Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 7

Morgunblaðið - 13.10.1987, Side 7
morannÞlaÍiia /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 B 7 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Morgunblaðiö/Júlíus Héðlnn Qllsson skoraði fímm mörk gegn KR-ingum á sunnudaginn. Hér stekkur hann framhjá Konráð Olavssyni og skorar eitt marka sinna — en Ólafur Lárusson virðist ekki sérlega óhress með þetta. Brosir að öllu saman. Góðurenda- sprettur tryggði öruggan FH-sigur á KR-ingum FH sigraði KR nokkuð örugg- lega í 1. deild karla á íslands- mótinu í handknattleik sem háður var í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. Leikn- um lauk með sigri FH eins og áður segir 29:21 eftir að staðan hafði verið 14:12 í hálfleik FH ívil. KR-ingar hófu leikinn með mikl- um látum og eftir um tíu mínútna leik höfðu þeir komist í 4:1. Á þessum fyrstu mínútum varði Gísli Felix Bjarna- Guðmundur son í marki KR mjög Hilmarsson vel oft efír að FH- skrifar ingar voru einir gegn honum. FH- ingar náðu að saxa á forskot KR-inga og þegar um sjö mínútur voru til hálfleiks náðu þeir fyrst að jafna 10:10. Síðan náðu FH-ingar forystu fyrst i leiknum þegar um fjórar mínútur voru eftir að fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 14:12 FH í vil. í byrjun síðari hálfleiks skiptust lið- in á að skora og mikil spenna í leiknum. KR náði að jafna leikinn 16:16 og voru þá eftir tuttugu mínútur. En þá var komið að þætti Óskars Helgasonar, vinstrihandar skyttunar ungu, hann gerði hvert markið af öðru mörg með glæsileg- um skotum og breyttu FH-ingar stöðunni úr 16:16 og í 20:16. Þá var eins og KR-ingar gæfust upp og skoruðu FH-ingar hvert markið á fætur öðru án þess að KR-ingar næðu að svara fyrir sig og sigraði FH mjög örugglega 29:21. FH liðið var nokkuð seint { gang eins og í síðasta heimaleik gegn Þór frá Akureyri en eftir að þeir jöfnuðu og komust yfir í leiknum FH — KR 1 29 : 21 íþróttahúsið í Hafnarfirði, íslandsmótið - 1. deild, sunnudaginn 11. október 1987. Leikurinn i tölum: 1:3, 2:4, 4:6, 6:9, 10:10, 12:10, 14:12, 16:13, 16:16, 20:17, 22:18, 24:19, 26:20, 27:20, 28:21 29:21. M8rk FH: Óskar Helgason 8, Guðjón Ámason 6, Héðinn Gilsson 5, Þorgils Óttar 4, Pétur Petersen 3, Óskar Ár- mansson 3/3, Gunnar Beinteinsson 1. Varin skoti Magnús Ámason 7, Berg- sveinn Befgsveinsson 2. Mörk KR: Konráð Olavson 6/1, Ólafúr Lárusson 4, Stefán Kristjánsson 4/2, Sigurður Sveinsson 3, Jóhannes Stef- ánsson 3, Guðmundur Aibertsson 1. Varin skot: Gísli Felix Bjamason 10. Dómarar: Óli Ólssen og Gunnlaugur Hjálmarsson og dœmdu þeir ágœtlega. var ekki spuming hvomm megin sigurinn yrði. FH-ingamir hafa alla burði til að verða í toppbaráttu 1. deildar, liðið spilar geysilega góðan handknattleik þegar sá gallinn er á leikmönnum þess. í þessum leik blómstraði hinn ungi og efnilegi Oskar Helgason og vom mörg mörk hans sérlega glæsileg. Guðjón Árnason átti líka mjög góðan leik ásamt fyrirliðanum Þorgilsi Óttari og Héðni Gilssyni. KR-liðið byijaði leikinn með miklum krafti og spilaði oft mjög vel. Gísli Felix varði mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. KR liðið er mjög ungt og efnilegt og gæti gert góða hluti í vetur. Homamennimir í liði þeirra spiluðu mjög vel, þeir Konráð Olav- son og Sigurður Sveinsson, en