Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1988, Blaðsíða 8
8 B jBorennMnÍih /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 8. MARZ 1988 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Ásgeir skoraði glæsi- legt markí Köln Stuttgart og Köln gerðujafntefli, 1:1 ÁSGEIR Sigurvinsson skoraði glæsilegt mark fyrir Stuttgart þegar félagið gerði jafntef li, 1:1, gegn Köln í Köln. Ásgeir skoraði markið með langskoti - knötturinn hafnaði efst upp í fjærhorninu. DffíMl Ásgeir Slgurvlnsson lék mjög vel með Stuttgart i Köln. Sigurvinsson er kominn aftur!“ var fyrirsögnin í Bild, sem sagði að markið hafi verið frábært og Ásgeir væri bestu útlendingur- inn sem léki í V- Frá Þýskalandi. Ásgeir Jóhanni Inga skoraði markið á 73. Gunnarssyni mín., en Stefan Engels náði að jafna, 1:1, rétt á eftir. Bayem Miinchen náði að vinna sig- ur, 3:0, í Numberg. Mikill hiti er í stuðningsmönnum Numberg út í Bayem, þar sem félagið hefur keypt tvo af bestu leikmönnum Númberg - þá Stefan Reuter og Roland Gra- hammer, sem er mjög efnilegur vamarleikmaður. Armin Eck skor- aði fyrsta markið, en Lothar Matt- háus marki bætti við úr vítaspymu. Mark Hughes skoraði þriðja mark- ið. 49 þús. áhorfendur sáu Klaus Augenthaler, fyrirliða Bayem, eiga stórleik í vöminni. Ungveijinn Lajos Detari átti snilld- arleik með Frankfurt þegar félagið vann sigur, 3:2, yfir Leverkusen. Wolfgang Rolff, sem átti að hafa gætur á Detari, réði ekkert við hann og skoraði Ungveijinn tvö mörk. ■ ÚRSLIT B/14 ■ Staðan B/14 Ásgeirí leikbann Ásgeir Sigurvinsson fékk að sjá flórða gula spjaldið á keppnistímabilinu, þegar Stuttgart lék í Köln. Ásgeir fer því í leikbann og getur ekki leikið með Stuttgart gegn Werder Bremen á laug- ardaginn. „Þetta var klaufaskapur. Ég fékk að sjá gula spjaldið eftir að hafa brotið á Paul Stein- er,“ sagðið Ásgeir. Lajos Dotarl Atli var yfirfrakki á IMeubarth ATLI Eðvaldsson fékk mjög góða dóma fyrir leik sinn með Uerd- ingen gegn Werder Bremen í Bremen. Hann fékk það hlutverk að hafa gætur á Frank Neubarth og skilaði því vel. Neubarth sást ekki í leiknum nema tvisvar - og skoraði mark í bæði skiptin. Bæði mörkin komu eftir homspymur, á 64. og 68. mínútu. Bremen vann góðan sigur, 5:1, yfir Uerdingen. Riefle skoraði einnig tvö mörk og Norbert Meier skoraði fimmta mark Bremen, sem lék mjög góða knattspymu. Það getur fátt stöðvað leikmenn Bremen ef þeir leika eins og þeir gerðu gegn Uerdingen. SKOTLAND CeKicog Rangers unnu Andy Walker og Mark McGhee t^yggðu Celtic sigur, 2:0, yfir Falkirk í Skotlandi og Glasgow Rangers vann góðan sigur, 3:0, yfír Dunfermline. Ally McCoist skoraði fyrst úr víta- spymu fyrir Rangers, en síðan bættu þeir Mark Walters og Ric- hard Gough mörkum við. J U R I S E D O V Morgunblaöiö/RAX „Líf mitt snýst um knatt- spymu“ - segirJúríSedovþjálfari Víkings í opinskáu viðtali ÞEIR sem fylgjast meö íslenskri knattspyrnu vita mætavel hver Júrí Sedov er. Hann þjálfaði lið Víkings í þrjú ár, 1980-1983, náöi þá frábærum árangri og geröi liðiö aö íslandsmeisturum tvö ár í röö. Eftir brottför hans fór aö halla undan fæti hjá Víking- um og þeir féllu í 2. deild. Þegar þeir höfðu verið þar í eitt ár kom Júrí Sedov aftur og þaö var ekki aö sökum að spyrja, hann reif liðið upp í 1. deildina aö nýju. En hver er Júrí Sedov? Það er vart hægt að segja annað en að lífshlaup Júrí sé áhuga- vert. Hann var bam millistríðsár- anna í Moskvu, einhverra erfiðustu ára sem sovéska Logi þjóðin hefur lifað. Eiðsson Fljótlega ákvað hann að helga líf sitt áhugamálinu, knattspymunni, og síðan hefur hann fengist við knattspymu í einni eða annarri mynd. Hann er vel menntaður á sínu sviði og án efa einn af fróðari þjálfurum sem þjálf- að hefur íslenskt lið, enda hefur hann unnið mikilvæg störf á sviði knattspymunnar í heimalandi sínu. Hann er giftur og á einn son. Kona hans er með honum á íslandi, en sonur hans gegnir herþjónustu í sovéska hemum. Ólst upp vlð fátækt Hvemig var að alast upp í Sov- étríkjunum á árunum milli stríða? — Það var mjög erfitt, enda fá- tæktin mikil. Eg var einkabam, en faðir minn féll 1942 í stríðinu þeg- ar ég var 13 ára. Það var því mjög erfitt að komast af, þrátt fyrir að við höfum ekki soltið. Stríðsárin vom þó erfiðust. Þá upp- lifðum við hræðilega kalda vetur og á morgnana var það oft þannig að við komust ekki út vegna þess að útidyrahurðin var frosin föst. Þrátt fyrir erfiðleikana var ávallt mikil bjartsýni ríkjandi. Fólk leit til næstu ára með tilhlökkun og allir biðu eftir því að stríðið tæki enda. En þrátt fyrir vetrarkuldann og ■ Úrslit B/14 ■ Staöan B/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.