Morgunblaðið - 10.04.1988, Side 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1988
fclk f
fréttum ?■ " v. - •• .
Með föður sínum Frank Zappa og systur sinni Moon Unit.
DWEEZIL ZAPPA TEKUR SIG SAMAN
í ANDLITINU
Lýsir yfir áhuga
á hjónabandi
Dweezil hefur átt erfitt með einkalif sitt.
Nú er talin vera einhver von
tii þess að festa komist á
líf ungs pilts sem heitir því for-
vitnilega nafni Dweezil Zappa.
Hann hefur lýst yfir í viðtaii,
að hann sé afar hlynntur hjóna-
bandi og öllu sem því fylgir.
Til þessa hefur þessi ungi piltur
verið kunnur af annars konar
líferni í Hollywood.
Eins og foðumafnið bendir til,
er Dweezil sonur hljómlistar-
mannsins litríka Frank Zappa.
Hann á einnig systir með síst
ófrumlegra nafoi. Heitir sú Moon
Unit Zappa. En Dweezil hefúr
erft talsvert af tónlistargáfum
föður síns og verið talinn býsna
efnilegur poppari síðustu misseri,
meira að segja komið stöku lagi
á vinsældarlista vestra. En
stormasamt einkalíf hans hefur
verið honum fjötur um fót. Þó
ekki þannig eins og hrjáir marga
aðra: Hann reykir ekki. Drekkur
ekki. Nennir ekki einu sinni í veisl-
ur. Ekki einu sinni út að keyra.
En hann er myndarlegur strákur
af ríku fólki. Frægur. Og þess
vegna er hann eftirsóttur af mörg-
um ungmeyjum borgarinnar. Þær
hafa komið og farið úr lífi hans
og flestar gefast upp á honum
vegna þess að það er varla hægt
að draga hann út úr herberginu
sínu. Þetta kvennahark hefur
staðið tónlistarferlinum fyrir þrif-
um, því hann tekur hvem aðskiln-
að nærri sér. Síðustu stefnuyfir-
lýsingar hans gefa fyrirheit um
breytta tíma og kannski að það
rætist enn frekar úr piltinum á
næstu mánuðum og árum?
Hin atorkusama Shannen Doherty.
Hvernig
er þetta
hægt?
Margir hinna yngri spámanna
á hljómlista- og Jeildistar-
brautinni eru haldnir óseðjanlegu
vinnuþreki. Hjá sumum er það
þannig, að þeir eiga líklega ekki
annarra kosta völ en að gefa sig
í verkin af meiri krafti heldur en
kannski er til staðar, í von um að
sá happadagur renni upp að við-
komandi nái inn uppskeru. Svo eru
sumir sem átta sig ekki á því, að
þeir eru komnir á skrið og geta
hægt ferðina. Einn slíkur er
Shannen Doherty, aðeins 16 ára
leikkona sem aldrei linnir látun-
um.
Þrátt fyrir ungan aldur, hefur
Shannen haft meira á sinni könnu
heldur en gengur og gerist. Hún leik-
ur eitt aðalhlutverkið í sápuóperu sem
heitir Our House og út frá því lék
hún í annarri sem heitir „Little Ho-
use - a beginning". Þá hefur hun
leikið í þremur sjónvarpskvikmynd-
um, Night Shift, Girsl just want to
have fun og Secret og Nimh, einnig
hefur hún komið fram í framhalds-
flokkunum Highway to Heaven, Still
the Beaver, Magnum PI ogAirwolf.
Og ekki er öll sagan sögð. Stundum
er hún að lesa og læra. Síðan vinnur
hún tímafrekt starf fynr ýmsar góð-
gerðarstofnanir sem fara með mál-
efni bama sem sæta ofbeldi á heimil-
um sínum. Einnig starfar hún fynr
dýravemdunarsamtök og útvegar
tugum heimilslausum hundum og
köttum heimili ár hvert. I frístund-
um(!) sínum stundar bamið síðan
dans og hestamennsku. Sefur vænt-
aniega aldrei.
Strákslegt
útlitið og
djúp og
sterk röddin
þykir
mörgum
kynlegt
samkrull.
POPPGOÐIÐ RICK ASTLEY
„Ég bara botna ekkert
í þessu“
Breski poppsöngvarinn Rick Ast-
ley hefur heillað unga fólkið
síðustu mánuði með ýmsum af
lögum sínum og framan af naut
hann þess að fólk bar ekki kennsl
á hann. Telur hann það hafa staf-
að af því, að rödd hans og útlit
fara eiginlega ekki saman. Ann-
ars vegar er djúp og karlmann-
leg rödd, hins vegar prakkara-
legt stráksútlit. En nú öldin önn-
ur og Astley varð t. d. fyrir því
fyrir skömmu, er hann hafði lagt
bil sínum við gangstéttarbrún,
að annar bíll, troðinn ungmenn-
um, stoppaði við hliðina og hann
heyrði svo þvoglumæltan kór
tyggja látlaust, „þetta er hann,
gvuð, þetta er hann....o.s.frv."
„Ég bara botna ekkert í þessu,
ég hafði ekki gert mér nokkra grein
fyrir því hvað frægðin hefði í för
með sér. Þetta dæmi er eitt af
mýmörgum í seinni tíð,“ sagði hann
nýverið í viðtali.
Nú, Rick er aðeins 21 árs og ef
hann heldur áfram á sömu braut,
er ljóst að hann verður að fara að
venjast fylgifiskum frægðarinnar,
því árin framundan eru mörg. Þess
má geta, að Astley byijaði söngfer-
il sinn í kirkjukór í Manchester og
lagði þar til hástemmda barnsrödd.
Er það fór að togna úr honum
reyndi hann fyrir sér í ýmsum minni
háttar poppsveitum borgarinnar án
nokkurs sýnilegs árangurs. Hann
var eiginlega að hugsa um að leggja
tónlistaráformin á hilluna og var
farinn að vinna sem þjónn á veit-
ingastað, er það hvarflaði að honum
að reyna upp á eigin spýtur og láta
hljómsveitir lönd og leið. Um fram-
haldið þarf ekki að orðlengja.