hann er nýr í KR liðinu. Stefán Kristjáns- son spilaði nú gegn sfnum gömlu félögum í FH og stóð sig ágætlega og var oft gaman að fylgjast með þoim frændunum Héðni Gilssyni og Stefáni þegar þeir tóku á hvor öðr- um f vöminni. Dómarar vom þeir Oli Olssen og Gunnlaugur Hjálmarsson og dæmdu þeir leikinn ágætlega, vísuðu FH-ingum af leikvelli í átta mínútur en KR-ingar vom aldrei reknir af leikvelli. Blikar mörðu vængbrotið Framara Breiðablik sigraði Fram 23:20 i íþróttahúsinu á Digranesi á sunnudagskvöldið. Þráttfyrir sigurinn er þetta leikur sem Breiðabliksliðið vill örugglega gleyma því liðið virkaði ekki sannfærandi í þessum leik. Framliðið, án fjögurra fasta- manna sinna, barðist vel í leiknum og spilaði lipran handbolta en mátti ekki við leikreyndu Blika- liðinu. Leikurinn var Andrés í jafnvægi í fyrri Pétursson hálfleik og náðu sknfar Framaramir að halda í við andstæð- inga sína f markaskomn. Staðan f hálfleik var 10:8 Breiðablik í vil. Blikamir komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og skomðu tvö fyrstu mörk hálfleiksins. Bjuggust nú áhorfendur við að Framliðið mjmdi brotna en annað kom á dag- inn. Leikur Blikanna koðnaði niður og Framstrákarnir gengu á lagið og minnkuðu muninn í eitt mark 15:14. En þá kom eini leikkaflinn sem Blikamir sýndu sitt rétta and- lit og skomðu þeir þá flogur mörk án þess að Framarar næðu að svara fyrir sig. Þar með vom úrslitin ráð- in en Framliðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í þrjú mörk í lok- inn 23:20. Hrósa verður Framliðinu fyrir góða baráttu en ekkert lið hefur orðið fyrir annari eins blóðtöku á þessu tímabili. Hermann Bjömsson var einna bestur þeirra og skoraði hann góð mörk úr hominu. Einnig átti Júlíus Gunnarsson ágætan leik og skoraði falleg mörk með langskot- um. Guðmundur stóð vel fyrir sínu í markinu og varði vel þann tíma sem hann var inn á. Þór Bjömsson markvörður varði m.a. víti frá Hans Guðmundssyni og átti ágætan leik. Hjá Blikunum var markvörðurinn Guðmundur Hrafnkelsson langbesti maður liðsins og varði eins og ber- serkur allan tímann. Aðalsteinn Jónsson var bestur útileikmann- anna, skoraði falleg mörk og var sterkur í vöminni. Hans Guðmunds- son var dijúgur í markaskoruninni en hefur oft leikið betur en í þessum leik. I heild var Blikaliðið ekki sann- færandi og þurfa þeir heldur betur að herða sig ef þeir ætla sér að vera f efri toppi deildarinnar. UBK - Fram 23 : 20 Digranes, íslandsmótið — l.deild karla, sunnudaginn ll.október 1987. Gangur leiksins: 1:1, 4:4, 7:5, 8:6, 10:8, 12:8, 13:11, 15:13, 19:14, 20:16, 21:19, 23:20 Mörk UBK: Hans Guömundsson 8/2, Aðalsteinn Jónsson 5, Jón Þórir Jóns-. son 4/3, Svafar Magnússon 2, Kristján Halldórsson 1, Bjöm Jónsson 1, Olafur Bjömsson 1, Þórður Davfðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15 Mörk Fram:Hermann Bjömsson 6, Júlíus Gunnarsson 5, Pálmi Jónsson 3, Ragnar Hilmarsson 2, Hinrik Olafs- son 2, Olafur Þór ViUyálmsson 2, Brynjar Stefánsson 1. Varin Skot:Guðmundur H. Jónsson 9, Þór Bjömsson 3/1. DómaranGóðir dómarar þessa leiks voru þeir Olafur Haraldsson og Stefán Amaldsson. Morgunblaöiö/Bjami Svafar Magnússon stekkur með tilþrífum inn í teiginn. Það er Agnar Sig urðsson, Framari, sem reynir að stöðva hann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.