Morgunblaðið - 22.01.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988
B 13
Bíóin í borginni
BÍÓBORGIN
Lögga til leigu ★ ★
Miðlungslögguþriller sem líður fyr-
ir ofleik Minelli og vesældarlegan
og ósannfærandi Reynolds. -sv.
Á vaktinni ★ ★ ★ 1/2
Pottþétt skemmtun. Besta mynd
Badham til þessa og það glansar
af Dreyfuss í aðalhlutverkinu. -ai.
Sagan furðulega ★ ★ ★
Feiknavel lukkuð ævintýramynd af
gamla skólanum. Engar Spiel-
berg-brellur hafðar í frammi og
handrit Goldmans hvort tveggja
fyndið og í anda myndskreyttu
ævintýrabókanna. -sv.
HÁSKÓLABÍÓ
Öll sund lokuð ★ ★ ★ 1/2
Frábærlega vel gerður pólitískur
þriller með Kevin Costner og Gene
Hackman. -ai.
STJÖRNUBÍÓ
Roxanne
Nýjasta gamanmyndin með Steve
Martin en í henni leikur hann nú-
tímaútgáfu af hinum langnefjaða
Cyrano de Bergerac.
Ishtar ★ ★ 1/2
Ofvaxin furðusmíð þar sem miklum
hæfileikum er sólundað en mun
meiri dollarafúlgu kastað á glæ.
Bregður þó á nokkra spretti sem
minna mann á hvers efni stóðu
til. -sv.
La Bamba ★ ★ ★
Heiðarleg, vel gerð leikin og upp-
tekin mynd um þann merkistónlist-
armann Ritchie Vaiens. Hann vann
það kraftaverk með einungis ör-
fáum lögum á örskömmum ferli
að hefja latínskt rokk til vegs og
virðingar. -sv.
BÍÓHÓLLIN
Allir í stuði ★ ★ 1/2
Já, tveir þumlar upp. Lunkin og
skemmtileg gamanmynd frá Spiel-
bergs-unganum Columbus. -ai.
Undraferðin ★ ★ ★
Joe Dante (Gremlins) er hér aftur
á ferðinni með lítið síðri skemmti-
mynd sem er allt í senn bráðfyndin,
spennandi og frábærlega vel unnin
tæknilega. -sv.
Stórkarlar
Grínmynd framleidd af Ivan
(Ghostbusters) Reitman um tvo
stráka sem vilja komast áfram í
lífinu.
Sjúkraliðarnir } ★ V2
í myndum sem þessum er aðeins
eitt markmið, að skemmta gestin-
um, helst með því að skírskota til
hans frumstæðustu hvata, kreista
hláturinn frekar úr kviðarholinu en
heilabúinu. -sv.
Týndir drengir ★ ★
Gaman- rokk- unglingahrollvekja
með ágætum leikarahópi og brell-
um en innihaldið heldur klént. -ai.
Skothylkið ★ ★ ★ V2
Þó svo að Skothylkiö sé ekki sú
stórkostlega upplifun sem maður
átti von á frá hendi meistara
Kubricks er í henni að finna glæsi-
leg myndskeið sem örugglega
verða með því besta sem við sjáum
á tjaldinu í ár. -sv.
Leynilöggumúsin Basil
★ ★ ★ ★
Einhver alskemmtilegasta og
vandaðasta teiknimynd sem hér
hefur verið sýnd lengi. (Sýnd um
helgar.) -ai.
Mjallhvít og dvergarnir sjö
★ ★ ★ ★
Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd;
tímamótaverk, klassík, gimsteinn.
(Sýnd um helgar.) -ai.
REGNBOGINN
Síðasti keisarinn
★ ★ ★ 1/2
Epískt stórvirki. Efnið og kvik-
myndagerðin með ólíkindum
margslungin. Síðasti keisarinn er
næsta óaðfinnanleg að allri gerð
og hefur kvikmyndaárið 1988 með
glæsibrag. -sv.
Að tjaldabaki ★ ★
Það er engu líkara en Bretar ráði
ekki við myndir af þeirri stærðar-
gráðu sem hér um ræðir. Heims-
frægur þriller Forsytes þynnist út
í bragðlausa frásögu sem ekkert
skilur eftir sig. Dæmigerð meðal-
mennska á öllum sviðum. -sv.
í djörfum dansi ★ ★ ★
Hressileg og drífandi mynd, keyrð
áfram af líflegri tónlist sjöunda
áratugarins en þó enn frekar af
dansi sem ætti jafnvel að kveikja
líf með dauðyflum! -sv.
Hinir vammlausu
★ ★ ★ ★
Gangstermynd níunda áratugarins
með úrvalsliði leikara og kvik-
myndagerðarmanna. Reynið að
missa ekki af þessari. -ai.
LAUGARÁSBÍÓ
Loðinbarði.
Framhaldsmynd Michael J. Fox
myndarinnar um menntskæling
sem verður úlfur.
Jaws — Hefndin.
Síðasta ókindarmyndin er jafn
slöpp og sú fyrsta var góð. En
hér gleður augað hallærislegasta
ástarævintýri síðan 1700 og súr-
kál. -sv.
Stórfótur ★ ★ 1/2
Nú er það ekki lengur Snjómaður-
inn hræðilegi heldur huggulegi
eftir að Spielberg klófesti hann. -ai.
