Morgunblaðið - 22.01.1988, Síða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. JANÚAR 1988
MYIMDBÖND Á MARKAÐNUM
Sæþjöm Valdimarsson
Tonuny eftir Ken Russel
Söngvaog
dansmyndir II
ALL THAT JAZZ ★ ★ ★
Leikstj.: Bob Fosse.
All That Jazz er kannske ekki
söngva- og dansmynd í algengustu
merkingu þess orðs, hinsvegar ger-
ist hún að mestu leyti á fjölum
Broadway-leikhúsa. Við fylgjumst
með Gideon (Scheider), einum fær-
asta leikstjóranum vestra, keyra sig
áfram á dópi og brennivíni uns
hann nær toppnum. Myndin er
sjálfsævisöguleg, flallar um snill-
inginn Fosse, skrautlegt lífemi hans
og geysilegan árangur á listasviðinu
sem hann þurfti að greiða fullu
verði. All That Jazz hefur oftar en
einu sinni verið líkt við 8 V2, meist-
ara Fellinis, ekki að ástæðulausu.
Roy Scheider, Ann Reinking,
Jessica Lang 1979. 123 mín.
BEAT STREET ★
Leikstj.: Stan Lathan.
Innantómur samsetningur, snið-
inn utan um hið einstaka tískufyrir-
brigði, rykkdans (breakdans).
Söguþráðurinn fjallar um krakka
sem em að reyna að hanga í skólan-
um og er ósköp klénn. Hinsvegar
em ungmennin með eindæmum
flinkir dansarar og er bæði gaman
og spaugilegt að fylgjast með
ómennsku sprikli þeirra á gólfínu.
Rae Dawn Chong, Guy Davis, Rob-
ert Taylor, Jon Chardiet 1984. 106
mín.
A CHORUS LINE ★ ★ V2
Leikstj.: Richard Attenborough.
Byggð á einum vinsælasta
Broadway-söngleik allra tíma.
Kvikmyndagerðin hefur ekki tekist
sem skyldi, er tæpast meira en svip-
ur hjá sjón. Við fylgjumst með hópi
dansara 1 hæfnisprófunum fyrir
hlutverk í nýjum söngleik og fáum
innsýn í bakgmnn þeirra. Leikstjóm
Attenboroughs er losaraleg og svo
er að sjá sem honum sé margt bet-
ur lagið en að kvikmynda leik-
húsverk (þó svo að Oh, What a
Lovely War hafí tekist með ágæt-
um). Michael Douglas, Alyson
Reed, Terence Mann, Audrey Land-
ers, Vicki Frederick, Nicole Fosse
1985. 120 mín.
FOOTLOOSE ★ ★
Leikstj.: Herbert Ross.
Hér er það rokkið sem hafíð er
til skýjanna í líflegri mynd um stór-
borgarstrák sem flytur útá lands-
byggðina. Efnið ristir ekki djúpt en
myndin er oftast skemmtileg fyrir
eyru og áugu, einkum bráðhressi-
legt og fyndið upphafsatriðið. Kevin
Beacon, Lori Singer, John Lithgow,
Christopher Penn, Dianne Wiest
1984. 107 mín.
COAL MINER’S DAUGHTER
★ ★ ★ V2
Leikstj.: Michael Apted.
Spacek hefur ekki í aðra tíð ver-
ið betri en í hlutverki Lorettu Lynn
í sjálfsævisögulegri kvikmynd um
lygilegan feril hennar. Lynn braust
úr bláfátækt og ómegð Appalachi-
an-§ölskyldu í að verða vinsælasta
sveitasöngkona N-Ameríku um
langt árabil. Myndin er unnin af
vandvirkni og trúnaði, myndir um
þetta efni gerast ekki betri. Sissy
Spacek, Tommy Lee Jones, Levon
Helm, Beverly D’Angelo 1980. 122
mín.
BEST LITTLE WHOREHOUSE
IN TEXAS ★ ★ 1/2
Leikstj.: Colin Higgins.
í þessari kvikmyndagerð vel
þekkts Broadway-söngleiks er á
gamansaman hátt fjallað um
árekstra lögreglunnar og mellu-
mömmu og pútna hennar í stofn-
unni sem höfðað er til í titlinum
Söngur og dans í léttavigt. Parton
og Reynolds eru þó alls ekki án
sjarma en Charles Duming stelur
senunni í stuttu en drepfyndnu at-
riði. Burt Reynolds, Dolly Parton,
Dom De Luise, Charle Duming, Jim
Nabors, Louis Nettleton 1982. 110
mín.
CAN’T STOP THE MUSIC V2
Leikstj.: Nancy Walker.
Látið ekki freistast til að taka
þessa, þó svo að Perrine sé hin
rennilegasta á kápunni! Ekki nóg
með að fólk forðaðist myndina eins
og heitan eldinn þá virðist hún og
hafa gengið af hinum vinsæla söng-
flokki The Village People, sem allt
snýst um hér, steindauðum. Hvíl
þú í friði. The Village People, Val-
erie Perrine, Steve Guttenberg.
LA BAMBA ★ ★ ★
(Væntanleg)
Leikstj.: Luis Valdez.
