Morgunblaðið - 16.10.1987, Side 15

Morgunblaðið - 16.10.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. OKTÓBER 1987 B 15 MYIMDBÖIMD Sæbjörn Valdimarsson Sá á kvölina.. drama Choices ★ ★ */2 Leikstjóri: David Lowell Rich. Framleiðandi: Robert Halmi. Klipping: Eric Albertson. Tónlist: Charles Cross. Aðalleikarar: Ge- orge C. Scott, Jaquline Bisset, Melissa Gilbert, Laurie Kennedy, Steven Flynn, Mitch Martin, Nancy Allison. Bandarisk. Hal Roach Studios 1986. Skífan 1987. 98 min. Bönnuð yngri en 12 ára. Eins og nafnið bendir til fjallar þessi sjónvarpsmynd um valkosti, nánar til tekið hvað skal gera þegar ung stúlka, (Gilbert), verður þung- uð. Faðir hennar, (Scott), sem er íhaldssamur, dómari, nýkominn á eftirlaun, gengur hart eftir því að hún eignist bamið og giftist bams- föðumum. Sjálf er hún reikul og óviss. Bisset, hin unga eiginkona föður hennar, styður Gilbert með ráðum og dáð uns aðstæðumar breytast á óvæntan hátt; Bisset verður sjálf bamshafandi. Þungun stjúpunnar reynist ekki minna vandamál í flölskyldunni því Scott, sem kominn er á sjötugsald- ur, er gjörsamlega mótfallinn því að eignast fleiri böm. Óneitanlega hádramatískt efni og heldur óvenjulegt og hreint ekki svo illa farið með það. Einkum em góðir kaflar í handritinu þar sem reynt er að kryfja til mergjar og leysa af skynsemi erfiða og marg- snúna ákvörðun. Ekki bætir úr skák að vandamálin eru tvö á heimilinu, svo gjörólík þó þau séu sama sinn- is. Góður leikur lyftir Choices yfir meðallagið, þau standa öll vel fyrir sínu, Scott, Bisset og ekki síst Gil- bert, enda vel sjóuð í táraflóði lífsins eftir margar vertíðir í Húsinu á sléttunni. Nokkuð eftirtektarverð mynd sem maður álítur þó fyrst og fremst sjónvarpsefni. Þrákelknir skógar- höggsmenn drama Never Give An Inch ★ ★ V2 Leikstjóri: Paul Newman. Hand- rit: John Gay, byggt á skáldsögu Ken Kesey. Tónlist: Henry Manc- ini. Kvikmyndataka: Richard Moore. Aðalleikendur: Paul Newman, Henry Fonda, Lee Remick, Michael Sarrazin, Ric- hard Jaeckel, Cliff Potts, Linda Lawson. Bandarísk. Universal 1971, Laugarásbió 1987.110 mfn. Bönnuð yngri en 12 ára. Hér segir frá fjölskyldu skógar- höggsmanna norður í Oregon, sem aldrei gefur tommu eftir á hveiju sem gengur og þeim afleiðingum sem slík þrákelkni getur haft í för með sér. Henry Fonda leikur höfuð Stamper-fjölskyldunnar sem á mik- ið skóglendi sem hún nýtir af krafti þrátt fyrir yfirstandandi verkfall viðarhöggsmanna á svæðinu. Hægri hönd hans er Paul Newman, aðrir fjölskyldumeðlimir eru Ric- hard Jaeckel og endurheimti sonurinn, sem leikinn er af Michael Sarrazin. Það er ekki hlaupið að því að sjá hvað Newman meinar með heildar- myndinni en mörg smáatriði eru listilega vel gerð. Persónumar og ætlanir þeirra eru þokukenndar. Einkum á þetta við um Fonda, Remick og Newman. Bestu hlutar Never Give An Inch er tvímæla- laust barátta skógarhöggsmann- anna við náttúmna, viðarhöggið sjálft, þar sem menn eru líkastir dvergum við hliðina á risavöxnum viðarbolunum og eigin vinnuvélum. Þá er dauðastríð Richard Jaeckel, frelsaða bróðurins, einkar eftir- minnilegt atriði. En hvers vegna Stamper-amir leggja allt þetta á sig kemur ekki nógu skýrt fram. Tæpast til þess eins að éta, sofa og halda slagnum áfram að morgni. Neistaflug* hryllingsmynd The Possessed ★ V2 Leikstjóri: Jerry Thrope. Hand- rit: John Sacret Young. Kvik- myndataka: Charles G. Arnold. Aðalleikendur: James Farentino, Joan Hackett, Claudette Nevins, Eugene Roche, Harrison Ford, Ann Dusenberry, Diana Scarwid. Bandarísk. Sjónvarpsmynd 1977. WHV/Tefli 1987.71 min. Bönnuð yngri en 16 ára. í þessari rislitlu sjónvarpsmynd gerist það helst að hæfileikum nokkurra, þokkalegra leikara er varpað á glæ, enda efniviðurinn bjálfalegur með afbrigðum. James Farentino leikur klerk sem misst hefur trúna og fallið í ónáð hjá drottni, sem skipar honum að beijast gegn hinu illa uns hann fái trúna aftur. Leggst nú prestur í kvennafar og óreglu, að manni skilst, en sögunni víkur til heima- vistarskóla þar sem furðulegir atburðir fara að gerast. Þar er engu líkara en illir