Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.10.1987, Qupperneq 12
12 B fttor$wtfrlaftÍfr /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1987 Reynsluakstur / Mitsubishi L-300 Nýrstfll Segja má, að með gömlu gerðinni af L-300 hafi Mitsubishi verið kominn með annan fótinn upp á þann pall, sem hann er nú búinn að koma sér vel fyrir á. Sá nýi er stórlega endurbættur og tekur hinum eldri fram að öllu leyti. Hann er miklu fallegri, sterkbyggð- ari og um leið öruggari, rúmbetri, einkum í framsætum, hærra er undir hann og munar mest um að bitarnir undir miðjum kvið þess gamla eru ekki til trafala nú. Þá er vélin endurbætt og öflugri og stýrið er nú af tannstangargerð, mun næmara og betra en í gamla bilnum. Klæðningin hefur líka tekið stakkaskiptum og er nýtískuleg og þægileg. Ný hönnun Drifbúnaður hins nýja L-300 4x4 er ekki algjörlega nýr, hann er í grundvallaratriðum sá sami og í Pajero-jeppanum. Að framan er sjálfstæð flöðrun, að aftan heil hásing. Enginn millikassi er í bílnum, heldur er niðurfærsla lága drifsins í sjálfum gírkassanum og framdrifið tengt með keðju frá honum. Sparar bæði pláss og þyngd og virkar ekkert síður en millikassi. Hægt er að setja í framdrifíð á ferð, en í lága drifið aðeins ef ekið er hægt og þá þarf að tvíkúpla. Handvirkar driflokur eru á framhjólum. Boddýið er ný hönnun og farið að kröfum nýrra tíma um útlit, loft- mótstöðu, rými og öryggi. Það gefur eftir á réttum stöðum við árekstur (30 handsmíðaðir bílar voru klessukeyrðir í rannsóknar- skyni á meðan hönnun stóð yfir), er styrkt annars staðar til að hlífa farþegum. Útlitið semur sig að nútímanum og það þannig, að vek- ur athygli. Þar hefur augjóslega verið farið að kröfum loftaflsfræð- innar og tekist vel, því að t.d. er lyftistuðull -0,1, sem þýðir, að á miklum hraða hefur bíllinn ekki til- hneigingu til að lyfta sér, heldur hið gagnstæða, hann þrýstist lítil- lega niður. Þrátt fyrir þessar kröfur um loftkleyfni, þá hefur þó ekki verið horft alveg framhjá fegurðar- sjónarmiðunum, línurnar eru bráð- laglegar. Hoppaöaf staö Þar sem ökumaður situr mjög fram- arlega í bílnum, nánast beint yfir framhjólunum, þá verða allar hreyf- ingar aðrar en í venjulegum fólksbíl eða jeppa. Mest áberandi er, að maður hoppar, dúar svona upp og niður, í venjulegum akstri. Það er ekki alvarlegt, en framandi fyrst í stað. Hann er mjög lipur í innan- bæjarakstri og lætur vel að stjóm, einkum koma stýri og skiptir vel út. Á malarvegi fínnst, að hann er framþungur og honum verður auð- veldlega laus afturendinn í beygj- um, þegar ekkert er hlassið aftur í. Holur tekur hann léttilega og bregður ekki, þótt þær séu af verri sortinni. Þar sem hann er fram- þungur, eins og fyrr sagði, er rétt að vara sig á lausamölinni. Hann verður rásfastari svo um munar við að tengja framdrifíð, en þó er rétt að vara við oftrú á það, einkum í beygju, því að hann tekur jafnt á báðum öxlum og getur því skapast spenna á milli þeirra og annar hvor misst gripið. L-300 4x4 er ekki torfærutröll, en torfærubíll engu að síður. Hann skondrar léttilega yfir minni torfær- ur og fer merkilega vel með far- BÍLAR Þórhallur Jósepsson skrifar Morgunblaðið/RAX Vel hannaður fjölnotabíll Mitsubishi L-300 4X4,fallegri, öflugri, öruggari, þægilegri, sem sagt betri, en fyrirrennarinn. Vel heppnaður flöl- notabíll. þegana. Hann