Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 10

Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 10
10 B jttargiwftlfiftib /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1988 JÚRÍSEDOV Meistari í Afganistan Hvemig' var að þjálfa í Afganist- an? — Það var mjög ánægjulegt, þrátt fyrir að knattspyman hafi ekki ver- ið á háu stigi. En það fyrsta sem ég þurfti að gera var að fá nýja leikmenn. Árið áður en ég kom hafði verið þar útsendari frá lands- liðinu og hann sagði við leikmenn- inæ „Ef að þið leikið með Maref þá fáið þið aldrei tækifæri með landsliðinu." Það var draumur allra knattspymumanna og níu leikmenn fóm frá liðinu til að reyna að fá tækifæri hjá stóm liðunum. Þegar ég tók við vom því aðeins örfáir leikmenn eftir. Ég fór þá að safna leikmönnum og fór í skólana. Þar valdi ég e&iileg- ustu leikmennina og bauð þeim að mæta á æfingar hjá liðinu. Þetta vom aðeins unglingar, en þó marg- ir mjög góðir knattspymumenn og ég valdi þá bestu úr. Þeir sem fylgdust með þesssu glottu og fannst ég heldur bjartsýnn, en fyrsta árið gekk okkur ágætlega og við vomm um miðja deild. Næsta ár urðum við meistarar og aftur tveimur árum síðar. Og ekki nóg með það heldur vom þrir leikmenn liðsins valdir í landsliðið. • Hvað varð til þess að þú fórst frá Afganistan? — Ég fékk tilboð um að þjálfa sov- éska landsliðið og því gat ég ekki hafnað. Nikita Simonian, sem þá var þjálfari liðsins, kom til mín og bað mig um að þjálfa liðið með sér. Ég tók því og starfaði sem einn af þremur þjálfumm liðsins í rúmt ' ár, én þá var skipt um þjálfara. Af hveiju var skipt um þjálfara? — Yfirvöld vom ekki nógu ánægð með árangur liðsins, þó að hann hafi verið ágætur. Én ég held að þessi ákvörðun hafi verið röng og það sést kannski best á því að Nik- ita Simonian var svo endurráðinn sem þjálfari landsliðsins. Þú starfaðir þó áfram með lands- liðinu. ,■ — Já, ég var gerður að yfirmanni landsliðsmála og um leið yfirmaður knattspymurannsóknarstofúnnar í Moskvu. Þar vann ég meðal annars við það að skipuleggja úrvalsdeild- ina og verkefni landsliðsins, auk ýmiskonar rannsókna er tengdust knattspymunni. Þar var ég til ársins 1980. Þá bauðst mér að taka við liði á ís- landi. Það freistaði mín og mig langaði til að taka að mér slíkt verkefni. Ég sótti því um leyfi og það gekk nokkuð greiðlega. Það fór því svo að 5. apríl 1980 stóð ég í Keflavík, ásamt konu minni og syni, tilbúinn til að taka við Víkingum. Fannst ég vssri á tunglinu Hveraig var það að koma til ís- lands? — Það var óneitanlega erfitt, enda vissi ég mjög lítið um land og þjóð. Aðeins það sem ég hafði lesið í bókum og það var ekki mikið. Þeg- ar við ókum frá Keflavík fannst mér sem ég væri á tunglinu. Dökkt og kuldalegt landslag. En siðar sá ég hvað ísland er í raun fallegt land og mér finnst það að mörgu leyti mjög líkt Sovétríkj- unum. Hvað fólkið varðar _þá komst ég fljótlega að því að á Islandi er fullt af skemmtilegu og góðu fólki og hér hef ég eignast marga mjög góða vini. Hvað með frístundimar? — Þær eru nú ekki margar og því á ég ekki í vandræðum með að eyða þeim. Það sem mér fínnst skemmtilegast er að veiða og það tók mig góðan tíma að átta mig á því að ég þyrfti ekki að fara nema nokkra kflómetra til að geta rennt fyrir silung. Langaði mest að fara aftur halm notm Hvernig var að taka við Víkings- liðinu? — Það var mikið áfall. Ég vissi það eitt að liðið var í 1. deild og ég var vongóður þegar ég hélt af stað. Tveimur dögum eftir komu mína var fyrsta æfingin. Það voru örfáir mættir og þegar ég leit yfir hópinn hugsaði ég með mér „Hvað í ósköp- unum er ég að gera hér?