Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.04.1988, Blaðsíða 7
JtorgnwMaMb /ÍÞRÓTTIR ÞRWJUDAGUR 19. APRÍL 1988 B 7 LANDSMÓT Veðrið setti strik í reikninginn Akureyringar lengja skíðavertíðina Velheppnaðmót ÍMémR FOLK ■ KYLFINGARNIR Einar L. Þórisson og Ragnar Ólafsson nældu sér í bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í golfhermi, sem fór fram í Skotlandi. Björgúlfur Lúðviksson, var liðsstjóri þeirra (sjá mynd). Ragnar og Einar L. byijuðu á því að leggja Argentínumenn að velli og síðan V-Þjóðveija. Þeir léku síðan gegn Norðmönnum í undanúrslit- um og voru óheppnir að tapa. Á síðustu braut náðist ekki að setja niður 1.30 m langt pútt, þannig að Norðmenn náðu að jafna. Á nítjándu braut brást þeim félögum bogalistin - slóu báðir út af braut og Norðmenn stóðu uppi sem sigurvegarar. Þeir unnu Finna síðan í úrslitaleik, en Ein- ar L. og Ragnar tryggðu sér þriðja sætið með því að leggja Bandaríkja- menn að velli. Ragnar náði lengstu teighöggum í keppninni. Hann sló 291 m, 290, 289, 288 (tvisvar), 287 og þá sló hann fjórum sinnum 286 m, en alls sló hann tuttugu sinnum yfir 270 m. Norðmaður kom næstur á blaði, með 286 m og Kanadamaður sló 272 m. Landsmótinu á skíðum er nú lokið, en mótið var nú hald- ið ( fyrsta sinn eftir páska. Mó- tið hefur ávallt verið haldið um páska, en nú breyttu Akur- eyringar til og seinkuðu mótinu um eina viku. Stemmningin var því nokkuð frá- brugðin, en reynslan á eftir að leiða í ljós hvemig menn sætta sig við það. Vissu- lega er það af hinu góða ef hægt er að lengja skíðavertíð- ina, en hugsanlega eru þeir færri sem komast til mótsins um almenna helgi. Það sem hafði þó mest áhrif var veðr- ið. Mikil snjókoma og norðan strekk- ingur komu í veg fyrir að mótið gæti hafist á tilsettum tíma, en með til- færslum tókst að Ijúka því á sunnu- daginn. Veðrið hafði vissu- lega áhrif á úrslit í alpagreinum á mót- inu, sérstaklega , fyrri hlutann. Færið var þungt og skyggni slæmt og margir duttu eftir að hafa lent í djúpum grafningum sem voru fljótir að myndast, en í sjálfu sér er ekki mikið við því að gera. Það var því varla hægt að búast við mjög glæsilegum árangri við svo slæmar aðstæður, en menn geta þó huggað sig við það að flestir Þrátt fyrir að veðrið hafí verið slæmt og erfitt að keppa eru þó nokkrir sem óneitanlega standa upp úr sem sigurvegarar mótsins. Ölafur Sigurðsson frá ísafirði sem vann til tvennra gullverðlauna á öðru landsmóti sínu. Það er líklega hann sem telst „maður mótsins“. Einar Ólafsson vann til fernra gull- verðlauna í göngu, en það er vart hægt að segja að það hafi komið á óvart, enda hefur hann verið fremstur íslenskra göngu- manna í mörg ár. Guðrún H. Kristjánsdóttir vann til þrennra gullverðlauna og það var einnig glæsilegt og þessi afrek standa upp úr þegar litið er yfir mótið í heild. Einnig er afrek ísfirðinga glæsilegt. Þeir unnu 10 af 20 gullverðlaunum mótsins og mun það vera besti árangur Isfirð- inga á útivelli. Framkvæmd mótsins tókst nokkuð vel, sérstaklega ef mið er tekið af veðrinu. Það er alls ekki auðvelt að skipuleggja stórt mót á skíðum þegar veðurguð- imir eru