Lífleg og hröð hljómleikamynd
um hina mexíkönskættuðu rokk-
stjömu sjötta áratugarins, Richie
Valens, sem, ef af móttökum mynd-
arinnar má ráða, höfðar ekki síður
til unglinganna í dag. Við fylgjumst
með Valens síðustu mánuðina, eða
frá því hann slær í gegn með titil-
Iaginu og fleiri góðum, uns hann
ferst, komungur í flugslysi. Dæmi-
saga um að annað er gæfa en
gjörvuleiki. Hljóðupptakan og tón-
listin, sem er í höndum Los Löbos,
er þmmugóð, sömuleiðis Philips í
aðalhlutverkinu. Lou Diamond
Philips, Esai Morales, Rosana De
Soto, Elizabeth Pena 1987. 104
mín.
WOODSTOCK ★ ★ ★ ‘/2
Leikstj.: Michael Wadleigh.
Sígild hljómleikamynd sem á sinn
fasta sess í bijóstum flestra sem
„voru uppá sitt besta“ á sjöunda
áratugnum. Er að auki stórmerkileg
heimild um hegðun og klæðnað
ungmenna þessa umbrotatima er
gamlar hefðir og gildi hmndu eins
og spilaborgir. En fyrst og fremst
er það tónlistin sem myndin fjallar
um. Hér em samankomnar fjöl-
margar eftirsóttustu hljómsveitir
og tónlistarmenn tímabilsins og ná
þær sér vægast sagt misvel á strik.
En sjón er sögu ríkari! Crosby,
Stills, Nash and Young, Joan Baez,
Ten Years After, Richie Havens,
Jefferson Airplane, Joe Cocker, Sly
and the Family Stone, Santana,
Jimi Hendrix, ofl 1970. 180 mín.
THE ROSE ★ ★ ★
Mark Rydell.
Átakanleg mynd, byggð á
skömmu lífshlaupi söngkonunnar
Janis Joplin, sem lést af ofneyslu
eiturlyfja langt um aldur fram.
Reynt er að sýna í myndinni þau
ljón sem em í veginum til frægðar-
innar, gjaldið sem greiða þarf til
að fanga hana og vágestir kynntir
sem bíða ef á toppinn næst. Tónlist-
in er feykigóð og sömuleiðis
kvikmyndataka Vilmos Zsigmonds.
Þá er myndin vel leikin í öllum þrem
aðalhlutverkunum. Bette Midler,
Alan Bates, Frederic Forrest 1979.
131 mín.
TOMMY ★ ★
Leikstj.: Ken Russel.
Að þessu sinni snýr hinn hálfóði
kvikmyndagerðarmaður, Russel,
sér að rokkinu. Ifyrir valinu varð
poppóperan góðkunna eftir Pete
Townshend og The Who um dreng-
inn daufdumba sem síðar varð
frelsari!
Takmarkalaust hugmyndaflug
og siðleg sem ósiðleg uppátæki
koma við sögu og gera annaðhvort
að hrekja áhorfandann frá tækinu
eða líma hann við það. En leik-
hópurinn er ekki af verri endanum!
Ann Margret, Roger Daltrey, Jack
Nicholson, Oliver Reed, Tina Tum-
er, Elton John 1975. 110 mín.
XANADU ★ J/2
Leikstj.: Robert Greenwald.
Hér var treyst á nýja töfrafor-
múlu: Dolby Xanadu var fyrsta
dans- og söngvamyndin sem naut
góðs af hinni byltingarkenndu
hljóðtækni. En hvorki hún né New-
ton-John (án Travolta) dugði til að
koma gestum inní kvikmyndahúsin.
Heldur vemmileg mynd í flesta
staði, ævintýraglamor a la MGM á
fjórða og fimmta áratugnum, en
ekki nándar nærri eins vel ma-
treiddur 1980. 88 mín.
THANK GOD IT’S FRIDAY ★
Leikstj.: Robert Klane.
Þær gerast vart þynnri en þetta,
músíkmyndimar. Myndin segir frá
einu kvöldi á diskótekinu og er það
kvöldi of mikið! Leikhópurinn er þó
ári forvitnilegur: Donna Summers,
The Commodores, (með Lionel Ritc-
hie), Debra Winger, Jeff Goldblum
1978. 80 mín.
LITLA HRYLLINGSBÚÐIN
★ ★ ★
Leikstj.: Frank Oz.
Bæði stórskemmtileg og vel unn-
in kvikmyndagerð á söngleiknum
samnefnda, sem hvarvetna gerði
stormandi lukku. Hollywood-galdr-
ar og hressilegur leikur, þar sem
enginn sér við Steve Martin 1' hlut-
verki „tanna“. Þó að Greene ofleiki
nokkuð er myndin borðleggjandi
stundargaman. Rick Moranis, Ellen
Greene, Vincent Gardenia, Steve
Martin, Jim Belushi, John Candy,
Bill Murray, Christopher Guest.
1986. 90 mín.
FAST FORWARD ★ 1/2
Leikstj.: Sidney Poitier.
Níðþreytt og úr sér gengin for-
múlumynd fyrir unglinga — semsé
geram betur en allir aðrir og kom-
umst á Broadway. Tónlistin er á
köflum þokkaleg en annað ekki.
John Scott Clough, Don Franklin,
Tamara Mark 1985. 98 mín.
Af öðram dans og söngvamynd-
um sem til era á markaðnum en
fjallað hefur verið um áður, má
nefna:
GIVE MY REGARDS TO BROAD
STREET AV2
HAIR ★ ★ ★
JESUS CHRIST SUPERSTAR
★ ★
PURPLE RAIN ★ ★ ★
SATURDAY NIGHT FEVER
★ ★
V2
THE SOUND OF MUSIC
★ ★ ★
MARY POPPINS ★ ★ ★
STAYING ALIVE ★
WHITE CHRISTMAS ★ ★ V2