“ Þetta skánaði þó eftir að ég fékk fleiri leikmenn, en fyrsti leikurinn var hræðilegur. Þá mættum við Armanni í fyrsta leik Reykjavíkur- mótsins og ég var bjartsýnn, enda Armann í 3. deild. En við töpuðum þessum leik, 0:3, og þegar ég kom heim langaði mig mest til að pakka niður og fara aftur tií Sovétríkj- anna! Þetta voru þó aðeins byijunarörð- ugleikar sem allir þjálfarar þurfa að sigrast á og strákamir áttu eft- ir að standa sig mjög vel og sigr- uðu meira að segja í Reykjavíkur- mótinu. Hvernig tilfinning var það að vinna meistaratitil í ókunnugu landi? — Það var mjög ánægjulegt. Ekki aðeins fyrir mig, heldur fyrst og fremst fýrir Víking. Það höfðu fáir trú á liðinu, en leikmennimir trúðu þvf statt og stöðugt að þeir gætu orðið meistarar. An þess hefðum við aldrei náð því að sigra. Það var einnig mikilvægt að þetta voru fyrstu meistaratitlamir í 57 ár. Þetta var einnig mikill sigur fyrir mig sem þjálfara og mitt svar handa þeim sem efuðust um að okkur tækist að sigra. Hvað tók við þegar þú komst aftur til Moskvu? — Þá tók ég við sem yfirþjáifari á rannsóknarstofunni. Það var að vissu leyti gott að koma aftur heim, en þó saknaði ég þess að fá ekki að þjáifa. Ári síðar rættist úr því og þá tók ég við sovéska landsliðinu U-21 árs. Ég þjálfaði það í tvö ár og það gekk ágætlega. Milli þess sem ég þjálfaði þá sótti ég námskeið og fylgdist með því helsta sem var að gerast. Það er mjög mikilvægt fyrir þjálfara að vera með á nótunum. Þjálfari er kennari og sem slíkur verður hann að vera meira en bara gamall leikmaður. Hann verður að vera fróðari en leikmennimir og fylgjast vel með því annars er ekki hægt að búast við framförum. Hvað fékk þig til að koma aftur til íslands? — Ég fylgdist alltaf með Víkingun- um og það voru mér mikil von- brigði þegar ég frétti að þeir hefðu fallið í 2. deild. Þegar mér var svo boðið að taka við þeim að nýju, þá gat ég einfaldlega ekki hafnað því. Bæði vegna þess að ég hef mjög sterkar taugar til Víkings og svo kunni ég mjög vel við mig á íslandi. Varof bfartsýnn Hveraig fannst þér að þjálfa í 2. deild? — Það var í raun mjög svipað og að þjálfa í 1. deild. Pressan er þó kannski meiri að sumu leyti. En ég var líklega of bjartsýnn því ég hélt að það yrði auðvelt, einkum eftir þessa góðu byijun. Én það hafðist að lokum og það er gott að vera aftur kominn í 1. deildina. Hverjar eru þínar bestu minning- ar sem þjálfari og leikmaður? — Það er nú aðallega þegar sigur vinnst. Það er það besta. En mér eru þó sérstaklega minnisstæðir leikir okkar í Vestmannaeyjum, gegn ÍBV. Ég man eftir því þegar við lékum við þá árið 1982 og þurft- um nauðsynlega að sigra til að ná titlinum. Þegar 20 mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 1:0, ÍBV í vil, og búið að reka Heimi Karlsson útaf. En liðið stóð sig vel undir þessari pressu og vann 2:1. Við lékum svo aftur við þá skömmu síðar í úrslitaleik meistarakeppn- innar og sigruðum þá, 2:0, í mjög góðum leik. Loks var það leikurinn f haust. Þá þurftum við sigur til að halda í vonina um efsta sæti 2. deildar. En þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 2:1, ÍBV í vil, og ég var farinn að verða heldur svartsýnn. En við skoruðum tvö mörk á síðustu mínútunum og unnum, 3:2. Þannig að ég held alltaf svolítið upp á Vestmannaeyjar. Annars er tíminn minn hjá Víkingi ein stór góð minning og ég held til dæmis að ég muni eftir hveiju ein- asta marki sem við höfúm skorað. Hvað með slæmu minningarnar? — Verstu minningar mínar sem leikmaður eru síðan 1949. Þá