ekki samstarfsfúsir. En þrátt fyrir það gekk mótið vel. Starfsmenn mótsins unnu gffurlega mikið starf og segja má að allir hafi lagst á eitt til að gera mótið mögulegt. Það var einnig góð hugmynd að fá erlenda gesti til að taka þátt í mótinu, Jugóslava og Svía, sem standa framarlega í sfnum greinum. Það hefur mikið að segja fyrir íslenska keppendur að mæta sterkum skíðamönnum frá öðrum löndum. Bæði eykur það reynslu fslendinganna og einnig er það skemmtilegt fyrir áhorfendur að fá að fylgjast með erlendum keppendum. Það er því vait hægt að kvarta undan framkvæmd landsmóts- ins, en það eina sem ekki var sem skyldi var veðrið og ég hef ekki mikla trú á að það gagni að steyta hnefann til himins, heldur að sætta sig við að á íslandi er allra veðra von. Logi Bergmann Eiðsson ■ GLASGOW Rangers virðist vera vel statt fjárhagslega. Graeme Souness hefur verið iðinn við að kaupa leikmenn og ekki sett verðið fyrir sig. Nú vill hann ólmur fá Ian Rush og hefur boðið Juventus 2,5 milljónir punda fyrir hann. Rush er samt ekki á sölulista, en verði hann seldur vill Juve fá sama og félagið greiddi Liverpool eða 3,2 milljónir punda. En Rangers kaup- ir ekki aðeins leikmenn. Fyrir skömmu keypti félagið fyrirtækið Admiral, sem framleiðir (þróttavör- ur. Rekstur fyrirtækisins hafði gengið illa og Rangers fékk það fyrir innan við milljón pund, sem þykja smáaurar á þeim bænum. Stjómarmenn Rangers telja að þeir geti selt Admiralvörur til um 30 milljón manns, en félagið á eftir tvö ár af samningi við Umbro og getur því ekki leikið í Admiralbún- ingum um sinn. ■ JOHN Robertson hjá Hearts hefur verið í sviðsljósinu í vetur enda gert 30 mörk fyrir félagið á tímabilinu. Mörg félög hafa sýnt áhuga á pilti, en Newcastle bauð allt í einu 750.000 pund í kappann oggengið var frá kaupunum í gær. ■ EVERTON hefur ekki gengið eins vel ( vetur og gert hafði verið ráð fyrir í herbúðum félagsins og ríkir óánægja á meðal leikmanna. Kevin Sheedie, Trevor Steven, Ian Snodin, Wayne Clarke og Ian Wilson hafa þegar óskað eftir að fara og nú hefur Gary Stevens bæst í hóp hinna óánægðu. ■ DAVW O’Leary hefur átt við þrálát meiðsli að stríða siðan um jól. Önnur hásinin hefur verið að angra hann og nú er svo komið að uppskurður virðist vera óumflýjan- legur. Hann verður því ekki með Arsenal gegn Luton i úrslitum deildarbikarkeppninnar á laugar- daginn. ■ JUVENTUS sýndi loksins góðan leik síðastliðinn sunnudag er liðið vann Napolí 3:1 í ítölsku 1. deildinni í knattspymu. Fæstir höfðu gert sér vonir um svo góðan árangur og síst leikmennimir. Þeg- ar staðan var orðin 3-0 fyrir Juve, á 74. mfnútu, var Antonio Cabrini svo glaður að hann sparkaði knett- inum langt upp ( áhorfendastúku. Hann var rekinn af velli fyrir vikið. IAN Rusb lék vel í þessum sama leik, skoraði eitt mark. „Þetta er fyrsta mikilvæga markið sem ég skora fyrir Juve,“ sagði hann án- ægður að ieikslokum. Hann sagði vinum sínum eftir leikinn að hann hefði leikið í enskum skóm, þeim sömu og hann var í þegar hann lék með Leeds gegn Everton í síðustu viku og setti þijú' mörk, en þetta var fjáröflunarleikur fyrir John Charles, fyrram