Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 10
10 B jHorennMnMh /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 19. APRÍL 1988 Eltt af maglnverkefnum LS nú er að gera Amarvatnsheiði að aðgengi- legri veiðiparadís en nú er, með ýmsum framkvæmdum. Þetta er stundar- komsveiði úr smálæk þar efra frá síðasta sumri. Margar nefnd- irávegumLS byijaðar aðstarfa UPPTIL skamms tíma var Landssamband Stangveiðifé- laga á fárra vörum, utan þeirra sem vissu um fyrirbæ- rið en eyddu vart öðrum orð- um f það en hrakyrðum vegna framkvæmdarleysis. Vissu- lega var LS magnvana og stjórnendur þess ekki öf- undsverðir af hlutskipti sfnu: Að stjórna fjárvana sambandi sem hafði innan vábanda sinna furðu fá hinna mörgu stangaveiðifólaga landsins. Og viðhorf þeirra sem ekki voru með voru á þá lund að það hefði ekkert upp úr sér að vera i LS. í samanburði við LS annarra Norðurlanda voru hér komnir litirnir svart og hvftt. Ytra bæði styrkja rfkissjóðir samböndin svo og afia þau umtalsverðra tekna með útgáfustarfsemi, happa- drættum og fleiru. ísland átti greinilega langt f land. En sem betur fer, stefnir nú til betri vegar. Ýmis sameig- inleg hagsmunamál hafa þjappað stangaveiðimönnum saman og ásamt með dug- andi stjóm hefur LS farið að VEKN Guðmundur Guöjónsson skrifar rumska og gefa fyrirheit um breytta tíma. Sem dæmi um sameig- inleg hagsmunamál má nefna verðlagsmál veiðileyfa i víðu sam- hengi. Þá er sá er þetta ritar ekki grunlaus um að það ætti að vera LS en ekki SVFR sem veiti for- ystu hreyfíngunni sem nú berst fyrir upptöku neta úr jökulvatni og sjó. Hin mikla fjöldahreyfíng til silúngsveiða hefur og orðið LS tilefni til aukina umsvifa og er nú róið að því öllum árum að breyta allri Amarvatnsheiði í stangaveiðialmenning með veiði- kofum og þjónustumiðstöð og tilbehör. Þannig mætti áfram telja. Þessi texti er ritaður til þess að gera stangaveiðimönnum heyrin- kunnugt, að LS er komið á skrið fyrir nokkm var frá því gengið, að all margar nefndir voru stofn- settar. Rafn formaður Hafnfjörð er á öðm kjörtímabili sinu og gerði sér fljótt grein fyrir því að ef að eitthvað ætti að gera, þá mætti það alls ekki lenda allt sam- an á sömu herðunum. Það yrði að virkja sem flesta, ekki bara stjómarmenn. Stofnaðar hafa ver- ið 14 nefndir innan vébanda LS og em viðfangsenfi þeirra auðvit- að misstór og mismikilvæg, en öll skipta þau slíku máli að þau eiga fullan rétt á sér.. Verður nú sagt frá nefndunum, en látið vera að rekja hveijir sitja í þeim, það yrði of langt mál. Enda hugmndin að gera félögum innan aðildarfélaga LS grein fyrir þvi hvað er á döf- inni. Að hvaða verkefnum verið er að vinna. Nefndimar em: ÍSÍ-nefnd, Amar- vatnsnefhd, Vemdunarmál, Veiði- dagur Fjölskyldunnar, Sýningar- nefnd, Husnefnd, Samstarfsnefnd LS, LV og LFH, Hreint Land, Fréttabréf LS, FélagaQöldi LS - nefnd til að vinna að auknum fé- lagafjölda, LS-bikarinn, Ungl- inganefnd, Virðisaukaskattsnefnd og Fjölmiðill Veiðimannsins. Svo mörg vom þau orð. Án þess að kastað sé rýrð á nokkra af þessum nefndum, fínnst undirrit- uðum mest til þeirrar fyrst nefíidu koma. Með inngöngu í ÍSÍ, myndi LS strax hljóta ríkisstyrki og þar með væri kominn vísir af þeim föstu tekjum sem svona samband verður að hafa til þess að geta tekið á máium af nauðsynlegum þunga. Rafn HafnQörð, Sigurður Bjamason og Karl Guðmundsson skipa þessa nefnd og vonandi vegnar þeim vel. Einnig hlýtur að vera mikilvægt að LS eignist sinn eigin fyölmiðil eða fréttabréf. Það er ekki nóg að geta komið því helsta sem gerist í dagblöð og tímarit, það er of sundurlaus boðskapur og hætt við að þannig fari margt fram hjá mörgum. Raunar má segja að LS sé núna fyrst í fæðingu. Stangaveiðimönn- um og félögum fjölgar, vinsældir sportsins hafa stóraukist og sam- eiginleg hagsmunamál blasa við, við