áttum við mjög góða möguleika á meist- aratitlinum, en mættum tveimur sterkustu liðunum í siðustu leikjun- um. Við töpuðum, 1:2, gegn CZKA Moskva í leik sem við áttum að vinna. Markvörður okkar gerði tvi- svar ótrúleg mistök sem kostuðu okkur sigurinn. Svo mættum við Dynamo Kiev og töpuðum, 4:5, í leik í Moskvu. Þetta var ótrúlegur leikur og rúmlega 65.000 áhorfendur. Dómarinn dæmdi af okkur mark og var á bandi Dynamo Kiev og með þessu tapi misstum við af meistaratitlin- um. Það var gífurlega sárt. Svo hefur náttúrulega gengið á ýmsu með Víkingsliðið. Ég man til dæmis eftir einum leik gegn ÍA árið 1982. Við byijuðum vel og skoruðum fyrsta markið eftir fimm mínútur, en töpuðum leiknum, 2:6. Það var slæmt tap en ég hugsaði með mér, svona er knattspyma. Lið getur fengið 2-3 skelli, en samt verið á toppnum. Annars á ég góða minningu úr þess- um leik. Það var þannig að Lárus Guðmundsson komst oft einn gegn markverði og þá reyndi hann alltaf að skjóta, en það gekk ekki alltaf upp. Svo ég sagði við hann: „Lalli, þegar þú kemur að markmanninum, bíddu þá aðeins og leyfðu honum að hreyfa sig. Svo skaltu fara að markinu." Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum komst hann einn í gegn, lék á markmanninn og skoraði. Þannig tókst mér að deyfa sársaukann við þetta tap með því að ég hefði þó fengið einhveiju áorkað. Bjartara yflr Moskvu Nú ert þú nýkominn úr fríi frá Sovétríkjunum. Finnst þér eitt- hvað hafa breyst á síðustu árum? — Það hafa orðið miklar breytingar í Sovétríkjunum á skömmum tíma. Gorbatsjov hefur látið gott af sér leiða og nú er allt opnara. Nú er í fyrsta sinn rætt um vandamálin og jafnvel sýndar í sjónvarpinu myndir af öllu því slæma sem oftast hefur verið sópað undir teppið. Gorbatsjov er því sá fyrsti sem virkilega fæst við vandamálin. Er hann jafn vinsæll og af er látið? — Hann er gífúrlega vinsæll meðal fólksins því að hann er mannlegur. Sú stefna hefur ávallt ríkt að við eigum að hugsa um komandi kyn- slóðir og reyna að byggja sem best upp fyrir þær. En Gorbatsjov legg- ur mikla áherslu á að gera ýmislegt fyrir nútímakynslóðina og reynir að leysa úr vanda hennar. Gott dæmi um það er barátta hans gegn áfengisneyslu. Þrátt fyrir að að- ferðimar séu undarlegar þá skilar það árangri og hann hefur náð ótrú- legum árangri á því sviði. Það sem mér finnst þó best er hve mikil bjartsýni er ríkjandi í Sov- étríkjunum. Bæði hvað varðar ffamtíð landsins og sambúðina við Bandaríkin. Hvað með þig? Hver heldur þú að framtíð þin verði? — Ég sé fram á ánægjuleg ár hjá Víkingum, en ég reikna með því að fara svo aftur heim. Hvað tekur við þá er ekki gott að segja. En hvað sem það verður vona ég að það tengist knattspymu á einn eða annan hátt, því líf mitt snýst um knattspymu. Reyntað jafna út sveiflumar Síðustu árin hafa Tumi Tóm- asson f iskif rœðingur og Veiðifélag Miðfjarðarár unnið ýmis rannsóknarverkefni á vatnasvæði Míðfjarðarár. Ötl hafa þau gefið margt froðlegt og gagnlegt til kynna, en sam- eiginlegt markmlð þeirra allra er að finna formúlu til þess að koma í veg fyrir sveiflur í veiði frá einu ári til annars, en slíkar sveiflur koma í allar veiðiár landsins og eiga rætur að rekja til dynta móður nátt- úru. Þegar Veiðifélag Mið- fjarðarár gefur út verðskrá sfna ár hvert fylgir henni sam- antekt Tuma fiskifræðings um gang mála í rannsóknun- um og helstu niðurstöður. Hér verður aðeins rakið það helsta úr skrifunum. í fyrstu kemur fram það sem Miðfjarðarárvinir vita, að veiðin var heldur lakari heldur en reikn- að hafði verið með, en samt er óhætt að taka undir orð Tuma, að tæplega hafi verið um neina hörmung að ræða“. Heildar- veiðin varð 1076 laxar, þar af 385 smálaxar, eða eins árs laxar úr sjó, en afgangur- inn milli- og stórlax. Tumi heldur því á lofti i skrifum sínum, að Ifklega hafi aðstæður gönguseið- VEKN Guámundur Guðjónsson skrifar anna vorið 1986, eða vaxtarskil- yrði i sjó orsakað óvenju mikill affoll.