Morgunblaðið - 10.04.1988, Side 3
um til fátækt okkar og heilsuleysi
mitt, sem ég loks sigraðist á um
1960. Þrátt fyrir allt hafa orðið
töluverðar breytingar á staðnum á
þessu tímabili, eins og annars stað-
ar í sveitinni og þjóðfélaginu í heild.
Við hreiðruðum um okkur í gesta-
herberginu, en þar var talið reimt.
Þegar við vorum um það bil að festa
svefn er lamið bylmingshögg í hús-
gaflinn rétt við höfðalagið, síðan
annað og þriðja. Þá fórum við á
stjá. í ljós kom að stóreflis hrútur
var þar að verki. Daginn eftir kom
í ljós að túngirðingin lá víðast niðri
og aðeins tveir staurar í henni voru
óbrotnir. Gripir gengu um að vild.
Ekkert vatn var í húsinu, sem hafði
verið byggt 1906, ónýt eldavél svo
ég þurfti að elda á olíuvél, en um
haustið var lögð miðstöð út frá
Sólóvél og vatnsleiðsla. Salemi
keyptum við sjálf en handlaug var
engin, varð að notast við vaskafat
undir krananum. Þann vetur tókum
við þó að okkur bamaskólann og
höfðum bömin í heimavist."
Kórbjalla frá 1150
Á næstu ámm var byggt upp í
Heydölum, nýtt íbúðarhús og ný
kirkja. Þótt miðstöðin væri lagfærð
var gólfkuldi svo mikill í gamla
húsinu að Anna gekk á vetmm á
tréklossum og ullarleistum, en fékk
samt kuldabólgu í leggina ofan við
leistana. Þegar búið var að reisa
nýja húsið flúðu þau í það hálf-
byggt um veturinn 1951. Nýja hús-
ið var með einföldum gluggarúðum
og hrauneinangmn og reyndist svo
líka kalt, en þar sem agavél var í
eldhúsinu mátti halda þar hlýju.
Gamla kirkjan var frá 1856, en sú
nýja var vígð 1985. Skömmu síðar
brann gamla kirkjan. í nýju kirkj-
unni er gamla altaristaflan og núm-
erataflan. Og Anna segir mér frá
merkum gripum, sem varðveittir
em í kirkjunni, tinkaleik og kór-
bjöllu frá 1150, sem notuð var fram
yfir aldamót þegar eitthvað sérstakt
var um að vera, svo sem skímir og
þegar konur vom leiddar í kirkju,
eins og siður var að gera eftir bams-
burð. Var kona síðast leidd í kirkju
í Breiðdal árið 1903 og bjöllunni
þá hringt. Sr. Þorsteinn Þórarins-
son hélt þessum sið, en slíkar sere-
moníur vom lagðar niður þegar sr.
Pétur sonur hans tók við af honum
1910.
Við víkjum að ummælum Önnu
hér að ofan um að þá fyrst hafi
hún verið orðin of önnum kafin til
að gera nokkuð annað er hún gerð-
ist prestskona í sveit. Hvað var það
sem helst lagðist til utan venjulegra
heimilis- og sveitastarfa? „Fyrstu
árin var eilífur erill og tíndist ýmis-
legt til. í fyrstu var ekki vegasam-
band suður um lengra en að Bem-
firði og þar sem enginn gististaður
var, var oft leitað á prestssetrið.
Áður var ekki um neinn snjómðning
að ræða og komu menn þá ofan
úr sveitinni og létu flytja vömmar
á bíl frá Breiðdalsvík í Heydali, því
þangað var oftast fært. í sveitinni
er siður að gefa kirkjugestum kaffí
eftir messu og stundum fundahöld
ýmiskonar á prestssetrinu. Fyrst
tókum við bömin alltaf heim til
spuminga í eina viku fyrir ferming-
una og þá þurfti auðvitað að sjá
þeim fyrir gistingu og fæði. Enginn
augnlæknir var þama og við sömd-
um við Bergsvein Ólafsson að hann
kæmi og staldraði við hjá okkur.
Svo gekk í nokkur ár áður en augn-
þjónustu var komið á. Mikið létti á
þegar skólahúsið kom að Staðar-
borg 1957-58. Á sumrin er þar rek-
ið hótel. Við þetta minnkaði gesta-
gangur, en þá fór maður að sakna
þess að fá bara kveðju frá kunningj-
um í hringferð. Fyrstu árin komu
frambjóðendur venjulega allir sam-
an og gistu sumir hjá okkur. Það
var skemmtilegt og glatt á hjalla.
Skemmtilegast þó þegar sr. Pétur
í Vallanesi var í framboði. Það lagð-
ist þó af eftir að þeir fóm að geta
ekið um í eigin bílum. Heydalir em
í þjóðleið og oft koma hópar og
einstaklingar til að skoða kirkjuna.
Á sumrin líður varla sá dagur að
ekki sé einhveijum sinnt á prests-
88ei JlíllA .iH ílUOAtlUMMUa .Öia/UHUUOiIOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRIL 1988
B 3
setri. Mér þótti alltaf gaman þegar
komu hópar og sakna þess á vissan
hátt. En þetta er nú allt annað en
var.“
Margt hefur breyst í sveitinni á
þessum 40 ámm. Anna segir að
ákaflega ánægjulegt hafi verið að
fá að upplifa uppbyggingu vega-
kerfisins, þegar vegasamband var
að komast á. Stöðvarsókn var lögð
undir Heydalaprestakall 1925, en
þangað var ekki vegasamband og
um tíma hætt að halda reiðveginum
við. Þegar presturinn þurfti að fara
þangað að vetrinum varð hann því
að fara gangandi og stundum að
skríða yfír hættulegustu staðina í
skriðunum. Sem betur fer var það
ekki löng leið. En gert var að kosn-
ingabeitu eitt árið að ryðja veginn
og tók þá ekki langan tíma. Og nú
er bflvegur með allri ströndinni. Á
fyrstu ámnum gat sr. Kristinn til
dæmis aldrei verið heima á jólunum.