hvert fótmál. Þvi ríður á að LS vaxi og dafni með, en sitji ekki eftir. BMW K-100 mótorhjóllð. Á myndinni sést hjólið I heild, breytingin við að fá ABS hemla er ekki mikil að sjá - en gífurleg í akstri þegar á reynir. Mótorhjól með ABS Í rúm hundrað ár hafa menn framleitt mótorhjól, ef talið er frá þeim atburði, þegar Gottlieb Daimler og félagi hans Maybach óku fyrsta farar- tækinu sem knúið var sprengihreyfli árið 1885. Það var „mótorhjól" og í grundvallaratriðum byggt upp á svipaðan hátt og nútímahjól. Síðan hafa auðvitað orðið miklar fram- farir í smíði mótorhjóla, í fjaðrabún- aði, byggingu grindar og véla. Menn telja síðasta stóra skrefíð hafa verið tekið fyrir um tveimur áratugum þegar mótorhjól á al- mennum markaði komu með diskabremsur. Loksins nú kemur annað stórt skref: BMW setja á markað í vor K-100 hjólið með ABS bremsum. Mótorhjól þarf hreyfingu til þess að halda jafnVægi. Það er einkum snúningur hjólanna sem heldur tækinu uppréttu, sér í lagi snúning- ur framhjólsins. Hreyfíngin áfram heldur því ekki í jafnvægi, nema því aðeins að hjólin snúist. Þess vegna gerist það, að ef ökumaður- inn þarf að nauðhemla og fram- hjólið læsist, þá missir hann jafn- vægið. Framhjólið þarf að jafnaði ekki að stöðvast nema um hálfa sekúndu til að hjólið falli. Nú hefur mótorhjóladeild BMW leyst þetta vandamál, þannig að hægt er að bremsa af öllu afli án þess að hætta sé á að detta af þaim sökum. ABS kerfíð er tölvustýrt og þannig smíðað, að það sé sem ein- faldast í viðhaldi. Það var fyrst sett í tilraunahjól fyrir tveimur árum og átti að koma á markað í fyrra. Því var frestað vegna þess, að við- vörunarkerfíð gaf of oft falska að- vörun um að eitthvað væri að þótt svo væri ekki. Það tók u.þ.b. ár að komast fyrir þann vanda og nú er BMW K-100 sem sagt að koma á markað með ABS bremsur sem valbúnað. Þórhallur Jósepsson skrifar Nýr S-Benzá leiðinni STÓRI Benzinn er nú i endursköpun sam- kvæmt áætlun. Á myndinni má ajá að hann fer f sömu stikápu og hinir minni. Ekki er annað að sjá, en að þeim takist að minnsta kosti jafn vel upp með þann stóra. Gert er ráð fyrir að hann verði kynntur opinberlega á Genfarbflasýning- unni 1990. Nokkrar gerðir véla verða fáanlegar í Benzanum, þar á meðal vænt- anlega splunkuný V-12 vél, einnig búast menn við að hann fáist með hinu tölvu- stýrða fjórhjóladrifi 4Matic. Draumabjúkki NÚ UM þessar mundir árar heldur illa hjá GM í Ameríku. Ford hefur stolið af þeim bæði fyrsta og öðru sætinu í sölu þar vestra. Þykjast GM-menn mega muna sinn fífíl fegri í þeim efnum. En þeir láta ekki deigan síga, heldur safna liði og leita hefnda. Á sýningu sem GM hélt fyrir umboðsmenn sína og blaða- menn á Waldorf-Astoria hótelinu í New York komu í ljós nokkrar hugmyndir þeirra um bíla næstu framt- íðar. Frá þeirri sýningu fóru GM-menn öllu bjartsýnni en þeir voru þegar þeir komu. Einn bíllinn, sá sem hvað mesta lukku vakti, var þessi sem hér sést, Buick Luceme. Raddir hafa heyrst um að hann verði áfram- hald af Riviera línunni, en það er ekki staðfest. Luc- eme er lúxusvagn, fjögurra sæta með miklum há- tæknibúnaði og öflugri vél. Hann verður framdrifínn og V-8 32 ventla vélin þverstæð. Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli og með sívirkri stillingu sem bregst við breytilegum aðstæðum. Sjálfskiptingin er fjögurra þrepa með tölvustýrðri skiptingu og svona til að kór- óna þægindin, þá verður startarinn af splunkunýrri gerð, hijóðlaus. Buick Luceme kemur e.t.v. ekki á markað óbreyttur, en víst er talið að hann gefí til kynna hvers er að vænta frá GM í nálægri framtíð. Bfllinn er nú á ferð um Bandaríkin á farandsýningu GM ásamt öðrum draumabflum og verða könnuð viðbrögð almennings. Þau munu ráða miklu um, hvort af framleiðslu verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.