“ Þetta átti við um flestar ár landsins, líka þær sem gáfu góða veiði að Vopnaíjarðaránum undanskildum. Þetta lýsti sér sem slakri smálaxaveiði og sá fiskur sem kom var iðulega magur og iéttur miðað við lengd. Tumi slær á óskhyggjustrengina í þjörtum stangveiðimanna þegar hann seg- ir: Ekki er heldur útilokað að þessi lax muni skila sér hlutfallslega betur sem stórlax nú í sumar.“ Smáseiðasleppingar hafa verið miklar á vatnasvæðinu og Tumi hefur haust hvert reiknað út hlut heimtana í heildarveiðinni. Síðasta sumar voru 36 smálaxar, eða 9 prósent smálaxaaflans, upp- runnir úr smáseiðasleppingum. Minnst í Vesturá og Miðfjjarðará, alls 4 prósent, en mun meira í Núpsá og Austurá, eða 21 pró- sent. Alls veiddust 164 stórlaxar af þessum uppruna, eða 24 pró- sent aflans. Minnst í Vesturá, aðeins 3 prósent, mest í Austurá, eða 34 prósent alls. Þá voru heimtur úr gcinguseiðaslepping- um. 25 örmerktir fiskar veiddust, 21 smálax, en 4 stórlaxar. Niður- staða þessa alls er býsna merki- leg. Hún er sú, að um fimmti hver lax sem veiddist í áakerfi Miðfjarðarár var uppruninn úr seiðasleppingum. Smáseiðasleppingar á ólaxgeng svæði hafa verið stundaðar sem hluti af stóra dæminu. Sumarið 1984 var það þó ekki gert. Því kom enginn smálax af slíkum uppruna í hitteðfyrra og enginn stórlax í fyrra. Sumarið 1985 var hins vegar dreift 30.000 seiðum á þessi svæði og bendir allt til góðra heimta úr þeirri sleppingu. Verður það smálax í sumar, stór- lax sumarið 1989. Nokkur orð svo um ástand nátt- úrulegra seiðastofna. Það er al- mennt nokkuð gott“ eins og Tumi orðar það, en hann varar þó við því að mikil hrygning hafi verið ( Austurá haustið 1986 og það kunni að draga dilk á eftir sér. Smáseiðaþéttleikinn sé nú mikill í ánni. Loks gerum við að umtalsefni texta Tuma fískifræðings um sér- stakar rannsóknir sem gerðar voru í Nupsá síðasta sumar, en henni var lokað með girðingu og kistu og laxar og seiði sem um hliðið fóru voru talin og mæld. Kom fram, að ekki gekk nema 151 lax í ána sem var óvenjulega vatnslítil þetta sumar. 131 stór- Iax,en 20 smálaxar. Af þessum fjölda veiddust 86 stykki, eða 57 prósent. Villt gönguseiði á niður- íeið veiddust einkum frá 19. til 29 júnf og veiddust alls 2.100 stykki, þar af voru 2.000 ör- merkt. Prufur voru teknar af 81 seiði og voru eigi færri en 48 prósent þeirra upprunin úr smá- seiðasleppingu 1985. í fyrra klikkti Tumi úr á verð- skránni með veiðispá. í hitteðfyrra líka. Sú sem kom í hitteðfyrra var afar nákvæm, en í fyrra skeikaði nokkru eins og að framan er greint Að þessu sinni er engin skrá. Vonandi boðar það ekki ein- hver ill tíðindi sem byggð eru á upplýsingum sem Tumi lúrir á, en vill ekki gefa upp af ótta við að ala á svartsýni. I fyrra var það smálaxinn sem brást. Það átti að koma nóg af honum, en þeir voru fáir og óvenjusmáir margir hveij- ir. Spá nú hlýtur að vera erfíð í Ijósi þess að smálaxaárgangur síðasta sumars er hinn sami og á að skila af sér stórlaxi á sumri komanda. Meðan enginn veit með vissu hver urðu afdrif stórs hluta hans verður ekki spáð að gagni. Tíminn einn ræður fram úr vand- anum. Það verður erfitt að bíða »8 sjá.. EIÐISTORGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.