Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 1
KARATE KNATTSPYRNA Sterkur Ólymp- íuhópur til Hollands Siegfried Held hefur valið átján leikmenn SIEGFRIED Held, landsliðsþjálfari íslands í knattspyrnu, hefur valið átján manna lands- liðshóp sem fer í æfingabúðir til Hollands 11. mars. Landsliðshópurinn er skipaður þessum leik- mönnum: Markverðir: Birkir Kristinsson, Fram og Guð- mundur Hreiðarsson, Víkingi. Aðrir leikmenn: Guðni Bergsson, 1860 Miinchen, Þorsteinn Þorsteinsson, Fram, Ágúst Már Jónsson, KR, Ingvar Guðmundsson, Val, Pétur Arnþórsson, Fram, Viðar Þorkelsson, Fram, Ormarr Örlygsson, Fram, Halldór Áskelsson, Þór, Ólafur Þórðarson, Akranesi, Heimir Guðmundsson, Akranesi, Þor- valdur Örlygsson, KA, Rúnar Kristinsson, KR, Sveinbjöm Hákonarsson, Stjömunni, Guðmundur Steinsson, Fram, Jón Grétar Jónsson, Val og Krist- inn R. Jónsson, Fram. Varamenn fyrir hópinn eru: Páll Ólafsson, KR, Þorsteinn Guðjónsson, KR, Loftur Ólafsson, KR og Kristján Jónsson, Fram. Magnús Ver Magnússon var heldur betur í svlðsljóslnu i kraftlyftlngamelstaramótlnu um helglna. Hann var stigahæstl maður mótslns. SJá umsttgn um mótlð B/11 MorgunblaðiÖ/Einar Falur Jónfna Ólsen Jónína fékksilfur í Hollandi Jónína Ólsen og Ámi Einarsson tóku þátt í opna hollenska meistaramótinu í karate um helgina. Jónína tryggði sér silfur í kata og þá varð hún í fjórða sæti í kumite. Arangur Jónínu er góður. 34 keppendur kepptu í kata og fimmtán í kumite. Ámi Einarsson varð í fjórða til fimmta sæti í kata karla. Tækifæristékkareikningur ...meðalltíeinuhefti! V€RZUJNRRBRNKINN -VÚMUK tKC&pér ! Hraðlán og Launalán Auðveld og hröð lánafyrirgreiðsla Eigendur TT-reiknings eiga kost á Hraðláni, að ákveðnu hámarki. Hrað- lánið er tveggja mánaða víxill. Þetta lán fæst afgreitt í afgreiðslu bankans án milligöngu bankastjóra. Ennfremur eiga TT-reikningseig- endur kost á Launaláni, sem er skuldabréfalán, að vissu hámarki. Launalánið er til allt að átján mánaða og er einnig afgreitt í afgreiðslu bank- ans án heimsóknar til bankastjóra. í þessu tvennu felst jafnt öryggi sem tímasparnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.