Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 2

Morgunblaðið - 08.03.1988, Page 2
2 B flUraunfrlaiiib /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 8. MARZ 1988 KNATTSPYRNA KÖRFUBOLTI FIFA óttasl eydni Fyrirskipar leikmönnum að leika með legghlífar Mt«M Morgunblaðiö/Skapti Hallgtimsson Ásgelr Sigurvlnsson og Atli Eðvaldsson verða að leika með legghlífar þegar þeir leika í heimsmeistarakeppninni í knattspymu. ALÞJÓÐA knattspyrnusam- bandið, FIFA, hefur fyrirskipað að allir knattspyrnumenn sem leika í keppni á vegun sam- bandsins, leiki með legghlrfar. Þessa er gert þar sem FIFA óttast eyðnissmit á knatt- spyrnuvöllum. llir leikmenn sem leika í heimsmeistarakeppninni verða því að leika með legghlífar. Forráðamenn FIFA hafa sagt, að þar sem leikmenn slasist oft illa á leggjum, sé hætta að blóð berist á milli leikmanna. Þá er varað við svömpum, sem eru oft notaðir til að stijúka blóð af leikmönnum. Svampamir er notaðir oftar en einu sinni í leik. „Mér finnst ekki rétt að skylda leik- menn til að nota legghlífar. Það er ekki miklil hætta á að smitast á knattspymuvelli," sagði Ásgeir Sig- urvinsson, í samtali við Morgun- blaðið í tilefni af þessari ákvörðun alþjóða knattspymusambandsins, en eins og menn vita þá leikur Ásgeir sjaldan með legghlífar. Hann er yfirleitt með sokkana niðri og leggina bera. „Ég verð að fara eftir þessum reglum. Verð að fá mér þunnt pappaspjald." Eyðnisótti hefur einnig komið fram í öðrum íþróttagreinum. Þegar Mike Tyson og Larry Holmes börðust um heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum á dögunum, þá voru tímaverðir og dómarar með gúmmíhanska. Læknar hafa sagt að það sé ekki mikil hætta á að leikmenn smitist í knattspymu, en þeir segja að allur sé varinn góður. HANDKNATTLEIKUR Japanir spila tvo leiki í Eyjum Japanska landsliðið mætir2. deild- arliði ÍBV ívináttuleik 2. apríl JAPANIR koma hingað til lands 1. aprfl og spila fjóra leiki. Þeir spila þrjá leiki við íslenska landsliðið og síðan æfingaleik við úrvaislið ÍBV. Japanir mæta ÍBV í Eyjum laugardaginn 2. janúar og síðan leika þeir við íslenska lands- liðið 4. apríl einnig í Vestmanna- eyjum. 5. og 6. apríl leika þeir við íslenska landsliðið i Laugar- dalshöll. Þessir leikir eru liður í undirbún- ingi beggja þjóðanna fyrir Ólympíuleikana í Seoul í Suður- Kóreu í september, en liðin leika þar sitt í hvoram riðli. Japanir hafa góðu liði á að skipa og leika ekki ósvipaðan handknattleik og Suður-Kóreumenn. Þeir urðu í öðru sæti í Asíu-riðlinum á eftir Suður-Kóreumönnum. íslenska landsliðið sem mætir Japan verður að öllum líkindum aðeins skipað leikmönnum sem spila hér á landi. Ekki er talið ráðlegt að fá íslensku leikmennina sem spila erlendis því mjög mikil- vægir leikir verða á sama tíma hjá félagsliðum þeirra. Aftur jafnthjá ÍR og UMFG ÍR áfrarn á fleiri stigum skoruðum á útivelli Kristinn Benediktsson skrifarfrá Grindavik Grindavík og ÍR gerðu aftur jafntefli, 68:68, í seinni leik liðanna i 8-liða úrslitum bikar- keppni KKÍ í Grindavík í gær- kvöldi. Þetta var sannkallaður bar- áttuleikur þar sem barist var á fullu allan tímann. Á síðustu sekúndunni skoraðu Grindvíkingar körfu sem var dæmd af og við það tiylltust leikmenn og áhorfendur. ÍR-ingar fögnuðu því jafntefli þýddi að þeir komust áfram á fleiri stigum skoraðum á útivelli. Grindvíkingar létu óánægju _ sína óspart í ljós við dómarana Ómar Scheving og Kristinn Albertsson, en þeir vora alveg vissir um að síðasta karfan, sem Hjálmar Hailgrímsson skoraði, hafði komið of seint. f hávaðanum heyrðist ekki í klukkunni þegar flautað var af. Grindvfkingar byijuðu leikinn vel en misstu IR-inga framúr rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. í seinni hálfleik leiddi ÍR með fjögurra til tíu stiga mun þar til á síðustu mfnútunni að Steinþór Helgason jafnaði fyrir Grindavík, 68:68, eftir að hafa sto- lið boltanum. Síðustu sekúndumar var mikill darraðardans en allt kom fyrir ekki. Stig UMFG: Steinþór Helgason 15, Hjálm- ar Hallgrímsson 14, Guðmundur Bragason 11, Rúnar Árnason 8, Jón Páll Haraldsson 8, Sveinbjöm Sigurðsson 5, Guðlaugur Jónsson 5 og Eyjólfur Guðlaugsson 2. Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 20, Ragnar Torfason 15, Vignir Hilmarsson 9, Jón Öm Guðmundsson 9, Jóhannes Sveinsson 8 og Bragi Reynisson 7. KR-ingar tryggðu sér sæti í undan- úrslitum með þvf að vinna Val ör- ugglega, 79:64, í seinni leik liðanna að Hliðarenda á sunnudaginn og Haukar unnu IJMFN-B, 100:77. Njarðvík-A spilar seinni leik sinn við Breiðablik í kvöld og má telja nokkuð öraggt að þeir tryggi sér sæti í undanúrslitum ásamt KR, ÍR og Haukum. Hef aldrei þreytt _ dómarapróf hjá HSÍ EftírViggó Sigurðsson ÉG verð að svara furðulegum skrifum þeirra Sigurðar Baldurs- sonar og Rögnvalds Erlingssonar í Morgunblaðið og sem etið er hrátt upp í DV 7. mars. Staðreyndin er sú, að ég hef hvorki fyrr né síðar þreytt dóm- arapróf eða setið námskeið um handknattleiksreglur á vegum HSÍ. Fyrir um þremur árum bauð stjóm HSÍ þá starfandi landsliðs- þjálfuram til veislu ásamt mökum. I miðri veislunni stransaði Kjartan Steinbach inn með nokkrar spum- ingar varðandi handknattleiks- reglur í formi krossaprófs. Var þetta sem hvert annað skemmtiatriði, enda enginn við- staddra, hvorki Kjartan sjálfur né aðrir undir það búnir að þreyta próf á {'essari stundu. Hvorki Sig- urður Baldursson né Rögnvaldur Erlingsson voru í þessu hófi. Það, að Kjartan Steinbach skuli nú sýna þeim féiögum þessa Vlggó Slgurðsson. pappíra sem einhvem nýjan sann- leika um kunnáttu mína í reglum handknattleiksins, er stór brand- ari og sýnir vel rökþrot þessarra manna þegar þeir era gagnrýndir. Persónulegt skítkast á mig frá þessum mönnum læt ég ekki á mig fá. Grein Rögnvaldar og Sig- urðar er vart svaraverð nema dylgjur um að ég eigi þátt í hvarfi myndbandsspólu frá sjónvarpinu er högg fyrir neðan beltisstað og lýsa þær þessum mönnum og þeírra innræti betur en mörg orð. Það er allt f lagi að svara gagn- rýni, en hún verður að vera heiðar- leg. Ég hef stundað handknattleik í 20 ár og spilað með félagsliðum í þremur löndum. Ég te) mig ekki þurfa aðstoð Rögnvaldar, Sigurð- ar eða Kjartans til að skilja reglur f handknattleik. Þegar ég leita ráða þá leita ég til manna með fagþekkingu. Þeir era til. Að lokum, eina námskeið- ið sem ég hef setið hjá HSÍ er A-námskeið fyrir handknattleiks- þjálfara og hef ég vottfest skjal upp á það að ég hafi staðist prófið. Höfundur er þjálfari 1. deildarliðs FH f handknattleik. JÚDÓ / ÍSLANDSMÓT UNGLINGA Morgunblaöið/Guðmundur Svansson Stúlkumar þijár úr KA sem kepptu á mótinu um helgina, Fjóla Guðnadótt- ir, Svala Björgvinsdóttir og Lilja Guðnadóttir. KA-menn fengu 13 gullverðlaun af 21 KA-menn gerðu það gott á ís- landsmóti unglinga í júdó sem haldið var á Akureyri um helgina. Þeir fengu þar 13 af 21 gullverð- launum og alls 35 verðlaun. Mótið tókst mjög vel í alla staði. Kepp- endur vora alls 90, og þar af átti KA 36. Sigur Freys Gauta Sigmundssonar, Frá Reyni Éirikssyni áAkureyri KA, í +70 kg. flokki pilta, 17 ára og yngri, vakti mikla athygli. Það tók hann einungis 20 sekúndur að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. Fýrri glímu sína vann hann á 7 sekúndum og þá síðari á 13 sekúnd- um! Freyr Gauti tók sfðan einnig þátt í keppni 21 árs og yngri, í +71 kg. flokki, og varð þar í öðra sæti. ■ Úrslit/B 16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.