Frá
Bjama
Markússyni
i Belgíu
Arnór Guðjohnsan.
og ég er ánægður með mína
frammistöðu. Ég er þó ekki alveg
búinn að jafna mig af meiðsl-
unum,“ sagði Amór. Nýji þjálfarinn
hjá Anderlecht hefur nú fært Amór
af hægri kantinum og inn á miðj-
una. Amór sagðist vera ánægður
með þessa nýju stöðu.
Guðmundur Torfason átti mjög
góðan leik með Winterslag er liðið
vann Standard Liege 4:2. Guð-
mundur átti hjólhestaspymu
snemma í leiknum, en boltinn fór
rétt yfír. Hann lagði hins vegar upp
tvö mörk.
Önnur úrslit vom þau að FC Bmgge
vann Charlereoi 5:0 á heimavelli
og Antwerpen sigraði Waregen 2:1
á útivelli. Anderlecht, Bmgge og
Antwerpen em efst og jöfn með
16 stig eftir 10 leiki. Winterslag er
í 12. sæti með 8 stig.
Ursl!t/B14.
Staðan/B14.
Guðmundur Torfason.
FRJALSIÞROTTIR
Norðmenn bjóða
íslendingum
til landskeppni
NORÐMENN hafa boðið ís-
lendingum til landskeppni í
frjálsíþróttum í Noregi á
næsta ári. Hefur það ekki
gerst um langan aldur að ís-
lendingum sé boðiðtil land-
skeppni í frjálsíþróttum, þeir
hafa sjálfir þurft að sækjast
eftir slíkri keppni.
Landskeppnin verður háð í
bænum Málselv, sem er
skammt suður af Tromsö, 16. júní.
Þar mætast landslið Norðmanna
og Finna í karla- og kvennagrein-
um. Tveir keppendur verða í
hverri grein. Fijálsíþróttasam-
bandi íslands hefur nú verið boðið
að koma inn í keppnina sem full-
gildur aðili með karla- og kvenna-
lið, með tv^ keppendur í grein.
Treysti FRÍ sér ekki til að senda
fullt lið til keppninnar stendur
sambandinu engu að síður til boða
að senda hóp íþróttamanna, sem
myndu keppa sem gestir í einstök-
um greinum.
„Boð Norðmanna er ánægjulegt
og sýnir að nágrannaþjóðirnar
hafa veitt eftirtekt þeim miklu
framförum, sem íslenzkir frjálsí-
þróttamenn hafa tekið á síðustu
10 árum eða svo,“ sagði Ágúst
Ásgeirsson, formaður FRÍ í sam-
tali við Morgunblaðið.
„Á þessu stigi er ekki hægt að
segja hvort boði Norðmanna um
landskeppni við þá og Finna verði
tekið. Stjórn FRI bíður fyrst eftir
svari um landskeppni við Skota
og fleiri þjóðir í Édinborg næsta
sumar. Skotar hafa sýnt því
áhuga á að íslenzka landsliðið
komi þangað til keppni en niður-
staða fæst ekki í það mál fyrr en
undir næstu mánaðamót. Ef af
þeirri keppni verður býst ég við
að við sendum aðeins hóp okkar
beztu manna til Noregs," sagði
Ágúst.
HANDKNATTLEIKUR / 2. DEILD KARLA
Morgunblaöið/Júlíus
Willum Þór Þórsson, sem kunnari er fyrir iðkun knattspymu en handknattleiks, leikur með liði Reynis frá Sand-
gerði. Hér stendur hann í ströngu gegn HK um helgina — en HK vöm Kópavogsliðsins er þétt fyrir.
HK efst eftir sigra
í fyrstu leikjunum
Lið HK sigraði Reyni Sandgerði
f 2. deild handboltans á laugar-
dag 22:18 er liðin mættust í íþrótta-
húsinu í Digranesi.
Fyrri hálfleikur var
slakur af hálfu
beggja liða. Lítil
ógnun var í sóknar-
leiknum og mikið
um ónákvæm skot. Njarðvík var
oftar fyrr til að skora en leikurinn
Frosti
Eiðsson
skrifar
var allan tímann í jafnvægi og í
leikhléi var staðan 9:9.
Jafnræði var með lengst af síðari
hálfleiks en í lokin náði lið HK að
sigla framúr.