Byggðin á Stöðvarfirði var þéttust,
svo hann messaði þar á aðfanga-
dagskvöld og jóladag, en Anna var
heima og hugsaði ein um gripina.
„Ég vissi lítið af jólum eftir að ég
varð prestskona. Þau gengu mest
út á það að hirða skepnumar. Ég
hafði aldrei þurft að gefa á garða
fyrr, það gerðu karlmennimir
heima," segir hún. Seinni árin var
þetta breytt og sr. Kristinn komst
heim í jólamatinn.
Heílt þorp reis í Breiðdal
Okkur dvelst við spjall um allar
þær breytingar sem orðið hafa í
Breiðdalnum á hálfri mannsævi,
sem Anna kann góð skil á: „Þar
reis þorp með þéttbýli miklu seinna
en á hinum Áustíjörðunum, enda
fjörðurinn breiður og opinn fyrir
hafi. Kvikfjárrækt var eini atvinnu-
vegurinn fram á miðja 20. öldina.
Kýr höfðu menn aðeins til heimilis-
nota. Um 1960 byijuðu nokkrir
bændur að selja mjólk til Djúpa-
vogs, sem entist stutt, enda vegur-
inn illfær. í sveitinni bjuggu 307
manns árið 1940 og vom orðnir 257
tíu árum síðar. Þorpið á Breið-
dalsvík fór ekki að vaxa fyrr en
um miðja öldina þegar þar kom
betri höfn, bátar og frystihús. 1960
eru húsin á Breiðdalsvík orðin 17
og íbúamir 93 eða um þriðjungur
íbúanna í sókninni. Úr því tók að
fjölga, fólk sótti í sfldina og unga
fólkið innan úr sveitinni settist þar
að. Ekki segir Anna að margir hafi
trúað því þegar skólinn var byggður
á Staðarborg 1957-58 að þéttbýlið
í Breiðdalsvík mundi aukast svo
mjög, en nú er í byggingu glæsileg-
ur grunnskóli. Nú er lfka á sumrin
hægt að aka um Breiðdalsheiði til
Egilsstaða og taka þar flugvél eða
á vetrum austur með fjörðum og
upp Fagradal, þar sem snjómokstur
fer fram. Og sama gildir um veginn
suður um land til Reykjavíkur.
Strandferðaskip koma reglulega við
á Breiðdalsvík og póstur kemur frá
Egilsstöðum þvisvar sinnum í viku.
Það eru miklar breytingar.
„Ánægjulegustu árin fyrir austan
voru árin sem ég fékkst við að
kenna. Ég reyndi einnig að leysa
einangrunina með því að taka þátt
í félagsstörfum. Var í stjóm Skóg-
ræktarfélagsins, formaður Slysa-
vamadeildarinnar um hríð og einnig
kvenfélagsins, í stjóm Náttúm-
vemdarfélags Austurlands og fleira
slíkt. Það þótti mér mjög skemmti-
legt.“
Við spyijum Önnu hvemig fyrr-
verandi prestsfrú úr sveitinni kunni
svo við að vera flutt til Reykjavík-
ur. „Ég nota orð Áma Þórarinsson-
ar og segi að ég sé lifandis ósköp
fegin," svarar hún um hæl. En hvað
hefur hún fyrir stafni í þéttbýlinu?
„Ég fer í sund á morgnana og
sæki ýmiskonar námskeið, bók-
bandsnámskeið í fyrra og þýskun-
ámskeið og ættfræðinámskeið í vet-
ur. Svo fer ég út í Hvassaleiti og
spila brids við aldraða. Hafði ekki
marga til að spila við fyrir austan.
Mig vantar ekki verkefnin. En mér
finnst ég samt vera búin að missa
af strætisvagninum, vera orðin of
gömul til að gera það sem ég hefði
viljað gera þegar ég var ung.“
Mikiðúrva/af
tvískiptum kjólum
GOR-RAYpiis,
dragtir.
Stærðir 34-54.
Dragtin,
Klapparstig 37.
AÐALFUNDUR
Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki
verður haldinn í menningarmiðstöðinni Gerðubergi
þriðjudagskvöldið 12. aprílkl. 20.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
PRJÓNAKONUR-LOPAPEYSUR
HILDA HF. TEKUR Á MÓTI LOPAPEYSUM Á
EFTIRTÖLDUM STÖÐUM Á LANDINU:
REYKJAVÍK BOLHOLT 6 SÍMI 34718
SELFOSSI SLÉTTUVEGI 2 SÍMI 99-1444
BORGARFIRÐI FERJUKOTI SÍMI 93-70082
AKUREYRI GRENILUNDI 17 SÍMI 96-22646
HILDA HF.,
BOLHOLTI 6,
SÍMI 34718.
FERMINGARTILB OÐ !
GoldStar
20" sjónvarpstæki
* Fjarstýring * Viðarkassi og góður hátalari
* Sjálfleitari * Video- og tölvu beintenging
Greiðslumáti Kr.
Fermingartilboð 29.275,-
Staðgreiðsluverð 27.800,- .
Eurokredit til allt að 11 mán. Engin útborgun
Visa raðgreiðslur til allt að 12 mán. Engin útborgun
l