leikmann Leeds og Juventus. Rush viðurkennir þó ekki að vera hjátrúarfullur... ■ INGEMAR Stenmark er hættur við að hætta að keppa á skíðum. Hann ætlaði að hætta eftir vetrarleikana í Calgary, en segist nú ætla að vera með í helstu mótum heimsbikarkeppninnar næsta vetur. ■ LOTHAR Matth&us, þýski landsliðsmaðurinn hjá Bayern Milnchen, sem leikið hefur meira en 50 landsleiki fyrir Vestur-þýska- land, ætlar að leika með Inter Milanó á ítalfu næstu þijú árin. Hann undirritar samning við félagið á fimmtudag. ■ VLADIMJR Zhigili, fyrram sovéskur landsliðsmaður í körfu- knattleik, hefur verið seldur frá Dynamo Moskvu til Levski Spar- tak í Búlgariu fyrir um 200.000 krónur. Zhigili, sem er fyrsti er- lendi leikmaðurinn i Búlgaríu, fær um 20.000 krónur í laun á mánuði, en hann lék sinn fyrsta leik með Spartak um helgina. ■ RONALD Koeman, vamar- maðurinn sterki hjá PSV Eind- hoven í Hollandi, var um helgina dæmdur í þriggja leikja bann í Evr- ópuleikjum vegna viðtals í hollensku mánaðarriti, þar sem hann lofaði brot félaga síns á Tigana hjá Bordeaux í Evrópuleik liðanna i síðasta mánuði. Koeman áfrýjaði og verður málið tekið fyrir á sér- stökum fundi Evrópusambandsins í fyrramálið. Verði Koeman sýknað- ur má hann leika með PSV annað kvöld gegn Real Madrid, en það er seinni leikur liðanna í undan- úrslitum Evrópukeppninnar. Fyrri leiknum lauk 1:1 og fór hann fram á Spáni. ■ GREG Norman, golfarinn snjalli frá Ástralíu, sigraði á golf- móti í Bandaríkjunum um helgina, fyrsti sigur hans í Bandaríkjunum í tvö ár. ■ KNA TTSP YRNUMENN úr Völsungi á Húsavík era nýkomnir frá HoIIandi þar sem þeir dvöldu í æfingabúðum yfir páskana. Þeir léku fyrst gegn Amhein Young Boys, sem leikur í 1. deild áhuga- manna í Hollandi og töpuðu, 0:2. Völsungar mættu svo liði úr 2. deildinni ( Sviþjóð, Holmalund og töpuðu 1:2, en Kristján Olgeirsson skoraði mark Völsunga. Næst léku Völsungar gegn Magna frá Grenivík, en liðið var 5 æfingabúð- um á svipuðum slóðum. Völsungar sigraðu 6:3. Snævar Hreinsson (2), Jónas Halgrímsson, Bjöm Olgeirsson, Stefán Viðarsson og Theodór Jóhannsson skoraðu mörk Völsungs, en Jón Ingólfs- son, Sverrir Heimisson og Þor- steinn Jónsson skoraðu mörk Magna. Völsungar mættu svo öðru hollensku liði og töpuðu 0:2. Loks léku þeir gegn Ramme Lusa, sem leikur ( 2. deild í Svíþjóð og gerðu jafntefli, 1:1. Stefán Viðarsson skoraði mark Völsunga. ■ EGILL Árnason hf., sem auglýsir Junckers Parket á búningum fslandsmeistara Vals, verðlaunaði Valsmenn fyrir frábæran árangur ( vetur, með því að færa þeim að ávísun upp á 200.000 kr. Hér á mynd- inni fyrir ofan sjást Þórður Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, og Geir Sveinsson, fyrirliði, með ávísunina frá fyrirtækinu. Veðrið Veðrið hafði mikil áhrif á framkvæmd landsmóts- ins, eins og sjá má á þessari mynd af Einar Ólafs- syni. Hann lét það þó ekki á sig fá og vann fern gullverðlaun. Aðstaður Vegna veðurs voru brautirnar erfiðari en ella og það setti svip sinn á mótið. Hér er það Daníel Hilmarsson 'sem fellur f svigi. keppendur fengu álíka veður ( keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.