Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 16

Morgunblaðið - 08.03.1988, Side 16
hm KNATTSPYRNA / ITALIA Kraftar Napólí á þrotum? Liðið tapaði á heimavelli gegn Tórínó í ítölsku bikarkeppninni og gegn Roma í 1. deildarkeppn- inni. Maradona æfði ekki síðustu daga fyrir leikinn. ÞAÐ KOM flestum á óvart að Napólí skyldi tapa fyrir Torino í ítölsku bikarkeppninni á síðasta miðvikudag, en nú þeg- ar liðið tapaði á heimavelli gegn Roma á sunnudaginn, eru menn farnir að velta því fyrir sér hvort kraftar liðsins séu á þrotum. Diego Maradona æfði ekki á fimmtudag, föstudag og laug- ardag vegna kvefs, sagðist frekar vilja vera inni og reyna að ná úr sér kvefinu en mæta Brynja á æfingarnar. Yfir- Tómer leitt eru knatt- skrífarfrá spyrnumenn ekki spurðir hvort þeir vilji æfa, heldur gera þeir það þegj- andi og hljóðalaust, nema þjálfarinn ákveði annað. Maradona virðist hins vegar hafa náð einhvers konar einkasamkomulagi hvað varðar æf- (ingar og framkomu, enda er hér um að ræða skærustu stjömuna í knattspymuheiminum um þessar mundir. Roma mætti til leiks í Napólí með sterka sókn, Boniek lék ekki með, en í hans stað var Policano. Á 20. mínútu komst Giannini frjáls frá miðju að marki Napólí og kom Garella engum vömum við. Á 25. mínútu í síðari hálfleik fékk hann aftur boltann á hægri væng og skoraði snoturt mark. Þó leik AC Mílanó og Verona hafi lokið 0-0 vom nokkur góð tækifæri í leiknum. Ruud Gullitt var í aðal- hlutverkinu hjá Mflanó-liðinu. Hann lagði upp nokkur gullin tækifæri fyrir félaga sína í leiknum, en ekk- ert færanna nýttist. Leikur Fiorentina og Torino var afar jafn næstum allan leiktímann, þó Fiorentina hafi sótt meira. Á 20. mínútu skaut Di Gennaro að marki Toro, en Lorieri varði glæsilega. Eina mark leiksins var vítaspyrna sem dæmd var á síðustu sekúndum leiksins eftir að Corradini fellti Berti innan við vítateig. Tórínó-menn mótmæltu þessari ákvörðun, en það þýðir víst lítið að deila við dómar- ann eins og máltækið segir, enda skoraði Diaz úr vítaspyrnunni og leiknum lauk 1-0. Juve vann Inter með einu marki gegn engu. Laudrup, sem hefur ekki skorað neitt mark það sem af er keppnistímabilinu, átti fyrsta tækifærið í upphafi leiksins, en skaut yfir markið. í upphafi seinni hálfleiks skoraði Brio fyrir Juve, en línuvörður gaf dómara merki um að markið væri ógilt. Magrin skor- aði síðan eina mark leiksins úr víta- spymu á 26. mínútu seinni hálf- leiks. Ian Rush hefur átt við lang- vinn meiðsli að stríða og var ekki ljóst fyrr en á sunnudagsmorgun hvort Marchesi þjálfari myndi hafa hann inni í leiknum, en Rush spil- aði með allan tímann. Leikur Cesena og Avellino var líflegur þó liðin séu ekki í hópi hinna sterkustu í 1. deildinni. Di Bartolo- mei skoraði fyrra markið eftir mikla baráttu í vöm Cesena, en í síðari hálfleik skoraði austurríski leik- maðurinn Walter Schachner fyrir Avellino og jafnaði þannig stöðuna. Sampdoria átti afar skemmtilegan leik á heimavelli á móti Pescara sem átti fyrsta markið, sem Gasparini skoraði á 15. mínútu. Þá svöruðu Sampdoria-menn með því að hinn frábæri landsliðsleikmaður Mancini gaf á Cerezo sem skallaði í mark. Sampdoria sótti stíft allan leikinn en Pescara varðist þokkalega. Man- cini átti heiðurinn af nær öllum sóknum Samp, en hann er ásamt Viali talinn einn besti leikmaður ítalska landsliðsins. í seinni hálfleik Nordurlandamót í Portugal Meistaralið íslands og Finnlands ekki með FYRSTA Norðurlandamót meistaraliða í knattspyrnu verður háð um næstu helgi. Þá eigast við Noregsmeist- arar Moss (Gunnar Gíslason), sænska meistaraliðið Malmö FF og dönsku meistararnir Bröndby. Mótið fer fram í Portugal. Meistaralið íslands (Fram) og Finnlands taka ekki þátt í mót- inu. Það hafa lengi verið uppi hugmyndir að koma á Norður- landamóti, en þær hafa ekki náð fram að ganga. Rætt hefur verið um að mótið færi fram yfir sumartímann, sem er afar óhentugur tími fyrir íslensk félagslið. 