Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA r~ 1988 ÞRKUUDAGUR 19. APRIL BLAD ■B Bogdan íviðtali: Vill taka U-21 árs landsliðlð næsta vetur! Bogdan Kowalczyk, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, lýsir þeim áhuga sínum í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann langi til að taka að sér þjálfun landsliðsins sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri — framtíðarlandsliðsmönnum okk- ar — eftir Olympíuleikana, ásamt þvi að þjálfa félagslið. Bogdan segir öruggt, eins og staðan er í dag, að hann hætti sem þjálfari A-landsliðsins eftir Ólympíuleikana í Seoul. Hann hefur fengið tilboð erlendis frá um að þjálfa en segir það ekki á dagskrá hjá sér eins og er. Nánar/B g.9_ J Morgunblaöið/Bjarni Eiríksson A öðru skíðinu - og hreppti gullið Ólafur Sigurðsson frá ísafirði kom mjög á óvart á 50. Skíðamóti íslands sem fram fór á Akureyri um helgina. Ólafur sigraði í svigi og samhliðasvigi og á myndinni er hann einmitt í keppni í samhliðasvigi. Hann missti annað skíðið en sigraði samt. Nánar er greint frá Skíðamóti íslands á bls. C1-C4. FRJALSIÞROTTIR Heimsmeistaramót í 15 kílómetra götuhlaupi kvenna á íslandi: Bjartsýnn á aðfá mótið gúst Ásgeirsson, formaður i Frjálsíþróttasambandsins, segist nokkuð bjartsýnn á að heims- meistaramótið í 15 kílómetra götu- hlaupi kvenna verði haldið hér á landi næsta vor, en FRÍ hefur sótt um að halda mótið. Ágúst sat um helgina þing alþjóða fijálsíþróttasambandsins í London. Því var reyndar frestað að taka ákvörðun um mótsstað, en Brasilía og ísland eru talin líklegust til að hreppa mótið. „Það eru fleiri lönd sem sækja það að halda mótið, en þessi tvö eiga mesta möguleika. Eg ræddi við formann kvennanefndar vestur- þýska fijálsíþróttasambandsins og hún var mun hlynntari því að keppnin færi fram hér á landi en í Brasilíu. Fleiri voru á sömu skoðun þannig að ég er nokkuð bjartsýnn á að við fáum mótið hingað til lands," sagði Ágúst. Norska hlaupadrottningin Ingrid Kristiansen hefur sigrað í þessu heimsmeistaramóti tvö undanfarin ár. I»T» Bjami IMorður- landa- meistari íþriðja sinn BJARNI FriSrlksson bar höf- uð og heröar yfir aðra kepp- endur í +95 kg flokki á Norö- urlandamótinu í júdó, sem fram fór f Osló f Noregi um helgina, sigraði örugglega og varö Noröurlandameist- ari í þessum ftokki f þriðja sinn. Áður varð hann meist- ari 1982 og 1984. Bjarni keppti einnigtil úrslita í opnum flokki — gegn Finnanum Juha Salonen, en tapaði á koka, með þremur stigum eða minnsta mun, eftir hörku viðureign. Bjami vann 10 af 12 glímum, níu á ippon og eina á yuko — úrslitaglímuna við Danann Karsten Jensen í +95 kg flokki. Hákon Öm Halldórsson, form- aður júdósambandsins, sagði að mótheijar Bjama heifðu verið hræddir við hann. „Þeir sóttu samt því þeir höfðu allt að vinna og engu að tapa nema gh'munni," sagði Hákon og bætti við að úrskurður dómara í úr- slitaglímunni í opnum flokki hefði verið óréttlátur, en það hefði verið erfíðasta viðureignin. Sigurður fékk silfur Sigurður Bergmann hafnaði í 2. sæti í +95kg flokki og í 3. sæti i opnum flokki. Keppt var í riðlum. Aðrir íslenskir keppendur komust ekki í úrslit, en Guðlaugur Halldórs- son frá Akureyri sigraði Svíann Lars Adolvsson í +78 kg flokki og hafnaði í 5. sæti. Svíinn varð Norðurlandameistari f flokknum og var þetta eini ósigur hans. Saanska sveitin vann Svíar sigruðu í sjö manna sveita- keppni, Finnar höfnuðu í sæti, Danir í 3. sæti, þá komu Norðmenn og síðan íslendingar. Bjami og Sigurður sigruðu í sfnum glfmum, Guðlaugur vann eina sem og Omar Sigurðsson, en aðnr töpuðu. Finnar og Svíar unnu íslendingana 5:2, en Danir og Norðmenn 4:3. KAPPAKSTUR: NIGEL MANSELL SKRIFAR/B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.