Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 1
VIKUniA 23. — 29. JANÚAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988 BLAÐ Dýralífsmyndir Þó menn greini á um sjónvarpsefni yfírleitt þá hafa líklegast flestir gaman af sjónvarpsþáttum sem sýna atferli dýra og þá helst þeim mun undarlega sem það er. Stöð 2 sýnir á mánudaginn mynd þar sem sýnd eru afrísk þefdýr, en fáum hefur tekist að kvikmynda þau fram að þessu. Sjónvarpið sýnir aftur á móti þætti frá öðrum heims- hluta, frá Galapagoseyjum útaf strönd Suður-Ameríku, en óvíða er dýralíf forvitnilegra en á Galapagoseyjum. Þættimir um dýralíf á Galapagos eru á dagskrá á þriðju- dögum. NÍUBÍÓ Stöð 2 hefur tekið upp þann hátt að sýna bíómyndir klukk- an níu á föstudögum og laugardögum. Að sögn dag- skrárgerðarmanna á Stöð 2 er verið að reyna að vekja níubíóstemmningu sem felist í því að fólk geti gengið að því vísu að það sé bíó í sjón- varpinu klukkan níu. Á föstudaginn verður gaman- myndin Þegar mamma kemur í níubíói, en aðalhlutverk í þeirri mynd leika Paul Michael Glaser, Dee Wallace og Peggy McKay. Myndin segir frá karl- kyns íþróttaþjálfara sem neyðist til að taka að sér hús- móðurstörfín meðan eiginkon- an er úti á vinnumarkaðnum. Á laugardaginn er kvikmyndin Vinstúlkur níubíómynd kvöldsins. Vinstúlkur segir frá tveim ungum stúlkum, Anne og Susan, og ólíkum framtí- ðardraumum þeirra. Þær leigja saman Mð á Manhattan, en svo fer að Anne hittir mann sem hún ákveður að deila kjörum með. Þrátt fyrir ólík hlutskipti helst með þeim góður vinskapur en Anne öfundar Susan þó af sjálfstæði hennar og Susan öfundar Anne af öryggi hjónabandsins. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Utvarpsdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 Hvað er að gerast? bls. 3/6/7 Bíóin í borginni bls. 13 Framhaldsþættir bls. 13 Veitingahús bls. 9/11 Myndbönd bls. 13/16 Guðað á skjáinn bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.