andar gangi Iausir. Það kviknar í pappírum, glugga- tjöldum, herbergjum, jafnvel nemendum og kennurum. Er þá leitað til klerksins útskúfaða sem hér fær tækifæri til að hressa upp á trúna. Ekki hljómar nú þetta par gæfu- iega og ekki eru efnistökin skárri. En einn mikinn vísdóm nemur mað- ur af fílmunni; ef djöfullinn er særður út úr manneskju, sem hald- in er slíku sníkjudýri, breytist hann gjaman í baunaslubb og pappasaum er hann tekur efnisform í útrekstr- inum. Ekki ónýtur fróðleikur það! En, sem fyrr segir, þá bregður hér fyrir ágætum leikurum eins og Far- entino, Hackett, Scarwid, meira að segja Harrison Ford. Vonandi er Possessed lægsti punkturinn á ferli hans. Vélhjóla- riddarar átakamynd Knightriders ★ ★ V2 Leikstjóri og handrit: Gorge A. Romero. Kvikmyndatökustjóri: Michael Gornick. Aðalleikendur: Ed Harris, Gary Lathi, Tom Sav- ini, Amy Ingersoll, Patricia Tallman, Christine Forrest. Bandarísk, Laurel/United Film Production 1981. WHV 1986. Tefli 1987. 141 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Knightriders er nokkuð lunkið og óvænt hliðarskref á löngum og ströngum hryllingsmyndaferli eins kunnasta hrollvekjuhöfunds sam- tímans, Georges A. Romero, (Dawn of the Dead, Night of The Living Dead). Myndin fjallar um flokk manna sem ferðast um landið með sýningar á mótorhjólaburtreiðum undir stjóm Eds Harris. Fyrirmynd- imar sækir hann til sagnanna um Arthúr konung og riddara hring- borðsins og þykir orðið flestum í hópnum sem hann sé farinn að taka hlutina heldur alvarlega. Efnið er vissulega frumlegt, að maður tali ekki um þegar haft er í huga að það er komið frá Rom- ero. Knightriders er oftast frekar áhugaverð en ógnarlangur sýning- artími drepur hana niður. Myndin er að vissu leyti uppgjör við hippa- menningu undangenginna áratuga, drauma þeirra, lífsskoðanir og hegðun. Leikurinn er misjafn, sveiflast frá gæðaleik niður í getu- ieysi. Þessara mishæða gætir í allri kvikmyndagerðinni, ekki síst leik- stjóminni. Sjálfsagt verður Knight- riders minnst fyrir það eitt að vera forvitnilegur útúrdúr eftirtektar- verðs leikstjóra. FRAMHALDSÞÆTTIR HVAR/HVENÆR SjónvarpiA: Fyrirmyndarfaðlr ... Áframabraut ........ Heim f hreiðrið .... Verið þér amlir, Chlps Antilópan .......... Góðl dátinn Svelk .. Súrt og smtt ....... Áystunöf ........... Við feðglnin ....... Fresno ............. Þrífmtlingarnlr .... Austurbmlngarnir .... Matlock ............ Derrick ............ ...kl. 20.40 ..kl. 19.00 kl. 20.45 kl. 21.55 kl. 18.55 kl.21.05 . kl. 18.55 ... þnðjudagur ...kl. 22.10 kl. 19.30 ...kl. 20.40 ,...kl. 18.30 kl. 19.25 kl. 21.20 kl.21.15 StöA 2: Mánudagurá miðnmttl .........laugardagur Ættarveldlð .................laugardagur Smldarlíf ...................laugardagur Klassapfur ..................laugardagur lllurfengur .................laugardagur Brmður munu berjast .........laugardagur Heimlllð .....................sunnudagur Heilsubmllð ..................sunnudagur Geimálfurlnn .................sunnudagur Sherlock Holmes ..............sunnudagur BennyHill ....................sunnudagur Vísitölufjölskyldan ..........sunnudagur Fjölskyldubönd ...............mánudagur Heima ........................mánudagur Dallas ................ .....mánudagur Óvmntendalok .................mánudagur Fimmtán ára ................þrlðjudagur Miklabraut .................þriðjudagur Létt spaug .................þrlðjudagur. Hunter .....................þriðjudagur Smygl ........ Morðgáta ..... Afbæíborg .... Fomlrfjendur ... King og Castle .. Hvunndagshetja Lucy Ball .... HarveyMoon .... Hasarleikur .. .miðvikudagur .miðvikudagur ..miðvikudagur ..miðvikudagur „fimmtudagur ..föstudagur ... ..föstudagur ... .föstudagur ... ..föstudagur ... kl. 11.30 kl. 15.30 kl. 18.45 kl. 20.45 kl. 21.16 kl. 22.05 kl. 11.30 kl. 14.05 kl. 15.05 kl. 20.00 kl. 21.30 kl. 21.55 kl. 20.30 kl. 21.30 kl. 22.30 kl. 23.15 kl. 18.50 kl. 20.30 kl. 21.25 . kl.kl. 22.50 kl. 18.20 . kl. 20.30 ...kl. 21.55 kl. 22.25 kl.21.10 kl. 18.15 kl. 18.45 kl. 20.30 ..kl.21.55

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.