1. deildarkeppnin er þá í fullum gangi. Rætt hefur verið um að getraunafyrirtæki og sjónvarpsstöðvar kæmu til með að fjármagna keppnina. Sjónvarpsstöðin Scansat sér um að sjónvarpa leikjum beint til Norðurlanda frá Portugal. Talið er að vel yfir 800.000 manns geti séð efni frá stöðinni í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Norðurlandamótið er kallað „Handelsbank Super-Cup,“ þar sem bankinn sér um að fjármagna mótið, sem fer fram í Algarve. Malmö FF og Moss leika fyrsta leikinn, á laugardaginn. Á mánudag 14. mars, leika Bröndby og Moss og síðasti leikurinn verður miðvikudaginn, 16. mars. Þá leika Bröndby og Malmö FF. Diego Maradona og félagar hans máttu þola tap. Forráðamenn Napolí sögðu að ástæðan fyrir því hvað leikmenn liðsins léku illa, er að margir þeirra voru með flensu. átti Samp skemmtilegan leik. Man- cini gaf á Briegel, sem gaf á Mann- ini sem gaf aftur á Pani sem skall- aði fallega í netið, 2-1 fyrir Samp- doria. Skömmu fyrir leikslok átti Salsano snoturt mark fyrir Samp, sem dæmt var ógilt. Urslit/B 14. Staóan/B 14. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND Dússeldorf tapaði fyrir Dormagen PÁLL Ólafsson og félagar hans máttu þola tap, 16:17, fyrir Dormagen í v-þýsku meistara- keppninni íhandknattlkeik. Þar með náðu þeir ekki að tryggja sér tveggja stiga forskot á Kiel, sem lék ekki um helgina. Páll, sem lék í vinstra horninu, skoraði sex mörk í leiknum. Alfreð Gíslason skoraði 6/4 mörk fyrir Essen í sögulegum leik í Hof- weier. „Eg var tekinn úr umferð,“ sagði Álfreð Gíslason. Leikurinn var sögulegur vegna þess að eitt mark var dæmt af Essen 30 mín. eftir að leiknum lauk. Það var sigurmarkið, 17:16, sem Essen skoraði þremur sek. fyrir leikslok og dómarar leiksins dæmdu markið gott. Tímaverðir í Hofweier mót- mæltu og sögðu að leikurinn hafi verið búinn þegar Essen skoraði markið. „Við fengum ekki að vita um það fyrr en við vorum að fara frá íþróttahúsinu, að markið hafi verið dæmt af okkur. Leikurinn endaði því með jafntefli, 16:16. Forráða- menn Essen ætla að kæra þetta atvik,“ sagði Alfreð. Gummersbach gerði jafntefli, 17:17, í Milbertshofen. „Ég var tek- inn úr umferð eins og í síðustu fimm leikjum okkar,“ sagði Kristján Ara- son, sem skoraði tvö mörk í leikn- um. Kristján fékk högg á augabrún rétt fyrir leikslok og er hann nú með glóðarauga. „Næsti leikur okk- ar verður þýðingamikill. Þá fáum við Kiel í heimsókn. Nú þegar er uppselt á leikinn," sagði Kristján. Kiel, Gummersbach og Diisseldorf eru öll með 29 stig. Kiel hefur leik- ið einum leik minna. Lemgo gerði jafntefli, 21:21, við Niimberg. ITALIA Anton Polstor Islensk ýsahefur Italíu! HVORT sem þaö er tilviljun eða ekki skoraði Anton Polster, hinn austurríski leikmaður Tóríno, sigur- mark gegn Napólí í ítölsku bikarmeistarakeppninni í síðustu viku eftir að hafa borðað fslenskar rækjur í forrétt og smjörsteikta ýsu f aðalrétt. Napólí er, sem kunnugt er, sterkasta lið Italíu, en Toro vann það 3-2 í síðustu viku. Tvennan hans Maradona nægði BMMMBMi því ekki í þetta Brynja sinn gegn hinum Tomer vaxandi „naut- táhafiu um“ (Torino þýð- fráltaliu. ir iítið naut.) „Það skiptir miklu máli að borða hollan og góðan mat,“ segir Tony Polster. „Kvöldið fyrir leik- inn gegn Napolí fékk ég besta fisk sem ég hef borðað í langan tíma, en hann fékk ég hjá vin- konu minni sem er nýkomin frá íslandi og tók rækjur og ýsu með sér til Ítalíu. Það er aug- ljóst að íslenski fiskurinn hefur farið vel í mig, því satt að segja áttu fæstir von á því að við myndum vinna Napólí. Ég hafði ekki skorað f langan tíma og þvf var þetta mark sérstaklega mikilvægt fyrir mig. Ég kem til með að leika á móti íslandi með austurríska landsliðinu og þegar við komum til íslands ætla ég að sjá til þess að félagar mínir í landsliðinu fái sér allir rækjur og ýsu fyrir leikinn," sagði hinn stórskemmtilegi Tony Polster og hló innilega. Friöarsöngur ð öllum leik- völlum landsins Undanfarið hafa ítölsk yfirvöld átt í mestu vandræðum með ól- átabelgi á knattspymuleikjum Þó alltaf hafi verið um lítið brot áhorfenda að ræða, sem hafa átt í slagsmálum, hent sprengj- um inn á vellina og verið með annars konar óspektir. Hefur þetta atferli sett svartan blett á knattspymuleiki og sumir eru hættir að fara á völlinn af hræðslu við ad slasast. Nú hefur ítalska landsliðið látið þetta mál til sín taka og hefur sungið inn á plðtu friðarlag sem heitir „Knattspyman er ást“. Lag þetta var leikið á öllum ftölskum knattspymuvöllum fyrir leikina á sunnudaginn og myndbandið sem gert var við lagið er notað sem kynningarlag fyrir vinsæl- asta íþróttaþátt ítalska ríkis- sjónvarpsins. GETRAUNIR: 1 X X 122 2X1 x1X L O T T 0:2 13 24 25 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.