þarf bæði mikinn hraða og mjög óslétt undir, til að þörf sé fyrir handföngin að grípa í þau. Þetta er að vísu ekki alfarið kostur, ef óvarlega er farið, getur hann fjaðrar of mjúklega og skellt sér niður á gijót, sem er undir. En hann prílar og bröltir yfir meðal- ófærur og er brattgengari en maður heldur. í þurrum sandi stendur hann sig með stakri prýði. Þar koma best í ljós kostir driflæsingarinnar á afturdrifinu, það er ekki fulllæst og hamlar því ekki í beygjum, en tekur vel á báðum hjólum. Við þess- ar aðstæður reyndist það vera kostur að bíllinn er framþungur. Hann átti ekki í neinum vandræðum með að taka beygjur í sandinum, jafnvel þótt beygt væri á móti u.þ. b. 10 til 12 gráðu halla. Þar stóð hann sig betur en aðrir bílar sem við höfum prófað. Ffölnotabfll Mitsubishi L-300 4x4 hefur sæfi fyrir 8 að ökumanni meðtöldum. Áftursætin eru þægileg og með beltum. Eitt þeirra er að vísu ekki þægilegt, en viðunandi. Það er sæt- ið, sem fellt er saman til að gera gangfært frá dyrum í aftasta bekk- inn. Með þessum sætum í, er bíllinn kjörinn ferðabíll fyrir litla hópa og fjölskyldur með mikinn farangur. Sætin má taka úr bílnum og gera hann þannig að flutningatæki ef þarf. A hliðunum eru rennihurðir og þær eru framúrskarandi góðar, renna léttilega og lokast vandræða- laust, opnast vel og er gott inn- göngu um þær. Að framan er öllu þrengra um að ganga og kostar að fínna hina réttu sveiflu, að ganga um þær dymar. IMiðurstöður Mitsubishi L-300 4x4 er vel heppn- aður fjölhæfnibíll og þessi nýja gerð er gjörbreytt frá hinni fyrri, að öllu leyti til hins betra. Hann er nýtísku- legur og laglegur fyrir augað og traust til þess að vita, að hönnuðirn- ir hugsuðu fyrir öryggi um leið og útliti. Miðað við verð er hann vel útilátinn og fær fyrstu einkunn fyrir nota- gildi. Helstu kostir: Gott rými, fjölhæfni, þægindi, útlit, verð. Helstu gallar: Laus að aftan, full hár fyrsti gír. Veislukoffort Rennihurðlrnar eru elnkar llprar og gott er að ganga um dyrnar. Trappan er tll hœgðarauka, en ef hún er tll trafaia f torfaarum, má skrúfa hana af. rs.%'13 BILAR Þórhallur Jósepsson skrifar Frá fyrstu tíð sendibíla hafa menn föndrað við að gera þá vistlega, jafnvel glæsilega. Þar hafa einkum verið að verki eigendur bílanna sjálfir. Þess- ir vagnar voru lengstum heldur naktir innandyra og fyrst og fremst ætl- aðir til hagnýtra starfa í þágu fyrir- tækja. Fyrir rúmum áratug síðan komst verulegur skriður á þessa tómstundaiðju, þegar það varð tískufaraldur í Ameríku að breyta sendibílum og innrétta þá með öll- um hugsanlegum þægindum. Smám saman komust framleiðend- ur á bragðið og nú eru flestir þeirra famir að smíða sendibíla, sem ekki eru aðeins með sætum fyrir far- þega, heldur gefa þeir venjulegum fólksbílum lítið eða ekkert eftir í búnaði og þægindum. Mitsubishi L-300 er í þessum hópi. Hann er meðalstór af japönskum sendibílum Stjórnklefinn Morgunblaöiö/RAX Stjómklefinn er vistlegur og þægilegur, nóg pláss. Takið eftir hvemig hliðarrúð- umar eru dregnar niður að framan til að speglamir sjáist betur og geti verið neðar. á milli. Þá fæst hann einnig með fjórhjóladrifi, eins og sá sem hér ér prófaður. Sá vagn er allvels úr garði gerður og í samanburði við hin svokölluðu „bitabox“ verður hannað kallast heilt veislukoffort.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.