Morgunblaðið - 10.04.1988, Qupperneq 12
12 B
. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
Á gömlum ljósmyndum
sjást þau híma fyrir utan
Glaumbæ jafnt í roki sem
í logni, ungar dísir í
lærastuttum pilsum og
síðhærðir sveinar með
hugsjónir. Þau voru
skítblönk eins og
ævinlega, en versluðu
samt vel á vínbörum
hússins þegar inn var
komið, hvernig sem á því
stóð. Kæruleysi en
undarlegur kraftur bjó í
þessum ungu hjörtum, '
sem heimtuðu brjálað fjör
og geggjað stuð og það
fengu þau i þessu húsi.
Það bókstaflega nötraði
og skalf undan hávaða og
stappi þessara ungmenna
sem höfðu sett sér þann
ásetning að frelsa
heiminn, seinna, — þegar
þau væru búin að
djamma.
I dag dregur húsið djúpt
andann, hávaðinn
horfinn, brjálæðingarnir
á burtu, — en núna koma
„bamabömin“, afkvæmi
Glaumbæjarkynslóðar-
innar. Ekki til að djamma,
ónei, heldur til að skoða
ÖU frægu listaverkin með
foreldmm sínum eða
kennurum. Með
aðdáunaraugum horfa
þau á húsið sem er orðið
alveg glerfínt, og hafa
ekki hugmynd um
hvernig það leit út meðan
krakkaskarinn var þar
aUur áður fyrr. Og þau
trítla innfyrir, sæt, brún
og bústin, í leðuijökkum
með spangir á tönnunum
og úttroðin seðlaveski í
vösunum.
Yfirdiskótekarinn Halldór Backman.
Stuðið byijað.
jákvæð
Það hefur verið sagt um
þessi böm sem fæddust
á áttunda áratugnum, að
þau fái bókstaflega allt,
að fjárþörf þeirra sé
óseðrjandi, að þau séu frek og yfir-
gangssöm, spillt og dekruð, að þau
líti á allt sem sjálfsagðan hlut:
heilsu, heimili, mat, klæði og
menntun. Að þau álíti, að sólin
hafi sérstaklega verið hönnuð fyrir
þau.
En þau voru nú samt ekki alltaf í
leðurjökkum, ekki meðan mamma
og pabbi voru að byggja og baslast
við að koma sér fyrir í þjóðfélag-
inu. Þá spígsporðu þau um með
lykil um hálsinn og var vorkennt
alveg voðalega af sálfræðingum og
kennurum sem sjálfir áttu böm með
lykia um hálsinn. Yfirleitt sáu þau
um sig sjálf á daginn, fengu sér
að borða, komu sér í skólann, náðu
í systkini sín úr pössun og keyptu
í matinn. Þau tóku á sig ábyrgð
og vöndust því að hafa peninga
milli handanna. Sjoppur og skyndi-
bitastaðir blómstruðu og svo var
einnig um Karíus og Baktus, tann-
læknar kvörtuðu sáran.' Kennarar
táruðust yfír lélegri íslenskukunn-
áttu, því krakkaskammimar kunnu
ekki einu sinni að blóta lengur á
íslensku, sögðu bara „shit“.
Og svo urðu þau unglingar og
ekki skánaði íslenskan.
Engin kynslóð, fyrr eða síðar,
hefur haft jafnmikið fé milli hand-
anna og þessi. Enda kostar það sitt
að ganga um í dýmm fötum frá
ákveðnum „merkjum“, fara á hár-
greiðslustofu og á sólbaðsstofu,
stunda heilsurækt og annað sport,
og svo þegar í framhaldsskóla er
komið, kaupa bensín á bílinn og
fara til sólarlanda í skólaferðalag.
Nú svo þarf að kaupa svona ýmsar
græjur, plötuspilara, myndavélar,
tölvur og svona hitt og þetta smá-
dót. En hvaðan fá þau aurinn fyrir
þessu öllu saman? Jú, ef ekki frá
pabba og mömmu, þá vinna þau
bara sjálf með skólanum. En reynd-
ar hafa pabbi og mamma verið
ansi seig við að skaffa. Þessi marg-
umtalaði æskukraftur þeirra sem
átti að fara í að frelsa heiminn
nýttist þeim þegar á reyndi ein-
göngu í yfirvinnustundir. Er það
mörgum hulin ráðgáta að einmitt
sú kynslóð sem hvað mest gagn-
rýndi efnishyggjuna skyldi verða
sú sem á endanum þjónaði henni
mest og best.
En snúum okkur aftur að nýju
kynslóðinni. Er ekki loksins komin
fram kynslóð sem okkur öllum hef-
ur dreymt um? Ungt fólk sem eng-
an kala ber til fortíðarinnar, laust
við biturð vegna stríðs, hungurs,
fátæktar, menntunarskorts og
basls. Eru þau kannski vonin okkar?
Eins og enskir lordar
En hvernig eru þau? Hvað segja
þau sjálf um lífíð og tilveruna, um
framtíðina?
Eitt kvöldið seint í mars var árs-
hátíð í einum fjölmennasta skóla
borgarinnar, Ölduselsskóla í Breið-
holti, — og var ekki úr vegi að kíkja
þar inn og rabba aðeins við krakk-
ana.
Áslaug Friðriksdóttir skólastjóri
sagði að þessi 340 manna hópur í
unglingadeildinni væri dálítið sér-
stakur. „Þau fluttu hér inn í Selja-
hverfið á sínum tíma, grátt og
kaldranalegt, húsin í byggingu,
| skólinn hálfkláraður, nýir kennarar,
nýir félagar, en þau komust heil frá
öllu saman og á því sést best hversu
sveigjanleg böm em. En þetta hef-
ur breyst og ég nýt þess að ganga
um hverfið á sumarkvöldum og
horfa á heilu fjölskyldumar vinna
saman í görðunum. Mér finnst þetta
unga fólk vera afskaplega indælt
og gott fólk, en ég hef áhyggjur
af því hversu snemma þau byija á
lífsgæðakapphlaupinu."
Músíkin hljómaði fram í anddyrið
þar sem stúlka og piltur úr níunda
bekk leituðu ófeimin áfengis á fé-
lögum sínum áður en þeim var
hleypt inn og menn réttu vamar-
lausir upp hendumar eins og litlir
bófar. Pilturinn leitaði á kynbræðr-
um sínum og stúikan á stöllum
sínum, en þó reyndu sumir að
svindla, einn drengjanna til að
mynda þrýsti sér upp að stúlkunni
og hvíslaði titrandi röddu: Þú mátt
alveg leita á mér. Honum var fleygt
inn af miskunnarleysi. Og inn
streymdu þau, uppdubbuð og fín,
bæði í níðþröngum kjólum og víðum
úrjersey og tjulli, í hvítum jakkaföt-
um og jafnvel svörtum úr silkimjúku
efni. Einn kom inn eins og enskur