Draumalandið ★ ★ ★
Leikstjórinn Dan Bluth er uppalinn
og útskrifaður frá Disney enda ber
myndin þess glögg merki. Einkar
vönduð teiknimyndagerð en efnis-
lega þunn. Það vekur engan
höfuðverk hjá yngstu kynslóðinni
sem naut sín hressilega á sýning-
unni. -sv.
Myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Úlfar
loftsins í
Austur-
vegi
ævintýri
AIRWOLF: THE STAVOGRAD
INCIDENT >/2
Leikstjóri Ken Jubenvill.
Handrit Sydney Burrows.
Aðalleikendur Barry Van Dyke,
Geraint Wyn Davies; Michelle
Scarabelli, Anthony Sherwood.
Bandarísk sjónvarpsmynd. Uni-
versal/Laugarásbíó 1987.83 mín.
Ein nokkurra sjónvarpsmynda
sem gerðar hafa verið eftir miðl-
ungsmyndinni Airwolf og óskap-
lega léleg. En Airwolf er þyrla, sem
er flestum þeim kostum búin sem
prýtt geta slíkt farartæki og gott
betur. Áhöfnin ekki síðri, þtjár
bandarískar ofurhetjur sem dunda
við að bjarga heiminum. Að þessu
sinni koma þær einsog englar af
himnum sendir til að afstýra slysi
a la Tsjemóbyl.
Er í afkáralélegum teiknimynda-
stíl, á köflum svo barnalega vitlaus
að má hafa nokkurt gaman af. T.d.
tala hér Sovétmenn ensku með
„hollywood-rússneskuhreim" (utan
einn aldraður bóndi!), en hann
gleymist yfirleitt líka. Einn garp-
anna, sá sem stjórna á í landi,
bregður sér í „hættuferð“ austur
fyrir tjaldið sjálfsagt til að koma
félögunum til hjálpar. Það gleymist
hinsvegar að fá honum eitthvert
verkefni í handritinu svo manng-
armurinn flækist um sviðið einsog
höfuðsóttarrolla. O.s.frv, o.s.frv.
FRAMHALDSÞÆTTIR
Hvar/Hvenær
Sjónvarpið:
Fyrirmyndarfaðlr kl.Z0.45
Áframabraut kl. 19.05
Paradís skotlð á frest sunnudagur kl. 21.45
George og Mlldred .... mánudagur kl. 19.30
Háskaslóðlr ,.kl. 18.25
Arfur Guldenburgs ... þriðjudagur kl. 22.20
Llstmunasalinn miðvikudagur kl. 22.45
Anna og fólagar flmmtudagur kl. 18.30
Austurbælngar fimmtudagur kl. 19.25
Matlock kl. 21.40
Staupastelnn kl. 19.00
Mannavelðar kl. 21.25
Stöð 2:
ÆttarveldlA ...y laugardagur kl. 15.35
Spenser ,.kl. 22.55
Gelmálfurinn kl. 12.05
Hooperman kl. 20.10
Lagakrókar kl. 22.50
Hinlrvammlausu kl. 23.35
Fjölskyldubönd kl. 18.50
Vogunvlnnur kl. 21.10
Dallas kl. 22.00
Ótrúlegt en satt kl. 20.30
Hunter kl. 21.55
Kaldlr krakkar kl. 18.25
Af bae f bora ,,kl. 18.50
Undlrhelmar Miaml miövikudagur kl. 20.30
Óvænt endalok kl. 21.40
Shaka Zulu kl. 22.05
BJargvœtturlnn kl. 20.30
Valdastjórinn kl. 17.65
Bjartasta vonln kl. 20.30
Hasarlelkur lcl. 22.30
Kveiktu frekar á sjónvarpinu. Fær
hálfa stjörnu sem skólabókardæmi
um lágkúm. Gæti valdið lukku sem
skopmynd í Sovét.
Óláns-
gripir
gamanmynd
DETECTIVE SCHOOL
DROPOUTS^'/2
Leikstj. Philip Ottoni. Handrit
Lorin Dreyfuss og David Lands-
berg. Framleiðendur Menahem
Golan og Yoran Globus.Cannon
1986. Rank Video/Háskólabíó
1987. 87 mín.
Miller, lélegasti leynilögreglu-
maður veraldar, tekur í einkaspæj-
aralæri hálfvitann Wilson, sem
hefur það vafasama orð á sér að
þylq'a slappasti sölumaður heims.
Þeir skussamir lenda síðan í
harðvítugu Mafíustríði og liggur
leið þeirra fyrst til_ Rómar og síðan
vítt og breitt um Ítalíu.
Gamaldags eltingaleiks-gaman-
mynd, þar sem þyrlað er inní
atburðarásina sem flestum auka-
persónum, sem eiga að vera
spaugilegar (en em það ekki), og
umhverfið er hið ásjálegasta, en
leikurinn berst m.a. til Pisa og Fen-
eyja.
Þeim Cannon-mönnum virðast
engin takmörk sett hvað hug-
myndaflugið snertir, allavega er
erfítt að ímynda sér að nokkuð
annað kvikmyndaver hafí séð sér _
nokkra hagnaðarvon í framleiðslu
á borð við þessa. En það má vera
að myndin sé gerð fyrir Ítalíumark-
að.
OOOOO
Alltaf á laugardögum! Upplýsingasími: 685111