Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 6

Morgunblaðið - 10.04.1988, Síða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988 Brezku fiskmark- aðirnir: Fermingarskeyti ritsímans Móttaka fermingarskeyta er hafin. Sími skeytamóttöku er 06. Viðskiptavinum til þæginda býður ritsíminn þeim að velja ein- hvern eftirtalinna texta: A: Innilegar hamingjuóskir á fermingardaginn, kærar kveðjur. B: Bestu fermingar- og framtíðaróskir. C: Hamingjuóskir til fermingarbarns og foreldra, kærar kveðjur. D: Guð blessi þér fermingardaginn og alla framtíð. E: Hjartanlegar hamingjuóskir á fermingardaginn. Bjarta framtíð. Meðalverð þessara skeyta er um 190 kr. Þeir sem óska geta að sjálfsögðu orðað sín skeyti sjálfir. Fermingarskeyti má panta með nokkurra daga fyrirvara, þó þau verði ekki borin út fyrr en á fermingardaginn. Símstjórinn í Reykjavík. NORDMENDE 14" - 12 V/220 V 14" Nordmende 3604 litsjónvarps-tækið er bæði fyrir 12 & 220 volta spennu, tilvalið í sumarhúsið eða sem aukatæki á heimilið. Fullkomin fjarstýring, inniloftnet, tenging fyrir heyrnartól og frábær myndgæði, að sjálfsögðu í litum. Þetta er einmitt tækið sem beðið hefur verið eftir ! Bjóðum Visarað- greiðslur og Eurokredit greiðslukjör. 22.610,- kr./stgr. Almennt verð 23.800,- SKIPHOLTÍ19^ SÍMI29800 EFTIRTALIN FYRIRTÆKI SELJA NORDMENDE: Kaupfél. Fram Hafnarbraut 2 Neskaupstað Blómabúöin sf Skólabraut 23 Akranesi Frístund sf. Holtsgötu 26 Njarövík Radionaust Glerárgötu 26 Akureyri Samkaup Njarðvík Kaupfél. Húnvetn. Húnabraut 4 Blönduósi Rafbúö Jónasar Þórs Aöalstræti 73- Patreksfiröi Einar Guöfinnss. hf. Vitastíg 1 Bolungarvik Bókabúöin Urö Asgötu 5 Raufarhöfn Kaupf. Borgfiröinga Egilsgötu 11 •Borgarnesi Mikligaröur v/Holtaveg Reykjavík Rafmagnsv. Sv. G. Kaupvangi Egilsstöðum Lykill Búöareyri 25 Reyöarfiröi Verslunin Fell Grundargötu 49 Grundarfirði Versl. Hegri Aðalgötu 14 Sauöárkróki Blómsturvellir Munaöarhóli 25 Hellissandi G. Á. Böðvarss. hf. Austurvegi 15 Selfossi Videoleiga Hellu Þrúövangi 32 Hellu Stálbúðin hf. Fjaröargötu 1 Seyðisfirði Versl. Sig. Sigfúss. Höfn Hornafiröi Aöaibúöin Aöalgötu 26 Siglufirði Kaupfél. Ringeyinga Garöarsbraut 5 Húsavik Kaupfél. Stööfirö. Stöövarfiröi Straumurhf. Silfurgötu 5 ísafirði Verslunin Húsiö Aöalgötu 22 Stykkishólmi Stapafell hf. Hafnargötu 29 Keflavik Kjarni sf. Skólavegi 1 Vestmannaeyjum S. Kristjánss. raft.v. Hamraborg 11 Kópavogi Kaupfél. Skaftf. Víkurbraut 26 Vik Sel Skútustöðum Mývatnssveit Tengill sf. Fjaröargötu 5 Þingeyri Aldrei lægra verð ákola VERÐ á kola á fiskmörkuðunum í Bretlandi á fimmtudag var lægra en nokkru sinni fyrr, 26,76 krónur á kíló að meðaltali. Verð á öðrum fisktegundum var líka lágt á fimmtudag, en þokaðist lítillega upp á föstudag. Skýring- in er talin offramboð. í vikunni voru alls seld um 2.500 tonn af ferskum fiski héðan á þess- um mörkuðum. Meðalverð úr gám- um var 47.91 og 51,91 úr skipum, sem seldu samtals 336,9 tonn. Alls var selt fyrir 121,7 milljónir króna. Á fimmtudag voru seld 505 tonn úr gámum héðan. Heildarverð var 21 milljón króna, meðalverð 41,59. Þorskurinn fór á 48,53, ýsan á 46,90 og kolinn á 26,76. Á fostudag voru seld 175 tonn úr gámum fyrir samtals 8 milljónir króna. Meðal- verð var 45,87. Þorskurinn fór á 51,20, ýsan á 51,50 og kolinn á 34,13. Kambaröst SU seldi í Hull á fimmtudag og fötudag, samtals 165 tonn, mest þorsk. Heildarverð var 8,7 milljónir króna, meðalverð 52,80. Meðalverð á helztu fisktegundum í Bretlandi frá áramótum er sem hér segir: Þorskur 64,19, ýsa 80,69, ufsi 37,61, karfi 38,40, koli 73,19 og gráíúða 77,94. Verð á öðrum tegundum var 62,49 og öllum að meðaltali 67,39 krónur. Sýnir 1 Hafnar- galleríi OPNUÐ hefur verið sýning á 14 olíumyndum eftir Ástu Guðrúnu Eyvindardóttur á loftinu í Bóka- verslun Snæbjamar, Hafnar- stræti 4. Ásta fæddist 1959 í Reykjavík. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands, síðan við Central School of art and design í London. Hún m.a. hefur sýnt prent- listarmyndir og myndverk á Sel- fossi. Þetta er fyrsta sölusýning Ástu en henni lýkur 24. apríl. (Fréttatilkynning) Kent-sagan „Signrvegar- ar“ komin út ÚT ER komin hjá Prenthúsinu fjórða bókin í spennusagnaröð- inni Kent-sagan. Bókin heitir Sigurvegarinn, en áður em komnar út Bastarðurinn, Föður- landsvinur og Uppreisnarmaður. Sigurvegarar hefst í Pennsyl- vaníu árið 1878. Philip Kent er óbreyttur hermaður í örþreyttum her Washingtons hershöfðingja. Hermennina skortir mat, búninga, þjálfun og aga. Aumur mannafli sem eygir enga von í stríðinu gegn úrvals hermönnum frá Englandi, sterkasta herveldi heims. En það sem veldur Philip mestum áhyggj- um er að Rackman skipstjóri, sem er illræmdur kvennabósi, ógnar lífi Onnu, konu Philips. Hræðilegt hug- boð verður til þess að Philip ákveð- ur að gerast liðhlaupi. (Úr fréttatUkynningu)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.