Með sigrinum er HK á toppnum í
deildinni eftir tvær umferðir. Liðið
þarf hinsvegar að taka sig verulega
frá leiknum á laugardag, ætli liðið
sér að halda áfram í baráttunni á
toppnum. Rúnar Einarsson átti
mjög góðan leik í vinstra hominu
hjá HK og gamli refurinn, Páll
Björgvinsson gerði ágæta hluti í
síðari hálfleiknum.
Homamaðurinn Viðar Amarsson
átti mjög góðan leik í liði Reynis.
Leikur liðsins byggist á miklu leyti
upp á Willum Þórssyni er átti
þokkalegan leik. Einnig var línu-
maðurinn Páll Björnsson seigur,
fískaði vítaköst og skoraði mörk
af miklu harðfylgi í síðari hálfleik
Sigbjöm skoraði 10
|Jj ftir jafnan fyrri hálfleik náðu
Eyjamenn fjögurra marka for-
skoti gegn Haukum, höfðu mark
yfir, þegar tæplega hálf mínúta var
til leiksloka og með
boltann, en urðu að
sætta sig við jafn-
tefli, því Haukar
náðu að jafna 24:24
á síðustu sekúndunum.
Fyrri hálfleikur var mjög jafn og
spennandi og skiptust liðin á að
vera yfir. ÍBV hafði þó oftar yfir-
Frá
Jóhanni Inga
Árnasyni
ÍEyjum
höndina og leiddi 15:14 í hálfleik.
Eyjamenn náðu mest fjögurra
marka forskoti í seinni hálfleik,
21:17, en Haukar gáfust ekki upp
og söxuðu a'forskotið jafnt og þétt.
Heimamenn virtust samt ætla að
sigra, vom marki yfír og með bolt-
ann, þegar tæplega hálf mínúta var
til leiksloka. Er um 10 sekúndur
vom eftir skaut Elías Bjamhéðins-
son á mark Hauka, skotið var laust,
markvörðurinn handsamaði bolt-
ann, sendi langa sendingu fram á
Ágúst Sindra Karlsson, sem skoraði
sitt fjórða mark í leiknum og jafn-
aði 24:24,_en það urðu lokatölur.
Sigbjöm Óskarsson ÍBV var besti
maður leiksins og skoraði 10 mörk
í 12 skotum, en Sigurður Vignisson
og Páll Scheving skoruðu fjögur
mörk hvor. Eggert ísdal var marka-
hæstur hjá Haukum með sex mörk,
en Ágúst Sindri og Árni Hermanns-
son skomðu fjögur mörk hvor.
Ármann vann Fylki
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Armann sigraði Fylki í 2. deild
íslandsmótins í handknattleik
með 22:16 eftir að staðan hafði
verið jöfn í hálfleik 7:7.
Mikið jafnræði var
með liðunum í fyrri
hálfleik og skiptust
liðin á að skora.
Varnir beggja liða
vom nokkuð fastar fyrir í fyrri
hálfleik og varði þá markvörður
Fylkis Guðmundur Sigurðsson þá
oft mjög vel. Þegar flautað var til
leikhlés var staðan 7:7.
Í síðari hálfleik komu Ármenningar
tvíefldir til leiks og náðu góðri for-
ystu sem þeir héldu allt til leiksloka
og endaði leikurinn með sigri Ár-
manns sem skorði 22 mörk gegn
16 mörkum Fylkis.
Bestir í liði Armanns vom Þráinn
Asmundsson sem gerði 5 mörk og
gamla kempan Bjöm Jóhannsson
sem skoraði 6 mörk. I liði Fylkis
bar mest á markverðinum Guð-
mundi Sigurðssyni sem varði mjög
vel í fyrri hálfleik og þeim Hirti
Ingþórssyni og Jón Leví og gerðu
þeir báðir 4 mörk.
Leikur þessi var frekar slakur og
er líklegt að þessi tvö lið muni beij,-
ast í neðri hluta 2.deildar í vetur.
Staöan/B14.
Þjálfari óskast
Þróttur, Neskaupstað, óskar eftir að
ráða þjálfara fyrir meistaraflokk
félagsins í knattspyrnu árið 1988.
Upplýsingar gefur Guðmundur
Ingvarsson, sími 97-71608.